Þjóðviljinn - 22.04.1953, Síða 6

Þjóðviljinn - 22.04.1953, Síða 6
€) —. ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 22. apríl 1953 þJÓÐVIUlNN Ötgefandi: SameinSngarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurlnn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Magnús Torfi Ólafsson, Guðmundur Vigfússon. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg. 19. — Sími 7500 (3 línur). Áskriítarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrennl; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljane h.f. Hvar stóð flokkur þina í landvörn Islendmga? með^st Sjáifslœðisflokkyrimig Fremsákn ©g AB-blaöið hefur löngum verið volað og vansælt, en aldrei eins og nú. í gær heitir forustugrein blaðsins ,,Þú skuldar....“ og upphaf hennar er á þessa leið: „Ekki er þetfa aðlaðandi fyrirsögn. Þann metnað eig- um við Alþýðuflokksmennirnir flestir, að við reynum í leng-stu lög að skulda ekki neinum neitt. Við þökkum fvrir. ef okkur stendur opin þessi gamla leið erfiðismann anna, að vinna baki; brotnu, neita okkur um allt, sem hugurinn þráir, ganga alls á mis, ef því er aö skipta. Þó komumst við sjaldan hjá að skulda. Skuldareigendur geta verið misjafnlega aðgangsfrekir og kröfuharðir um greiðslu, en fyrr eða síðar minna flestar skuldir á sig og heimta sitt. Einn er sá aðili, sem við öll skuldum og á rétt á greiðslu. Hann beitir reyndar hvorki fógetavaldi né lögtaksmönnum; þó á hann sinn kröfurétt". Eins og sjá má er þetta mjög forvitnislegt upphaf að forustugrein. Lesendum mun fljótlega spurn. hver sá sé sem allir skuldi, þótt þeir þræli til aö losna við skuldir sínar, vinni baki brotnu, neiti sér um allt sem hug- urinn þráir, gangi alls á mis, ef því er að skipta. Og svarið er ekki síður nýstárlegt: Þetta er AB-flokkui-inn!! Skyldi vera hægt að hugsa sér öllu hjákátlegra öfug- mæli. Alþýðuflokkurinn var í upphafi stofnaður sem vopn fátækrar alþýðu til þess að knýja fram kjarabætur og vinna að stofnun sósíalisma. Um sinn vann flokkurinn í samradmi við tilgang sinn, en fljótt fór þó að béra á því að þar hreiöruðu sérgæðingar um sig í fyrirrúmi, og þar kom aö þeir réðu einir öllu. Þeir li.tu á flokkinn sem tæki til þess að lyfta sér upp í valdastöður, tiyggja sér gróða og metorð. Varð þeim brátt mikið ágengt í því istarfi, því eins og kunnugt er eru ekki jafn margar bitlingahetjur í n.einum flokki — miöað við kjósendafjölda. Bitlingana urðu ráðamennirnir svo að borga meö því að níðast á þeirri ai,þýðu sem stofnað hefði flokkinn til bar- áttu sinnar. Er það orðin löng saga og ófögur: gerðar- dómslög, vísitölubinding, tollaálögur, sífelld samvinna við auðmannastéttina gegn verklýðsfélögunum, herfileg svik í sjálfstæðismálunum; — vörðurnar á svikaferlinum eru svo margar að þær verða ekki raktar hér, og á allra vitorði. Enda hefur sú alþýða sem flokkurinn átti að þjóna fyrir löngu snúið við honum baki með fyrirlitningu. AB-mennirnir eiga nú enn framtíð sína undir kjósend- unum. Þau andlit sem þeir hafa sýnt til framboðs eru þessi m.a.: Emil Jónsson vitamálastjóri, Guðmundur í. GuÖmundsson sýslumaður, Erlendur Þorsteinsson kaup- sýslumaður, Benedikt Gröndal áróðursstjóri Vilhjálms Þórs og Kristinn Gunnarsson framkvæmdastjóri sama manns. Þetta eru mennirnir sem Menzkt alþýðufólk á að standa í svo geysilegri þalckarskuld við að hún verðj ekki bætt, þótt það striti myrkrana á milli; þess vegna verði nú að standa skil á brýnni afborgun með því að kjósa þá á þing!! Hvílíkur viðbjóður. Annars er þessi rökfærsla mjög sérkennandi fyrir hugar- far AB-leiðtoganna. Þeir þykjast hafa stuðlaö að ýmsum góðum verkum, flutt