Þjóðviljinn - 13.03.1953, Blaðsíða 6
6) — ÞJÖÐVILJINN — Föstudagur 13. marz 1953
pjófiwiUitm
Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn.
Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson.
Fréttastjóri: Jón Bjarnason.
Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Magnús Torfi Ólafsson,
Guðmundur Vigfússon.
Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg.
19. — Sími 7500 (3 línur).
Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17
annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið.
Prentsmiðja ÞjóðviljaríE h.f.
3
Með hverju ári fjölgar þeim Islendingum sem skilja hve ömur-
lega hag íslenzku þjóðarinnar er komið vegna tangarhalds
Bandaríkjanna á landinu. Með tilstyrk þingmanna sem íslenzkir
xnenn hafa fengið áhrif og völd hefur ríkisstjórn Bandaríkjanna
tekizt að koma í framkvæmd þeirri áætlun um hérstöðvar á
íslandi á friðartímum, sem fyrst var sýnd opinberlega 1945
meðan bandaríská hernámsliðið frá stríðsárunum var enn ófarið
héðan. Þá krafðist Bandaríkjastjórn þriggja staða á íslandi
fyrir varanlegar herstöðvar á friðartímum. Því tókst að afstýra
að undan væri látið í það sinn, vegna þess — og vegna þess
eins — að Sósíalistaflokkurinn átti þá tvo ráðherra í ríkisstjórn
Islands. Þá ákvað Bandaríkjastjárn að ná ætlun sinni í áföng-
um, og með þaulræktun leppakerfis á íslandi er náði til helztu
valdamanna í þremur íslenzkum stjórnmálaflokkum, tókst að
r.á tangarhaldi á íslenzkri jörð, íslenzku atvinnulífi, fjármálum
og stjórnmálum, svo að Island sekkur nú dýpra og dýpra í ný-
lenduafstöðu gagnvart Bandaríkjunum.
Fólkið sem fylgt hefur Sjálfstæðisflokknum, Framsókn og
Alþýðuflokknum hefur látið blekkjast, hefur enn ekki risið
upp og svipt þá menn umboði og valdi sem svo geypilega brugð-
ust trúnaði þjóðarinnar, brugðust íslenzkum málstað.
Þó fjölgar þeim sem skilja hvert stefnir ef haldið er áfram
á undanhaldsbrautinni, ef ekki tekst að margfalda þegar á næstu
árum afl þeirrar nýju sjálfstæðishreyfingar sem barizt liefvjr
gegn bandarísku ásælninni á öllum stigum hennar. Og hvorki
nútimamenn né sagaa kemst fram hjá þeirri staðreynd að
einungis eifln þeirra stjórnmálaflokka sem nú starfa á Islandi
hafi óskiptur og heils hugar barizt gegn erlendu ásælninni,
hvaðan sem hún hefur komið. Sá flokkur er SósíalÍ3taflokkurian.
Þeim flokki gaf fimmtungur þjóðarinnar fylgi sitt í síðustu
kosningum, enda leikur ekki á tveim tungum að hann er sterkasta
skipulagða aflið í hinai nýju sjálfstæðsbaráttu Islendinga enn sem
kemið er, að sú barátta er óhugsandi án Sósíalistaflokksins.
Jafakunn er sú staðreynd að Sósíalistaflokkurinn hefur ávallt
rétt hönd hverjum þeim^ sem leggja vill lið hinni örlagaríku
sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Ávarp miðstjórnar flokksins um
þjóðfylkingu Islenainga í. kosningunum í sumar mun vekja al-
þjóðarathygli. Sósíalistaflokkurinn er reyndur að því í samstarfi
''ið stjórnmálaandstæðinga um tiltekin mál að standa að fram-
kvæmd gerðs samkomulags af fullum heilindum. Sú staðreynd
stingur mjög í stúf við staðreyndimar um framkomu Alþýðu-
flokksins, Sjálfstæðisfl. og Framsóknar í slíku samstarfi. Fólk úr
öðrum stjórnmálaflokkum, sem vinna vill gegn því að ísland
verði bandarísk nýlenda með betlarasvip, veit að það getur vætizt
fullra heilinda af samstarfi við Sósíalistaflokkinn’. Eiamitt með
ávarpinu um þjóðfylkingu Islendinga réttir Sósíalistaflokkurinn
hönd hverjum þeim sem vill leggja lið sjálfstæðisbaráttu ís-
lenzku þjóðar.'nnar, með þungri • áherzlu á allt það sem sam-
einar á sameiginlegan málstað allra góðra íslendinga. f
Hver er sá góður Islendingur að hann vilji neita, á örlaga-
stundu þjóðar sinnar, að vinna að þessum verkefnum:
1. AÐ lierverndarsamningnum verði sagt npp og allur erlendur
her fluttur burt af íslandi.
