Þjóðviljinn - 24.03.1953, Síða 8

Þjóðviljinn - 24.03.1953, Síða 8
8) _ ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 24. marz 1953 “—gUÓÐVILIIttN-----------1 Undirrit. .. . óska að gerast áskrifandi að Þjóðviijanum Nafn............................. Heimili ........................ ---------- Skólavörðustíg 19 — Sími 7500 ÍÞRÓTTIR RITSTJÓRl. FRÍMANN HELGASON pólitiskf bifbein? íþróttahreyfingin hefur átt því láni að fagna að hafa ekki vafizt í pólitískar viðjar. Innan þeirra vébaada er full- komlega ríkjandi sú skoðún að afrek íþróttámanns á leikvelli eða störf í þágu hreyfingarinnar séu jafngóð, hvaða pólitískum flokki sá fylgir er verkið vinn- ur. Enda er það svo að í stjórn- um félaga, bandalaga og sam- banda sitja menn með misjafn- ar pólitískar skoðanir. Þeir standa þar hlið við hlið sam- einaðir um iþróttamálin eftir beztu getu og aðeins af áhuga að leysa þaú mál er til fram- fara horfa þessu hugðarefni þeirra. Þetta er lífsnauðsyn meðan íþróttafélögin telja sig uppalendur sem hafa tekið að sér það hlutverk að gefa æsku- mönnum þessa lands holl verk- efni í tómstundum þeirra. Inn- an íþróttahreyfingarinnar hefur sú skoðun verið ríkjandi að þar yrði að ríkja algjört pólitiskt hlutleysi, og ekki mætti vega og meta manngildi þar eftir pólitískum lit. Það má því telja öruggt að tilvera íþróttanna byggist á því að þessi skoðun lifi. Þetta er eitt af því dásamlega við íþróttirn- ar að þar fá menn að njóta trausts, njóta saunmælis manna með ólíkustu pólitískar skoðan- ir. 1 hlutlausu áhugastarfi hafa þessir menn unnið margt þrekvirkið með byggingu mann- virkja til að auka æsku Islands möguleika til líkamsræktar. Til þessa starfs hafa félög notið styrks frá opinberum aðilum. Það er haft fyrir satt að þeg- ar rætt er um veitingar til í- þróttamála séu „pólitikusarnir" sammála, aldrei þessu vant, að veita til íþrótta eftir því sem föcig eru á. Hinn almenni skiln- ingur hefur verið sá að þar væri ekki fjárveiting til framdráttar pólitískum flokkum og er það vel. Nú hefur svo við brugðið að tvö dagblöð bæjarins sitt úr hvorum stjórnmálaflokki hafa farið í hár saman útaf því að skip’t var um formann í íþrótta- nefnd rikisins. í þessum skrif- um kemur beinlínis fram að um Heiðursviðurkenning Nýlega hefur framkvæmda- nefnd XV. Ólympíuleikanna sent til Ólympíunefndar íslands tvö heiðursskjöl til handa Ásgeiri Bjarnþórssyni listmálara og Guð mundi Einarssyni myndhöggvara frá Miðdal fyrir þátttöku þeirra í listsýningu Ólympíuleikanna í Helsinki 1952. íleiðursskjöl þessi afhenti full- trúi íslands í Alþjóða-Ólympíu- nefndinni, Ben. G. Wauge, lista- mönnunum nýlega með þakklæti fyrír þann heiður og sóma, sem þeir hefðu sýnt jslandi með hinni myndarlegu þátttöku þeirra í listsýningu XV. Ólympí-uleik- anna. En þátttaka þeirra vakti mjög mikla a'thygli og eftirtekt í Helsinki s. I. sumar. nefnd þessa sem úthlutar fé til íþróttamannvirkja og félags- heimila eru að verða átök um pólitísk yfirráð, eða ítök. Full- yrðir annað Irlaðið (Tíminn) að formanni og varaformanni sé „vikið til hliðar af pólitísku of- stæki“, og þetta tiltæki mennta- málaráðherra kallað „pólitísk bolabrögð". Hitt blaðið (Vísir) telur þetta „sjálfsagða leiðrétt- ingu“. Þykir svo mikið við liggja hjá blöðum þessum að Tíminn birtir feitletraða all- langa grein um þetta