Þjóðviljinn - 01.03.1953, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 01.03.1953, Blaðsíða 2
2) ÞJÓÐVTLJINN — Sunnudagur 1. marz 1953 I dag er sunr.uda.gur 1 marz. 60. dagur ársins. Háskólafyrirlestur. Það er í dag .kl. 2 sem I>orkelI Jóhannesson, prófessor, flytur er- indi sitt um Þióðhagi á ísiandi á 19. öld. Erindið flytur hann í há- tíðasal Háskólans. Þorkell er prófessor í íslandssögu við Há- skólann, og hefur lagt sérstakia stund á að kynna sér atvinnu- sögu íslendinga að fornu og nýju. Er ekkí -að efa að erindi hans verður hið fróðlegasta. Öllum er heimill aðgaingur. Þegar Áfengisverzluninni var lok- að í vetur, var lifið heldur þung- bært hjá vissum hópi manna. En þá barst út sú fregn, að í Fisch- ersunjdl mætti Jtundum finna mann einn, sem hefði á boðstól- um brennsluspritt við sanngjörr.u verði. — Haft var eftir einum elsku vininum í þessu sambandi: „Og eru nú öll sund lokuð nema Fischersund". — Svona morar Handneminn í skemmtilegheitym. V 1 gær opinberuðu trúlofun sína Dag- ný Weiding, hjúkr- una.rkona, Blóm- vallagötu 12 og Bjarnhéðinn Hal'- grímsson, garðyrkjumaður. IiANDNEMINN kostar 2 kr. í lausasölu. Hvernig væri að reyna siðasta hefti. Fæst í næstu bókaverzlun. Til fólksins, sem brann hjá í Bræðratungu kr. 70 — frá gam- alii konu og x. Bæjarstarfsmerui! Munið aðalfund Starfsmannafé- lagsins í dag kl. 13.30 í Sjalf- stæðishúsiin'U. Nýir pípuiagningameistarar. Bæjan áð -samþykkti á f undi sínilm-ní* íyrradag '■Sö' lö^gilda Giunnar iQestsson og iGuðm. H. ^FriíÉinósácm sem pípulagnmga- meistiara. í Barnasýnihg . verður í dag, sunnud., kl. 4 e. h. í Þingholtsstræti 27 fyrir félags- meinn ,,MÍR“ og gesiti. Þar verð- ur sýnd kvikmyndin „Böm Grants skipstjóra". — Hús- mæðradeild. Ilelgidagslæknir er Úlfar Þórðarson, Bárugötu 13. Sími 4738. Næturvarzla í Lyfjabúðinni Iðunni. Sími 7911. Læknavarðstofan Austurbæjarskól- anum. Sími 5030. Er hann þarna ennþá? Hanníbal skrifar í í fyrrad. ieiðara um sjáifan síg í AB- blaðiS. — Honum lýlíur þannig: „En það eru hvorki Ól- afur Thórs eða (svo) Brynjólfur Bjarnason, sem eiga að fá leyfi til að gera verkamenn að sprelii- körium sínum“. Hefur kannski Hanníba! dottið í liug að sælcja um „leyfF'tii þess? Eskfirðinga- og Reyðfirðingafél. Spilakvöldið verður ekki 3. marz heldur 10 marz í Þórscafé. Slysavarnafélagskonur! Munið fundinn annað kvöld kl. 8.30 í Sjálfstæðishúsinu. Sjá aug- lýsingu í 'blaðinu. Þjóðviijinn inn á hvert heimili! Ti.kynnið nýja áskrifendur að Þjóðviljanum í síma “500. Bústnðapresía.kall, Messa í Fossvogs- kirkju í .dag' kl. 2 e. h. Barriamessa kl. 10.30 f. h. . -t, Séra Gúnnar: Árna Minningarsjóðsspjöld lamaðra og fatiaðra fást í Bækur ög ritföng Austurstræti 1, Bókabúð Braga Brynjólfssonar og verzluninni Roði Laugavegi 74. í gæ,r voru gefin saman í hjónaband af sér,a Óskari J. Þorlákssyni Dagmar Helgadóttir (Guðbjarts- son.ar frá Viík í Mýrdal) og Jón íBaukur Guðjónsson (Jónssonar frá Ási) Stuðniugsmenn Þjóðviljans úti á landi! Takið þátt í áskrlfendasöfn- uninni og haíið samband við út- söiuménn bíaðsins á hverjum stað. Kvöidbænir í Ilallgrímskirkju kl. 8 á hverjum virkum degi (nema messudaga): Lesin píslar- saga, sungið úr passíusálmum. — Allir velkomnir. Sr. Jakob Jónsson. Bæ j arpósturinn Framhald af 4. síðu. aldra fólki og eldra er mjög sjaldan gert til geðs, en það kvartar