Þjóðviljinn - 15.02.1953, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Suimudagur 15. febrúar 195S
HVERS VEGNA kemur það
svo þráfaldlega fyrir að menn
segja fyrir kosningar ailt ann-
að en það sem þeir gera og
segja eftir kosningar. — Hví
ekki að segja fólki hreinskiln-
islega hvað ætlazt er fyrir,
því um það er fólkið raunveru-
lega að kjósa?
VEGNA ÞESS að ýmsir, sem
vilja láta fjöldann kjósa sig
eru ekki fulltrúar fyrir hags-
muni hans heldur fámenns
stéttarhóps, sem í okkar þjóð-
félagi beinlínis auðgast og
dafnar á örbirgð fjöldans, sem
dregur fram lífið af vinnu
sinni.
HVERS VEGNA setja fulltrúar
fjárplógsmanna í Sjáifstæðis-
flokknum og Framsókn ekki
efst á blað fyrir allar kosning-
ar baráttuna fyrir gengislækk-
un, meiri tollaálögum, meiri
dýrtíð, meiri launaráni, meira
atvinnuleysi, afsaii íslenzicra
iandsréttinda o. s. frv. ?
VEGNA ÞESS að með slíkri
hreinskilni fyrir kosningar
væri vonlaust að geta í krafti
atkvæðafylgis framkvæmt þessa
hluti eftir kosningar. — Þetta
skilja allir sæmilega félags-
þroskaðir verkamenn.
HVERS VEGNA var Alþýðu-
flokkurinn með íhaidi og Fnam
sókn í því að koma á ríkislög-
regiu gegn verkalýðnum, geng-
islækkun og banni við kaup-
deilum á árunum 1938—’40,
þrátt fyrir baráttu sína gegn
þessu fyrir allar kosningar frá
því 1916 og til þessa?
VEGNA ÞESS að spillingin í
forystuliði hans hafði þá geng-
ið svo vitt að hin ráðandi öfl
flokksins voru runnin saman
í eitt við auðstéttarklikur
hinna borgaralegu flokka. —
Síðan hefur þessi gamli flokk-
ur alþýðunnar átt í megin-
atriðum öll sömu áhugamál og
hinir gömlu borgaraflokkar
tveir. — Hann hefur við hlið
þeirra eftir kosningar beitt sér
fyrir tollahækkunum, gengis-
lækkunum, vísitölubindingu,
dýrtíð, Marshallkreppu, atvinnu
leysi, afsali landréttinda o. s.
frv. — Þetta vita allir þrosk-
aðir menn í verkalýðssamtök-
unum.
HVERS VEGNA er það ein-
mitt þessi flokkur, sem nú
mælir róttækt með baráttumál-
um verkalýðsins og slær um
sig með andmælum gegn hug-
myndum samherja sinna um
stofnun íslenzks hers?
VEGNA þess að í dag eru verka-
menn í stærsta verkalýðsfélagi
Vegna þess...
íslands að velja sér menn í fé-
lagsstjórn og að Alþýðuflokk-
• urinn hefur fengið það hlut-
verk að stilla upp. iista við
þessar kosningar á móti sam-
einingarmönnum — gegn
verk'amönnum í Dagsbrún. —
En á bak við standa menn
einkagróðans, dýrtíðarinnar, at-
vinnuleysisiris og yfirstéttar-
hersins. 1 krafti róttækra slag-
orða fiokksins, ,sem ber irafn
alþýðu, . á að vinna þessum á-
hugamálum þríflokkaauðvalds-
ins viðspyrnu, sem mæld skal
í verkamannaatkyæðum við
þessar Dagsbrúnarkosningar,
þegar til framkvæmda kemur
að loknum þingkosningum í
sumar. — Mætti í þessu sam-
bandi minna á h.versu efnd
voru lvosningaloforðin 1946 um
vinnu handa öllum, ijaráttu
gegn afsali landsréttinda, gegn
gengislækkun o. s. frv.
ÞESS VEGNA er það ekki ein-
ungis brýnt verlferðarmál hvers
verkamanns — stéttarleg sæmd
Dagsbrúnarmanna liggur þar
við, að sem fæst atkvæði falli
í gildru B-listans.
