Þjóðviljinn - 18.03.1953, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 18.03.1953, Qupperneq 7
Miðvikudagur 18. marz 1953 — ÞJÓÐVILJINN — (7 $Ai>nar(ega er íq bjArtsýnn Á frnmtíð bommúnismnns Góði kunningi! Sunnudaginn 1. marz skrifar þú í AB-blaðið í tilefni 'af um- ræðunum í Stúdentafélagi Reykjavíkur 15. febrúar um kristindóm og kommúnisma. Þ>ú segir, að æði margar spurningar h.afi vaknað hjá þér við að hlýða á mig. Þú ferð naerri um það, hve þessi yfir- lýsing gleður mig, því að ef orð okkar vekja spumingar í hugum hlýðenda, þá hafa þau ekki fallið í ófrjóan jarðveg. Og þó er mér það enn meira fagnaðarefni, að þú skulir birta þessar spurningar og gefa mér þannig kost á að svara þeim, en það er þó sannarlega skylda okkar prédikaranna að svara þeim spumingum, sem orð okkar vekja. Og það er okkur Ijúf skglda. Fyrsta spurning þín og sú, sem innifelur allar aðrar spum- ingar þínar, vaknar í sambandi við lýsingu rnína á þróun kirkj- unnar og spillingu hennar sem yfirstéttartækis.. Sú spurning hljóðar svo: ,,Hverni'g getur maður, sem túlkar þessa miklu sögu fortíðarinnar svona, verið jafn bjartsýnn og hann er á framkvæmd og framtíð komm- únismans?11 Og til frekari út- færslu þessarar spurningar koma aðrar, svo sem: ,,Hvað, ef marxisminn lenti í höndun- um á purkunarlausum sérgæð- ingum, sem notuðu hann sjálf- rim sér til framdrátter og al- þýðunni til bölvunar?" Og til enn frekari skýringar minnir þú á Tító hinn slavneska og frammistöðu hans, og þar með spumingin: „Gæti sVona lagað komið fyrir i Kreml?“ . Og nú skal ég svara fyrir mitt leyti. 1. Gerólíkir möguleikar og aðstæður Þér sýnist rétt um það, að ég er bjartsýnn á framtíð komm- únismans, sem mætti alveg eins heita að vera bjartsýnn á fram- tíð mannkynsins. Og reynsla kirkjunnar dregur ekkert úr því bjartsým. Við megum ekki láta okkur sjást yfir 19 alda þróun í framleiðslu- og þjóð- íélagsháttum, ef við ætlum að þera saman sigurmöguleika tveggja stefna, sem hugsjóna- lega eiga grundvallaratriði si.n eiginleg, en berjast við geró’ík skilyrði. í kristindóminum er bræðralag og jafnrétti aðcins hugsjón, í upphaf kveikt af lögmálsfyrirmælum um endur- skiptingu lands á ákveðnu ára- bili og öðrum jafnréttisákvæð; um, sem þangað voru kom'.n fyrir atbeina spámannanna, og ég hef haldið þvi fram og þyk- ist hafa fært fyrir þvi allsterk rök, að sú hafi verið ætlun Jesú frá Nazaret að fá jafn- réttisákvæði lögmálsins í fram- kvæmd jafnframt því að losa Gyðingaþjóðina undan yfirráð- um Rómverja. En síöan verð- ur jafnréttishugsjóiV.n aðeins draumur, sem færist þvi me.r yfir á landið handan við gröf og dauða, því meir sem fjar- lægjast _ mögu'eikar þess, að þeir rætist hérna megin gratar. Tilraunir til framkvæmda hug- sjóninni þegar í þessu lífi brjót.ast fyrst fram í sameign frumkristninnar og siðan við Og við i smásameignarhópum, einkum á vegum munkareglna, en framkvæmdir tókust aldrei /■------------------\ Opið bréf til séra Sigurbjarnar Einarssonar frá Gunnari . Benediktssyni l___________________ á þann veg, að þær mörkuðu nein spor í þróunarsögu mann- kynsins. En marxisminn er ekki að- eins hugsjón um bræðralag og jafnrétti, hann er rannsókn á þvi, hvemig gera megi þá hug- sjón og aldadraum m-annkyns- ins að veruleika. Hann ski’- greinir lögmál stéttaþjóðfAlags- ins og sannar, að sameignar- skipulag, og þar með grund- vallaratriði bræðralags og jafn- réttis, verður aðeins reist á rústum stéttaskipulagsins. Hann Sigurbjörn Eiiiarssou færði sönnur á það, hvernjg frumkommúnisminn og síðln ættasamfélögin liðu undir lok í sambandi—við ný stig í þró- un yfirráða mannsiris yfir nátt- úrunni, og siðast en ekki sizt. sannaði hann það, að iðnaðar- þróun nútímans skapar ekki aðeins nauðsynleg skilyrði fyr- ir framkvæmd sameignarskipu- lagsins, heídur er sameignar- skipulagið nauðsynlegt