Þjóðviljinn - 18.02.1953, Side 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 18. febrúar 1953
ANNA SECHERS
„Hvað hefur þú gert til að
Varðveita heimsfriðinn ? Þetta
er spurning sem hver rithöf-
undur og enda hver einasti
maður stendur frammi fyrir í
dag. Spurningin mætir manni
í austri og vestri, í sósíölskum
löndum og auðvaldslöndum.
Svar listamannanna er hið þýð-
ingarmesta, þýðingarmikið er
það afdráttarlaust og jákvætt
því að undir það er tekið af
tugum þúsunda".
Þessi orð, um ábyrgð rit-
liöfundanna fyrir friðnum og
Ihamingju mannkynsins, mælti
ihinn þýzki kunni rithöfimdur
Antia Seghers, sem í des. í fyrra
fékk Stalínverðlaunin fyrir
skerf siein til varðveizlu friðar-
ins þjóða í
milli. Anna
Seghers er á-
kveðinn og
•hugrakkur
liðsmaður í
baráttunni
gegn stríði og
fasisma og
hefur áunnið
sér aðdáun og
Anna Seghers yirðingu millj-
óna friðarvina í öllum heimi.
Alla krafta sína, skilning, gáf-
ur og hjarta hefur hún helgað
baráttunni fyrir friði og lýð-
ræði. Meir að segja fyrstu verk
hennar: Uppreisn fiskimann
anna, Febrúarvegurinn og Frels
nn eru þrungnar lýðræðislegum
ihugsjónum. Söguhetjur hennar
eru venjulegt alþýðufólk, sem
óska varðveizlu friðarins um-
fram allt annað.
Þegar Hitler kom til valda
í Þýzkalandi neyddist Anna
Seghers til að yfirgefa land
sitt I þeirri útlegð skrifaði hún
'bók sír.a Sjöundi krossinn, einn
af. gimsteinum þýzkra bók
mennta. í þessari sögu bregður
hún upp fyrir manni afsiður,
fasismans og hinsvegar beztu
eiginleiikum þýzku þjóðarinnar
og baráttunni gegn fasisman-
um. I annarri bók sinni: „Þeir
látnu eldast ekki“, sem gerist
á tímabilinu frá 1919-'.1945, lýs-
ir hún svikum Sósíaldemókrata-
flokksins, sem opnaði fasisman-
um leiðina, þar flettir hún einn-
ig ofan af ágengni hinnar
þýzku ,stórveldisstefnu, sem
hratt annarri heimsstyrjöld-
inni af stað, jafnframt lýsir
hún hetjudáðum andfasistanna,
sem urðu að st.arfa leynilega.
Eftir að búið var að sigra
nazismann hefur Anna Seghers
neytt allrar orku sinnar til að
stuðla að uppbyggingu nýs
sameinaðs og friðelslcandi
Þýzkalands. I ritverkum sínum
lýsir hún þeirri miklu þjóðfé-
lagsbreytingu sem orðið hefur
í þýzka alþýðulýðveldinu.
hvernig hið nýja samfélag og
batnandi lífskjör skapa nýtt
fólk. Hún heilsar með ánægiu
hver.ium nýjum árangri í sköp-
un lýðveldisins og gleðst af
hjarta yfir dirfsku og biartsýni
fólkc.ins. „Þýzka lýðveldið
þarfnast friðar, eins og öll
önnur lönd“, segir Anna. Segh-
ers, „það þarfnast vináttu Ráð-
stjómarríkjanna, sem svo ný-
lega björguðu milljónum fólks
frá andlegri og líkamlegri eyði-
leggingu".
Anna Seghers, sem vinnur af
lífi og sál að því að innræta
þjóð sinni hugsjón friðarins.
getur ekki horft aðgerðalaus á
amerísku stríðsæsingajnennina
Eftir L. Yuryeva
breyta Vestur-Þýzkalandi í víg-
stöðvar. „1 Vestur-iÞýzkalandi
heyrir maður drunur amerísku
skriðdrekanna", segir hún, „}
Austur-Þýzkalandi drynja drátt
arvélarnar, þar sem þær plægja
landið sem skipt hefur verið
Raddir kvenna
milli bændanna". Þessi þýzki
föðurlandsvinur dregur upp
dökka mynd af lífi fólksins í
Bonnhéraðinu, lífi án birtu, lífi
vonleysis og hins stöðuga ótta
við framtíðina.
