Þjóðviljinn - 29.03.1953, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 29.03.1953, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINiS — Sunnudagur 29. marz 1953 þlÓOVILIINN Otgefandi: Ssftnelningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Rltstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Magnús Torfi Óiafsson, Guðmundur Vigfússon. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Rltstjórn, afgrelðsla, auglýslngar, prentsmiðja: Skólavörðustfg. 18. — Sími 7500 CS Iínur). Áakriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavik og nágrenni; kr. 17 &nnars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljane h.f. V,_________________________I___I------------------;-------/ * 30. ntarz Sagan sýnir að þegar i odda. skerst milli andstæðra afla í þjóðfélaginu, — milii þeirra, er sækja fram til frelsis og lífs- hamingju fyrir fjöldann, —- og hinna, er beygja vilja fólkið undir ok ófrelsis og arðráns, — þá birtist oft sem í leiftri í einstökum atburðum það, sem á eftir að verða táknrænar mót- setningar u n lengri tíma. Þegar skagfirzkir bændur fóru í norðurreið til Gríms amt- manns 1849, birtist í táknrænum atburði stéttabarátta íslenzkrar bændastéttar gegn erlendu embættisvaldi. Þegar danskt hervald og embættisvald hótaði þjóðfundi Islendinga og rauf hann 1851, birtist leiftursnöggt sú eining í mótmælunum, sem íslenzk þjóð var að skaj>a alla öldina gegn erlendu kúgunarvaldi undir for- ustu beztu bænda og menntamanna. I tveim atburðum hefur skarpast skorist í odda í Reykja- v!k á þessari öld: 9. nóvember 1932, er verkalýður Reykjavík- ur hrundi af sér hungurárás íhaldsins, og 30. marz 1949, þegar verkalýðssamtök Reykjavíkur beittu sér fyrir voldugustu mót- mælahreyfingu, sem Islandssagan þekkir, gegn því að afnema friðhelgi Islands og gera landið að herstöð. Aðferðir hemámsfiokkanna þriggja á þeirri sögulegu stund voru láknrænar fyrir allar aðfarir þeirra til að blekkja og kúga bjóðir.f;. Bjarni Benediktsson hafði 22. marz lýst yfir eftirfarandi fjT- ir hönd hernámsflokkanna þriggja, Alþýðuflokksins, Framsókn- ar og íhaldsins, og ráðherra þeirra ,er vestur flugu, lun við- r rður þeirra við Aclieson: „Við skýrðum rækilega sérstöðu okkar, sem fámennrar og vopnlausra. þjóðar, sem hvorki gæti né vildi halda uppi her sjálf, og mundum þvi aldrei samþykkja, að erlendur her né her- stöðvar væru í landi okkar á friðartímum. Dean Acheson utan- ríkisráðherra og starfsmenn hans skildu fyllilega þessa af- stöðu okkar. Er því allur ótti um ,það að fram á slíkt verði far- ið \ið okkur. ef við göngum í bandalagið, gersamlega ástæðu- laus“. Með svona lygum var þjóðinni boðið inn í Atlanzhafsbanda- lagið, með gasinu var hún blinduð, með kylfum var hún bar- 5n imi í það. Lygar ráðherranna, lögbrot lögreglustjórans, mút- v.r til dómarans, — allt hulið í reykský áróðursins i nasistastíl frá hamstola hernámsblöðum, — það er svipleiftrið af spilliingu þeirrar yfírstéttar á íslandi, sem sveik allt, sem íslenzkri þjóð hefur verið helgast til þessa og kaliaði svo erlendan her inn í landið. Und r ríkisstjórn Alþýðuflokksins var Heimdallarskríll Ihaldsíns vopnaður og geymdur í herbergjum Framsóknar til árása á alþýðu Reykjavíkur. Þar birtist ofbeldið til varnar spillingunni. Það er verkalýð Reykjavíkur til eilífs lieiðurs að hafa mót- mælt þenna.n dag. I brjósti þess barða lifir frelsið, — aðeins sá, sem auðmjúkt lætur á sér troða, er glataður. Þjóðin hefur í hjarta síou kveðið upp sinn dóm yfir dóm- unum hvað svo sem yfirvöldin aðhafast. Þegar hemámsflokkarnir allir þrír sviku, stóð Sósíalistaflokk- urinn einn sem klettur í hafi áróðurs, blekkinga og ofsókna. Ekkert fé.kk bifað baráttuvilja hans og festu. Sósíalistaflokk- urinn hafði horft á hrörnandi viðnámsþrótt hinaa þingflokk- anna er ásckn amer’.ska auðvaldsins magnaðist. 