Þjóðviljinn - 15.02.1953, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 15.02.1953, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 15. febrúar 1953 þióoyiuiNN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Magnús Torfi Ólafsson, Guðmundur Vigfússon. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðslu, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg. 19. — Sími 7500 (3 línur). Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljanr h.f. Afreksmaður síðustu áramóta Frakkland gegn íslandi Það er alvörumál fyrir Islendinga að Frakkland hefur til- kynnt baráttu gegn þeim ráðstöfunum sem gerðar hafa verið til verndar fiskimiðunum umhverfis landið. Sennilega er það ekki tilviljun að franska stjórnin sendir einmitt nú mótmæli sín og ikröfu um ,,lagfæringu“ á takmörkum r.ýju vern^arsvæðanna. Það er hvergi leyndarmál að undanfarn- ar vikur hefur ríkisstjórn íslands 'haft „til athugunar“ nýja orðsendingu frá brezku stjórninni um þetta mál, og hafa ensk blöð tæpt á því að þar sé krafizt tilslakana fyrir veiðiskip Breta og jafnframt að allvænlega horfi um samkomulag. Hvort sem nokkuð er hæft í þessum orðrómi enskra blaða eða ekki gæti virzt svo sem Frakklandsstjóm telji einmitLnú réttu stund- ina að þrýsta Islendingum til undanhalds í málinu. Sá tilgangur næst ekki. Kúgunarráðstafanir Breta gegn Is- lendingum hafa orðið til þess að þjappa þjóðinni enn fastar saman, svo fast að það yrði enginn leikur fyrir ríikisstjóm Sjálf- stæðisflokksins og Framsóknar að hefja undanhald í málinu. Það munu forsvarsmenn þeirra flokka hafa fundið er þeir létu undan fyrirskipun Breta og framlengdu sérréttindi brezkra.. fiskiskipa til veiða á hinum nýju verndarsvæðum fyrir Norður- landi, eftir að híinn illræmdi brezk-danski samningur frá 1901 rann út. Það mál varð þjóðarhneyksli, og það varð alþjóð ljóst fyrst og fremst vegna skrifa Þjóðviljans um málið. En reiði fólksins, jafnt í stjórnarflokkunum og meðal stjórnarandstæð- inga gegneþeirri undanlátssemi við hina brezku vioi Sjálfstæðis- flokksins og Framsóknar varð svo iheit að hún hefur eflaust haft holl áhrif á forystu þeirra flokika síðan. Þó hefur verið fullmikið leynimakk um þetta mál. Og það kemur mjög illa við menn að sjá Ólaf Thors enn, í viðtali við Morgunblaðið í gær, leggja á það áherzlu að ríkisstjómin álíti erlenda dómsstóla geta haft úrslitavaldið í landhelgismáli Is- lendinga. Fólkið verður að veita ríkisstjórninni fast aðhald í þessu máli, loka öllum smugum til undanhalds. Þetta mál varðar ekki dnungis lífsafkomu hvers íslendings er nú lifir, heldur einnig komandi kynslóða. Því má hvergi slaka til, það skilur þjóðin og það verður ríkisstjórnin einnig að skilja. Islendingar hafa þann kunnugleik á brezkri heimsvaldastefnu, að þeir furða sig eikki á því að brezk íhaldsstjórn reyni kúgun- araðferðir gegn smáþjóð. Saga brezka heimsveldisins er ein of- beldissaga frá byrjun, saga kúgunar lítilla þjóða og stórþjóða, ferill hinnar brezku heimsvaldadrottnunar er blóðugur smán- nrferill. Ókunnugri og fjarlægari hefur Islendingum verið leið franska afturhaldsins, en því fer fjarri að það hafi látið sitt eftir liggja í nýlendukúgun og ofbeldi gegn smærri þjóðum og aflminni. Islendingar fá nú að kynnast því hugarfari franska afturhaldsins. Afstaða stjóma Bretlands og Frakklands í .landhelgismálinu hlýtur að valda iþeim vonbrigðum, sem lagt ihafa einhvem trún- að á þá „samvinnu vestrænna lýðræðisríkja“ sem Bjarni Ben., Eysteinn, Stefán Jóhann & Co hafa boðað Islendingum undan- farandi ár með gagnrýnisleysi ofsatrúarmanna. Afstaða stjórna Bretlands og Frakklands sýnir hve mikils virði sú „samvinna" er, þegar á reynir. Hvað eftir asinað hefur Islendingum verið sagt að þessar „vestrænu" ríkisstjórnir séu ímynd lýðræðisins, sð öll iþeirra stefna mótist af sanngimi og vírðingu fyrir sjálf- stæði og hagsmunum smærri þjóða. Sjálfstæðisflokkurinn, Fram- sókn og Alþýðuflokkurinn hafa flekað Island inn í hernaðar- bandalag við þessi riki, í hvers konar „efnahagssamvinnu.