Þjóðviljinn - 25.04.1953, Síða 8
■ 3) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 25 apríl 1953
LV íðavangshlaupið:
• ra a B
Víðanvangshlaup iR, það 38.
í röðinni, fór fram á fyrsta
suma'rdag og komu 16 af þeim
18 sem skráðir voru til leiks.
Veður var kalt og skilyrði því
slæm fyrir hlauparana. Krist-
,ján tók þegar forustuna er út
af vellinum kom og hélt henni
alla leið og jók stöðugt bilið
og kom langfyrstur í mark."
Þaö mátti þegar sjá er hlaup-
ararnir komu í Vatnsmýrina,
að erfitt yrði að segja hverjir
skipuðu næstu sæti, þvi það
yoru fjórir menn sem virtust
líkir, Sigurður Guðnason var
þó lengst af líklegastur og
hafði lengst af forustu þessa
hóps og hélt henni inn í Hljóm-
skálagarðinn, en þá voru það
Austfirðingarnir, sem fylgzt
höfðu að allt hlaupið, sem skut-
ust framhjá Sigurði og komu
nr. 2 og 3 í mark og mátti
ekki miklu muna að Sigurgeir
úr Þrótti næði Sigurði líka.
Oddgeir Sveinsson hljóp nú í
23 sinn og var eini keppandinn
frá KR. Sama var með Ár-
Framhald á 9. síðu
Húsgagna-
og málverkasýrnng
í ListamaimaskálariUm.
Opin írá 2-10 daglega.
rri /• •:
iresmi<
Matthías Sigfússon
Sundmeistaramótið
Helgl Sigurðs
Síðari hluti sundmeistara-
mótsins fór fram á miðviku-
dagskvöld.
Árangur varð í sumum grein-
um allgóður og keppnin oft
jöfn og skemmtileg. Var það
þó sérstaklega 200m bringu-
sundið, viðureign þeirra Þor-
steins Löve og Kristjáns Þóris-
sonar. Þorsteinn tekur forust-
una í byrjun sundsins og er
kominn um 4m iá undan eftir
lOOm; á næstu 50m verður
lítil breyting, en þegar Krist-
ján hafði synt 159m tekur
hann þvílíkan sprett, að furðu
sætti, dró hann stöðugt á Þor-
stein með kröftugum sundtök-
um og fallegu skriði sem ó-
þreyttur væri. Þorsteinn fékk
ekki við þennan ofurkraft ráð-
ið, og varð að láta sér vel
lika að sji Kristján með mjúk-
um og föstum tökum taka for-
Bækur gegn afborgun
Hið nýj a bóksölukerfi Norðra, að gefa landsmönnum kost á að kaupa
bækur útgáfunnar í fiokkum og greiða þær með lágum afborgunum,
hefur hlotið miklar vinsældir.
Þeír sem enn ekki hafa notfært sér þessi sérstæðu kostakjör, ættu
ekki að draga það lengur, því óðum gengur á upplag bókanna.
11 bókaflokkar, 10-20 bækur í hverjum flokki. Hver kaupandi getur
skipt um 3-5 bækur í þeim flokki, sem hann kaupir.
Kaupandi hvers flokks greiðir aðeins kr. 50.00 við móttöku bók-
anna og síðan kr. 50.00 ársfjórðungslega.
Aldrei hafa Islendingum verið boðin slík kjör til bókakaupa
KypniÖ yður þessi kostakjör. Skrifið iitgáfuiini, símið eða biöjið
um bókaflokkaskrá hjá næsta bóksala.
„Valtýr á grænni treyju“ er uppseldur í bandi pg aðeins örfá eintök
eftir óbundin „Söguþættir landpóstanna" I.-II., „Borgin óvinnandi“
eru uppseldar. Margar aðrar bækur eru á þrotum. Kaupendur athugið:
Vinsamlegast tilnefnið 1-2 bækur til vara, er þér gerið pöntun yðar ef
eitthvað af hinum umbeðnu bókum kynnu að yera uppseldar.
— ---——-------------------------------------; N
Komið — Skrifið -
og bækumar verða afgreiddar um hæl.