góð mál og fylgt öðrurn; en síðan er ályktunin sú aö alþýðan skuldi þeim! Það er sannar- lega ekki hugsjón, vilji til réttlætis eða manndómur sem stjórnar geröum þeirra, heldur grímulausar atkvæðaveið- ar. Þeir eru eins og kramari sem réttir fram vöru gegn staðgi’eiðslu í reiðufé með ríflegri álagningu. Þá sjaldan þeir rétta upp hendur til góðra verka á þingí. skrifa þeir í huganum reikning á íslenzka alþýöu: þetta verðið þið að borga með rentum og renturentum. Öllu skýrarí grein hefur sjaldan birzt í íslenzku blaði; fáir stjómmálamenn hafa afhjúpað sig öllu eftirminnileg- ar. Og þaö er athyglisvert að þessu sjónarmiði er einmitt hampað nú, eftir að Hannibal Valdimarsson er tekínn til að skrifa, maöurinn sem sumir vonuðu að myndi hreinsa til í kramarabúðinni. Hann er sannarlega gegn- sýrður af hugarfari vina sinna maðurinn sá og kann að skrifa reikninga öllum öðrum fremur. Eftir því sem á stríðsárin leið óx bjartsýni manna um þann lieim, er risi (upp úr ragnarök- um ófriðarins. Það þurfti skarpa sjón og alhliða þekk- ingu á alþjóðamáium til að sjá hætturnar, sem Islands blðu í ölduróti eftirstríðsáranna, jafnskýrt og fram kom í grein sem birt var í Andvara árið 1943, fyrir réttum tíu árum. Fjórir stjómmálaleiðtogar rit- uðu þá í tímarit Þjóðviiiafé- lagsins um afstöðu flokka sinna til Iýðveldisstofnunar á íslandi. Eftir tíu ára reyuslu er fróðlegt að lesa þessar greinar, en eklú þarf lengi að lesa til iað sjá, að sá þeirra fjórmenninganna sem skýrast sá og skildi staðreyndir lands- mála og heinismála \ar for- maður Sósíalistaflokiksins. Einar Olgeirsson. Einn þeirra allra varar hann við þeirr: hættu, sem á umliðum árat'ug hefur reynzt þjóð og Iandi ör- lagaríkust, ásælni Bandaríkj- anna. flér fara á eftir nokkr- ar tilvitnanir í þá grein: SétiKr vor Sil þjéðfrdsis „Það er skýlaus réttur vor íslendinga sem þjóðar, hve- nær sem vér viljum, að taka öll mál vor í eigin hendur og verða algerlega sjálfstæð þjóð. Slíkt er helgur, óafselj- anlegur réttur hverrar þjóð- ar, sem engrar stoðar þarfn- ast í frelsisskrám eða sátt- málum. Það getur enginn svipt oss þeim rétti, engin kynslóð Islendinga svipt kom- andi kynslóðir honum. Sá rcttur er öllum sáttmálum æðri og verður aldrei af oss saminn, hve slæma sáttmála sem valdhafar Islands á und- anförnum árum hafa gert eða á komandi árum kynnu áð gera. Þessu megum vér aldrei gleyma, þótt vér kjósum oft frekar að byggja frelsiskröfur vorar á gamla sáttmála, eias og Jón Sigurðs3ca gerði, eða á sarrfbandslagasáttmálanum frá 1918, svo sem gert hefur verið upp á síðkastið. Ilefði gamli sáttmálinn aldrei verið gerður, heldur eins konar Kópavogshylling farið þá fram, þá var réttur vor hinn sami, — og Jón Sigurðsson mundi þá vafalaust hafa byggt þjóðfrelsiskröfur vorar á mannréttindunum sjáifum, í stað þeirra ákvæða gamla sáttmála, sem hinir erlendu drottnar höfðu rofið. Grundvöllurinn fyrír þjóð- frelsiskröfum vorum er fyrst og fremst vilji þjóðar vorrar. til fulls frelsis. Þá einföldu og sjálfsögðu staðreynd er nauðsynlegt* að leggja áherzlu á einmitt þegar hætta er á, að flækt verði skilnaðarmálið við Dani með lögfræðilegum út- skýringum eða kröfum um ýmis liónar samninga uin mál, sem vér einir höfum rétt til að ákveða um“. — Og síðar segir svo: „Saga vor sannar það, ekki síður en saga annarra þjóða, að það er einmitt alþýðan, sem verður harðast úti, ef þjóð er ófrjáls. Hönd erlenda lcúgar- ans hvíldi þyngst á herðum islenzkrar alþýð'u allar þær aldii-, sem ísland var nýlenda. Mikill hluti innlendu yfirstétt- arinnar, allt frá höfðingjum Sturlungaaldar til vetrar- prangara