Þjóðviljinn - 12.03.1953, Síða 5

Þjóðviljinn - 12.03.1953, Síða 5
Fimmtudagur 12. marz 1953 — ÞJÓÐVILJINN — (5 Heimum lýstur saman Stjörnuþyrpingar rekast á 1 milljóna ljósára íjarska Stjörnufræðingar í -Bretlandi, 'Ástralíu og Bandaríkjunum, sem ekki beita ljósmynda- plötum og sjónaukum held- ur útvarpsmóttökutækjum til að rannsaka himingeiminn, hafa komizt að þeirri niður- stöðu að stórkostlegur árekst- ur tveggja stjörnuþyrpinga eigi sér nú stað í stjörnumerk- inu Svaninum. Tæki vísinda- manna þessara nema útvarps- öldur frá stjörnum, sem eru svo dimmar éða fjarlægar að þær verða ekki greindar í lang- drægustu stjörnukíkjum. Stjörnuþokurnar í Svaninum eru l'angt fyrir ijtan sjón- m:ál stjömukíkja, margar mill- jónir ljósára í burtu svo það er aðeins í hinum næmu stutt- bylgjumóttökutækjum vísinda- mannanna sem vart verður þeirra hamfara, sem eiga sér stað úti í rúminu. Þarna hefur milljörðum blossandi stjarna íostið saman, stjörnuþokurnar, sem rekizt hafa á, eru hvor um sig á stærð við Vetrarbraut ina, sem okkar sólkerfi til- heyrir. GróBavœn- legt nafn Edgar Eisenhower, bróðir Bandaríkjaforseta,, sem er lög- fræðingur í Tacoma, hefur skýrt frá því að ,,náungi í Washington" hafi boðið l.&OO. 000 krónur fyrir að! fá að nota nafn hans á skiltinu á skrif- stofudyrum sínum í Washing- toh. í bandarísku höfuðborg- inni er það gróðavænlegur at- vinnuvegur svindlara að fé- fletta menn með því að telja þ>eim trú um að vegna aðgangs að valdamönnum geti þeir kom ið fram erindum þeirra við stjórnarvöldin. Vcmzi þjóð sinni sjálfstjórn með því að svelta sig í hel Einn af lærisveinum Gandhis hefur svelt sig í hel til a'ð vinna þjóð smni sjálfstjórn innan indverska ríkisins. Potti Sriamulu var einn afar aðhyllast mjög kommúnista dyggustu lærisveinum Gandhis, sem kvaðst eitt sinn geta frels- að Indland undan oki Breta á einu ári ef hann ætti ellefu aðra slíka lærisveina. Deilt um Madras. í Suður-Indlandi búa tvær þjóðir, hin fjölmennari nefnist Tamil og hin fámennari Tele- gú. 1 hinu fjölmenna fyik Madras hafa Tamilar setið yfir hlut Telegúa, sem hafa allt frá því Indland fékk sjálfstæði barizt fyrir því að fá sitt eigið fylki Andhra. Fyrirætlun um skiptingu Madrasfylkis strand- aði á því að báðir vildu fá Madrasborg. Indverska stjóm- in varð enn ófúsari á að fallast á stofnun Andhrafylkis þegar kom í Ijós í kosningunum í Ind landi í hitteðfyrra að Telegú- 1 Veronika Klenke, ellefu ára gömul telpa í Kensington í Maryland í Bandaríkjunum, var um daginn að æfa sig að spila á harmonikuna sína und- ir keppni í harmonikuleik. Vissi hún ekki fyrri til en har- monikan stóð í Ijósum loga. Faðir hennar heyrði neyðaróp telpunnar og gat losað hljóð- færið af henni og fleygt því logandi út um gluggan en þá voru feðginin bæði orðiii það brennd að þau urðu að leggj- ast á sjúkrahús. Lögreglurann- sókn fór fram á atburðinum og varð niðurstaðan að sjálfsí- kveikja hefði orðið í harmon- ikunni vegna núningsmótstöðu. og aðra.vinstri flokka. 