Þjóðviljinn - 12.03.1953, Side 8

Þjóðviljinn - 12.03.1953, Side 8
8) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 12. marz 1953 Samband íslenzkra karlakóra 25 ára Afnuelissamsöngur í Gamla bíó, sunnud. 15. marz kl. 3 Karlakórinn Fóstbræður, Karlakór Reykjavíkur, Karlakórinn Svanir, Akranesi og Karlakórinn Þrestir, Hafnarfirði. SÖNGSrTlCRAR: Geirlaugur Árnason, Ingimundur Árna- son, Jón Þórarinsson, Páll Kr. Pálsson og Siguröur Þórðarson. Aðgöngumiðar hjá Eymundsen og Lárusi Blöndal. Samband íslenzkra karlakóra í Sjálfstæðishúsinu, sunnud. 15. marz. Hefst með borðhaldi kl. 7 e. h. Aðgöngumiðar fást hjá Friðrik Eyfjörð, c/o Leður- verzlun Jóns Brynjólfssonar. Bankastræti 4. Fermingarkjólaefni. Mikið t úrval af síðdegiskjólaefnum. Taít í mörgum litum. Sansérað taft og rifsefni Pappírspokar Áburðarverksmiðjan h.f. óskar eftir, að íslenzkir innflytjendur geri oss tilboð í pappírspoka, sem ætlaðir eru til pökkunar á áburði. Lýsinga á pokum þessum má vitja á skrif- stofu Áburðarverksmiðjunnar h.f. í Borgartúni 7. Reykjavík, 11. marz 1953. Áburðarverksmiðjan h. f. LÁGT SMJÖRVERÐ Hálft kílógramm af rjómabússmjöri kostar að- eins kr. 14.65 gegm skömmtunaraiiða. Rjómabússmjör fæst í næstu matvöruverzlun. Herðubreið Sími: 2678 # ÍÞRÓniR RITSTJÓRI. FRÍMANN HELGASON ársfjsitg I.B.R. héfst í fyrrakvöld Hið árlega þing íþróttabanda- lags Reykjavíkur hófst í fyrra- kvöld. Fyrir fundinum lá prentuð skýrsla Bandalagsins og hefur hún að geyma ýmsar upplýs- ingar um starf þess á sl. ári. Segir þar m.a.: Iþróttabandalagið hafði að- setur sitt á Hólatorgi 2. Voru þar haldnir fundir þess og allra sérráða er undir það heyra. Auk þess hefur Frjálsíþrótta- sambandið aðsetur sitt á skrif- stofunni. — Ætti þetta að vera næg sönn- un þess, að heildarsamtökum íþróttahreyfingarinnar í höfuð- staðnum er brýn nauðsyn á sam eiginlegu funda- og skrifstofu- húsnæði. Iþróttahúsið úr sér gengið. Um íþróttahúsið við Háloga- land segir: ,,Segja má, að i- þróttahúsið sé nú orðið svo úr sér gengið, að það getur ekki lengur talizt hæft til íþrótta- iðkana, enda þótt notast verði við það meðan annað betra er ekki fyrir hendi. Hlýtur það því að vera kappsmál allra íþróttafélaganna að koma sem allra fyrst upp nýju og full- komnu íþróttahúsi er geti tekið við þeirri starfsemi, er nú verð- ur senn á götunni og jafnframt boðið uppá aðstöðu til fjöl- breyttra æfinga og sýninga. Álíta verður, miðað við þá reynslu. sem fengin er af rekstri íþróttahússins við Hálogaland, að fjárhagsleg afkoma full- komins íþróttahúss er vel vseri staðsett í bænum t.d. á lóð Æskulýðshallarkmar, sé nolck- urn veginn örugg.“ Styrliir. Á árinu 1952 véitti Reykja- víkurbær 320 þús. krónur til styrktar hinni frjálsu starf- semi og skiptist það í: Kennslu- styrki 74.500 kr., Skíðaskála- styrki 29.500 kr., Iþróttasvæði og félagsheimili 113.000 kr., Laun framkvæmdastjóra 39.000 kr., Læknisskoðun 17.000 kr., Viðhald skautasvells 45.000 kr. Stjórn Iþróttasvæðanna veitti einnig styrk til félaganna vegna bygginga íþróttamann- virkja kr. 45 þús. er skiptist milli KR 20 þús, Ármanns og Vals 10 þús. til hvors og Fram 5 þús. 1 skýrslunni segir að Óskar Þórðarson íþróttalæknir hafi sagt upp starfi sinu sem íþrótta læknir í júlí sl. og hefur lækn- isskoðun legið niðri síðan. 1 ráði er að Jón Eiríksson taki við störfum íþróttalæknis. Á árinu voru veittar bætur úr slysatryggingarsjóði íþrótta- manna kr. 19.924,00 sem skipt- ist þannig: 8 knattspymumenn 5.943,00, 4 frjálsíþróttamenn 2.981,00, 3 skíðamenn 9.000,00, 1 handknattleiksmaður 1.500,00 og 1 badmintonmaður 500,00. — Að samkomulagi hefur orðið að Iþróttabandalagið verði framvegis fulltrúi íþróttahreyf- ingarinnar í hátíðahöldunum. Lánasjóður Í.B.R. Rætt hefur verið á sérstök- um fundi irm stofnun sérstaks sjóðs (lánasjóðs) meðal í- þróttamanna í Reykjavík. — Er gert ráð fyrir að ná til 200 manna sem greiði hver 100 kr. á ári í 5 ár í sjóðinn. Tilgang- urinn er fyrst og fremst að létta undir með félögum sem standa í byggingu íþróttahúsa, félagsheimiia og leilcvanga. Eru iframlög þegar farin að berast. Ýmislegt. Hagnaður af Olympíuhapp- drættinu varð 26.419,58 af því fékk Í.B.R. 30%, tæpar 8 þús. krónur. Geogið hefur verið frá því hvar sundlaugin í vesturbæ á að vera og er á fjárhagsáætlun bæjarins 1953 75.000 kr., sem byrjunarframlag. Heimild fyrir ,,IBingo“-happ- drætti fékkst ekki. Vallarleiga af Iþróttavellinum var fyrir Framhald á 9. síðu Þau mistök urðu í getraunaspá í gær að gefin var upp skakkur seðill. Rétt er spáin þannig: Burnley-Manck. Utd .... 1 Cardiff-Derby ......... 1 LiverpooÞSunderland . . (x) 2 Manch.City-Aston Viila (x) 2 Middlesbro-Wolvés .... 2 Newcastie-Arsenal .... x 2 Preston-Bortsmouth Sheffieid W-Blackpool . Stoke-Bolton ......... Tottenham-Chelsea .... WBA-Char.lton ......... Birmingrham-Sheffieid U Kerfi 32. raðir. .. 1 (2) (2) Frá keppni danska félagsins Dan og sænska félagsins Lands- krona í lyftingum í Kauphannahöfn, þar sem Landskrona vann. Á efrl myndinni lyftir Gunval Holmquist úr Landskroua 77% kg í þriðju tilraun og á þeirri neðri byrjar Heinrich Nieman úr Dan þriðju tilraun til að lyfta sama þunga. Tilkynning um þátttöku í Búkarestmótinu Nafn .................................. Heimili .............................. Fæðingardagur og ár ................... (Sendist til Eiðs Bergmanns, Skólavörðustíg 19, Rvík) V;___________________■ - - ---J

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.