Þjóðviljinn - 01.03.1953, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 01.03.1953, Blaðsíða 4
4)’ — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 1. marz 1953 Þcinkcir yfir bókaskrám Bókamarkaðurinn í Listamannaskálanum og norskar jólabækur fyrra — Fábreytni anclspænis fjölbreytni Það eru ýmsar l.æsilegar bækur á 'markaði Bóksalafé- lags íslands, er nú stendur í Listamannaskálanum. Þar er til dæmis heildarútgáfa af rit- um ELnars Kvarans, og munu nú ýmsir vilja eígnast verk hans fyrir 190 Kfóhur. Blá- skógar Jóns Alagnussonar er'u þar á boðstólum; Kvæðasafn Guttorms J. Guttormssonár; Fornir dajisar; Leit eg suður til larida, tíelgisogur og sagri- ir frá miööldum; Bóndinn í Kreml; ræður og ritgerðir Sigurðar skólairiéistara — svo nokkrar séu nefndar, og eru raunar meira en læsi- legar. Allar þessar bækur eru seldar meiri og minni af- slætti frá upphaflegu verði. Hefur markaðurinn verið fjöí- sóttur, og mun margur telja sig hafa gert góð kaup. En er maður flettir skránni, ■þar sem prentuð eru nöfn sölubókanna, hnýtur maður fljótlega um mikinn fjölda lélegra bóka sem fáir ættu að hafa áhuga á. Þegar á fyrstu síðu skrárinnar eru til dæmis nefndar tvær ruslsögur eftir Bromfield — og er ekkert meira menningarbragð af iþeim nú en er þær komu fyrst út. Neðar á síðunni kemur ,,mjög spennandi ást- arsaga", Á valdi örlaganna; og þar næst Bindle, dæma- laus sluðursaga. Efst á næstu síðu kemur , sakamálasagan“ Brennisteinn og Wásýra., eftir Stanley Gardner; þvínæst Brækur biskupsins I-ÍI. Þessi nöfn eru að vísu ekki valin af bétri endanum, en í stað- inn væri hægt áð nefna fleiri af sviþuðu tagi. Gegnir það lítilli furðu, því sumir útgef- endur okkar hafa um langa hríð nær eingöngu fengizt við prentun slíkra bóka. Hinsveg- ar gefur þessi markaður ekki rétta mynd af íslenzkri út- gáfustarfsemi. Hér sjást ekki þau öndvegisverk sem prent- uð hafa verið síðustu lárin, svo sem ýmsar bækur Heims- kringiu, Helgafells og Hláð- búðar — ekki ljóðasafn Ein- ars Benediktssonar, ekki Rit- safn Grönda’s. ekki Merkir Islendingar. Er íannaðhvort. að þessi verk eru þegar seld eða útgefendurnir treysta sér að' selja þau fullkomnu bók- söluverði — og er hvort- tveggja efnilegt íslenzkri menningu. Á markaðnum getur að líta samsafn bóka frá mörgum út- gáfuárum, og munu saman- komnir allir flokkar bóka. sem út eru gefnir á Islandi: skáld- sögur, ljóö, leikrit, ævisögur, ,.dulræn efni“, bamabækur o. s. frv. Þó margar þessar bæk- ur hafí sjálfsagt verið lesn- ar með einhverri ánægju nýj- ar, eru þær í dag fjarska iít- ið forvitnilegar almennum lesanda; enda eldast víst fáir hlutir eins illa og bækur — þær sem eldast á annað borð. Annars var megintilgangur- inn með þessum greinarstúf sá, að vekja athygli á því hve bókmenntir okkar eru fá- breyttar, hve mikil skörð eru þar víða, opnar eyður. Eg hef hér í höndunum skrá yfir norskar jólabækur '1952. Það er raunar ékki skrá, í skiln- ingi Bóksalafélags Islands, heldur stór bók myndskreytt. Auk þess er hún afarskemmti- leg. Til að sanna íslenzkum lesendum fjölbreytni norskra bóka í haust er leið skal hér tekin upp skrá yfir efnis- skiptingu þeirra: 1. Skáldsög- ur, smásögur, frásögur — frumsaindar á norsku. 