Þjóðviljinn - 25.03.1953, Side 7

Þjóðviljinn - 25.03.1953, Side 7
Miovikudagur 25. marz 1953 — ÞJÖÐVILJINN — (7 BJÖRN ÞORSTEINSSON : » Lýðiir, bíð ei Iausnarans« Fyrir réttum hundrað árum barst hingað til lands með vor- skipunum 13 árgangur Nýrra félagsrita Jóns Sigurðssonar. Meðal annars efnis, sem þetta rit hafði að geyma, var aðsent bréf frá Jóni Hjaltalín, síðar landlaekni, þar sem hann ræðir hag iands og þjóðar. Þar segir hann m. a.: Or bréfi Jóns læknis Hjaltalín. Aumastir allra. „Áður en ég lýk bréfd þessu, þykir mér ekki óviðurkvæmi- legt að segja þér meiningu mína um ástand lands vors, eims og það er núna og eáns og það hefur útsjón til að vera fyrst um sinn, og vona ég þér blöskri ekki, þó ég sé berorður og táligi ekki utan af orðunum, því mér þykir altént mest sam- boðið sannleikanum að nefna hvern hlut með sínu rétta nafni, en vera ekki að fitla við nöfnin og meiningarnar, eins og. sumir gjöra, svo að lesend- urnir geta naumast í'áðið í, hvað rithöfundurinn meinai'. Eg þekki ekkert land í allri Norðurálfu heims, hvar ásland manna í samanburði við þjóð- arandann er jafnaumlegt sem á íslandi. Skrælingjar eru má- ske dálítið verr á sig komnir en vér í ýmsum greinum, en þess er gætanda, að þeir finna minma til eymdar sinnar, þar sem þjóðarandi þeirra og upp- lýsing er enn þá skemmra kom- in en hjá oss. Vér höfum af forfeðrum vorum erft þjóðar- anda og almenna upplýsingu, og það hafa menn ekki getað tekið frá okkur, þó að sumir hafi raunar viljað stela því á seinni tíð og bæla það á allan hátt. (Þú ætlast ef til vill til þess að ég þakki skólunum okkar fyrir þjóðaranda þann og upplýsingu þá, er hjá oss er, og ég skal gjarnan gjöra það, þegar þú getur samnfært mig um, að menn nú séu fram- ar í þessum efnum en menn voru í heiðni og áðúr en skólar hófust). En við höfum misst það, sem hverri þjóð ríður hvað mest á, en það eru ráðin yfir okkar eiigin efnum og ástandi, og því erum vér nú vesælingar og munum verða svo, á meðan hér er engin bót á ráðin. Það hefur nú í mörg undamfarin ár veriið hin mesta árgæzka hjá oss bspði ,á sjó og landi, en hvar iiftW. ávextirnir eða ábat- inn afnþ?ssum góðu árum? Það er raunar satt, að við höfum máske fengið nokkur hundruð 'fleiri brennivínstunnur imn í landið en fyrrum, en ég kalla það nú rýran ábata og litla framför. Meiri lífsháski að búa á íslandi en standa í stór- orustu. Fólkshrunið hjá oss í þess- um góðu árum gegnir furðu, og er allt að helmingi meira en nokkurs staðar í allri Norðui- álfunni að Grænlandi einu und- anteknu. Þó skiptir enginn sér af þessu, og helztu menn okkar sjálfra hafa staðið á móti því með höndum og fótum, að sjúkrahúsi verði komið á í landinu. Þegar allt er lagt sam- an, þá nær fólk hjá oss ekki tvítugsaldri að öllum jafnaði, og- svo hefur dr. Schleisner sýnt og sannað, að af hverjum 1000 fæddum börnum hafa að- eins rúm 500 börn von um að ná fermingaraldrinum, þar sem lík tala í öði'um löndum hefur að öllum jafnaði von um að ná fertugasta aldurs ári. Þegar léttvægar landfarsóttir, svo sem mislingar eða kvefsótt koma hér að höndum, þá deyr 18. eða jafnvel stundum 15. hver maður, en slíkar sóttir koma jafnaðarlega að á 10 ára fresti og stundum fyrr. I kvef- sóttinni, sem gekk 1843, dóu 3.227 manns, og í mislingunum,. sem gengu 1846, þremur árimi seinna, önduðust 3.329 mann- eskjur. í fyrra vetur var sagt, að tíundi hver maður hefði and azt í Fljótshlíðinni, og fyrir vestan dóu í vor eð var nær- fellt öll ungbörn, bæði i Barða- strandar- og Dalasýslum. Það er samt sem áður enginn, sem skiptir sér af þessu, heldur láta menn það eins og vind um eyrun þjóta, og sumir spotta jafnvel þá og níða niður, sem vilja ráða nokkra bót á því.