Þjóðviljinn - 13.03.1953, Síða 10

Þjóðviljinn - 13.03.1953, Síða 10
2.0) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 13. marz 1953 Hér eru myndir af hentugu borði, sem minnir helzt á ibrandara. Það er sófaborð, sem lá fyrstu myndinni er sýnt sem lágt kaffiborð. Það virð- ist ósköp einfalt og óbrotið, en við nánari athugun sést að borðfætumir eru tengdir sam- an. Á næstu mynd sést hvern- ig borðplatan er tekin af og í Ijós kemur áð hægt er að snúa borðfótunum við og 'breyta um hæð á borðinu. 1 fljótu bragði virðist þetta afar- bentugt. Maðurinn á myndinni íhefur sjálfur búið borðið til og myndirnar fundum við í Bett- er Homes and Gardens. Þetta er skemmtileg 'hugmynd og smíðin snotur, en borðþlatan er býsna laus, svo að borðið blýtur að vera dálítið ótraust, og maður getur átt á hættu að allur borðbúnáður komi iþjótandi í fangið á gestunum ef platan sporðreisist. Og þetta er ekki heppilegt borð, þegar börn eru á heimilinu Rafmagnstakmörkun Föstudagur 13. i marz. Kl. 10.45-18.30: , , , Hlíðarnar, Norðurmýri, Rauðarár- holtið, Túnin, Teigarnir, íbúðar- hverfi við Laugarnesv^ að Klepps- vegi og sva»s'ð þar norðaustur af. Og, ef þörf krefur Vesturbærinn frá Aðalstr.. Tiarn- argötu og Bjarkargötu. Melarnir; Grimsstaðahoitið með flugvallar- evæðinu, Vesturhöfnin með Örfir- isey, Kaplaskjól og Seltjarnarnes Kl. 18.15 19.15: Hafnarfj. og nágrenni, Reykjanes. Barnaföt í kulda Börn eiga að vera í hlýjum fötum þegar fcalt er. Flestum mæðrum hættir þó við að klæða börnin meir.a en nauð- syn krefur, og oft eru lítil foörn klædd isvo mikið að þau 'geta v.arla hreyft sig. Öll iiöf- um við séð litlu, lifandi fata- pinklana, sem standa með út- rétta handleggi og- geta tæp- lega hreyft sig fyrir of miklum fötum? Forðist yfirleitt of þykk og óþjál föt (það er stundum erfitt ef fötin eru flest saum- uð upp úr 'gömlu). -Og gleymið ekki að allria þykkustu prjóna- föt eru ekki vindþétt og í stað þess að færa börnin í hverja ullarpeysuna utan yfir aðra, er betra að nota ein.a hlýja peysu og vindþéttan jakka eða sam- festing utanyfir. Sarna er að segja um ull- artrefilinn. Hann- ' gerir mest gagn ef hann er hafður innan- fundir jakkanum og liggur að hálsinum. Það getur verið snot- MATURINN á MORGUN Saltsíld, kartöflusalat Kakósúpa, tvíbökur. Kartöflusalat: 1—1 Vz kg kart- öflur, 100 g laukur, 50—75 g smjörlíki, 2—3 dl. mjólk, soð eða vatn, 1 dl. edik, sait, pip- ar, sykur. — Lögur, krydd og ) laukur er soðið saman. Soðn- ' ar kartöflur eru skornar í þy.kkar sneiðar, blandað út í krydd’öginn, hitað vel, og kryddað meira, ef þörf er. —\ Gott er að láta saxaða stein- ( selju eða grænkál saman við , salatið eða strá yfir, þegar) framreitt er. ) urt ,að láta hann blakt,a uta,n á samfestingnum, en í því eru ekki mikil hlýindi. Mörg foörn nota eingöngu prjónahúfu sem höfuðfat, og hún er líka hlý nema þeg,ar 'rok er. Ef húfan er fóðruð með silki eða ein- hverju þéttu efni, er hún strax orðin hlýrri í foki. - Álemgi í bléðÍKu Framhald ,af 5. síðu. hverju leyti misst stjórn á hreyf- ingum sínum, við 300 milligrömm falla menn í brennivínsdá og 500 til 700 milligrömm af vínanda í blóðinu eru banvæn. Að vísu þola menn áfer.gi mis- jafnlega, segir Bell, en hjá hverj- um sem er hverfur þolnin ef hann hellir í sig hvað eftir annað miklu magni áfengis. „Hver sá, sem hvað eftir annað drekkur svo að hann fær meira áfengismagn í blóðið en 50 milli- grömm, ætti að taka drykkjusiði sína til alvarlegrar endurskoðun- ar“, er dómur Bell læknis. Hann sagði: „Þetta eru öðruvísi vélar. Þetta En þetta var yndislegur dagur, yegna þess að eru góðar flugvélar. Þær gera okkur ekkert. ‘ Allt í einu sagði Pétur skærri barnsröddu: „Geturðu þekkt góðar flugvélar frá slæmum flugvélum, monsieur Howard?