2. Sömu efnisflokkar þýddir. 3. Kvæði. 4. Leikrit. 5. Ævi- minningar, ævisögur, bréf. 6. Mannkynssaga, menningar- saga. 7. Landafræðd, landlýs- ingar, ferðir og flakk. 8. þjóð- félagsfræði, stjórnmál. 9. Bókmenntasögur, ritgerðir, tungumál. 10. List, húsagerð. 11. Hljómlist. 12. Heimspeki, uppeldi. 13. Trúarbrögð, guð- fræði. 14. Náttúrufræði. 15. Tækni, þarfabækur fyrir hús og heimili. 16. Matreiðislubæk- ur. heilsufræði. 17. íþróttir, útilíf, leikir. 18. Barna- og unglingabækur. 19. Mynda- bækur. 20. Ýmsar bækur. Þetta er ekki samsafn margra ára heldur tegundir eins útgáfuárs. Og það eru. engir aumingjar sem hér eru að bollaleggja aftur og fram um efni sem þeir' hafa litla þekkingu á, heldur koma hér fram ágætir vísindamenn með bækur úr sérgreinurii sínum, bækur er þeir rita ýmist af eigin hvötum, til að fræða fólkið í landinu; eða kvaddir og hvattir til þess af útgáfu- fyrirtækjunum sjálfum. Við Islendingar teljum okkur sjálfir mestu bók- menntaþjóð í heimi, a. m. k. miðað við fólksfjölda. Þessi stórkostlega bókaþjóð er þó þannig á vegi stödd að hún á ekkert almennt yfirlit yfir sína eigin sögu, fyrir utan tvær cða þrjár kennslubækur handa gagnfræðaskólum. Hún á enga samfellda sögu sinna eigin bókmennta. Hún á enga almenna mannkynssögu, nema nokkrar konungaraðir handa skólum — og sættir sig engin menningarþjóð við slík rit til almennrar upplýsingar. 1 norsku bókaskránni er sagt' frá nýju norsku stórvirki um gróðurríki Norðurlanda. — Hvaða alþýðlegar upplýsingar höfum við um okkar eigið gróðurríki, án þess Flóra ís- lands eða Is’enzkar jurtir skuli vanmetnar. Þær eru báð- ar í lærðara lagi og settar upp eins og reikningsdæmi — og þarf elcki að slá af nákvæmni- kröfum þó alls ólært fólk eigi að njóta. Við eigum enga handhæga landafræði um heiminn. Hvað vitum við um þjóðir og tungumál? Nei, við stöndum uppi eins ög glópar í mörgum efnum, af því við eigum ekki aðgang að heppi- legum fræðsluritum á okkar eigin tungumáli. Það er mjög óvíst að ís- lenzkir bókaútgefendur al- mennt taki starf sitt nógu alvarlega. Raunar hafa sumir bgft, forgöngu um samningu nokkurra góðra bóka. En ein- Um aðgöngumiðasölu — Vonlitlar biðraðir — Út- varpsdagskráin enn livernvegimi sýnist það vera of algeng regla að þeir velji úr til útgáfu þau handrit er. þeim virðast söluhæfust, af miklum fjölda er frakkir rit- höfundar bjóða til kaups. En auðvitað þarf víð menningar- sjónarmið í bókaútgáfu, og sýnist fátt eðlilegra en bóka- útgefendur bindist oðru hvoru samtökum um útgáfu stór- verka sem þjóðina