1945 mótmæltu allir er Ameríkanar heimtuðu herstöðvar til 99 ára. 1946 hafði hálf Framsókn og t-eir Alþýðuflokksmenn staðið með Sósíal- istaflokknum gegn Keflavíkursamningnum. 1948 höfðu þeir allir þrír fallið fram og tilbeðið Marshall, þegar benjamíns-asni Bandaiíkjas'.jórnar var leiddur innum borgarlilið Islands klyfj- aður tálbeitum í gu’ls líki. 1949 stóðu enn þrír þingmenn méð Sósíalistaflckknum gegn Atlatizhafssamningnum. En 1951 stóð Sósíalistaflokkurinn einn á Alþingi gegn hernáminu, allir þing- menn allra hernáms’.Iokkanna höfðu nú beygt sig í duftið fyrir ameríska herveldinu. Meðan var beitt blekkingum, 1946-1949, lofað að euginn her kæmi, var vottur viðnáms hjá þeim. En. þegar ofbe'dið var augljóst, hernám landsins ákveðið bevgðu þeir sig allir. En Sósíalistaflokki’rinn stóð einn á Alþingi' —■ en méð hon- um stendur allt'. sem ann frelsi ‘og farsæld hjá íslenzkri þjóð. JT: I þágu íneonmgarinnar Aðfaranótt 12. marz voru liðin rétt fjögur ár síðan þremur islenzkum ráðhcrrum var stefnt til Bandaríkjanna til að tryggja öryggi þjóðar sinnar, menningu og sjálf- stæði. Um líkt leyti nætur og ráðlierrarnir þrír höfðu ,, glatað tengslum við íslenzka grund og svifið upp í háloft- ia fjórum árum áður, knúði aldraður maður dyra í húsi einu í Keflavík. Innan veggja beið einn af vernd- urum þjóðarinnar, sem ráð- herrarnir höfðu kvatt til landsins, ungur maður, vask- ur og langþjálfaður í þeirri iðju að vega fólk. Hann tók þannig á móti hinum aldraða næturgesti að berja hann í höfuðið aftur og aftur þar til hann hafði misst meðvit- und og lá blóðugur þar sem hann var komian. Nokkru síðar lét hann ungum læri- sveini sínum íslenzkum eftir að reyna krafta sína á rænu- lausum öldungnum, og enn reyndu þeir félagar að skera hann á háls, þótt þeim tækist ekki að finua slagæðina vegna myrkurs. Síðan settust þeir að gleð- skap og höfðu á verðugan hátt minnzt þeirra merku tíðinda þegar þrír íslenzkir ráðherrar flugu vestur um haf til að tryggja sóma þjóð- ar sinnar. Öldungurinn fékk aldrei meðvitund framar og lézt tólf dögum síðar. Hefði þá herstjómin getað gcfíð út tilkynningu um að fyrsti maðurinn væri fallinn 5 því stríði sem héð er í þágu ís- lenzkrar menningar, en það virðist ekki hafa pótt taka því, enda ólíkt myndarlegri tölurnar sem birtar eru um verndina í Kóreu. Þótt við innbornir 'menn höfum jafnan haft háar hug- myndir urn íslenzka menn- ingu gerðum við okkur ekki grtin fyrir því að hún væri í neinum sérlegum hávegum meðal annarra þjóða, þóte nokkrir erlendir sérvitj:; .gar segðust rej’udar- kuhna -éð metá hana. Það þótti því nokkrum tíðindum sæta þ ;g- ar í ljós kom að Bandankii töldu það eitt helzta lífs- <> hlutverk sitt „að trygg.ia, i frelsi, .... arfleifð og menn- ♦ ingu“ Islendinga, „samkvæmt meginreglum lýðræðis, e’n staldingsfrelsis og laga ‘ eins og segir í sáttmála þeim sem ráðherrarnir þrír ur.á- irbjuggu þegar þeir flugu vestur um haf fyrir fjórum árum. Var sú ástarjátning enn ítrekuð af Me,Gaw þeg- ar hann kom til landsnu.: „Ég lærði það ungur í skóla að íslenzka þjóðin ætti gamla, rótgróna og sérstæða menningu sem hún heldur fast við. Mér ar það mikil ánægja að fá að kynnast þessari menningu, læra og tileinka mér sem mest af henni.“ Hitt þurfti engum að koma á óvajrt þótt hinir þroskuðu verndarar vesturs- ins sæju ýmsar veilur í fari okkar, fámennrar og lítt meg andi þjóðar á hjara heims og fyndu hjá sér hvöt til að þroska og auðga menn- ingu okkar, auk þess sem þeir vernduðu hana. Hefur þeirri starfsemi nú venð haldið uppi um nærfellt tveggja ára skeið. Sú var t d. almenn skoð un ísiendinga þegar vernd- ararnir !:omu liingað til lands ’.