ekki og gerir sér þetta að góðu, samkvæmt máltæk- inu: ef þú ert ánægður með það sem illt er, þá hefurðu það. — Tónlistarfélagið hefur á- nægjuna mestallan dagiinn, bæði af starfinu fyrir útvarpið, og svo lærlingarniir — þeir eru viitanlega upptekniir við allf slíkt. Oig það ,eru iþeir, sem lalltaf ern með pennann á lofti; þeir óska og ibiðja og fá. En það eru ekkii raddir hlustendá nem'a að litlu leyti, þótt þeir eigi þæ.r fagrar. Eg fer ekki fi'am á, að þessi bagigamunur verði réttur af, en ég iel, að örlftið mætti taka úr istærri bagganum <og iæra i þann miainí; með því yrði ánægjunni jáfriár skipt. Horfnu þættirnir, sem ég gait um á dö'giunum, voru allir stórfróðlegir og mörg' um tíi uniaðar. Hlátursefni ér að likindum lítt fáanlegt, svo ,nyið þ.að er eflaust ekki hægt iað auka; en ég iæt ekki segja mér það, >að hljómlistiin gsati ékki, ef vilji væri fyrir hendi, miðl- að örlítið lengri tíma til þátt- .arins, sem Eiríkur Hreinn flyt- ur, og výrðist mér, að þess væri full nauðsyn, eíns og nú er komið málfari þjóðarinnár. Þó að plásturinn lendi kannski ■ekki alltaf á kýlinu, verður það vitanlega því oftar, því meir sem að er gert. Þátturinn er á byrjuniarstigi, en gefur allgóðar vonir, ef honum væri sómi sýndur Til að fá út .raddir hlustenda, er þörf .að sem flestir láti til sín .heyira, og helzt ekfei ein- göngu fagmenn og meinnta,- menn. Eins mianns rödd er ekki rödd fjöldans, hversu smjöll sem hún er, ef enginn annar tekur í samia strenginn. — Þ.“ 11:00 Morguntón- leikar: a) Kvint- ettt fyrir blásturs- hljóðfæri og píanó eftir Mozart. b) Tríó í B-dúr op. 97 eftir Beethoven. 13:15 Rannsókn- ir mínar um uppruna tungumá'a; fyrra erindi (dr. Alexander Jó- hannesson háskólarektor). 14:00 Messa i Fossvogskirkju Sr. Gunn- ar Árnason. 15:30 Miðdegistónleik- ar: a) Fantasiestiicke op. 12 eftir Schuman b) 16:00 Lúörasveit R- víkur leikur. 18:30 Barnatími (Bindindisfélag Kennaraskólans): a) Eyjólfur Þór Jónsson form. félagsins flytur inngangsorð. b) Nemendur lesa þrjár sögur. c) Úr íslenzkutíma 12 ára barna í æfingadeild Kennaraskólans. d) Fjórar stúlkur úr Kvennaskólan- um syngja með undirleik á gít- ar. 19:35 Tónleikar: Walter Giese- king leikur á píanó. 20:20 Sam- leikur á horn og píanó (Árni Kristjánsson og Herbert Hriber- chek): a) Hornkonsert nr. 1 eft- ir Mozart. b) Andante con mota eftir Richard Strauss. 20:35 Er- indi: Frá Vestur-Þýzkalandi (Lúð- vík Guðmumdsson sjkóllaktíjóri)^ 21:00 Óskastund. 22:05 Danslög. Útvarpið á morgun Fastir liðir eins og venjulega. Kl. 13:15 Erindi bændaviku Búnaðar- féiags Isíands. 17:30 jjslenzku- kennsla. 18:00 Þýzkukennsla. 18:30 Úr heimi myndlistarinnar (Hjör- leifur Sigurðsson listmálari). 19:00 Tónleikar (pb): Tilbrigði um barnalag op. 25 eftir Dohnanyi. 19:20 Tónleikar. 20:20 Útvarps- hljómsveitin. 20:40 Um daginn og veginn (Baldur Baldvinsson bóndi á Ófeigsstöðum). 21:00 Einsöngur: Guðrún Á. Símonar syngur; Fritz Weisshappel aðstoðar. 21:20 Dag- skrá Kvenfélagasambands íslands. Erindi: Um húsmæðrastörfin. (Guðrún Jensdóttir húsmæðra- kennari). 21:45 Búnaðarþáttur: um ungauppeldi (Jón M. Guð- mundsson bústjóri). 22:00 Fréttir ög' veðurfregnir. 22:10 Passíu- sálmur. 22:20 „Maðurinn í brúnu fötunum". 22:45 Dans- og dægur- lög: Frankie Yankovic og hljóm- sveit hans leika og 'sýngjá. - Söfnin eru opin: Landsbókasafnlð: kl. 10—12 13—19, 20—22 alla virlca ' dagí nema laugard. kl. 10—12. 