Þjóðviljinn - 13.03.1953, Side 5
Föstudagur 13. marz 1953 — ÞJÓÐVILJINN — (5
Finnor votta Stalín
þakklæti og virðingu
Einna hlýlegustu kveðjurnar vegna andláts Stalíns
sem sovétþjóounum bárust frá löndunum í auövalds-
heiminum komu frá Finnlandi.
Paasikivi, forseti Finnlands,
sagði í ávarpi: Okkur hefur í
dag borizt sú sorgarfregai, að
generalissímus Stalín sé látinn.
Hann var einn mikilhæfasti
maður, sem nútímasagan grein-
ir frá. Hann hefur markað nafn
sitt, svo það verður ekki máð,
ekiki einungis í sögu Sovétríkj-
anna, heldur í sögu alls maan-
kynsins.
Undir leiðsögn Stalíns hefur
hið forna Rússland tek-
ið stakkaskiptum. Hann lyfti
iSovétríkjunum upp í voldugt
heímsveldi — voldugri en Rúss-
land var nokkurn tíma. Stalín
var einn 1 hópi hinna miklu
ríldssköpuða veraldarsögunnar.
Stalín sýndi Finnlandi jafnan
vináttu og samúð. Það er þess
vegna, að þjóð okkar var lost-
in harmi þegar andlát hans
spurðist.
Ég átti oft kost á því að
ihítta generalissímus Stalín við
samningaborðið. Frá þeim kynn
um á ég margar hugljúfar
minningar; með þessum orðum
lauk Paasikivi forseti ávarpi
sínu.
Heimssögulegt hlutverk
Stalins
„Um heimssögulegan þátt
Stalíns verður ekki deilt“, sagði
Kekkonen, forsætisráðherra
Finnlands í útvarpsávarpi sínu,
„hann er ljós hverjum lifandi
manni. Einnig
beir, sem ekki
ru sömu lífs-
koþunar og
nillingurinn
g leiðtoginn
nikli Stalín,
?erða að við-
írkenna, að
efnahagsþró-
un Sovétríkj-
anna úr frum-
stæðu jarð-
yrkjuríki í land nútíma iðnað-
ar og stórveldi var risavaxið
afrek. Þessi þróun varð undir
leiðsögn Stalíns.
Það lénsherraveldi, sem ríkti
í Sovétríkjunum á dögum keis-
aranna, hefði ekki getað fæ'rt
sovétþjóðunum þá menningar-
Framhald á 11. síðu.
Kekkonen
Engin skemmdar-
verk í Karap
Danska herstjórnin skýrði frá
því fyrir skömmu, meðan mót-
mælaaðgerðimar 'gegn lengingu
'herskyldunnar í Danmörku stóðu
sem hæst, að skemmdarverk
hefðu verið framin á herflugvél-
um á Karupflugvelli, og var um
leið sagt, að lögreglan hefði
varðmennina sem áttu að gæta
flugvélanna grunaða um verkn-
aðinn. Nú hefur herstjórnin orð-
ið að viðurkenna, að ekki hafi
verið um nein skémmdarverk
að ræða, heldur aðeins venjulegt
slit á vélunum.
€81
1 síðustu viku fóru 3000
grískir stúdentar kröfugöngu
um götur Aþenu til að mót-
mæla því að brezka stjórnin
hefur hafnað kröfu Kýpurbúa
um rétt til sjálfstjórnar og
sameiningar við Grikkland. Lög
reglan lagði til atlögu gegn
stúdentunum og reyndi að
Framhald á 11. síðu.
risursQi
Skipsíjórmn látien sverja
að liann sé ekki brjálaður
Og skipsjómfrúrnar spurðar, hvort
þær séu eða hafþverið vændiskonur
- Þær eru í meira lagi skrítnar og ekki beinlínis viður-
kvæmilegar sumar spurningarnar, sem lagðar eru nú orðið
fyrir sjómenn á skipum, sem sigla til Bandaríkjanna.