ÞESS VEGNA fylkja Dags-
brúnarmenn sér nú í ríkara
mæli en nokkru sinni fyrr um
lista sameiningarmanna, listá
Sigurðar Guðnas.onar, A-list-
ann. xx.
SKÁK
Ritstjóri: Guðmundur Arnlaussson
Skáfo frá Saitsjöbitden
Skákirnar frá þinginu í Salt-
sjöbaden halda áfram að prýða
skákblöð og dálka um allan
heim, enda er þar úr óvenjulega
mörgu og fallegu að velja.
Skák okkar i dag er unnin af
ungum Rússá, sem ekki er jafn-
kunnur og þeir landar hans aðr-
ir er þarna tóku þátt, en náði
engu að síður 5.—7. sæti ásamt
þeim Stáhlberg og Szabo. Fórn-
arlambið er einn kunnasti tafl-
meistari Breta, byrjunin er mik-
ið tefld um þessar mundir, skák-
in er fjörug og hlýtur að hafa
verið einstaklega æsandi á að
horfa, því að ofan á spennuleikj
anna bættist tímaþröngin. Hvítur
átti aðeins eftir tvær mínútur
fyrir 16 leiki, en þá rak hann
líka endahnútinn svo rösklega á
skákina, að andstæðingur hans
sá sitt óvænna og gafst upp.
Nimzoindversk vörn.
Averbakh Golombek
1. d2—d4 Rg8—f6
2. c2—c4 e7—e6
3. Rbl—c3 B1'8—b4
4. a2—a3 Bb4xc3t
5. b2xc3 c7—c5
6. e?,—e3 0—0
7. Bfl—d3 d7—d5
Þetta afbrig-ði hefur verið ta's-
vert í deiglunni undanfarið, og
bendir margt til þess, að sú opn-
un taflsins sem síðasti leikur
svarts hefur í för með sér, sé
honum hættulegur. Ef ekki finn-
ast nýjar leiðir fyrir svart má
þvi búast við, að menn fari að
leika hér d6 og e5.
8. c4xd5 e6xd5
9. Rgl—e2 b7—b6
10. 0—6 Bc6—a6
11. Í2—f3 Ba6xd3
12. Ddlxd3 Hf8—e8
13. Re2—g3 Rb8—c6
14. Bcl—b2 IIa8—c.8
15. Hal—el c5xd4
16. c3xd4 Dd8—d7
Svartur getur ekki lengur
hindrað e3—e4, en býr sig undir
að ná mótspili með riddaranum.
17. e3—e4 d5xe4
18. f3xe4 Rc6—e5
unum. Hann hefur ekki komizt
til botns í flækjunum eða ekki
litizt á niðurstöðuna.
19. . . . Re5—c4
20. Bb2—cl I)d~—o6
21. e4—e5 Rf6—d5
22. Ddl—f3 f7—f6?
Svartur ætlar að hrista af sér
e-peðið, en það færi sem hann
gefur á sér ríður honum að fullu.
Á það hefur með réttu verið
bent að Hc7 og He6 við tækifæri
hefðu gert hvít érfiðara að
hrinda sókn sinni fram til sig-
urs.
23. Rg3—h5! He8—f8
24. Df3—g3 Dc6—c7
Leppar e-peðið. Sem dæmi um
sóknarfæri hvíts má nefna 24. —
Hc7 25. Bh6 Hf7 26. e6! He7 27.
Bxg7 Hxg7 28. Rxg7 Hxg7 29.
Db8t og mát í næsta leik.
25. Bci—hö llf8—17
26. Dg3—f3 Hc8—d8
27. Rh5xg7!I
GOLOMBEK
ABCDEFGH
SKÁKDÆMIÐ.
Kenneth S. Howard (Am. Chess
Bull. 1936).
A B C D E F G H
ÉrW *■' i * i;
19. Dd3—dl
Þessi leikur kostaði Averbakh
50 mínútur! Haft er fyrir satt
að hann hafi verið að velta fyr-
ir sér 19. De2 Rc4 20. Hxf6!
Rxb2 21. Rf5 með allskonar hót-
AVERBAKH
Lokafléttan! Það er hreint
ekki auðvelt að sjá á hverju
hún byggist.