í ræðu og riti undirstrikar
Anna Seghers það ætíð, að í
Þýzkalandi sameinist baráttan
fyrir friði baráttunni fyrir sam-
einingu landsins. Heitasta ósk
milljóna af Þjóðverjum er, að
lifa í friði við allar þjóðir í
sameinuðu frjálsu landi. Þessi
ósk markar stefnuna í friðar-
baráttu Þýzkalands, hún hefur
hvað eftir annað verið endur-
tekin af fulltrúum Austur-
Þýzkalands hjá Sameinuðu
þjóðunum.
Hvar sem unnið hefur ver-
ið að friðármálum hefur Anna
Seghers komið fram sem hinn
traustasti talsmaður friðarins:
1 Varsjá, París, Prag, Stokk-
hólmi og Berlín. Á öllum al-
þjóðlegum friðarmótum og
þingum Alheimsfriðarráðsins
hefur þessi óþreytandi kona
verið nálæg. Hún er meðlimur
Alheimsfriðarráðsins og einn af
forustumcnnum friðarhreyfing-
arinnar í Þýzkalandi. Hún hef-
ur verið sæmd verðlaunum fyr-
ir störf sín í þágu friðarins.
„Sem kommúnisti, rithöfund-
ur og móðir, mun ég leggja
alla krafta mína til varðveizlu
friðarins", sagði hún á alþjóða-
móti, sem haldið var í Moskvu,
og tileinkað framlagi rithöf-
unda til friðarmálanna. Allt
starf Önnu Seghers, sem for-
ingja, rithöfundar og ötuls liðs-
manns friðarbaráttunnar er
unnið af einlægri trú á sigur
friðar og lýðræðis yfir stríði
og fasisma.
Svar forstjora SVR við fyrirspurn
„Hrafn“ ritar grein í Þjóð-
viljanum hinn 10. þ.m. með fyr-
irsögnimni „Hvað um endurnýj-
un strætisvagnanna ?“
Grein þessi virðist byggð upp
með það eitt fyrir augum að
reyna að fá fólk til að trúa því,
að allur áhugi minn í starfinu
beinist að því einu, að bróður
mínum og öðrum ættmennum sé
borgið fjárhagslega. Eg hirði
ekki um að munnhöggvast við
„Hrafn“ um störf mín hjá stræt
isvögnunum, en kemst ekki hjá
því að -leiðrétta sumt af þeim
ósannindavaðli, sem þarna . er
við hafður.
Greinarhöfundur hefur .heyrt,
að ég haldi því fram (mér til
afsökunar!) að nefnd sú, sem
skipuð var af bæjari-áði sumar-
ið 1951 til að gera tillögur um
inmflutning strætisvagna, hafi í
sínu áliti gert tillögur um inn-
flutning Volvo-vagna. Greinar-
höf. hefur það eftir a.m.k. ein-
um nefndarmannanna, að um-
rædd neftad hafi aðeins gert til-
lögur um, að keyptir skyldu
dieselvagnar, en ekki um það,
hverjar tegundir skyldi velja.
Til að taka af öll tvímæli í
þessum efnum, leyfi ég mér að
birta orðréttan kafla úr þessari
greinargerð nefndarinnar, en
hún er undirrituð af nefndar-
möntiunum öllum athugasemda-
laust:
„. .. . Með skírskotun til fram-
anritaðs leggur nefndin til, að
fyrir umrætt ihnflutnings- og
gjaldeyrisleyfi verði keyptir 8
die^elvagnar, þar af 6 Volvo-
vagnar óg 2 Mercedes-Benz-
vagnar ....“ (leturbr. min).
Þá gerir greinarhöfundur að
umtalsefni rafmagnsstrætis-
vagna, hina svo nefndu Elektro-
gyro-vagna, og segir það sam-
hljóða álit þeirrar nefndar, sem
bæjarráð skipaði til að hafa
á hendi athugun um notkun raf-
magnsbíla til fólksflutninga í
Reykjavík, að „rafmagnsvagnar
myndu vera heppilegasta fram-
tíðarúrlausnin“. Greinarhöfund-
ur slær því líka föstu, að stofn-
kostnaður sé talinn „líkur eða
lítið eitt hærri, en dieselvagna
kerfið“.
Hið sanna í málinu er hins-
vegar það, að engar tölulegar
upplýsingar um stofn- eða
rekstrarkostnað þessara vagna
lágu fyrir frá framleiðendunum.