vanhagar um. Það er til dæmis lítil hæfa að Menningarsjóður verði 20 ár með lándafræðina sína, ef harin yefst þá ekki upp á'ður; auk þess sem við þyrftum einnig liprari landa- fræði en þá sem þar er í upp- siglingu. Kemur mánni ósjálf- rátt í hug til hliðsjónar hinn ágæti enski bókaflokkur The New Educational Library; en ýmsar bækur þess flokks, svo sem landafræði og mannkyns- saga, hafa fengizt hér í Bóka- búð KRON og Norðra að und- anförnu. Auðvita'ð mun einhver segja að fámennið, smæðin, setji okkur þröngai' skorður svo í bókaútgáfu sem öðrum grein- iim. Þar er því tíl að svara að fámennið má aldrei smækka okkur.' Þa'ð ætti að vera eitt siðaboð Isleiidinga að leita sér aldrei neinnar afsök- unar i fáménni þjóðarinnar. Okkur vantar fjolbreyttari bókakost, almennari upplýs- ingu í ýmsum höfuðgreinum þekkingar á líðandi stund. B. B. F.S. skrifar: „Fyrir nokkrum dögum stóð ég í biðröð í Iðnó, og' átti sála laðgöngumiða að héfjást kl. 4. Eg kom í þettá Skömmu fyirir sölutíma tj áði miðasölustjórinn oss stand- meisturum, að einhver vakt strætisvagnabíistjóra væri búin >að fá miða á sýninguna. — Salan hefst, og maður nokkur kaupir f jóra bekki, Aririár mað- ur sagði þebta vera í þriðja skipti, sem hann stæði fy-rir þetta leikrit, og kvaðst ekki fá þá miða, sem hæfðu stöðu hans í röðinni. Þegar að mér kom, var aðeins t'il reitingur ó itveim ur öfitustu bekkjunum. Eg heyrði fólk kvarta undan illri meðferð, en miðsölustjór- inn siagði, að hver og einn .mætti kaupa ótakmarkað, en því miður tæki húsið of fáa. Standkollegar mínir, sem standa í Iðnó þessa dagana, álíta vafalaust, að ég sé iað hrós.a hinu ágaáa, ^sölufyrir- komulagi, því það er mikil nóð, að ekki skyldi allt vera npþselt. löngu áður en ég komst ■að. Tilgangur þessa þréfs er hinsvegar sá að krefjast þeirr- ar sjálfsögðu kurteisi gagnvart fólki, að fy.rirtæki, félagssam- tök og aðrir hópar fái ákveðdn sýnmgaTkvöld, og ber iað aug- lýsa þau sérstaklega, svo að menn ,geti >gert upp við sjálfa sig, hvort þeir vilji myrida vón- litla biðröð eða ekki. — F. S.“ ium lannað toréf varðandi út- varpið Honum fárast svo orð: „Kæri Bæjarpóstur. Her með þakka ég þér þær góðu. víð- , . - > . rtökur, sem línur rrimár 'fengu á heimili þínu og fyrir birt- ingu þeirra, sem birtar voru. Spurningu þinni er mér bæði ljúft og skylt iað svara. Málið hef ég h.aft í huga í nokkur ár en lítið hreyft því opinberléga. Dagblöðin eru alitáf fuil fyrir og hvert um sig háð vissu efn- isvali, sem ég kann ekki skil á. Eg er orðinn steinrunninn í stíl. Nútímastíll er mér he- breska. T. d. að talia í fólk, en ekki við það. Stafavillur eru mér gjarnar, og er ég þakklát- ur fyrir leiðréttingar, en skrifa þó minna fyrir þann leiða kvilía. Spumin.g þín virðist mér þenda tii, að þu skiljir o:rð mín á ,annan veg en >til var ætlazt. Eg isé ekki, að ég fari fram á nokkra þá isrtund, að lallir verði ánægðir. Hitt er >svo ■an>nað mál, hvernig ánægjunni er skipt. Eg skrifaði línurnar í þeir.ri >góðu trú, að þær 'bæru það með sér, >að mér þætti da>gskráin of einhæf, >en ekki öfugt. Eins og . nú er málum hagað, veit.