2. AD þjó.ðin endurheimti sjálfsforræði sitt að fullu í stjórn-
arháttum og efnahagsmálum.
3. AÐ staðið verði fast gegn öllum tilraunum til að koma upp
íslenzkum her í hvaða mynd sem er.
4. AÐ stáðið \erði gegn öilum tilraunum erlends áuðvaMs til
að sölsa undir sig íslenzkar auðlindir.
5. AÐ þjóðin einbeiti orkn sinni að því að koma upp stóriðju
á grundveJIi auðlinda sinna af eigin rammleik.
G. AÐ nýtt verði til full^ atvinnutæki þjóðarinnar í sjávarút-
vegi, landbúnaði og iðnaði og hafin að nýju stefna nýsköpun-
ar og framfara í þessum greinum.
7. AÐ stefnt sé að því, að öllum Islendingum, sem vilja vinna,
sé tryggð atvinna.
8. AÐ unnlð sé markvisst að bætt’um launakjörum og auknu
félagslegu öryggi í náinni samvinnu við verkalýðssamtökin.
9. AÐ ekiki sé hvikað í landhelgismálunum.
10. AÐ íslendingar kappkosti að lifa í friði og vináttu við allar
þjóðir, lýsi yfir ævarandi hlutleysi í ófriði og leggi fram
sinn skerf tl þess að stuðla að sáttum og frtði í heiminum.
Miðað við íslenzka hagsmuni var stofn-
un Framkvæmdabankans alveg óþörf.
Benjamín Eiríksson skrifar
nú feiknarlegan langhund í
Morgunblaðið um Framkvæmda
banka sinn. Af því tilefni hafa
ýmsir mælzt til þess að Þjóð-
viljinn birti í heild álit Jóns
Árnasonar bankastjóra um
Framkvæmdábankann, og er
Þjóðviljanum ljúft að verða við
því.
Álit Jóns Árnasonar var
birt í nefndaráliti Brynjólfs
Bjarnasonar um málið og þar
var einnig birt sameiginlegt á-
lit bankastjóranna, en her-
námsflokkarnir neituðu að
koma þessum álitsgerðum á
framfæri. Síðar hefur Tíminn
einnig neitað að birta álit Jóns,
þrátt fyrir beiðni hans og sýn-
ir það glöggt málfrelsið innan
Framsóknarflokksins.
Sameiginlegt álit bankastjór-
anna er mjög peikvætt fyrir á-
form ríkisstjórnannnar. M. a.
komast þeir svo að orði um 9.
grein frumvarpsins:
„Samkvæmt þessari grein er
fjármálaráðherra gefin heimild
til þess áð’ ábyrgjast fyrir hönd
ríkissjóðs erlend lán og erlend-
ar skuldbindingar bankans fyr-
ir allt að 100 millj. kr. á hverj-
um tíma. Þar sem hér er um
löng lán að ræða, virðist þessi
heimild mjög vafasöm, enda
brýtur þetta í bága við þæ:
venjur, sem tíðkazt hafa, að
Álþingi ákveði hverju sinni um
erlendar lántökur til langb
tíma, bæði fyrir ríkissjóð sjálf-
an og lán með ríkisábyrgð ....