Fullyrðingar um verð þeirra eru
því út í bláinn, eins og annað
í þessari grein.
Framleiðendur þessara raf
magnsbíla sögðu, þegar til
þeirra var leitað um nauðsyn-
legar upplýsingar (í jan. 1952),
að enn væru í framkværnd at-
huganir og tilraunir með þessa
vagna, og því væri ekki líklegt,
að um útflutning til íslands
kynni að verða að ræða fyrr en
eftir 1 Vi-2 ár. Það var m.a. af
þessum söltum, sem nefndin
taldi sér ekki fært, að slá því
föstu á þessu stigi málsins, að
Gyro-vagnarnir væru framtíðar
lausnin í samgöngumálum liöf-
uðstaðarins. Hins vegar lagði
hún m. a. það til „.... að haft
verði samband við framleiðend-
ur Gyro-vagna með notkun
þeirra fyrir augum. .. . “ Nefnd-
in hefur lokið þeim störfum,
sem henni var falið að vinna, en
Strætisvögnum Reykjavíkur fal-
ið að fylgjast með þróuci þess-
ara mála.
Ég vil svo að lokum láta þé
ósk mína í ljósi, að aukin tæikni
við framleiðslu almennings
vagna, livort sem orka þeirra
á rót sína að rekja til rafmagns,
hráolíu eða annarra aflgjafa,
megi leiða til öryggis, lækkun-
ar reksturskostnaðar og auk-
inna þæginda fyrir allam al-
menning.
Og það fullvissa ég greinar-
höfund um, að ég mun fram-
vegis eins og hingað til leitast
við að Strætisvagnar Reykja-
víkur fái notið þeirrar þróunar.
Eiríkur Ásgeirsson
Sprengidagur og öskudagur til forna — Leifar
gamals siðar
í GÆR var sprengikvöld, en í
dag er öskudagur. Það er
þennan dag, sem friðhelgi
manna er rofin á götunum af
smákrökkunum, sem hengja
smápoka aftan í saklaust og
heiðarlegt fólk. Ja, þvílíkt og
annað eins! Enda er margur
maðurinn sár og skömmustu-
legur, þegar hann uppgötvar,
að hann hefur arkað með
dinglandi tuðru aftan á sér
kannske þvert gegnum bæinn.
En þetta eru líka síðustu leif-
ar öskudagshátíðahaldanna,
og sjálfsagt að halda þær í
heiðri sem hverja aðra
erfðavenju, enda er hún vita
meinlaus. — Hinsvegar getur
verið fróðlegt að rifja upp,
hverskonar dagamun fólkið
gerði sér áður fyrr í tilefni
sprengidags og öskudags, svo
ólíkt sem við tökum þeim
nú. í Islenzkum þjóðháttum
segir m.a.: ,,....En það er
algengt í kaþólskum löndum
að gera sér glaða tvo fyrstu
dagana af föstunni, eða þrjá
með sunnudeginum, en fella
svo niður alla gleði um lág-
nætti á miðvikudagsnóttina.
Ekki er mér kunnugt, að há-
tíðahöld þessi, eða hvað ég
á að kalla það, hafi átt sér
stað til muna hér á íslandi,
sízt á mánudaginn, en á
þriðjudaginn hafa menn fyrr-
um gert sér glaðan dag, því
að þá átti nú að kveðja ketið
að fullu og smakka þáð ekki
fyrr en á páskadaginn. Er
viða sá siður enn í dgg að
breyta til með mat þennan
dag. Áður var venjan að ryðja
í fólkið svo miklu af keti og
floti sem það gat í sig láti'ð,
og helzt meiru en því var
auðið að torga. Mun þá marg-
ur 'hafa borðað bétur en hann
hafði gott af, og eru til um
það ýmsar skrítnar sögur. En
•leifarnar' ‘Voru" ''teþnar ''-og'
-hengdar u ppU tbaðstofumæui,
bvers leifar uppi yfir hans
rúmi. og mátti ekki við 'þeim
snerta fyrr en á páskanótt,
hva'ð mikið sem mann langaði
í þær. En líklega hafa þær
ekki verið orðnar lystugar þá.