56 daga fasta. Þegar öll sund virtust lolcuð ákvað Telegúinn Sriamulu að fasta til bana ef með þyrfti til að koma því til leiðar að Andhra yrði stofnað. Hanr hvildi dag eftir dag og viku eftir viku í hengirúmi á svö’um húss síns í Madrasborg og nærðist ekki. En Nehru forsæt- isráðherra, einn hinna gömlu félaga og aðdáenda Gandhis lét föstuna ekki á sig fá og neitaði harðlega að endurskoða afstöðu sína til stofnunar Andhra. Þegar Sriamulu hafði fastað í 56 daga var hann að dauða Framh. á 11. síðu. Rithöfundui' í haldi hjá gagnnjósnaþjónustu Bandaríkjanna á annað ár Japanskur rithöfundur hefur saka j bandarísku leyni- þjónustuna um aö hafa rænt sér og haft sig í haldi í meira en ár. Á japanska þinginu las vinstrisósíaldemólcratinn Koso Inomata upp ákæruskjal frá rit höfundinum Vataru Kaji, sem er á fimmtugs aldri og var út- lagi frá Japan á stríðárunum og vann þá með Bandaríkja- mönnum í Kína. Hótað bana. Kaji segir að gagnnjósna- þjónusta Bandaríkjastjórnar hafi rænt sér er hann var á gangi á götu í baðstaðnum Kugenuma nærri Tokyo, fleygt sér inn í bií, bundið fyrir augu sér og ekið með sig á brott. „Þeir reyndu að neýða mig til að játa að ég væri meðlim- ur í Kommúnistaflokki Japans eða erindreki _ Sovétríkjanna," segir Kaji. „Ennfremur var mér skipað að velja á milli þess að gerast njósnari fyrir bandaríska herinn eða að verða drepinn og sögðu þeir að eng- inn myndi nokkru sinni komast að því, hvað or'ðið hefði af iiienft Það þykir mikluin tíðindum sæta að vísindamönnum hefur í fyrsta skipti tekizt að fram- leiða með efnatengingu í til- raunastofum sínum sum hinna afar flóknu efna, sem stjórna sjálfu lífsstarfinu í frumunum og áiefnast samkveikjur eða coenzym. Hlutverk þeirra er nokkurs konar milliganga milli lifandi og dauðs efnis, samkveikjurnar eru ómissandi til að koma af stað svonefnd- um kveikjubreytingum, flókn- um efnabreytingum, sem eiga sér stað í öllum lifandi verum frá stærstu dýrum niður í ein- frumunga. ÁRATUGA STARF. Samkveikjurnar eru alls taldar sex og vísindamenn í tilraunastofum Cambridgehá- skójans hafa nú getað mynd- að þrjár þeirra undir stjórn prófessorsins Alexanders R. Todd, skozks lífefnafræðings. Hann hóf starf sitt með rann- sóknum á fjörefnum, en sum þeirra eru virki hlutinn af samkveikjum. Thiamin eða B-1 fjörefnið, riboflavin eðá B-2 og niacin, sem nefnt var um tíma B-3, eru öll hlutar af samkveikjum, sem gera líkams frumunum fært að nota sér súrefnið, sem þeim berst, og er skilyrði fyrir öllu lífi. Kom- ið er á annan áratug síðan Todd og samstarfsmenn hans sneru sér að því að búa sam- kveikjurnar til. AFLKVEIKJA VÖÐVANNA. Fyrsta sigurinn unnu þeir 1949, er þeim tókst að fram- leiða ATP eða adenosine þrí- fosfat, samkveikjuna, sem ljær vöðvunum orku með því að breyta myndlausu hlaupi í stinnan vef. Fyrir nokkrum vikum tókst að framleiða aðra samkveikju, FAD eða flavin- adeninerdinnucleotide. Hún er ómissandj við súrefnisvinnsl- una og gerir líkamanum fært að notfæra sér kolvetni. „Án FAD myndum við öll deyja“ segir prófessor Tcdd. Ilann vonast eftir að ekki líði nema fáar vikur þangað til fram- leiðslu þriðju samkveikjunnar lýkur. MEINVEFUR OG SÝKLAR. Þessir hornsteinar lífsins, sem vísindamönnunum í Cam- bridge hefur tekizt að fram- leiða, eru afar óásjálegir, gul- eða grænleitir kekkir á botni