og Visir tekur málið í leiðara. Hér hafa átt sér stað ill tíð- indi. Þó skipt hafi verið um for- menn í Iþróttanefnd og það hafi gert ráðherrar með mismunandi pólitískar skoðanir, og þá valið menn eftir sínu höfði, þá hefur raunverulega sama gilt um þessa menn og úti í félögunum: Þeim hefur verið treyst sem í- þróttamönnum fyrst og fremst og að þeir sýndu fullkomið hlutleysi. Þessi skrif gefa full- komlega tilefni, til að álíta að mönnum þessum sé ætlað að Meistaramót íslands í frjáls- um íþróttum innanhúss fór fram s.l. sunnudag í íþróttahúsi KR. Keppt var í 4 greinum. Þátttaka var sæmileg og árang- Ur einnig, en undirbúningur mótsins slæmur, svo mótið byrj- aði óstuadvíslega og gekk seint, enda hafði formaður mótsnefnd. ar ekki sézt á staðnum Kúluvarp. Bragi Friðriksson KR 13.98 Guðmundur Hermanns KR 13.91 Hallgrímur Jónsson Á 13.62 Ármann Lárusson UMFR 13.13 Handknott- leiksméfið Orslit í leikjum landsmótsins í handknattleik ’á sunnudags- kvöldið urðu þessi: Kvennaflpkkur Valur — IA 1:0 Fram — KR 2:2 III. flokkur karla IR — KR 5:3 Ármann —— Víkingur 9:1 Valur — Þróttur 7:6 I. flokkur karla Ármann — Valur 7:6 KR — Fram 9:2 Til I liggurleiðin reka fíokkspólitísk erindi í I- þróttanefnd. Væri þetta tilfell- ið myndi traust almennings á nefnd þessari ininmka alvarlegá. Þessi skrif eru líka alvarleg að- dróttun til þeirra manna sem í nefndinni hafa setið á undan- förnum árum. íþróttamálunum í heild er því mikill skaði að þessum skrifum. Þau eru aðeins til að veikja traust á þeim mönnum sem fal- ið er að úthluta fé hlutlaust og samvizkusamlega til mann- virkja. Hugsanleg misnotkun á því væri hreinn voði. Hvert yrði svo áftamhaldið ef einhver pólitísk yfirráð ættu að vera til í íþróttanefndinni ? Eðlilega færu félögin að athuga að hafa stjórnir sínar í ,,réttum lit“! í von um greiðari fyrirgreiðslu. Slíkt ástand í íþróttahreyf- ingunni er óhugsandi. Þess- vegna er það yítavert framferði að hafa komið af stað umræðum sem liér hafa átt sér stað um Iþróttanefndina. Ágæti manna er óftast matsatriði, og í í- þróttamálunum má aldrei skoða það gegnum pólitísk gleraugu. Það er boðorð sem þessir menn þyrftu að læra. Langstökk. Svavar, Helgason KR 3.14 Jóhannes Egilsson Sigluf. 3.09 Grétar Hinriksson Á 2.94 Guðjón Ólafsson KR 2.93 Hástökk án atrcnnu. Guðmundur Lárusson Á 1.48 Hörður Haraldsson Á 1.40- Torfi Bryngeirsson KR 1.40 Jóhannes Egilsson Sigluf. 1.40 Þrístökk án atrennu. Torfi Bryngeirsson KR 9.46 Jóhannes Egilsson Sigluf. 9.38 Svavar Helgason KR 9.37 Daniel Halldórsson IR 9.25 Mun árangur Daniels vera nýtt drengjamet. 1125 kr. fyrir lö rétta », i Síðan á áramótum hefur þátttakan í getraununum aukizt jafnt og þétt og að sama skapi hefur þeim fjölgað, sem hafa vikulega fyrir dægradvöl að fylla út ágizkun sína. Hefur aukningin verið vikulega frá 6 til 50 af hundraði. Á laugardag féll einn leikj- anna niður, svo að bezti mögu- legi árangur var 11 réttir leikir. Engum tókst þó að ná. nema 10 néttum sem tveimur þátttakendum tókst. Er annar ungur drengur, sem gizkaði fyrir 75 aura, en fær 597 kr. í vinning, en hæsti vinningur- inn varð kr. 1125 fyrir 10 rétta leiki í kerfi. Vinningar skiptast þannig: 1. vinningur kr. 597 fyrir 10 rétta (2 raðir). 2. vinningur kr. 88 fyrir 9 rétta (27).

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.