BÓKAÚTQÁFAN N0RÐRI
Sambandshúsinu — Pósthólf 101 — Símar 3987 og 7508
Reykjavík.
ustuna er ósyntir voru um
14m og koma 2,2 sek á und-
an í mark. -— Frammistaða
(frjálsíþróttamannsins) Þor-
steins Löve er líka mjög góð,
og þetta augnablik gaf mótinu
vissan ljóma sem seint gleym-
ist. En það var fleira athygl-
isvert við þetta sund og það
var að fjórir beztu menn þess-
arar greinar voru utanbæjar-
menn. Ennfremur má geta þess
að Reykvíkingar eru áð fá
200m bringusundsmenn er lofa
mjög gó®u, eru það Jes Þor-
steinsson og Ólafur Guðmunds-
son, kornungur maður.
Jes er þreklegur ungur mað-
ur sem lítið hefur keppt í mót-
um, en hefur þó náð tíman-
um 3; 05,8, og í 400m varð
hann nr. 3. Hann á ábyggilega
eftir að láta til sín taka og
sama má segja um Ólaf (tími
3;05(9). — lOOm skriðsund
kvenna var líka mjög skemmti-
legt, en þar áttust við hinar
efnilegu og vinsælu simdkonur
Helga Haraldsdóttir og Inga
Árnadóttir, sem Helga vann
með 1,8 sek. mun.
Árangur Jóns Helgasonar frá
Akranesi í lOOm baksundi var
mjög góður, som sést á því,
að hann er aðteins 1,3 sek. frá
meti Harðar Jóliannessonar. •—-
4x200m skriðsund karla var
nokkuð skemmtilegt, þó var
munurinn orðinn of mikill til
að Pétur Kristjánsson fengi
dregið sigur í land og hafði
Ari gefið mest af þeim mun.
En Helgi Sigurðsson gaf elcki
eftir nema svo sem lOm af
þeim 25m sem tapazt höfðu.
I sveit Ægis voru Guðjón
Sigurbjörnsson, Magnús Guð-
mundsson, Arí Guðmundsson og
Helgi Sigurðsson. í kvennaboð-
sundieiu voru sveitir frá Ár-
manni og Suðurnesjum. Ár-
mann vann, en ekki munaði
miklu, baksundssprettinn synti
Kolbrún Óiafsdóttir, sem því
miður hefur ekki getað synt
lengi undanfarið vegna veik-
inda í fótum. Var árangur
hennar furðu góður og gaf
Þórdísi nokkurt forskot. Þátt-
taka Kolbrúnar er ábyggilega
fyrst og fremst byggð á tryggð
við góða íþrótt og meðfæddum
krafti og viljastyrk. Þú gafst
kynsystrum þínum fagurt foi-
dæmi, Kolbrún! Sjöfn Sigur-
björnsdóttir synti síðasta spöl-
inn, en Sjöfn hefur ekki get-
að æft sem skyldi í vetur vegna
vinnu og náms og vantaði því
úthald, en kom þó 2 2 sek. á
undan Ingu Árnadóttur að
marki, en stöðugt dró saman
með þeim.
Pétur Kristjánsson var sá
einni sem fékk 4 meistaratitla
á móti þessu, og segir það sitt
um ágæti hans sem sundmanns.
Þó virtist manni sem Pétur
væri ekki í fyllstu þjálfun, sem
ekki er laust við að komi niður
á „stíi“ hans. Virtfet manni
að liann hefði á móti þessu
átt að komast undir 60 sek á
lOOm, slíkur afburðamaður sem
Pétur er, en það er gömul saga
að af þeim sem er mikið gefið
Framhald á 3. siðu.
Sleðiled sumar!
Samband ísl. samvinnufélaga.
Stúlka éskast
fiil framreiðslusiarfa
Kaffistofan Miðgarður
Byggingarfélag Alþýðu, Reykjavík
Aðalfnninr
félagsim verður haldinn í Góðtemplarahúsinu
uppi miövikudaginn 29. þ.m. kl. 9 e.h.
Dagskrá samkvæmt félagslögum.
Stjóm byggingafélags alþýðu.