Þjóðviljinn - 27.03.1953, Side 4

Þjóðviljinn - 27.03.1953, Side 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 27. marz 1953 Þjóðareining gegn her í landi @láff 00 bvítt sem rautt EFTÍR KRISTIN PÉTURSS ON, SKÁLD í KEFLAVÍK Tileinkað og gefið andspyrnuhreyfingunni gegn her á Islandi Blátt, svo blátt var hafið, sem þú byrjaðir að mála. Hvítt, svo hvítt reis eyland þitt úr haffletinum blám. Rautt sem rautt skein morgunsársins rósaflúr á himni. Ég kom sem kurteist hernám með koltjöru í fötu að bjóða þér að blanda svo blátt og hvitt sem rautt. •Blátt, of blátt er hafið, sem þú byrjaðir að mála. Hvitt, of hvítt rís eyland þitt úr haffletinum blám. Rautt, of rautt skín morgunsársins rósafiúr á himni. Ég kem sem kurteist hernám með koltjöru í fötu að bika yfir, bika . of blátt, of hvítt, of rautt. M **■ Stjórn félagsins talið frá vinstri. Fremri röð: Guðbjörn Ingvars- son, gjaldkeri, Kristján Guðlaugsson, formaður, I.árus Bjarnfreðs- son, ritari. Aftari röð: Ilaukur Sigurjónsson, varaformaður og Jón. Ingólfsson aðstoðaiTitari. Málarasveinaféíag Reykja- víkur tuttugu og f imm ára Féíágið iieMaf upp á aímæiið með héíi í Þjéðleik- húskjallaranum í kvöld <! Litir fslands og litur 1; hersins. I blaðinu í gær birti ég j! greinina: Rís þú unga ís- !; lands merki, og ræddi þar i um væntanlegt samstarf Iallra landsmanna gegn hern- aðarandanum á íslandi. Þar sa.gði ég m. a.: — Gefið okkur söngva ykkar og ljóð, !: þá biðjum við tónskáldin að !; gefa okkur lögin, og kve'ðj- j! um fram söngvarana og tón- !; listarmennina. Umfram a'lt: •\ eignumst okkar söngva. !; Ekki höfðu liðið nema ein ’ eða tvær eyktir frlá því blað- !: ið kom út, þegar þekktur i og ágætur söngstjóri, sem einnig er tónskáld, hringdi til mín og kvaðst hafa ]ag og ljóð, sem sér væri ljúft að gefa og tileinka and- spyrnuhreyfingunni. Senni- lega verður það sungið af þekktum söng\'ara í útvarp- ið innan skamms. Þetta var falleg og örvandi byrjun, sem þakka ber. Og í morgun félck ég aðra gjöf til andspymuhreyfing- arinnar. Það er kvæði Krist- ins Péturssonar, sem birt er hér fyrir ofan. Það er eftirtektarvert, að aðalskáld Suðuraesja og eitt efnilegasta ungu skáldanna skuli verða fyrst til áð gefa andspyrnuhreyfingunni líf- vænt ljóð. Skáldið á heima í næsta umhverfi hersins, svo að það er ekki að sveima úti í neinni rómantískri fjar lægð. Það finnur andrúms- loft hersins, sér hættuna og skynjar þau örlög, sem þjóðarinnar bíða, fái hinn erlendi her að maka svarta litnum yfir fánaliti okkar. Eg ber skáldinu þökk fyr- ir kvæðið. frá öllum samherj unum. Og hér með er kvæðið sent til tónskáldanna. Heiðr- uðu tónlistarmenn. Gefið okkur lagið og við munum afhenda það söngkórum, ein- söngvurum og öllum lands- lyð. Nú hlakka ég til að sjá hvaðan næstu bréfin og næstu Ijóðin koma. Koma þau frá ungskáldum skól- anna, verkamönnum, sjó- mönnum eða stúlku norðan úr Þingeyjarsýslu ? Eða koma þau af Keflavíkurflug- velli ? Á morgun mun ég birta fyrsta kafla úr dagbók and- spymuhreyfingarinnar: Fyr- ir opnum tjöldum. Hugvekjan um liti Islands annars vegar og liti hersins og forsvarsmanna hans hins vegar mun eiga sinn ríka þlátt í að sameina okkur gegn hernaðarandanum á íslandi. Þar til markinu er náð verður nú og a!la daga að vera fyrsta orð okkar að morgni og síðasta að kvöldi: Þjóðareining gegn erlendum her á íslandi. Uppsögn her- verndar samningsins. 