•Ungur maður lá nýlega á sjúkra-
húsi í Englandi. Hann fékk þar
alla hugsanlega umönnun og varð
líka albata. í þakkarbréfi til
sjúkrahússins fyrir alla umhyggj-
una sagði hann m. a.:
„Eg bað eifinar hinna yndislegu
hjúkrunarkvenna yðar og svarið
sem ég fékk var já. Seinna komst
ég að raun um* það að jáið var
líka einn þátturinn í lækning-
unni.“
Sjöunda sinfónía Pró
koféffs leikin rétt fyrir
lát hans
Rússneska tónskáldið Sergei
Prokoféff, sem lé.zt í síðustu viku,
liafði nokkru fyrir dauða sinn
lokið við sjöundu sinfóníu sína. Á
þingi tónskáldasambands Sovét-
ríkjanna í
Moskva í síð-
asta mánuði
var verkið
flutt í fyrsta
sinn. Tónlistar-
dómari Pravda
kallar sinfóní-
una „eitt bezta
verk tónskálds-
ins“. Fyrsti
kaflinn, segir
hann, er tón-
mynd af glaðri
æsku, felur í
sér ævintýri og
rómantíska drauma, annar kafl-
inn er þrunginn viðkvæmum
æskuástum og er að formi sin-
fóniskur vals. Minnst þykir gagn-
rýnandanum koma til þriðja
kaflans, finnst að tónskáldinu
hafi ekki tekizt að dýpka ljóð-
rænu verksins eins og það vildi.
í fjórða kaflanum birtist aftur hið
fjöruga dansstef, þar birtast einn-
ig göngulag þróttmikillar æsku og
undur ævintýra.
Prokoféff
Innflytjendalögin, sem kennd-
eru við McCarran, setja strangar
reglur um landvistarleyfi til
handa erlendum sjómönnum og
fela útlendingaeftirlitinu að yfir-
heyra þá um allt milli himins og
jarðar, þó einkum stjórnmálaskoð
anir þeirra.
„Eruð þér fáviti, brjálaður,
sálsjúkur?“
En það gr fleira, sem sjómenn
verða að svara í bandarískum
höfnum. Joseph J. Ryan segir í
New York Times 15. f. m., að
spyrjendur og spurðir hafi engzt
af smán yfir ýmsum þeirra spurn-
inga, sem bandarískum lögum
samkvæmt er skylt að leggja fyrir
hvern sæfara, sem stíga vill fæti
á bandaríska grund.
Skipstjórar stærstu hafskipa,
sem trúað er fyrir hundraða
milljóna króna verðmæti og þús-
undum mannslífa, verða að svara
undir eiðstaf spurningum eins og
þessum: „Eruð þér fáviti, brjál-
aður eða sálsjúkur?" Ekki bætir
það úr skák að margt eru þetta
menn, sem siglt hafa til Banda-
ríkjanna áratugum saman, og
spyrjendurnir hafa af þeim langa
viðkynningu.
Skipsjómfrúr og messadrengir
Túlka útlendingaeftirlffsins set-
ur oft dreyrrauða þegar þeir
þurfa að leggja fyrir erlendar
skipsjómfrúr spurningar á borð
við þessa: ,,Eruð þér eða hafið
þér nokkurn tíma verið vændis-
kona?“
Ekki er heldur viðkunnanlegt að
þurfa að spyrja messadrengi á
fermingaraldri, hvort þeir hafi
nokkru sinni „lifað á tekjum
vændiskvenna".
Ryan slær því föstu, að McCarr-
anlögin hafi alið á andúð, reiði og
fyrirlitningu á| Bandaríkjunum
meðal þeirra þúsunda eiiendra
sjómanna, sem orðið hafa fyrir
þeim lítilsvirðingum og hnýsni,
sem þau fela starfsmönnum út-
lendingaeftirlitsins að hafa í
frammi.
böwnuð
Borgarstjórnin í London hef-
ur lagt blátt bann við dálei'ð-
ingu á opinberum skemmtun-
um í lögsagnarumdæmi heims-
borgarinnar. Læknirinn Somm-
erville Hastings, sem bar fram
tillöguna um bannið, sagði að
álíta yrði dáleiðslu í skemmt-
unarskyni lítillækkun mann-
legs persónuleika. Fólk sé látið
verða sér að athlægi og ekki
nóg með það, meðtan menn eru
í dái er liægt að koma inn hjá
þeim hugmyndum, sem geta
haft úrslita'áhrif á hegðun
þeirra síðarmeir.
I vetur bar }»að við í óskalagaþætti í danska útvarpinu, að
74 ára gömul 1-iona, Hanne Rasmussen, sendi lag syni sínum,
sem hún vissi ekki hvar var niðurkominn og hafði ekki séð í
30 ár. Þetta varð til þess að mæðginin hittust loksins og hér
sjást þeir fagnaðarfujidir.