tilraunaglasa. En í augum líf- efnafræðinga eru þeir ómetan- legir. Ekki er nokkur leið að segja fyrir um það, hverjar niðurstöður fást eftir að líf- eðlisfræðingar og meiriafræð- ingar liafa rannsakað sam- bandið milli samkveikjanna og vaxtar frumanna, bæði heil- brigðra og illkynjaðra svo sem í krabbameinsvef. Ekki er síð- ur búizt við merkum niður- stöðum af rannsóknum á á- hrifum samkveikjanna á þró- un vírusa og baktería. Pyndaður. Kaji segist einnig hafa verið pyndaður og fyrsta verk hans Framh. á 11. síðu. Gersemár Danakónga Gersemar .dönsku krúnunnar líta svona út. Efst er kóróna einvaldskonunganna, — undir henni kóróna Kristjáns fjórða og ríkissverðlð. Til vinstri eru ríkiseplið og veldissprotinn. Fréttaritari New York Times lýsir því, hvernig Moskvabúar tóku fregninni um sjukleika Stalíns Einn hinna fáu borgaralegu fréttamanna sem dvelja í Sovétríkjunum er Harrison Salsbury, fréttaritari New York Times. Hér fer á eftir hluti af skeyti hans um þaS, hvernig almenningur i Moskva tók fréttinni um sjúkleika Stalíns. \ MOSKVÁ, 4. marz. — Blöð<- in komu seint út í Moskva í morgun — ekki fyrr en klukk- an 9 á flesta blaðsölustaði — og þau fluttu fólki þær sorg- arfréttir að Stalín forsætisráð- herra væri hættulega veikur. Öllum er bezt að gera sér það alveg ljóst — fréttin um veikindi Stalíns forsætisráð- herra veldup óbijeyttu alþýðu- fólki í Rússlandi djúpri liryggð, Eitt augnakast á andlit karla og kvenna, sem biðu í röðum eftir að ná í blöð, nægði til að gera liverjum sem er ljóst að eitthvað alvarlegt og afdrifa- ríkt hefur gerzt. Hér og þar grétu konur, og karlmenn þurrkuðu í snatri tár af and- litum sínum. Vera má að fólk í öðrum löndum eigi erfitt með að gera sér grein fyrir því, en það er samt satt að í hugum óbreyttra Rússa hafa þau orð, sem notuð hafa verið um Stalín — snjalli byggingameistari, mikli foringi, mikli kennari — haft fulla þýð- ingu. — I augum óbreyttra Rússa hefur jstalín forsætisráð- herra verið einstaklingur frá- brugðinn öðrum mönnum, lif- andi vera gædd goðsögulegum eiginleikum. Það kann einnig að koma vestrænum lesendum kynlega fyrir sjónir, en þeir mega vera vissir um það, að fjöldi trúaðra og kirkjurækinna á- hangenda rússnesku griskka- þólsku kirkjunnar, skundúðu til guðshúss í morgun og féllu á kné í bæn um aftv'bata Stal- íns, að prestar í kirkjum um allt Rússland sungu í kvöld messur fyrir hei’.su hans, og að óbrotnar bændakonur og bændur tendrúðu kerti á kirkju ölturum fyrir manninum, sem í þeirra augum er sjálf^ land þeirra persónugert. n ~r ■ Tveir þriáju mann- kynsins verða að lifa á 1350 kr. á ári Tveir menn af hverjum þremur í heim'num verða að lifa á kr. 1350.00 á árí að meðaltali. Þetta á við um flesta íbúa Asíu, Afríku og Suður-Amer'ku. Tala þessi er byggð á útreikningum sér fræðinga Menningar- og fræðslustofnunar SÞ og birt í bæklingi frá stofnuninni. Sovét-egypzk viMipti í gær var uudirritaður í Kairó viðskiptasamningur milli Egyptalands annars vegar og Sovétríkjanna, Búlgaríu og- Póllands hins vegar. Egypta- land selur baðmull fyrir um 180 millj. ísl. kr. og fær hveiti í staðinn.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.