Þjóðviljinn - 20.05.1953, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 20.05.1953, Qupperneq 4
ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 20. maí 1953 Hverjar eru framtíðarhorfur íslenzkrar æsku í dag í þessu hernumda landi hennar? Munu öfl lífsins verða henni hliðholl og yfirs’terkari öflum eyðingar- mnar? Ótalmargar slíkar spum- .ngar vilja leita á hugann og krefjast svars þegar menn velta :'yrir sér viðhorfum og mál- efnum æskunnar. !En flest er Oiulið þoku og við getum vart grillt framtíðarbrautina né hve greiðfær hún verður. En get- um við ekki sagt að illar blikur séu í lofti? Virðist ekki einsog allt sé að síga á ógæfu- hliðina fyrir þeirri kynslóð sem nú er að komast á legg? Jú, vissulega, er óhætt að segja. Það er nauðsyn fyrir yngstu kynslóð kosningaréttarins sem nú í næsta mánuði á að fá að tjá hug sinn til haráttumála íramtíðarinnar, — að svo miklu jeyti sem þau eru lögð fram nú, — velja sér forystumenn næstu ára, að gera sér grein fyrir um hvað raunverulega er barizt, hvað nú er i húfi — og það verður að gerast án hleypidóma þar sem ihver æskumaður ætti að Þeita heilbrigðri dóm- greind og skynsemi, en aft- urhaldsöflin í landinu eru furðu fljót að gera æskufólk, sem gengur iþeim á hönd, glám- skyggnt á brýnustu hagsmuna- málin og hvers þjóðarinnar er raunverulega þörf. Hvarvetna innan hins kapi- •talistiska heims fer nú fram barátta milli framsækins verka- ]ýðs og hrörnandi yfirstéttar sem veit daga sína talda. Því að við vitum hvern endi sú bár- át'ta fær: Sigur alþýðunnar, f jöldans mikla, verður ekki um- flúinn; slíkt er aðeins tíma- spursmál. Hér á íslandi eru átökin sífellt að harðna og and- stæðurnar að skerpast. Annars- vegar er þar hin róttæka verka- iýðsheyfing sem hefur innan sinna vébanda framsýnustu og ráðabeztu stjórnmálaleiðtogana, sem vaxnir eru upp úr jarðvegi verkalýðsins, hafa staðið í far- aribroddi hans og aldrei hopað, vita þess vegna öllum öðrum framar hvar skórinn kreppir að og hvað fólkið vanhagar um. Verkalýðsstéttin er meginfylk- ing þjóðfrelsisbarát'tunnar en sú fylking er styrkt öflum sem eiga sér sömu hagsmuni, skilja, að á henni 'byggist framvinda þjóðfélagsins og að .alþýðunni Eiga íslendlngar að glata lífshamingju sinni? ber yfirráðin yfir landi sínu, — en þau öfl eru millistéttir, menn’tamenn, smá'bændur og annað alþýðufólk. Hinsvegar birtasf andstæðurnar í eyðing- aröflum þjóðfél., afturhaldinu, hinni siðspilltu og fámennu klíku auðstéttkrinnar sem hrifs- að hefur til sín völdin og auð- inn frá fólkinu sem hefur skap- að hann og ber tilkall til hans. Þessi klíka reynir nú að hanga við háborð þeirra gæða sem hún hefur troðið sér að og nýtur styrks frá mesta auð- valdsriki og herveldi jarðar- innar, Bandaríkjum Norður- Ameríku. í stórfelldum ölmusu- gjöfum og herliði toirtist sá styrkur. Og á hinu pólitíska sviði eru reyndar furðulegustu sjónhverfingar og falsbrögð í þeim ásetningí að blekkja fólk- ið og neyða það til þess að leggjast undir járnhæl kúgar- ans. í kosningunum 28. júní n. 