ég,.iað flestöllu mið- Framhald á 2. síðu. sögulega hús kl. 2,30, og voru Þ. HEFUR SENT BæjaTpóstiri- þá um 25 manns þar fyrir. SKAK Ritstjóri: Guðmundur Arnlaugsson Frá 20. skákþingi Sovétríkjaima Keres. 1. e2—e4 2. Rbl—c3 3. Rgl—f3 4. e4—e5 Lipnizki. c7—c6 cl7—d5 Rg8—f6 Rf6—d7 Venjulegra er að svartur drepi kóngspeðið í 3. leik, og í þessari stöðu mundu senni- lega fleiri leika riddaranum til e4. \ 5. e5—e6! f7xe6 6. d2—d4 e6—e5! Bezti leikurinn. Nú væri dxe5, e7—e6 eðlilegasta fram- haldið, en Keres leggur út í glæfralegan leiðangur. 7. Rf3—g5! ? e5xc!4 8. Rg5—e6 Dd8—b6 9. Bcl—f4 c!4xc3 16. c2—c4 17. Be3—c!2 18. Hblxb2 19. Hfl—el 20. Bd2—g5 21. Ddlxd3 clö—d4 Db4—d6 Dd6—b8 Rd7—c5 Re5xd3 Db8xa8 21. — Bd6 mundi hvítur svara með 22. c5! (Bxc5, De4f). 22. HelxeS h7—li6 23. Bg5xf6 g7—16 24. He5—el b7—b6 25. Dd3—e2 Bc8—f5 26. Hb2—1)3 d4—d3 27. Hb3xd3! Nú væri 27. — Bxd3 28. De6f Kg7 29. Dd7f Kg8 30. He8 Bf5 31. De7 full hættu- legt, svo að svartur lætur peð- ið bótalaust. 10. Bfl—d3 Hvítur hótar nú Dh5t og mát auk hróks tapsins. 11 Bd7—f6 12. Ke6—c7f Ive8—f7 13. 0—0 Rb8—<17 14. Rc7xa8 Db6—b4 15. Bf4—e3 c3xb2 16. Hal—bí • e7—e5 Svartur hefur hrundið leift- ursókn hvíts, menn hans standa miklu betur en þeir gerðu fyrir fáum leikjum, peðafylkingin á miðborðinu er geigvænleg, en hvíti riddarinn viðskila við meginherinn. Það lejkur enginn vafi á því lengur, hvor betur stendur. 27. Da8—c8 28. IId3—f3 Bi'8—b4 29. Hel—dl IIh8—e8 30. De2—b2 Bb4—c5 31. h2—li3 Dc8—eG 32. Db2—d2 Kf7—g7 33. Dd2—f4 Bf5—gG 34. Hf3—g3 IIe8—e7 35. Hdl—<18 Ile7—d7 36. Hg3xg6f Kg7xg6 37. Df4—g3f Kg6—h7 og Keres gafst upp tveimur leikjiun seinna. Krókur á móti bragði . í síðasta hefti Chess Review er vakin athygli á snoturri gildru, er kom fyrir í skák milli Boleslafskí og Bisguiers á skák- mótitiu í Helsinki í sumar. Ekki þarf að horfa lengi á stöðuna til þess að sjá að hvítur get- ur drepið peðið á g6 með mát- hótun og nokkurn veginn jafn- augljóst er að svartur á þá svarið Hg8 og leppar drottning- una. En ef nú betur er gáð sést að hvítur á svar við því, hann getur leikið Hd8, leppað svarta hrókinn og sýsiist það nægja til vinnings. Þarna er kominn krókur á móti bragði og þó er sagan ekki þar með öll, því að ef hvítur legði út á þessa leið án þess að athuga hana nánar mundi hann tapa skák- inTii! Svartur á nefnilega leik- inn Dblf!! og vinnur hvítu ABCDEFGH drottninguna. Boleslafskí lét ekki veiða sig í þessa gildru, hann lék 1. Dc7 (f7 er enn fljótlegri vinningsleið) og framhaldið varð 1. —- Hg8 2. h3 Db2 3. Hd7 Dblf 4. Kh2 g5 §. De5 Hf8 6. De7 Hg8 7. f7 og svartur gefst uþp.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.