Niðurlag .2. málsgreinar virðist
ekki n.ógu ljóst orðað, en sé
þáð meiningin, að bankinn
taka bráðabirgffalán erlendis,
þá viljum vér benda á, að það
samrýmist ekki hlutverki bank-
ans sem fjárfestingarstofnunar
og getur auk þess spillt fyrir
útvegun erlendra viðskiptalána
annarra banka, sem er lífs-
nauðsyn fyrir atvinnulífið.“
Álit Jóns Árnasonar er hins
vegar veigamesta gagnrýnin,
en það hljóðar svo í heild:
„Hæstvirtur viðskiptamála-
ráðherra hefur sent Lands-
banka íslands til umsagnar
frumvarp til laga um Fram-
kvæmdabanka Islands. Þótt ég
sé samþykkur atlíugasemdum
bankastjómar Landsbanka ís-
lands viff' frumvarp þetta, eins
og það liggur fyrir og það sem
þær ná, læt ég fylgja sérstaka
umsögn um stofnun fyrirhug-
aðs Framkvæmdabanka, eins
og það mál lítur út frá mínu
sjónarmiði.
Þegar á mál þetta er litið
frá almennu sjónarmiði, verð-
ur að vekja athygli á þvi, að
hér á landi eru nú starfandi
3 bankar, sem allir eru eign
ríkisins. Vaknar þá eðlilega sú
spurning, hvort þörf sé á að
stofna nýjan banka.
Við athugun frumvarpsins
ber þá fyrst á það að lítá,
hvaða hlutverk hinum nýja
banka er ætlað að inna af
hendi. Er því lýst með al-
mennum orðum í 2. grein frum-
varpsins. Eftir orðalagi þeirr-
ar greinar verður ekki séð,
að hér sé nein nýjung á ferð-
inni. Öllum bönkum landsins er
ætlað að efla atvinnulíf og vel-
megun þjóðarinnar og beita sér
fyrir framkvæmdum. I 1. máls-
grein nefndrar greinar er sagt,
aff bankinn skuli beita sér fyr-
ir „auknum afköstum fram-
leiðslunnar". Ef einhver mein-
ing felst í þessum orðum, hlýt-
ur öllum bönkum að vera skylt
að gera það sama, og er þá
heldur ekki um neina nýjung
aff ræða.
I 7. gr. er hlutverk bankans
skýrt nánar í tíu liðum. Eng-
inn dómur- skal lagður á efni
1. liðs þessarar greinar, en ekki
virðist þörf á að stofna nýjan
banka, til þess að ríkisstjórnin
geti öðlazt ráðunaut í fjárfest-
ingarmálum. Á meðan fjárhags
ráð starfar, er ekki óefflilegt,
JÓN ARNASON
að það inni þetta hlutverk af
hendi hér eftir sem hingað
til. I 2. lið greinarinnar er á~
kvæði um, að bankinn veiti
löng lán til .ýmissa fram-
kvæmda, og er það1 vitanlega
aðalefni frumvarpsins, og mun
nánar vikið aff því síðar. I 3.
lið er gert ráð fyrir, að bank-
inn kaupi hlutabréf í fyrirtækj-
um. Þetta ákvæði er nýjung,
en ólíklegt verður að telja, að
Alþingi vilji afhenda peninga-
stofnun í landinu fullt og óskor
að umboð til þess að kaupa
hlutabréf á ábyrgð bankans í
hvaða nýju fyrirtæki sem
bankastjórnin ákveour. 1 7. lið
er gert ráð fyrir, að bankinn
afli lánsfjár erlendis til fram-
kvæmda, sem eru í samræmi
við ti’gang bankans. 1 9. gr.
frumvarpsins er hámark þess-
ara lánsheimilda ákveðið 100
millj. kr. á hverjum tíma, og
þarf ekki annáð en samþykki
fjármíálaráðherra, til þess að
bankinn geti tekið slíkt lán.