27. . . . IIf7xg7
28. e5xf6 Hg7—d7
Ef Hf7 þá Dxd5! En hvernig
vinnur hvítur nú?
29. f6—f7f! og Golombek gafst
upp.
Averbakh átti að vísu aðeins
eina minútu eftir á næstu 11
leiki, en honum hefði ekki orðið
skotaskuld úr því að tefla hrað-
skák. Framhaldið hefði til dæm-
is getað orðið svo:
29. — Hxf7 30. Dxd5 Hc8 (hvít-
ur hótaði Hxf7, Dxf7, Dg5f og
Dxd8t) 31. Dg5f Kh8 32, Hxf7
Dxf7 33. He7.
Hvítur á að máta í fjórða leik.
Innihald slcákdæmis getur ver-
ið margskonar. Stundum er
fyrsti lausnarleikurinn — lykiil-
inn — aða'atriðið, svo óvæntur
og ólíklegur að erfitt er að finna
hann. Öðrum sinnum er það mát
staðan sjálf sem mestu máli
skiptir, hreinar og fallegar mát-
stöður raðast upp á víxl eftir því
hvernig leikið er. Þriðja gerð
skákdæma snýst hvorki um lykil
né lokastöðu, heldur um leiðina,
samleik hvítu mannanna og mót
leik hinna svörtu; hótanir hvíts
og varnir svai-ts mynda geðþekka
heild. Slík dæmi eru köll-
uð strategísk og undir þann
flokk skipar sér mikið af þeim
dæmum sem gerð eru nú á dög-
um.
Þrautin sem fylgir þessum lín-
um er hreinræktað dæmi þess-
arar tegundar. Höfundurinn sem
er einn af frægustu skákdæma-
höfundum vestan hafs lýsir
henni svo: „an example of
triple consecutive anticipatory
lineclosings or shut-offs of
black pieces, combined with
decoys of the black king“.
Eg hætti mér ekki út í ti1-
raunir til þýðingar, en vona að
klausan hræði menn ekki frá því
að líta á dæmið sjálft, það er
ekki eins erfitt og hún eða
leikjafjöldinn gætu gefið í skyn.
Áríðandi er að gera þetta áður
en lengra er lesið því að nú
kemur lausleg skýring á dæm-
inu.
Svartur er sýnilega mát ef
hvíta kónginum tekst að komast
Framhald á 11. síðu.
Sýning á myndum Emils Thoroddsens
morgunúívarpið
LJSTVINASALURINN við
Frejrjugötu er sá staður, sem
Reykvíkingar geta alltaf leit-
að til og fundið eitthvað það,
sem fullnægir þörf þeirra fyr-
ir góða m.vndlist, ekki aðeins
nútímalist, heldur einnig eldri
tegundir og síður umdeildar
af öllum þorra marnia. Það er
ómaksins vert að fylgjast
með því, hvað til sýnis er i
Listvinasalnum á hverjum
tíma, því hann er í rauninni
einn af fáum „föstum punkt-
um“ í listalífi höfuðstaðarins,
og þangað er gott að koma.
— Nú sem stendur er þar
sýning, sem nauðsyn ber til
að vekja athygli á, því að
ekki mun að líkindum gefast
í bráð tækifæri til að kynnast
þeim listamanni svo náið á
þessu sviði, sökum þess að
myndir hans eru allar í prívat
eigu og hafa fæstarkomiðfyrir
almenningssjónir áður. Þetta
er sýning á málverkum og
teikningum Emils heitins
Thoroddsens. Öllum er hann
að góðu kunnur sem tónskáld,
og árum saman var hann list-
gagnrýnir, bókaþýðandi og
leikritahöfundur. Færri
þekkja hann af myndum hans,
en myndlistin var sú tegund
listar, sem hann lagði á hill-
una um tvítugt, enda þótt
ekki sé annað sjáanlegt, en
að einnig á því sviði hefði
hann getað orðið meðal
fremstu listamanna okkar.