13—19 Þjóðmin jasafnið: kl. 13—16 i sunnudögum; kl. 13—15 þriðju daga og fimmtudaga. Listasafn Einars Jónssonar: k 13.30—15.30 á sunnudögum. Náttúrugripasaf nið: kl, 13.30- 15 á sunnudögum; kl. 14—1< þriðjudaga og fimmtudaga. GENGISSKBÁNING (Sölugengi): 1 bandarískur dollar kr. 16,32 1 kanadiskur dollar kr. 16,79 1 enskt pund kr. 45,70 100 danskar kr. kr. 236,30 100 norskar kr. kr. 228,50 100 sænskar kr. ltr. 315,50 100 finsk mörk kr. 7,09 100 belgískir frankar kr. 32,67 10000 franskir frankar kr. 46,63 •100 _ svissn. frankar kr. 373,70 100 tékkn. kcs. kr. 32,64 100 gyllini kr. 429,90 10000 lírur kr. 26,12 Bíkisskip: Hekla fór frá Akureyri í gær á vesturleið. Esja fer frá Reykja- vík á moigun vestur um land í hringferð. Herðubreið fer frá Reykjavík á morgún austur um land til Bakkafjarðar. Þyrill var á Akureyri í gærkvöld. Sambandsskip Hvassafell fór frá Skagaströnd 27. febrúar áleiðis til Seyðisfjarð- ar. Arnarfell fór frá Reykjavík í gær til Danmerkur. Jökulfell er væntanlegt til N. Y. á morgun. Bæjai'togararnir Ingólfur Arnarson er í Reykja- vík í viðgerð. Skúli Magnússon fór á saltfiskveiðar 21. fm. Hall- veig Fróðadóttir fór á ísfiskveiðar 19. fm. Jón Þorláksson kom 27. fm. með ísfiskafla er var samtals 149 tonn, 9 tonn lýsi.og 7 tonn grút. Af þessum afla voru 120 tonn ufsi sem allur fór til herzlu hjá Bæjarútgerðinni; fór aftur á veiðar í gær. Þorsteinn Ingóifsson landaðí hér 24. fm. 250 tonnum af ísfiski, þar af var 211 tonn ufsi sem einnig fór allur til herzlu hjá Bæjarútgerðinni, lýsi 14 tonn. Fór aftur á veiðar 25. fm. Pétur Halldórsson kom 23. fm. með 135 tonn af saltfiski, 20 tonn af nýjum fiski, 25 tonn fiski- mjöl og 15 tonn af lýsi. Fór aftur á veiðar í fyrradag. Jón Bald- vinsson fór á salt 18. fm. Þorkell máni fór einnig á salt 26. fm. I þessari viku höfðu 200 manns vinnu í Fiskverkunarstöðinni viS ýmiskonar framleiðslustörf. Krossgáta nr. 21 Lárétt: 1 latmælgi 7 tónn 8 tota 9 klístur 11 þrír eins 12 ýt 14 sk.st. 15 fiskmeti 17 tveir eins 18 hygg 20 afgjald Lóðrétt: 1 föng 2 mánuður 3 skeyti 4 an 5 elskaði 6 þvottaefni 10 ger 13 reykingar 15 nam 16 sæti 17 reykur 19 ending Lausn á krossgátu nr. 20 Lárctt: 1 bjálfár 7 aa 8 Láfi 9 ugg 11 tað 12 IV 14 'Ra 15 unir 17 ón 18 nær 20 sandlóa. Lóðrétt: 1 baun 2 jag 3 11 4 fát 5 afar 6 riðar 10 gin 13 vind 15 Una 16 ræl 17 ós 19 ró Það leið laúgur tlmi, þar tií einn af mannfjöldanum áttaði sig og sagði: En hvar er þá Hodsja Nasreddin? Og á samri stund fór þessi spurning eins og eldur í sinu um allan tjarnarbakky.nn: Já, hvar er Hodsja Nasreddin? Héf! Hann er hért Og menn þekktu rödd- ina. Menn litu við —- og þar kom Hodsja Nasreddin gangandi, einn síns liðs. Hann geispaði og teygði sig rækilega, því hann hafði sofnað við kirkjugarðinn. Hér er ég, endurtók hann. Hver var að spyrja eftir mér, og hvað errið þið að gera hér um hánótt? — Við komum til að kveðja þig fyrir fullt og allt, svöruðu hundrað raddir einum munni. — til að gráta þig og grafa þig. Mig? endui'tók hann. Gráta mig? Kæru vinir í Búkhöru, þið þekkið Hodsja Na&- reddín illa ef þið haldið að hann fari að deyja svona upp úr þurru. Eg var bara að hvíia mig ofurlítið við kirkjugarðinn ■— og svo haldið þið að ég sé dauður!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.