Þjóðviljinn - 01.03.1953, Blaðsíða 12
þlÓÐVILJINN
i _____—— —- ■ ■ — ■ ■
j Sunnudagur 1. marz 1953 — 18. árgangur — 50. tölublað
§isiféiafi3iMJéimsveitiii leikitr
Sinfóníuhljómsv&itin heldur tónleika fyrir almenning
í Þjóðleikhúsinu n.k. iþriðjudag kl. 20.30. Stjórnandi
hljómsveitarinnar á tónleikunum verður Róbert Abra-
ham Ottósson og einleikari Rögnvaldur Sigurjónsson.
þriðjung frá því sem liún var
sl. ár.
Nei, allar þessar vélar eru til
erlendrar þjóðar sem búið hef-
ur um sig suður á Keyltjanesi.
Erlends hers sem seztur er að
á íslenzku landi og byggir
þar æ stærra og umfangsmeira
víghreiður. Allar þessar vélar
eiga að þjóna hernaðarundir-
búningi og vígaferlum — ekki
íslenzkum framleiðslustörfum.
— .4 myndinni sjást 10 tíu-
hjóla vörubílar tll bandaríska
hersins, sem ekið var suður á
Keflavíkurflugvöll sl. miðviku-
dag.
Samkeppnisfær iðnaðnr á réft á sér
Rannsóknarnefnd ríkisins í iðnaðar-
málum skilar byrjunaráiiti
Hinn 6 maí í fyrra skipaði ríkisstjórnin 5 manna
nefnd: rannsóknarnefnd ríkisins í iðnaðarmálum. Hefur
nefnd þessi samið mikla skýrslu og á enn eftir að auka
við hana.,
ÞIÐ SKULUÐ ekki halda að
þetta séu landbúnaðarvélar til
íslenzkra sveitabænda sem þið
sjáið hér á myndinni fyrir of-
an. Nei, þessi tæki eru ætluð
til annarra nota. Skip eftir
skip hefur komið að landi
hlaðið vistum og vélum.
Ókunnugur áhorfandi að öllum
þessum vélflutningi gæti hald-
ið að liér væri blómlegt at-
vinnulíf, önnum kafin þjóð sem
ekki ynni sér hvíldar við fram-
lolðslustörf. En, því miður,
þetta eru ekki vélar til að
vinna að ræktun íslenzkrar
moldar. Sömu dagana og verið
er að skipa á Iand hinum
mikla vélakosti boðar sjálfur
landbúnaðarráðherrann bænd-
um það fagnaðarerindi að þeir
verði nú að „búa sig undir
þau lífskjör að verða aðeins að
láta sér nægja að halda við
starfsorkumii og borga vexti
og afborganir af skuldum".
Þetta eru heldur ekki vélar til
frystingar eða fiskvinnslu, því
sömu dagana úg si*-aumur
nýrra véla flæðir eftir götum
höfuðhorgarinnar fyrirskipar
ríkisstjórnin að skera skuli
niður frystingu á fiski um
Skýrsla nefndarinnar, sem
afhent var iðnaðamálaráðherra
1. nóv. s.l. og fengin blöðunum
i hendur í gær, er 75 fólíósíður,
svo ekki er unnt að gera grein
fyrir niðurstöðum nefndarinn-
ar í stuttu máli, (að svo miklu
leyti sem nefndin hefur lokið
við að ganga frá niðurstöðum).
Ein megintillaga nefndarinn-
ar er þó að innflutningur á hrá-
efnum til iðnaðar sé gefinn
frjáls. Og nefeidin er sammála
um að leggja þann mælikvarða
á tilverurétt íslenzks iðnaðar,
að sá innlendur iðnaður eigi
fullan rétt á sér sem getur
framleitt vöruna jafngóða og
^rlenda og þarf ekki að verja
fleiri vmnustundum til að fram-
leiða hverja vörueiningu og
koma henni á markað en er-
lendur framleiðandi.
Nefndarmenn kvarta mjög
undan að erfiðlega hafi gengið
að fá skýrslur frá iðnrekend-
um, munu svörin hafa verið þau
að iðnrekendur hafi seat ýms-
um aðilum allskonar skýrslur
ár eftir ár, án þess að það sæ-
ist að tillit væri tekið til iðn-
aðarins.