25. marz 1953 Málarasveinafélag Reykja- víkur var stofnað 4. marz 1928 í Iðnskólahúsinu í Reykja vik. Stofnendur voru 16. áð tölu. I fyrstu stjórn félagsins voru kjörair: Albert Erlings- son formaður. Ágúst Hákon- Iíristján GuSIaugsson sen gjaldkeri, Hörður Jóhann- esson, ritari, og í varastjórn Óskar Jóhannesson, Georg Vil- hjálmsson og Þorbjörn Þórðar- son. Takmark félagsins var að vinna að bættum kjörum mál- arasveina, en kaup þeirra var þá kr. 1,60 á klukkustund. Árið 1933 tókust fyrstu kjarasamningar milli sveina og meistara og héldust þeir til ársins 1942, en það ár féllu samningar niður milli félag- anna, nema málefnasamningur sem stóð ti! ársins 1946. Eftir það féllu samningar niður um nokkurra ára skeið. ’En að því kom að þeir voru teknir upp að nýju og voru endumýjáðir- í maí 1951, en strönduðu aftur í desemberverkfallinu í vetur og hafa samningar enn ekki tekizt milli félaganna, þó er- samningaumleitunum haldið á- fram. Á þsssu stigi málsins er ekki hægt að segja neitt um það hver árangurinn verður. Árið 1936 kom félagið sér upp spjaldskrá með mynd af hverjum féiagsmanni ög er síðan ákveðið í lögum félagins að mynd sku!i fylgja inntöku- beiðni. Árið 1937 stóð félag- ið að stofnun Sveinasambands- byggingamanna ásarnt fleiri fé- lögum í byggingaiðnaði. Hlut- verk þess sambands er að gæta vissra sameiginlegra hagsmuna þeirra sveinafélaga er áð þvi’ standa. Þann 14. febrúar 1947 gekk félagið í Alþýðusamband ís- Jands og hefur síðan verið inn- an vébanda þess. Ekkna og minningarsjóður er starfandi innan félagsins og hefur verið veittur styrkur úr honum síðan 1943, eitt þús- und krónur við andlát hvers félagsmanns. Ennfremur hefur Pramhald á 11. síðu. G. M. M. Enn nm orð fyrir „stoppistöð" - Um Villa og Bjarna R. skrifar grein, er hann nefnir „Á st;anzinum“: — .INýsmíði orða til auðgunar íslenzku máli á sér áhugaliða eigi allfáa. Er það vel farið, að slíkir skuli uppi samtímis því, er almúginn verður æ meir ofurseldur yfir- þyrmingu latrar hugsunar í við- leitni sinni til að tjá ný hug- tök, sem koma fram, — anð- vitað fyrst í myndrænu formi, — í sambandi við uppfundna tækni og breyit’ingar lifsháíta. Eitt slíkt orðaskak hefur nú um sinn átt sér sbað í blöðum og útvarpi um myndun hentugs íslenzks orðs yfir hugtakið, s^m kallað hefur verið „stoppistöð*. þar sem strætisvagnamir nema staðar til að taka farþega. Þetta orð hefur, sem voalegt er, þótt óíslenzkt, vegna nins danska keims og óþjájleika í beygingu. Margs kongr hugdettur hafa verið látnar í ljós um orð, sem gætu leyst þessa vanburða orð- mynd >af hólmi, og ekki allar gáfulegar. Allir munu vera sammála um, að orð, sem tákna eiga hugtök sem þetta, verði að vera stutt og þjál í beygingu, ef þau eigi að geta útrýmt gömlum afkvæmum latrar hugsunar og áunnið sér hylli á vörum fólksins. Um hitt eru merm víst einndg sammála, að þau þurfi að vera íslenzk að stofná og hugsun. — Til þess að vera í samræmi við hrað- ann, sem dagleg notkun kretst af þeim, verða þau því helzt að vera einstofna og hæf til að tak,a einföldustu beygingaform- um íslenzkra málfræðireglnia. „Stoppistöð“ er danskmyndað og óþjált, og of langt. Sama er að segja um „viðkomustöð“. ,,Biðstöð“ minnir á upphitaða biðstofu með mjúkum leður- sætum eða hörðum .trébekkj- um. „Stöðull“ minnir á s.aman- safnaðar ær og kýr, sem bíða mjalta. Ýmsar aðrar hugdettur nenni1 ég ekk-i ,að elta ó!,ar við. Það ligg- ur við, að þær séu svo marg- ar „eddubornar“, að huggrip fólks fáist v-arla til þess að henda þær á lofti til daglegrar notkunar. En því í ós-köpunum dettur fólki eltki í hug að kalla við- komustöð strætisva'gnanna Stanzinn!? — R.“ ★ 1GUÐMUNDUR“ s-endir Bæjar- póstinum eftirfarandi: „Á fjölmennum vinnustað, ekki .all-langt í burtu frá bænum, urðu nokkuð snarpar umræður, er það íréttist, að Stalín væri látinn. Sýndist þar sitt hvei'j- um, bæði um hinn látna mann og um öryggi vort og annarra jarðarbúa. Lagði ég eigi til þeirra mála, en eftirfarandi flaug mér í hug: Horfin er ,af himni stór heilLa og vona stjarna. Við eigum þó hann Villa Þór og vesalinginn Bjama. Ö!1 eru þeirra illu ráð ofin í samia ffidsti, Það er ei fyr.ir þeirra dáð, að þú ert kommúnisti. Helzt mig grunað getur það, að Guð hafi undan, 'litið, þegar hann ireit á þeirra blað þekkinguna og vitið. Guðmundur,**

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.