1 TILEFNI sýningar þessarar
hefur Tómas Guðmundsson
skáld skrifað m.a. á þessa
leið: ,,Það er vinum Emils
Thoroddsens fagnaðarefni, að
efnt hefur verið til sýningar
á málverkum hans, og veit ég
þó ekki, hva.ð hann liefði sjálf
ur sagt um slíkt tiltæki. Hon-
um var mjög ótamt að lialda
sjálfum sér fram, og málverk-
um sínum — sem öðrum lista-
verkum —- hélt hann svo lítt
til haga, að tilviljun ein réð
oft mestu um það, livort þau
geymdust eða glötuðust. Þá
er sýningargestum einnig rétt
að hafa það í huga, að hann
var ekki nema rúmlega tví-
tugur, þegar hann lagði
myndlistina á liilluna. Eftir
það tók tónlisti<i hug hans æ
meir, og það, sem hann vann
ihenni, mun væntanlega halda
nafni hans lengst á lofti. En
þó að þessi sýning taki aðeins
til nokkurra æskuverka,
mundi mig furða á því, ef það
færi fraimhjá nokkru glöggu
auga, að hér var á ferðinni
mjög gáfaður. og geðþekkur
listamaður, sem líklegur var
til þess að þræða eigin leið-
ir og sjá heiminn í frumlegri
og skemmtilegri skáldsýn." —
Sem sagt, góðir Reykvíking-
ar, ykkur stendur til boða að
kynnast æskuverkum Emils
Thoroddsens í Listviaasaln-
um þessa viku. .Sýningin verð-
ur opin til næstu helgar.
MAÐUR kom að máli við Bæj-
arpóstinn í fyrradag og hafði
orð á því, að sér og fleirum
leiddist orgelspilið og bæna-
lesturinn í útvarpinu á morgn-
ana, og einkum og sér í lagi
þegar á eftir færi runa af
hergöngumörsum, danslögum
og allskonar viðkvæmnis-
söngvum, hvað innan um ann-
að. Víst er um það, að margir
Framhald á 11. síðu
Páli .áHjáímsi-,
í gær varð áttræður Páll Guð-
mundsson, bóndi og skáld á
Hjálmsstöðum í Laugardal.
Hana er fæddur á Hjálmsstöð-
um hinn 14. febrúar 1873, son-
ur hjónanna Gróu Jónsdóttur
ljósmóður og Guðmundar Páls-
sonar, er þar bjuggu. Páll er
uppalinn á Hjálmsstöðum og
hefur alið þar allan aldur, utan
hvað hann réri á vertíðum á
sínum yngri árum, eða frá sex-
tán ára aldri og þar til er hann
hóf búskap á föðurleifð sinni,
tæplega þrítugur að aldri. Páll
er af bændaættum svo langt,
sem rakið verður, og hefur erft
marga hina betri lcosti feðra
sinna. Hafa sveitungar hgns og
kunnað þá að meta og falið hon
um i headur mörg sinna mála.
Meðal annars var hana um
fulla tvo áratugi oddviti hrepps
nefndar og átti auk þess sæti
í flestum nefndum, sem starfa
í venjulegum hreppsfélögum,
svo sem sóknarnefnd, sátta-
nefnd o.s.frv.
Páll hefur jafnan þótt lið-
tækur til hverskonar starfa,
verið hjálpfús og greiðviikinn
með afbrigðum og gestrisai
hans þó hvað mest viðbrugðið.
Hann er hrókur alls fagnaðar
á gleðistundum, enda gæddur
í ríkum mæli þeim hæfileikum,
sem þar til útheimtast, svo sem
glaðværð, fypdni og kímni, góð-
um gáfum og síðast en ekki
síst hinni alkunnu hagmælsku,
sem einna víðast mun hafa bor-
ið hróður hans.
Páll er tvíkvæntur; var fvrri
kona hans Þórdis Grímsdóttir
bónda í Laugardaishólum, er
hann missti frá ungum barna-
hópi eftir 12 ára sambúð, og
hin síðari Rósa Eyjólfsdóttir
bónda á Snorrastöðum í sömu
sveit. Eignaðist hann með þeim
stóran ihóp barna, sem öll eru
hið mesta dugnaðar- og mynd-
arfólk. Báðar þessap konur
hafa þótt hinar mestu prýðis- og
sómakonur og hafa ekki litlu
valdið um það, hve gestum og
gangandi þótti gott að gista
heimili þerra.
Kunningjar og vinir Páls og
heimilis hans óska öldungnum
á Hjálmsstöðum allra heilla á
ævikvöldi hans.
Kunningi.