Einn nefndarmanna, Rristján
Friðriksson, skilaði sér-viðbót-
aráliti. Er hann þeirrar skoð-
Bæjarráð vill ekki
leyfa brautargolf á
Arnarhólstúni
Bæjarráð ákvað á fundi sín-
um í fyrradag áð neita beiðni
Ástu Malmquist ofl. um leyfi
til að setja upp brautargolf á
•norðvesturhorni Arnarhólstúns.
Maimqúist ræktunarráðunaut-
ur, maður frúarinnar, hafði áð-
ur fengið leyfi til aðl starfrækja
brautargolf á Elambratúni og
það veríð mikið sótt, einkan-
lega af unglingum, á sl. sumri.
Hinsvegar þótti bæjarráði ekki
tiltækilegt að skerða frjálsræði
almennings á Arnarhólstúni
með því að setja tæki þessi upp
þar.
unar að bátagjaldeyrisfyrir-
komulagið verði látið haldast
og aukið, en hinir nefndar-
mennirnir eru þeirrar skoðun-
ar að það sé stundarfyrirbrigði.
I nefndinni voru Ingólfur Guð-
mundsson, formaður, Eggert
Þorsteinsson, Harry Fredriksen,
Kristján Friðriksson og Pétur
Sæmundsson.
Nefndin mun skila lokaáliti
um miðjan þennan mánuð.
Aésfilfuiidur
Fésfru
Aðalfundur Stéttarfélagsins
Fóstru var haldinn 19. fyrri
mánaðar. Fráfarandi formaður,
Elín Torfadóttir, baðst undan
endurkosningu og í stjórn voru
kosnar þessar stúlkur: Lára
Gunnarsdóttir formaður, Elín-
borg Stefánsdóttir ritari og
Sjöfn Zdphóníasdóttir gjald-
keri.
Á fundinum voru ræddir mögu-
leikar á því að félagið gengist
fyrir barnaskemmtunum á þess-
um vetri sem undanfaraa vet-
ur. Hafa þessar skemmtanir ver-
ið sniðnar við hæfi ýngri barna
og verið einkar vinsælar.
Þá ákvað fundurinn, að fé-
lagið tæki upp vinnumiðlun fyr-
ir meðlimi sína, og er þeim að-
ilum, sem annast reks'tur barna
heimila utan Reykjavíkur sér-
staklega bent á að athuga þetta
áður en þeir ráða fóstrur eða
forstöðukonur. Vinnumiðlunina
annast ritari félagsins, Elín-
borg Stefánsdóttir, og er hún
til viðtals alla virka daga i síma
9721 kl. 1-6 e. h.
*
fidönsk kanfi-
stefna í ágnst
Samkvæmt upplýsingum frá
danska sendiráðinu hér verður
hin árlega kaupstefna í Fred-
ericia á Jótlandi haldin dagana
30. júlí til 9. ágúst í sumar.
Arnþór Einarsson
endurkjörinn formað-
ur Félags íslenzkra
kjötiðnaðarmanna
Félag íslenzkra kjötiðnaðar-
manna hélt aðalfund sinn síð-
astliðinn fimmtudag. Formaður
félagsins gat þess í skýrslu
sinni, að merk þáttaskipti
hefðu orðið í íslenzkum kjöt-
iðnaði á síðasta starfsári, en á
því ári varð kjötiðnaður lög-
giltur sem sérstök iðn.
Nú hafa 24 menn hlotið
meistararéttindi í kjötiðnaði,
flestir frá Reykjavík. Þrir eða
fjórir meistarar í kjötiðnaði
munu fara í næsta mánuði til
framhaldsnáms og til þess að
kynnast nýjungum í iðninni í
Danmörku.
I stjórn félagsins voru kjörn-
ir við allsherjaratkvæðagreiðslu
'þeir Arnþór Einarsson formað-
ur, Jens Klein gjaldkeri og Sig-
urður H. Ólafsson ritari.
Víkingur
fær athafKasvæðs
; I smáíhúðahverfsma
Á fundi bæjarráðs í 'fyrradag
var sam.þykkt að verða við
þeirri beiðni knattspyraufélags-
ins Víkings að úthluta því at-
hafnasvæði í smáíbúðahverfinu
við Sogaveg og afturkalla jafn-
framt leyfi scm félagið hafði
áður fengið fyrir svæði í Vatns
mýrinni.