Verður að telja það með ólík-
indum, að Alþingi afsali sér af-
skintiim^f slíku stórmáli, enda
brýtur þetta í bága við þær
venjur, sem hingað til hafa
gilt, að Aiþingi taki hverju
sinni ákvörðun um erlendar
’ántökur til langs tíma, bæði
um lán ríkissjóðs sjálfs og um
lán með ríkisábyrgð. Á það
skal einnig bent, að í niður-
lagi 2. málsgreinar 9. grein-
ar frumvarpsins virðist' gert
ráð fyrir, að bankanum sé
heimilt að taka bráðabirgða-
lán erlendis. En það samræm-
ist ekki htutverki bankans sem
\
fjárfestingarstofnunar og getur
auk þess spillt fyrir útvegun
venjulegra erlendra viðskipta-
lána, sem eru lifsnauðsyn fyr-..
ir atvinnulíf landsmanna.
Um önnur atriði 7. gr. frum- „
varpsins þarf ekki áð fjölyrða
en aðeins geta þess, að 8., 9.
og 10. 'liðir virðast lítt fram-
kvæmanlegir, nema bankinn
hafi í þjónustu sinni marga
sérfræðinga, en það verður
ekki séð af öðrum greinum
frumvarpsins, að til þess sé
ætlazt, enda mundi það verða
örðugt, bæði vegna kostnaðar
og vegna þess, að vandfundnir
væru sérfræðingar, sem ekki
væru þá bundnir við önnur
st-örf.
Samkv. 11. gr. frumvarpsins á
bankinn enn fremur að annast
innheimtu vaxta og afborgana
af lánum, sem ríkið hefur veitt,
ef fiármálaráðherra óskar þess.
í 20. gr. frumvarpsins er
svo ákveöið, að Landsbanki Is-
lands skuli annast dagleg af-
greiðslustörf fyrir Framkv,-
bankann. Afleiðingin af þessu
ákvæði ei* vitanlega sú, að
Framkvæmdabankinn yrði að
afhenda Landsbankanum öll*
skuldabréf, sem um er rætt í
11. gr., til útborgunar og inn-
heimtu og enn fremur öll
skuldabréf fyrir þeim lánum,
sem bankinn kann að veita.
Þetta ákvæð'í er út af f7/rir
sig mjög eðlilegt. Það mundi
ekki kosta I-iandsbankann veru-
lega aukið mannahald að ann-
ast þetta og yrði því ódýrt í
framkvæmd. Ef Framkvæmda-
bankinn ætti liins vegar að
framkvæma. þetta, þyrfti hann
marga starfsmenn umfram það,
sem frv. virðist gera ráð fyrir,
en þá leiðir þaff líka af sjálfu
sér, að stofnun Framkvæmda- •
banka vegna þessa máls er
þarflaus, því að ríkisstjórnin
getur falið Landsbanka Islands
áð inna þessi störf af hendi
milliliðalaust.
Þótt hér sé stiklað á stóru
og ekki fleiri atriði í frumvarp-
inu tekin til athugunar, þá er
það augljóst, að hlutverk Fram
kvæmdabankans verffúr einung-
is það að taka á móti Mótvirð-
issjóði og nokkrum hlutabréf-
um, sem ríkið á og kann að
eignast, og taka ákvörðun um
lánveitingar, að svo miklu leyti
sem Alþingi ákveður það ekki
fyrir fram. En samkvæmt
þingsályktunartillögu 17. jan-
úar 1952 er ákveffið að helm-
ingi Mótvirðissjóðs skuli varið
til framkvæmda í þágu land-
búnaðarins.
Að þessu athuguðu virðist
því starfssvið Framkvæmda-
bankans vera orðið næsta lítið,
þar sem stjórn hans þarf ekki
að ákveða um útlán á öðru en
helming Mótvirðissjóðs og því
fé, sem ríkisstjórnin kann að
leggja lionum að auki. En ó-
líklegt er, eins og ástandið er
nú í peningamá’um þjóíárinn-
ar, að úm mikil fjárfra.m'ög
frá ríkinu geti orðið að ræða
í því skyni að minnsta kosti
fyrst um sinn.
Til viðbótar má minna á það,
að ríkið hefur hleypt sér í
skuldir viff Landsbanka Islands
vegna fiárfestingar og rekstrar-
halla rikissjóðs undanfarin ár.
Nema, lausaskuldir nú um 100
millj. kr. auk fastra lána. Það
er því með öllu ófúllnægjandi
Framhald á 11. síðu.