einokunartímabils- ins og embættismanna 19. ald- arinnar, kom sér vel við hinn n -r. erlenda drottnara og aðstoð- aði hann oft við kúgun lands- lýðsins, gegn því að hljóta nokkra mola af nægtarborðum hans. Þær glæsilegu undir- antekningar um uppreisnar- sinnaða yfirstéttannenn, sem saga vor greinir frá, sanna aðeins regluna. Ok alþýðustéttar er tvöfalt þyngra, ef þjóðin, sem hún tilheyrir, er undir erlent vald gefin. Sjálfstæðismálið • hefur því frá upphafi verið sjálf- .. sagt stefnumál sósíalistísku verkalýðshreyfingarinnar á ís- landi, og Sósíalistaflokkurinn hefur alltaf skoðað það sem skyldu sína að vera á verði um það, að ekki væri vikið frá réttri stefnu í máli þvi. — Irlesd ásæki aðal- hætfan „Áður fjTr var land vort aðeins eftirsótt af útlendu valdi, til þess að nokkrir hátt- settir aðals- og embættismenn og einokuaarkaupmenn gætu arðræut fátæka alþýðu þess. En nú telja sum sterkustu heiveldi jarðarinar, svo sem t.d. Bandaríki Norður-Ame- ríkú, Island nauðsynlegan hlekk í varnarkeðju sinni. Á- sælni eftir flugvöllum og flotahöfnum á íslandi er þeg- ar í algleymingi. Frá því að vera afskekkt útsker, þraut- pínt, svo að við landauðn lá, er nú Island orðið áfangastöð í alfaraleið að áliti stórveld- anna Og viss öfl þegar tekin að ásælast það. Það er þvi auðséð, að meðan j’firdrottn- unarstefna og ásælni gagnvart öðrum þjóðum ríkir hjá þeim mönnum og stéttum, er for- ustu hafa með stórþjóðum þeim, sem nærri oss búa, í Ameríku og Evrópu, þá er sjálfstæði íslands hættara en nokkru sinni fyrr. Það þarf hver Isletidingur að gera sér ljóst. Sósíalistaflokkurinn hefur frá upphafi vega varað þjóð- ina við þeirri hættu, sem stafaði af ásælni erlendra auðhringa, bankavalds og her- valds. Sósíalistaflokkurinn sýndi fram á tilraunir þýzka naz- ismans til að ná tökum á landi v.oru og þjóð fyrir stríð — af- hjúpaði „rannsókair“ þýzkra nazista á hugsanlegum flug- stöðvum og flotalægjum á Is- landi undir yfirskyni vísinda- leiðangra. Sósíalistaflokkur- inn átti upptök að því, að al- þjóo varð kunnugt,' þegar þýzlt yfirvöld kröfðust flug- vallar hér 6 mánuðum fyrir stríðsbyrjun, og flokkurinn sá til þess/ að sú fregn bærist út um liéim. —En allar þessar aðvaranir voru þá brenni- merktar sem landráð af þeim sem eigi sáu eða vildu láta bera á hættunni, sem sjálf- stæði íslands stafaði f rá þýzku yfirdrottnunarstefn- unni. Sósíalistaflokkurinn barðist gegn þeim ríku áhrifum, sem enskir bankar og auðhringar höfðu á fjármálalíf lands vors fyrir stríð, og stóð í broddi fylkingar í andstöðu íslenzku þjóðarinnar gegn her tökunni af hálfu brezka her- valdsins og afskiptum þess af innaaríkismálum vorum. Og Sósíalistaflokkurinn hef- ur heldur ekki sparað að vekja athygli þjóðarinnar á yfirdrottnunarhættunni frá Ameríku. Einn allra flokka greiddi hann atkvæði gegn því að æskja herverndar Banda- ríkjanna, þegar vitað var, að þau voru að knýja Bretland til þess að afhenda sér hern- aðaryfirráðin á Islandi, — en reiðubúinn var flokkurinn hins vegar til þess að vera með í því, að íslendingar léðu Bandamönnum laad sitt til af- nota í frelsisstríði, ef tryggt var, að engu einstöku stór- veldi væri léð tangarhald á landinu. Sósíalistaflok'kurinn óttaðist vaxandi áhrif og jafn vel bein afskipti Bandaríkja- auðvalds af málum Islendinga, og það sýadi sig líka árið eft- ir, að Bandaríkjastjórn bann- að svo að segja Islendingum að gera landið að lýðveldi '1942, — og nú er áróðurs farið að gæta í íslenzkum blöðum („Degi“ og ,,Vísi“) fvrir því að festa þessi áhrif hins ameríska stórveldis í Framhald á 11. siðu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.