ð mannlífið væri flestu öðru æðra og uð það væri óhæfuverk að drepa fólk. Funau aðkormmienn fljótt að þarna var alvaríeg veila í andlegu lífi þjóðir- innar og virtist vera í ætt við þann friðaráróður aust- rænna manna sem talinn er einna hættulegastur sannr. menningu. Var fijótt hafizt lianda um að bæta úr þessu og létu verndararnir það verða eitt sitt fyrsta verk að stinga menn hnífum hvar sem því varð við kom- ið. Síðan var farið að berja menn, jafnt á gleðisamkund- um sem í bandarískum elda- skálum, og nú er kennslan loks komin á }iað stig að tal- ið er fært að berja og skera úr mönnum lífið. Er það vissulega verulegur árangur eftir tveggja ára kennslu, en þó er mikið ógert. Yfir- maður bandarísku leynilög- reglunnar, Edgar Hoover, •hefur t.d. skýrt frá því að á síðasta. ári hafi verið fram in '12.860 morð í Bandaríkj- um og 87.930 morðtilraunir. Þær tölur samsvara því að hérlendis væru framin 13 morð á ári og gerð tilraun til 88 morða í viðbót. Enn á það þannig langt í land að íslendingar standi Banda- ríkjunum á sporði á þessu sviði vestrænnar menningar og ærin ástæða til að lialda kennslunni áfram af fullu kappi. Enda. þarf sízt áð efa að ;svo verði gert. Einnig Jiótti Bandaríkja- mönnum mjög áfátt um sam búð karla og kvenna hcr á landi og boðber um menningarinnar látin í té frumstæð þjónusta. Vest. p.n hafs er metiningin komin á mjög hétt stig á þessu svioi, og rákti Tíminn ýt- arlega fyrir skömmu hversu fullkomin væri vændiskvenna þjónustan þar í landi, henni væri jafnvel stjórnað gegn- um talstöðvar, þegar sér- stakt símakerfi hrekkur ckki til. Hófust verndarar menningarinnar þegar handa um nauðsynlegar fram- kvæmdir og varð senn mikio ágengt. Gleðihús risu upp í Reykjavík og var sérstak- lega sælzfeffír ungum t.elp- um nýfermdum til þeirrar iðju, en suður á Keflavikur- flugvelli voru þó aðalstöðv- ar menningarbaráttunnar. Skýrði dómsmálaráðherra landsins svo frá á Alþingi sl. haust að yfir 100 ungar •• stúlkur hefðu verið skráðar " á sérstaken lista fyrir góða ástundun í þessari grein. Ekki hrökk þetta þó til, því eina nótt í haust réðst einn verndaranna á unga starfs- stúlku á Keflavíkurflugvelli '< þar sem hún lá í rúmi sínu, barði hana til óbóta og ' reyndi að taka hana nauð- uga, og’sama kvöldið réðst'" annar stríðsmaður menning- arinnar á aldraða konu í Keflavík sömu erinda. Eru allar þessar athafnir þó mjög hófsamlegar eins og vera ber meðan menningin er á byrjunarstigi, því Edgar Hoover segir svo frá að i Bandaríkjunum hafi komizt upp um 17.240 nauðganir síðasta ár. Það samsvarar 17 nauðgunum á ári hér, þacin- ig að fyrirmyndin er langt undan, þótt eflaust vcrði sótt ótrauðlega framávið á nasstunni. Þannig mætti halda lengi áfram að rekja þá nýskipan í menningarmálum sem haf- in var með för þremenn- inganna vestur j’fir haf og hefur sízt rénað ást banda- rískra ráðamanna við þau umskipti, því alltaf fjölgar verndurunum og umsvifum þeirra. Því ber einnig að fagna að íslendingar hafa reynzt blcssunarlega nám- fúsir margir hverjir og geta sér jafnati gott orð þegar eitthvað sögulegt verður til tíðinda. Það bar t.d. við í fyrra að Bandaríkjamaður bauð Islendingi upp í bO, ók hornun suður í Fossvog og tók þar til við að berja liamn þar til liann missti rænu og lá ósjálfbjarga í blóði sínu. Að því verki loknu sagði Bandaríkjamað- urinn íslenzkum bílstjóra sínum að a.ka burt, og stóð sízt á hcnum að skilja landa sinn eftir bjargarlausan; svo ríkan skilning hafði hán'n öðlazt á vestrænni menningu. Þegar rejmt var að nauðga starfsstúlkunni á Keflavikurflugvelli lá landi hennar í rúmi sínu í næsta herbergi og hlustaði á allt sem fram fór án þess að rísa upp yið dogg; hví skyldi hann tnifla þær atliafnir sem unnar eru í þágu menningarinnar? Og víst kunni hann að meta hlutverk sitt að verðleikum Islendingur’nn sem barði lanaa sinn dauðvona nóttina góðu þegar fjögur ár voru liðin. síðan þrír ráðherrar hófu sig til flugs af íslenzkri jörð. Þegar tilkynnt liafði " vcrið lát ólafs Ottesr<m í ís- Framh'aM á li. ■.ríðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.