Unnið að sand-
geymsEugarði
Byggingaframkvæmdir hafa
verið nokkrar á Akranesi í
vetur. Hafa nokkrir menn unn-
ið að staðaldri að uadirbúnings-
framkvæmdum við hina fyrir-
huguðu sementsverksmiðju, að-
allega við byggingu garðs um
væntanlega sandgeymslu og
hafnargerð í sambandi við verk-
*k
smiðjuna.
Þá hafa nokkur smáífc^ýðar-
hús verið reist og búast má
við, að smíði fleiri slíkra húsa
verði hafin á Akranesi innan
tíðar.
Tónleikar þessir verða þeir
sjöttu, sem sinfóníuhljómsveit-
in heldur á vetrinum, auk þess
sem hún hefur haldið fjölmarga
útvarjjs- 'og æskulýðstónleiká.
Ólafur Thðrlacius
fyrrverandi hér-
aðslæknir látinn
Ólafur Thorlacius, fyrrv. hér-
aðslæknir og alþingismaður, lézt
í gær í Landsspítalanum, tæp-
lega 84 ára að aldri.
Ólafur Thorlacius var fæddur
11. marz 1869 í Saurbæ í Eyfca-
firði. — Hann útskrifaðásit úr
Möðruvallaskóla árið 1883, tók
stúdentspróf í Reyki.avík 1889
og kandidatspróf í læknisfræði
1896. Eftir það var hann um
tíma á sjúkrahúsum erlendis.
Varð .aukalæknir í Breiðdals-,
Beruness- og Geithellnahreppum
1897 og settur héraðslæknir í
Suður-Múlasýslu 1898. Hiann fékk
veitingu fyrir Berufjarðarlækn-
ishéraði árið 1900 og bjó í Búl-
andsnesi frá 1896—1928, er hann
fékk lausn frá embætti og flutt-
ist til Reykjavíkur. Hann var 1.
þingmaðuir Sunn-iMýlinga 1903
til 1907.
Ólafur Thorlacius v.ar kvænt-
ur Ragnhildi Pétursdóttur kaup-
manns Eggerz og lifiir hún mann
sinn.
Á efnisskránni eru að þessu
sinni þrjú verk: Fyrst verour
flutt síðasta sinfónía Haydns
nr. 104 í D-dúr (Lundúnasm-
fónían), ;þá forleikur (III) eftir
Beethoven að óperunni „Leon-
þra“ og loks aðalverkið, píanó-
konsert eftir Tschaikowsky í b-
moll op. 23, en hami er talinn.
eian veigamesti pianokonsert,
sem saminn hefur verið og sá
vinsælasti. Rögavaldur Sigur-
jónsson leikur einleik i þessurn
konsert og kemur nú í fyrsia
sinn fram með Sinfóníuhljóm-
sveitinni, en annars eru óll
verkia á tónleikum þessuiii
flutt í fyrsta sinni héc á landi.
Hinn norski hl jómsveitar-
stjóri, Olav Kielland, er vænt-
anlegur hingað til lands 4.
marz n.k. og byrjar þá strax
að undirbúa næstu hljómleika
Sinfóníuhljómsveitarinnar.
Aðalfundur Sveina-
félags pípulagninga-
manna
Sveinafélag pípulagninga-
manna hélt aðalfund sinn í gær.
Stjórn'fólagsins var endurkos-
in og skfcpa hana: Gun-nar
Gestsson formaður, Benóný
Kristjánsson, varaform., Stein-
þór Ingvarsson, ritari, Bergur
Haraldsson, gjaldkeri félags-
sjóðs, og Oddur Geirsson gjald-
keri styrktarsjóðs.
Sýningunni lýkur i kvöld
, / ■'
Sýningunni í Listvinasalnum á myndum Emils Thoroddsen, sem
átti að réttu lagi að ljúka á sunnudaginn var, en var frami-
lengd vegna mikillar aðsóknar, lýkur í kvöld. I dag er því
síðasta tækifærið til að sjá sýninguna. Hún verður opin frá 1-11.