“ Það fór hrollur um Howard þegar hann hugs- aði um skelfingarnar á Montargis veginum. „Já, já,“ sagði hann blíðlega. „Þið munið eftir flug- vélunum sem ungfrú Nicole sýndi ykkur í Char- tres? Þær meiddu ykkur ekkert. Það voru góð- ar vélar. Þessar þarna eru alveg eins. Þær gera okkur ekkert." Ronni vildi ólmur sýna þekkingu sina á vél- um. „Okkar flugvélar eru góðar flugvélar, er það ekki?“ „Jú, einmitt," sagði gamli maðurinn. Nicole tók hann afsíðis. „Eg skil ekki hvern- ig þér getið gefið þeim svona góðar skýringar," hvíslaði hún. ,,En þetta eru þýzkar vélar.“ „Eg veit það. En ég þurfti eittlivað að segja.“ Hún horfði á. litlu agnirnar á himninum. „Það var dásamlegt þegar flugvélar voru aðeins ' til ánægju og skemmtunar,“ sagði hún. Hann kinkaði kolli. „Hafið þér nokkurn tíma farið í flugvél?“ spurði hann. Hún sagði: „Tvisvar sinmisí, einu sinni á hátíð í Chartres og svo flaug ég með John yfir París. Það var dásamlegt....“ Hann fylltist áhuga. „Það hefur verið flug- maður með ykkur? Eða flaug hann sjálfur?“ Hún sagði: „Hann flaug sjálfur, monsieur. Við vorum bara tvö.“ „Hvernig gat hann náð í vélina?" Hann vissi að það var ýmsum erfiðleikum bundið fyrir út- lendinga að fljúga í útlöndum. Hún sagði: „Við fórum á dansleik í flug- klúbbnum. Hann átti vin — yfirmann í franska lofthernum — sem hann hafði hitt í Englandi. Og þessi vinur sá um allt fyrir John.“ Svo bætti hún við: „Hugsið þér yður mon- sieur. Eg gat ekki fengið hann með mér á eitt einasta safn. Allri ævi sinni hafði hann eytt í flugvélum, og svo kemur hann í sumarfrí til Parísar og vill fara á flugvöllinn og fljúga!“ Hann brosti viðkvæmnislega. „Þannig var hann einmitt... . Skemmtuð þér yður vel?“ Hún sagði: „Það var dásamlegt. Það var ynd- islegur góðviðrisdagur 'Og við ókum til Orly, þar sem flugvöllur flugklúbbsins er. Og þar beið okkar yndisleg flugvél með vélina í gangi.“ Það kom raunarsvipur á andlit hennar sem snöggvast, svo brosti hún. „Eg hef ekki mikið vit á flugvélum." sagði hún hreioskilnislega. „Hún var mjög snotur, með rauðum leðurstól- um og auðvelt að komast inn í hann. En John var svo ösvífinn.“ Gamli maðurinn sagði: „Ösvífinn ?“ „Hann sagði að hún væri ekis og veggjalús, monsieur, en ekki svo hátt að vélamennirnir heyrðu. Eg ávítaði hann fj'rir að segja þetta og það -hefði verið fallega gert af þeim að lána okk- ur hana. En hann hló bara. Og svo þegar við flugum yfir París með miklum hiuða, sneri hann sér að mér og sagði: „Og húin flýgur eins og veggjalús líka,“ Hugsið þér yður! Flugvélarnar okkar eru mjög góðar, monsieur. Allir í Frakk- landi segja það.“ Howard brosti aftur. „Eg vona að þér hafið látið hann fá fyrir ferðina," sagði hann. Hún hló dátt; hann hafði ekki heyrt hana hlæja svo glaðlega fyrr. „Það var ekki hægt, monsieur Howard," sagði hún. „Eg gat aldrei látið hann fá fyrir ferðina, eins og þér segið.“ Hann sagði: ,Það þykir mér leitt“ Hann þagn- aði og sagði síðan: ,,Eg hef aldrei flogið yfir París. Er það fallegt?" Hún yppti öxlum. „Fallegt. Eg veit ekki hvort hægt «r að segja, að nokkuð sé fallegt úr lofti. á himninum voru þessir hvítu skýflókar, sem John kallaði Cum .... eitthvað.