“ Nú fá Islendingar smekk af því hvað það „bandalag" er, hvað sú „efnahagssamvinna“ þýðir í veruleikanum, svipt froðumælgi, ofsatrú og fávizku forsprakka þríflokkanna. Ihlutun frönsku stjórnarinnar hefur ekiki önnur áhrif á ís- Jenzku þjóðina en að þjappa henni fastar saman um landhelgis- málið. En í svip tekur það Islendinga sárt að sjá Frakka í „and- skotaflokkinum miðjum“. I augum Islendinga ber Frakkland Ijóma af byltingunum miklu, frelsishreyfingum og glæstri menn- mgu. Hvert mannsbam á Islandi þekkir „Vesalingana" Alþýðu fólk á Isl. hefur haft kynni af frönskwm sjómönnum öldum sam- an, og hafa þau íkynni skapað Frökkum almennar vinsældir með ströndum Islands. Ríkisstjórn Frakklands á á hættu að eyða þeim sjóði vinsælda í Frakklands garð sem fyrir er hjá Islending- um ætli hún að feta í hin illa þokkuðu fótspor Breta í land- helgismálinu, því það mál er mál allra Islendinga. Það hefur verið mikill sið- ur hér í bæ að stunda styrj- öld á gamlárskvöld. Strák- lingar hafa þá stofnað her til árása á löggæzlumenn, beitt þá snjó'boltum og jafn- vel illvígari skeytum, en aðrir hafa velt um bílum, kveikt í rusli eða sprengt púðurskot í hættulegri ná- vist meðbræðra sinna. Á skemmtunum hefur Eysteini verið goldinn drjúgur skatt- ur, en síðan hafa menn pústrað hver annan af rögg, en það þykir mikil skemmt- un um áramót. Hins vegar reyndist síðasta gamlárs- kvöld með friðsamasta móti, að sögn yfirlögregluþjóns, enda hafði hann þá ekki tekið upp það merka nýmæli að láta löggæzlumenn sína ljósta dansfólk kylfum til þess að sanna að óspektir mögnuðust stórum ef vín væri ekki á boðstólum. —°— Engu að síður mun sífasti gamíársdagur jafnan talinn merkur viðburður í styrjald- , arsögu Islendinga, enda hef- f ur sú saga verið næsta fá- breytileg um alllangt skeið. Það sem á skorti í púður- sprengingum, snjókasti, pústrum, bílaveltum, íkveikj- . um og ölæði var bætt upp af þeim ráðherra þjóðarinnar sem talinn er búa yfir mest- um líkamsburðum. Er ekki að efa að hann hefur valið þennan dag samkvæmt gam- alli reynslu sinni sem lög- reglustjóri, enda sparaði hann ekki að færast mikið i fang til að yfirgnæfa strák- linga þá sem kynnu að á- stunda hversdagslegri íþrótt- ir þessa dags. En boðskap- ur ráðherrans var sá að nú skvldi niður felldur fátæk- legur skæruhernaður í Póst- hússtræti og Sjálfstæðishús- inu, en i staðinn tekinn upp nútímahernaður, barðir verkamenn og Rússar. Óneitanlega var ráðherra þessi vörpulegur meðan hann flutti boðskap sinn. Hann var ekki að klípa utan af orðum eða hjúpa merkingu þéirra, heldur talaði skýrt og djarft af fyllstu einurð. Hann gekk beint framan að þjóð sinni, leit hana óhvik- ulum augum og mælti án undirhyggju: „Vald þjóðar- innar þarf að tryggja gegn ofbeldismönnum með sér- stöku þjóðvarnarliði. Hvem- ig þessu liði verður háttað er enn athugunarefni. En sennilega væri hagkvæmast , að l'áta það einnig taka í sínar hendur þá varðgæzlu að mestu sem erlent lið annast nú hér á landi“. Svo djörf voru þau orð, og liðs- mennirnir litu á foringja sinn með aðdáun. Til sam- jöfnunar við skörugleik hans höfðu þeir einna helzt þá valkyrju flokksins sem sagði a’lri fjá'plógsstarf- semi stríð á hendur síðla árs 1949, þótt hún hafi raun- ar orðið að stunda skotgrafa hemað síðan. En nú víkur sögunni til þjóðarinnar. Hún hafði að vísu látið sér lynda sæmi- lega þann skæruhernað stráklinga og drukkinna stuðningsmanna Eysteins sem oft hefur mótað síðasta dag ársins, þótt henni of- byðu ósjaldan þau strákapör sem lífshættuleg máttu telj- ast, en þegar hávaðinn barst frá tilræði hins þrekvaxna ráðherra var henni allri lok- ið. Hvarvetna var athæfi hans mótmælt harðlega, og komst Tíminn þannig að orði í fyrradag: „Ályktun- unum rignir nú yfir lands- Hermann Jónasson, 31. des- ember 1952: „Vald þjóðarinnar þarf að tryggja gegn ofbeldismönn- um með sérstöku þjóðvarn- arliði. Hvernig þessu liði verður liáttað er enn at- hugunarefni. En sennilega væri hagkvæmast að láta það einnig taka í sínar hendur þá varðgæzlu að niestu sem erlent lið annast nú hér á landi.