Hver sem kann að reikna getur nú
gert blóðpi'óf á sjálfum sér
Kanadiskur læknir hefur fundið aðferð, sem gerir
öllum sæmilega skynsömum mönnum fært að mæla vínanda-
magnið í blóði sínu ef þeir neyta áfengis.
Læknirinn, sem heitir Robert
Gordon Bell, hefur stundað þús-
undir áfengissjúklinga, og hann
hefur samið reikningsdæmi. sem
hann vonar að geti orðið þeim
mönnum siðferðilegur styrkur,
sem kæra sig ekki um að drekka
sig útúr en gengur erfiðlega að
stöðva sig eftir að þeir eru setztir
að drykkju. Bell álítur að margir
muni forðast að drekka frá sér
vitið ef þeir fást til að hugsa
málið og vica hvar hættustrikið
er að finna.
Læknirinn notar tölur í stað
blóðs til að komast að svipaðri
niðurstöðu og fæst við venjulegt
plóðpróf. Dæmið, sem menn eiga
að reikna ef þeir vilja komast að
Þokan í London
mannskæðari en drepsótt
Það hefur sýnt sig að þokan illræmda í London er ban-
vænni borgarbúum en verstu drepsóttir.
því, hve mikið áfengismagn þeir
hafa í blóðinu, lítur þannig út:
M =
112G
K
H-13T
í desember í vetur var þokan í
London með versta móti og það
kom í ljós að loftið var mengaðra
reyk og brennisteinstvísýrungi
en nokkru sinni áður síðan 1932,
en þá hófust reglulegar mælingar
Verri en kóleran
Skýrslur heilbrigðisstjórnar-
innar í London sýna að dánartal-
an á hverja milljón borgarbúa
hækkaði meira yfir meðallag
verstu þokuvikuna en í verstu
viku kólerufaraldursins 1866, en
það er í síðasta skipti sem drep-
sótt hefur herjað London.
Læknar draga ekki í efa að
mengun andrúmsloftsins eigi
meginþátt í hækkun dánartölunn-
ar. Hún stafar næstum öll frá
sjúkdómum í öndunarfærum.
Einkum hafa lungnasjúkdómar,
sem legið hafa niðri, ágerzt við
þokuna. Eins og vænta mátti varð
gamalt fólk og óhraust mest fyrir
barðinu á eitruninni í andrúms-
loftinu.
Brezk blöð krefjast þess með
tilvísun til læknaskýrslanna að
undinn sé bráður bugur að því að
setja strangar reglur um reylc-
eyðingu í verksmiðjum og taka
upp náið eftirlit með því að þeim
sé framfylgt að viðlagðri lokun
fyrirtækjanna.
Þarna þýðir M milligrömmin af
vínanda í hverjurn 100 rúmsenti-
metrum af blóði, G er grammatala
hreins vínanda í áfenginu, sem
er drukkið, K líkamsþungi hlut-
aðeiganda í kílóum og T sá tími,
sem drykkjan hefur staðið mæld-
ur í klukkutímum.
Segjum að maður, sem er 80
kíló, á þyngd, hafi á tveim
klukkutímum drukkið þrjú glös
af brennivíni frá Á.V.R. og bland-
að 50 grömmum af áfengi í hvert
glas. Af þeim 150 grömmum á-
fengis, sem hann hefur þá drukk-
ið, eru 60 hreinn vínandi þar sem
vínandainnihald brennivínsins er
40%. í dæmi hans er þá G sama
sem 60 og það margfaldað með
112 verður 6720. í það eru nú deilt
með K, sem er sama sem 80, og
út kemur 84. Frá þeirri tölu ber
að draga 26, því drykþjan hefur
tekið tvo klukkutíma. Út kemur
talan 58, sem er M. í hverjum
100 rúmsentimetrum af blóði
þessa inanns eru þá 58 milli-
grömm af vínanda.
Bell læknir segir að áhrifin af
um 50 milligramma áfengismagni
í blóði séu venjulega aðeins þau
vægu deyfiáhrif, sem venjuleg eru
í hóflegri samkvæmisdrykkju. En
við frá 50 milligramma upp í 150
milligramma áfengismagn í bióði
taka venjulegar hömlur á hegð-
uninni að losna og margir byrja
að missa valdið yfir líkamshreyf-
ingum sínum. Þegar komið er yfir
150 milligrömm hafa allir að ein-
Framhald- á 10. síðu.