“ „Cumulus?" • ■-> Hún kinkaði kolli. „Já einmitt. I meira en klukkustund lékurn við okkur í þeim, flugum kringum þau, yfir þau og inn í þau. Og langt fyrir neðan þau sáum við París. Þeim degi gleymi ég aldrei. Og þegar við komum niður aftur, var ég svo syfjuð, að ég sofnaði í bílnum á leiðinni til Parísar með höfuðið á öxl Johns.“ Þau gengu þögul áfram nokkra stund. Pétur og Villem urðu þreyttir á að ýta vagninum og Rósa tók við og Sheila rölti við hlið hennar. Kettlingurinn steinsvaf í vagninum. Vcn bráðar benti Nicole fram fyrir sig. „Þarna er húsið — inn á milli trjánna.“ Þetta virtist stórt og myndarlegt býli um- kringt trjám. Fyrir handan það blasti við víð- lendir akrar eins og augað eygði. Eftir hálfa klukkustund voru þau komin að húsinu. Þarna voru stór hesthús; margir hest- ar stóðu í rétt skammt frá húsinu. Þarna var allt reisulegt og með miklum myndarbrag; vel- megun virtist ríkja þarna. Þau gengu lieim að húsi skammt frá hliðinu; Nicole spurði eftir monsieur Arvers. Þeim var vísað í hesthúsin; þau skildu börnin og barna- vagninn eftir við hliðið og héldu áfram. Maðurinn kom gangandi á móti þeim. Aristide Arvers var lágvaxinn maður, á að gizka hálfsextugur, grannur, skarpleitur og hvasseygur. Howard þóttist sjá að þetta væri skynugur maður. Og honum fannst ekki óeðli- legt að þetta væri faðir fegurðardrottningar. Fíngerðir andlitsdrættirnir, sem höfðu orðið hvassir með aldrinum, myndu sóma sér vel í ungu stúlkuandliti. Hann var í sniðlausum ,svörtum fötum, með óhreinan klút um hálsinn í flibba stað; hann var með svartan hatt á höfðinu. Nicole sagði: „Munið þér eftir mér, moiasieur Arvers? Eg hef einu sinni komið hingað í fylgd með föður mínum, Rougeron herforingja. Þér sýnduð föður mínum hesthúsin yðar. Og á eftir nutum við gestrisni yðar á heimili yðar. Þetta var fyrir þrem árum, munið þér eftir því?“ Hann kinkaði kolli. „Eg man það mjög vel, ungfrú. Faðir yðar hafði mjög mikinn áhuga á hestunum mínum.“ Hann hikaði við. ,,Eg vona að þér færið mér góðar fréttir af föður yðar?“ Hún sagði: „Við höfum engar fréttir fengið í þrjá mánuði, en þá var hanm við Metz.“ ,,Það er hryggilegt að heyra, ungfrú.“ Hún kinkaði kolli. Síðan sagði hún: „Ef fað- ir minn hefði verið heima, hefði hann áreið- Hún kvaðst mundu æpa og hljóða ef ég kyssti hana. Svo kyssti ég hana, og hún æpti og hljóðaði — löngu, löngu seinna. Pi-estur: Er það ekki rétt að það hafi verið ástriða yðar í sterka drykki sem olli því að þér höfnuðuð hér? Fangi: Nei, þetta er síðasti staðurinn sem ég hefði leitað til ef mig hefði langað í áfengi. Forstjóri sem ekki var ýkja vinsæll meðal starfsfólks síns var vanur að reyna að hressa upp á mannskapinn með þvf að segja gaman- sögur sem hann kallaði svo. Eitt sinn sem oftar hafði hann lokið við að segja eina slíka sögu, og starfsfólkið hafði brosað og hlegið af full- kominni skyldurækni —. allir nema einn. Er forstjórinn spurði hversvegna hann sýndi eng- inn gleðimerki éins og aðrir, svaraði maðurinn: Eg er nú að hætta hér, svo ég þarf þess ekki. Eg er þeirrar skoðunar að það séu ekki til neinir tveir menn sem hugsa eins, sagði hann við konuna sína ungu. Jæja, svaraði hún, þú ert þá búinn að gleyma brúðargjöfunpm okkar, ’tm ' fchýfEsAjla 'íi : . 'áí.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.