SíSan heitir kvöldið sprengi-
kvöld (Skaftfellingar kalla
það sprengi), því að þá éta
menn sig í spreng. Síðan
mátti ekkj smakka ket alla
föstuna, og hét það að sitja
á föstunni. Ef einhver hélt
ekki föstuna, hafði hann þau
viti að missa leifanna í föstu-
lokin og páskaketið í tilbót,
og þóttu það þungar skriftir,
sem von var. Svo fannst þeim,
Guðrúnu, konu Sveins éi
Þremi, og Margréti hjákonu
hans (á síðasta hluta 18. ald-
ar). Þær voru svangar á föst-
unni og fóru að ná sér bita
ofan úr ræfrinu, meðan karl
var í húsunum. En í því kom
karl inn, og varð þeim þá svo
bilt, að þær misstu ketið ofan
á gólfið. Þá var'ð karli að
orði: ,Hirtu matinn, Margrét,
en komdu, Guðrún, og taktu
út á líkamanum það, sem þú
hefur til unnið1 — og hýddx
kerlingu rækilega. . . .“.
★
UM öskudaginn er getið í sömu
heimild á þennan hátt: .....
Daginn eftir er öskudagurinn;
í kaþólskri tíð settust menn í
sekk og jósu ösku yfir höfuð
sér sem iðrunarmerki. En eft-
ir siðaskiptin var því snúið
upp í glens og gaman. Stúlk-
urnar settu og setja enn í
dag öskupoka á piltana, en
piltarnir launa þeim með því
að setja á þær steina. Mörg-
um var illa við að bera ösku
og einkum stúlkunum stein-
ana, og varð oft illt út úr
því. Ekki ber mönnum sam-
an um, hvað var löglegur
ösku- og grjótburður. Sumir
segja, a'ð.það sé nóg, að geng-
ið sé með það þrjú spor, en
nðrir, að það sé ekki mark að
því. nema það sé borið yfir
þrjá þröskulda. Þá telja og
sumif ólögmætt, að aska e’ða
steinn sé borinn eftir dagset-
ur. Þessi atriði hafa aldrei
orðið útkliáð til fulls og verða
líklega aldrei. Með öskudeg-
inum rann langafastan upp í
raun oa veru....“.
'Svo' mörg eru1 þau "orð1.' Nú er
-þetta ' "alltsamanu, brey.tt, , og'
meira en brevtt. Það er
gleymt. A'ð vísu er ennþá
siður margra að borða sér-
stakan ,,kraftraat“ á sprengi-
daginn, t.d. saltkjöt og baunir,
og ennþá sjáum við krakka
hengia noka, sem reyndar eru
oftast tómir. En stundum eru
það héldur ekki nokar. Stund-
um eru bað spjöld með ein-
hverri áletrun. svosem eins
og „Háspenna lífshætta!“
MóímaBla lengrl IieFslíyldss
Framh. af '12. síðu
lenging herskyldunnar ekki íil
nema um helmin-gs þeirra sem
nú igegn.a herþjónúistu, þar sem
danski 'herinn hefur ekki næg-ar
herbúðir f-yrir all-a.
Mótmælaskjöl undirrituð.
300 hermenn í herbúðum á
Borgundarhólmi lögðu niður
störf sín Cig óhlýðnuðust fyrir-
skipunum í mótimælaskyni við
herskylduleniginguna, og viíða um
D.anmörkiu ha-f.a hermenn sý-nt
andúð sína iá þess-ari ráðstöfun,
isem igerð er efitir bandarískri
fyrirskipan, með því .að neyta
ekki matar. I mörgum herdeild-
ium hefur hver einas.ti maður
undirritað mótmælaskjöl og
'krafizt þess -að 'þeir- verði sendir
heim þegar er 12 mánaða her-
skyldutími 'þerra er liðiinn.
Sjálfsmorðstiiraun.
hegar tilk.ynnt var fyrir helg-
ina í herbúðum í Holbæk á Sjá-
láindi, að herm-ennimir þar
mundu ekk-i sendir heim fyrr en
eftir 18 mánaða 'herþjónustu,
reyndi einn þeirra að fremja
sjálfsmorð. Læknum tókét þó að
bjiariga lífi hans.
Mál í rannsókn.
-Harald Pete-rsen, landvarna-
málaráðherra Danmerkur, sagði
að stjórninni þætti þessir atbiurð-
ir mjög leiiðir, en hins vegar
von.aðist hún itíl, -að danskir
æskumenn létu ‘ekki folekkjast af
fortölum undirróðursmanna. —-
Mál þeirra hermann.a sem hefðu
óhlýðn.ast fy.rirskipunum o-g brot
ið heragann vœri enn í rannsókn
og því ekki hægt -að segja hvort
og hverniig þeim yrði refs-að;