*) *( Eg vona að landar minir muni enn þá, hvað herra amtmaður Melsteð ritaði um spítalamálið, og er ekki góðs von af hinum, þegar slíkur merkismaður tekur undir slikt máiefni eins og hann gjörði. Þar sem nú svona stendur á, þá sýnist svo sem menn skeyti alls ekki um líf manna og heilsu, og þarf því naumast að spyrja að, hvern veg ganga muni um aðra hluti, en skeyt- ingarlausa stjórn kallá ég það, sem lætur slíkt viðgangast, án þess menn gjöri nokkuð, sem i'áð og dáð er í til að varna 'Slíkum áföllum. Það er nú sem stendur vart helmingur þeirrar fólkstölu, sem var í fomöld tveim hundruð árum eftir að landið byggðist, og komi nú slík óár, sem verst hafa verið "6 þeim seinustu öldum, þá er landið nú sem stendur allt eins hjálparlaust og það var um þær mundir. Þú manst, að á áliðinni 18. öld dóu einu sinni ■ niu þúsundir manna á þremur árum, og þóttu það þá býsn og eitthvert mesta mannfall eftir stóru bólu, en það er mú orðinn mjög lítill munui'inn hjá okkur á þessari öld, því frá 1843 til 1847 hafa dáið á ís- landi nærfellt sjö þúsundir, og er það meira en tíundi hver af allri fólkstölunni. Læknar nokkrir enskir, sem hafa ritað um heilsufar fólks og mann- dauða á Englandi, telja það með býsnum, að í Liverpool deyi 29. hver maður að öllum jafnaði, og segja þeir og sanna með skýlausum reikningi, að það sé í rauninni meiri hætta að búa í Liverpool en þó menn ættu að vera í bardaga allblóð- ugum; en hvað heldurðu, að þessir menn segði um ástandið á íslandi? eða heldurðu, að nokkur bardagi í heimi hafi nokkurn tíma verið svo blóð- ugur, að i honum hafi fallið á þriiggja ára fresti rneira en tí- undi liver . f heilli þjóð? —Það er hreinn ój'arfi fyrir prestana okkar að vera að gjöra þakkar- bænir fyrir rósemd þá og frið, er við eigum að lifa í, því það Jón Hjaltalín. er hægt að sýna og sanna’það með Ijósum og ómótmælaoleg- um reikningi, að vér heyjum bið hættumesta stríð á hverju ári, þó aldrei sjáum vér manns blóð og þó aldrei eigum vér eina grélu til að verja okkur með, hvað sem okkur er boðiið og hvað sem að höndum kem- Arðrán flótti. Þar sem ég segi, að okkur vamti kunnáttu til að nota efni landsins eins og vera bæri, þá mun þetta heldur þykja orð- um aukið nú, þegar yfir 50 ungir menn eru að nema hin „hœrri eða æðr; vísindi“ í skól- anum (þ. e. Menntaskólanum), en hvernig sem bví er nú varið, þá eru hin þarflegu eða verk- legu vísándi enn þá óþekkt á landi voru. Það er ekki von á því, sagði Friðrik mikli Prússa konungur um Knistján konung hinn s.iötta í Danmörku, ,,að þessir miklu menn, sem hér á jarðríki ætia sér að leggja himnaríki umdir sig, muni skipta sér mikið af binnj jarð- nesku mold“, og svo má segja um þessa „æðri menntunar- menn“ hjá oss, því þeir eru helzt of .stórlátir til að leggja sig niður við hina ,,óæðri“ menntun og lærdóm. Þó ísland bæri gull og ger- semar i skauti sínu, þá mundi það eins og nú er ástatt iað litlu haldi koma, þar sem land- ið er öldungis peningalaust að kalla má, svo að engu verður til leiðar komið fyrir peniniga- leysinu. Það koma nú á ání hverju vart svo miklir pening- ar inn í landið, að það nemí ríkisda.1 á mann, og getur hver einn lifandi maður séð, að m;eð slíku verður engu til leiðan komið.