“ Tíminn, 13. febrúar 1953: „Enginn hefur verið að tala um að stofna íslenzkan her .... Þarna er ekki ver- ið að tala um neinn her, heldur um aukna starfsemi íslenzkra sérfræðinga á Keflavíkurflugvelli.“ ------------------------b------ fólkið frá ýmsum verkalýðs- félögum. unglingaskólum og jafnvel miðstjórnum stjóm- málaflokka". Og víst hefur blaðið rétt að mæla, það hefur rignt niður miklum mótmælum síðan brotið var blað í styrjaldarsögu Islend- inga um áramót. —0— Þeir sem reynt hafa að skyggnast yfir til ráðherr- ans eftir að þessi mikla rigning hófst hafa séð kyn- lega sjón. Horfinn er nú hinn djarfi og einurðarfulli íþróttamaður, hvikleysið á burtu úr augunum og undir- byggju’eysið úr svipnum. Nú líkist hann í staðinn glimu- manni þeim sem lagður hef- ur verið á fyrsta bragði, eða miklu fremur stráklingi sem hlaupinn er fyrir horn eftir unnið hrekkjabragð á gaml- árskvöld og sver af sér á- kaflega ef lögreglumaður nær í lurginn á honum. Hef- ur ráðherrann svarið af sér ummæli sín hvern dag hins nýia árs, og þykja nú lítiJ- mótlegir orðnir hinir frægu svardagar Péturs postula sem um getur i heilagri ritn- ingu. Auk þess hafa svar- dagarnir magnazt með hverj um degi sem liðið hefur, og hljóða svo í Tímanum í fyrra dag: „Enginn hefur verið að tala um að stofna íslenzkan her .... Þarna er ekki ver- ið að tala um neinn her, heldur um aukna starfsemi íslenzkra sérfræðinga á Keflavikurflugvelli". Næst fáum við senni’ega að heyra áð á gamlá"sdag hafi for- maður Framsóknarflokksins lagt til að stofnað yrði þjóðvarnarlið til þess að berjast gegn íslenzkum her. —0— áfmsir kunna að kenna í brjósti um hinn vörpulega mann svo hörmulega sem hann ber sig og gera sér í hugarlund að með hinum kynlegu svardögum sé hann í raun og sanni að játa ósig- ur sinn og lofa því að vinna aldrei framar slík verk.hvorki á gamlársdag né nokkurn ann an dag. En vorkunnlátt fólk skyldi minnast þess að ís- lenzkur ráðherra hefur sér- stakan hátt 'á svardögum sínum: „ef hann sver þér eitthvað í trúnaði óltendur, og leggur við dreingskap sin.n, þá veistu hann lýgur. Ef hann þrísver opinberlega við nafn móður sinnar þá meinar hann ofur einfald- lega þveröfugt við það sem hann sver. En það sem hann segir kendur meinarhann, jafnvel það sem hann sver.“ Er vart að efa að þetta er skýringin á hinum andstæðu svardögum ráðherrans, ekki sízt þegar þess er minnzt hvern dag sá fyrsti birtist. —0— Því sá svardagi ráðherr- ans sem birtist daginn sem Evsteini e” goldinn mestur brennivínsskattur á sér veiga miklar forsendur. Það kann að verá að hægt væri að fá formann Framsóknar- flokksins ofan af því að berja íslenzkt verkafólk, hann kann að vera ásáttur með að láta Rússa í friði um sinn, en hann getur aldrei slitið upp sjálft lífs- blóm stjórnarstefnunnar. Huemvndm um að stofna ís- lenzkan her er sem sé sprott- in af þv-f fyrst og fremst að Bandaríkin eru hætt að veita mannúðargjafir og leggja nú aðeins af mörkum fjármuni til styrja’darþarfa. Það er þannig hægt að selja ís- lenzkt æskufó’k til herþjón- ustu fyrir harðan gjaldeyri. Sú ríkisstjóm sem lifað hef- ur á því að þiggja hundruð mi’ljóna króna í dollurum fvrir föðurland sitt Jætur sig ekki muna um að selja æsku- m»"n ’andsins Jika. fyrst ekki fást lengur dollarar fyrir fisk og dilkakjöt. —0— Formaður Framsóknar- flokksins mun halda áfra.m að sve~ja og þrísverja dag hvern fram að kosningum á þann hátt sem aJkunnastur er úr stjórnmálasögu síðustu ára. En fái hann og félagar hans að setjast. á ný í ráð- herrastó’a er það eins víst o" ^ sr’eðs.Vapu” á gamlárs- kvöld að boðskapur síðustu áramóta verður framkvæmd- ur á Jevnifundum þeirra þriggja f’okka sem síðustu siö ár hafa ástundað leik l'>fr>”Ta og svikn, af mesfri íþró“t.. Mundi þá á ný lyft- aat brún þess ráðhe” 'a sem tók fornstu af stráklingum Revkjavíkur , m siðasta Zjj". gamlárs- M dag. 0

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.