eðli- legri þróun mannlifsins, —- með sameignarskipulaginu einu er hægt að afnema þær félags- legu meinsemdir, sem þjáð hafa mannkynið í sívaxandi mæli áratugum saman og eru bein afleiðing af vaxandi sigrum mannsandans yfir nátt- úruöflunum og aukinni tækni. Þótt marxisminn h-afi þóft óvæginn í dómum sínum um kirkju og kristni, þá hefur hann aldrei áfellt kix-kj-una fyr- ir Það að hafa ekki komið á 'kommúnisma í heiminum. Mai-xisminn heldur því þvert á móti fram, að það er fyrst á framleiðshxstigi síðustu aldar að efnahagsskilyrði eru sköp- uð fyrir sameignarskipulag, þegar frá eru skildir þeir frum stæðu framleiðsluhættir, sem skópu frumkommúnismann. Það má áfella kirkj-una fyrir það að hún hefur staðið með eignastéttinni i átökum herínar við tilraunir alþýðu að draga úr sárustu neyð sinni, hún hefur löngum haldið linlega á kröfúnni um, að sá, er tvo kyrtla hefði, -gæfi þeim, er eng- an ætti, þó að það út af fyrir sig sé enginn kommúnismi, hitt er kommúnismi að gera svo marga kyrtla, að hver geti feng- ið svo marga sem hann girn- ist. Það er hægt að áfella hana fyrir það að hafa haldið slæ- lega á málsvörnum fyrir lítil- magnann og ekki vakað sem skyldi yfir m-annúðai'hugsjón- um ki'istindómsins. En það eru engin rök fyrir því, að það hafi staðið í hennar valdi að uppgötva lögmál stéttaþjóðfé- lagsins, og hún hafi því verið þess megnug að skipuleggja st-arf til að afnema það. En. á meðan ekki var í það ráðiz-t, þá voru heldur ekki skilyrði fyrir skipulag jafnréttis og bræðralags. • 2. Marxisminn í liöndunum á purkunarlausum sérgæð- ingum „Hvað, ef mai'xisminn lenti í höndunum á purkunarlausum sérgæðingum, sem notuðu hann sjálfum sér til framdi'áttar og alþýðunni til bölvunar?" spyr þú. Ég held við ættum að sleppa þessu efi'. Það ætti hvorugum okkar að vera það hulið, að þannfg hefur fai'ið. Þú þekkir sósíaldemókratana af þungri reynslu. SannaiTega eru þeir purkunarlausir sérgæðing-ar, sem hafa notað marxismann sjálfum sér til framdráttar og alþýðunni til bölvun-ar. Af því að fólkið elskar hugsjónir jafn- réttis og bræði'alags í hjai'ta sinu, þá hafa þeir talað til fólksins í nafni sósíalismans til að blekkja það. Þeir hafa einn- ig igripið til fleiri góðra hluta til að blekkja með alþýðu manna, leiða yfir hana bölvun og taka fyrir það laun sjálf- um sér til framdráttai'. Hér á landi slógu þeir einu sinni um si-g sem ættjarðai'vinir, og þá ■barðist þú undir mei'kjum þeirra. Svo manstu, hyemig fór. Þeir sviku þig, eins og þeir hafa alltaf svikið alla þá sem lagt hafa trúnað á orð þeirra. O.g hvað svo? Árangurinn af st-arfi sósíaldemókrata leynir sér ekki. Þeir hafa tafið eðli- lega þróun til sósíaiismans um nokkx'a áratugi. Án þeirra að- stoðar hefðu kapítalistarnir ekki getað viðhaldið arði'áns- skipulagi sínu fram á þennan dag. Þ-að eru þeir, sem bera meginábyrgð á stó-rkostlegum þjánin.gum. mannkynsins nú á tímum, að undanföi'nu og eitt- lxvað enn um sinn. En þótt svik þeii-ra hafi tafið þróunina og tefji enn, þá dettur mér ekki i hug, að þeir 'geti stöðv- að hana. Ég held líka, -að eig- inlega hafir þú ekki átt við þá, þegar þú varst að tala um þessa pui'kunarl-ausu sérgæð- inga, heldur h-afir þú verið að tala -um aðra, sem þú þekki-r reyndar minna persón-ulega. Þar kemur til greina þessi prestlega árátta, að tala mest um það, sem fjai'st er og mað- ur þekkir minnst. 