“ — Jón reiknar út, að þjóðiin sé féflett m. a. á þannl hátt, að sauður leggi sig á 18 ríkisdali á frjálsum markaðí til útflutnings, en „Islendingar1 fá aðeins hér um bil 5 rikis- dali í brennivími og öðru þessl háttar fyrir beztu sauði sina. — — — Er nú til nokkurs að spyrja eða hugs-a um, hvað fengizt geti hjá oss, meðan. svona stendur á högurn vorumi og vér reynum ekki betur fyrir oss.“ — Þannig endar Jón. læknir bréf sitt, og við hijóiumi að þakka honum hreinskilnina og heiiðarleikann. Þegar hann,1 andast árið 1882 hefur lítið raknað úr fyrir þjóðinni, en. fádæma harðæri gengu þá yf- ir landið. íslendingar höfðu háð sleifulausa baráttu fyrir þvi að losna úr ánauð, en varð 'itið á-gengt, svo að um 1880 gáíust margir upp á því að freistd Iengur að draga fram lífið á þessani fangaeyju, þar sem úr- ræðaleysi og hungur drottnaði. Menn flýðu l^nd þúsundum! saman til þess að bjarga lífii sínu og sinna. En afturhald og kúgun eiga sér einrng skapa- dægur. *í Kraftaverk alþýðunnar. Um aldamótin sigruðu róttæk öfl úti í Danmörku og hér útii var slakað smám saman á Framhald á 11. síðu. FYRIR FJORUM ARUM _ Þúsundir Reykvikinga mófmæía Fyrir réttum fjórum árum, 25. marz 1949, birti Þjóðvilj- inn frétt um einn fjöimenn- asta stjórnmálafund sem þá hafði verið haldinn á Islandi. Blaðinu sagðist svo frá: „Hálft þriðja þúsund manns sótti fund Sósíalistaflokksins í Listamannaskálanum í gær- kvöld, en ótölulegur fjöldi. varð frá að hverfia • • • Fund- urinn samþykkti með öllúm atkvæðum gegn þrem (Heim- dellinga) eftirfarandi: „Fjöltnennur fundur í Lista mannaskálan-um haldinn 24. marz 1949 að tilhlutan Sósial- istafélaganna í Reyltjavík krefst þess að núverandi rík- isstjórn segi af sér, þar sem óstjóm hennar og ranglæti hefur þegar bakað þjóðinni stórtjón og sýnt er að hún verður þjóðinni því skaðlegri sem hún situr len-gur að völd- um. „Jafnframt skorar fundur- inn á Albingi, að fella tillögur um inngöngu íslands i hern- aðarbandalag Norðuratlanz- hafsríkjanna og lýsir yfir þeirri skoðun sinni, að engin nema þióðín sjálf í almennum kosningum eða þjóðarat- kvæðag'reiðslu geti, svo bind- andi sé, tekið svo örlagaríka ákvörðun, -sem frelsi og til- vera þjóðarinnar getur oltið á.‘ Löngu áður en fundurinn átti að hefjast streymdi al- þýða Reykjavíkur í Lista- mannaskálann cg náði mann- fjöldinn þegar fyrir k-1. hálf- níu út á götu. Sæti voru ekki nema í nokkrum hlut.a salarins og stóð fólkið eins þétt og unnt var alla leið inn gólf. Fyrir utan húsið stóð maður við mann langt út á götu og eftir að hliðardyrnar voru opnað- ar þy.rpíust menn einnig þang að. Alla-n tímann var látlaus fólksstraumur að fundarhús- inu, en varð að hverfa frá vegna þess að hann gat ekki heyrt til ræðumanna því dómsmálaráðherra bannaði að settir væru bátalarar utan á húsið. Leppamir er höfðu- svo slæma samvizku að þeir — fyrstir íslenzkra ráðherra — ferðuðust undir lögreglu- • vernd á þjóðvegum íslands óttast nú mest af öllu að þjóð- . in féi .gð hlusta á málstað Is- lands.“

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.