3. Gæti svona lagað komið fyrir í Kreml? Það eru kom-múnistarnir, sem þú átt við. Það er Tító og Giumar Benedlktsson „staðreyndirna-r í viðskiptum kommúnista innbyrðis, innan Rússlands og -utan“, eins og þú kemst að orði. Við komum okkur sam-an .um þær staðreyndir, að innan rúss- neska kommúnistaflokks-ins voru menn, sem snerust til heiptúðgrar andstöðu við þá stefnu, sem rneiri hluti flokks- ins aðhylltist og haldið hef-ur verið til þess.a dags. Ég er líka sammála öllum afturhaldsöfl- um heimsins um það, að jþefðu Sinovjeff, Trotskí og þeir alli-r saman boi'ið hærri hl-ut í viðui'- eigninni, þá væri Rússland nú ekki sá þyrnir í augum hins alþjóðlega kapítalisma og það nú er, og þá væi’i ég og mínir líkai' ekki eins bjartsýnir á framgang j-afnréttis og bræðra- lags í mannheimum og við nú erum. Við erum líka sammála um, að það sé næsta eðlilegt, að nýlendukúgai'ai' og aðrir -stórarðrænend-ur heimsins líti hýrum aoxgum til Ti-tós mar- skálks sem eitt sinn var þó áberandi í hópi forustumanna kommúnistaflokkanna, sem börðust -gegn auðvaldsríkis- stjórnum í löndum sínum. Og þá spyr þú: „Gæti svona lag- að komið fyrir í Kreml?“ Þessari spurningu svax'a ég hiklaust neitandi. Og nú vil ég s-trax taka það fram, að neit- andi svar mitt er ekki fyrst og fremst byg.gt á persónulegu tnausti. mín til þexrra manna, sem sitja á : valdas-tól-unum í þeiri'i miklu höll, þótt ég þyk- ist vita, að það mun-u -allt vera hinir mikilhæfustu og ágæt- ustu menn. Það er mjög fjarri því, að ég gangi „út frá því undir niðri“, eins o-g þú segir í grein þinni, „ að það sé ekki mannlegt eðli, eins og við þekkjum það af sorglegrií reynslu, sem sit-ur í hásætí í Kreml, heldur eitthvei't annað eðlisfai', óskeikult, fullkomið". Þvert á móti -byggi ég áli-t mitt á þeirri reynsl-u, sem é-g hef af mannlegu eðli. Ég ætla reynd ar ekki ,að fara að ræða við þi-g um hið syndum spillta eðli! mannskepnunnar, og sjálfsagt er reynsla þín -af því miklu soi'glegri en mín, því að ég hef svo lítil mök haft við k-rat- ana. -Mér det-tur ekki fyrst o-g fi-emst í hug syndum spillt eðli, þótt Tító stæðist ekkil raunina, þegar að því kom, að þróun mála krafði hann bar- áttu gegn þeiri'i borgarastétt, sem gert hafði hann að þjóð- hetju sinni i baráttunni gegn innrás þýzka nazismans. É-g finn en.ga skýringu í synd-um- spilltu eðli, þótt á fyrstu árun- urn eftir bylt-inguna í Rúss- landi fyrirfyndust í kommún- istaflokknum þar menn, sem- svo voru smitaðir boi'-garaleg- um hugmyndum, að þeir -töldu eðlilegast að stiga þau spör, sem kapítalskur he-imur -græt- -ur nú sárlega að ekki voru stigin, eða Þótt þá sundlaði frammi fyrir fyi'stu gei'bvlt- ingu mannkynssögunnar, vegna skilnin.gsskorts á grundvallar- lögmálum hennar. Siðferðiieg- ur styi’kur rnanna er s-annar- lega misjafn, en tilhneigingar man.na -geita aldrei af öðr-u mótazt e.n iífsþörfum þeii'ra eðá hu-gmyndum, sem uppeldi og umhverfi hafa innrætt þeim. En það ,sem fyrir kom í Júgóslavi-u 1948, og það, sem fyrir -getur komið enn í dag í Tékkóslóvakíu og fyrir gat kom-ið í Kreml fyrir 1930, það -getur nú ekki framar komið fyrir á þeim stað. O-g það er bóks-taflega -af þeirri einfölda ástæðu, að í Sovétríkjunum er nú orðið stéttla-ust þjóðfélag. Innan þjóðfélagsins er-u ckki lengur til nein öfl, sem geta haft áhuga fyrir því að koma- þar af-tur á fót kapítölsku skipula-gi, og þar eru ekki leng- ur til leifar frá hoi'garalcg- um hugmyxidaheimi um sam- féla-gsmál. f síðari heimsstyrj- öldinni vai'ð sú reyndin á, þeg- ar nazistaherirnir lögðu unci.r si-g heil ríki Sovétsambandsins, að þeim tókst hver-gi að finna efni í umboðsstjórn fyrir. sig.. Og nýjasta tilraun til þermd- arvei'ka þar er einan-gruð við hóp manna, sem tilheyra sér- stökum félagssk-ap, sem borinn er uppi af sértrúaðri þjóðremb- in-gsstefnu, sem haldið er uppi af stórkapítal-ist-um víðs vegar um heim. Stefn-a, sem á rætur sínar í óskum o.g draumum al- þýðu mann-a öldum saman, á að bakhiarli ríki sem Sqvét- Rússland c-g Kína og sýnir æ skýrar nieð ári hverju yfir- bui'ði sína á sviði efn-ah-ags- má!a og jafn-i'éttis, hún er komin yfir höfuðhættusvæðið á þi'óunarbi'aut sinni, þótt ena þurfi að mæta ýms-um áföllum: Vona" ég þá, að þú hafii' fengið viðhlítandi svör við ýms- Framhald á 11.'- síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.