'k. munu hinir gamalkunnu flokk ar sem reyna að hylja auðvirði- leik sinn með gagnsærri og slitinni „lýðræðis“dulu, enn á ný setja á svið sitt sjónarspil og fara oónarveg til fólksins um atkvæði þess. Allir þessir flokkar sem ástunda lýðskrumið framar öllu eiga það sameigin- lega markmið að þeir eru stoðir hins hrömandi auðvaldsþjóðfé- lags og vilja áframhald þess umfram allt; veldur því ýmist fáfræði eða heimska sumra manna, ístöðuleysi og ósjálf- stæði annarra eða einfaldlega blind auðvaldsþjónkun. IB - - ^ »rmCft'Cl Hver þessara flokka ber sitt glæsilega nafn til þess að hylja betur raunverulegan tilgang og fá iþanni.g saklaust fólkið til að trúa betur á sjónleikinn og svíkja sjálft sig. Þó að einn beri nafnið Sjálfstæðisflokkur- inn og safni að sér heildsölum, útgerðarbröskurum, stórbænd- um, iðnrekendum, aragrúa af smáborgurum, — annar Fram- sóknarflokkurinn eða þriðji Al- þýðuflokkurinn sem hafa aðeins það hlutverk að safna að sér bændum eða verkalýð, — þá Ihefur hver þessara flokka að markmiði baráttuna fyrir völd- úm aúðmannastéttarinnar, og leika sitt hlutverk : stjórnmál- unum eftir því. Sem sagt, sú æska, sem nú mun neyta kosningaréttar í fyrsta sinn — og það er nokkur þúsund manns — mun fá að sjá þessa flokka setja á svið sjónleik sem er áreiðanlega ekki með öllu ókunnur eldri uncn i fMil) mönnum. Þessir flokkar munu fitja upp á einhverjum ómerki- legum ágreiningsefnum, mein- ingarlausu narti o. þ. h. sem á sér allt þann tilgang að draga hulu yfir raunverulegan skyld- leika flokkanna og samvinnu þeirra í því að troða í svaðið helgustu málefni ísl. þjóðarinn- ar. Ef æskan sér ekki við þessu falsi, þá eru framtíðarhorf'ir hennar ófagrar. Því að þrátt fyrir örugga sigurvissu hins. sósíalistiáka málstaðar, þá erum við svo fámenn þjóð að tim- inn varðar miklu fyrir okkur, sérstaklega þegar við gætum að í hve mikla hættu þjóðerni okkar, menning og tunga er nú komið. Sigur hinna þriggja afturhaldsflokka í kosningun- um táknar minnkandi siðferð- isþrek og vaxandi lánleysi ís- lendinga. Þetta verður unga kynslóðin a.ð gera sér ljóst. Hver er svo afleiðing verka þríflokkanna sem blasa við ís- lenzkri æsku í dag? Fyrst og fremst gín við ihenni hinn mikli bölvaldur auðvaldsþjóðfélags- ins, atvinnuleysið, sem alltaf er á næsta leiti og táknar upp- gjöf kapitalismans. Nú er svo ■komið að eina ráðið fyrir fjölda manns fil að forðast það er að ráða sig í vinnu við hernað- arframkvæmdir á Keflavikur- flugvelli. Slíkt er hörmuleg staðreynd og við vitum hversu sárt það hlýtur að taka heiðar- legt æskufólk að þurfa að grípa til þess neyðarúrræðis. Þetta er ömurleg þróunarbraut: Að eyða beztu árum ævi sinnar í starf sem miðar að því að festa erlent 'herveldi í sessi hér á landi, auðvelda áhrif þess á ís- lenzka þjóð, gera land okkar að samfelldu víghreiðri sem ein- ungis stuðlar að aukinni hættu á tortímingu þjóðarinnar í styrjöld, — m. ö. o. eyða beztu árum sinum I það að grafa undan sjálfstæði ættjarðarinn- ar. — Möguleikar þeirra sem hryllir við að leita í hernaðar- vinnu virðast því ekki glæsi- legir: Algert atvinnuleysi eða í hæsta lagi takmörkuð og stopul vinna, minni mögu- leikar alþýðuæskunnar er njóta viíl menntunar, síversn- andi erfiðleikar fyrir hina efna- litlu alþýðustúlku og pilt að stofna heimili — svo að eitt- hvað sé nefnt. Það er ekki upp- örfandi fyrir fólkið í dag að taka til. starfa eða gera sér glæstar vonir um landið sitt í hers ’höndum, þiggjandi ölm- usugjafir af borðum ibandaríska auðvaldsins og sjáandi fram á næsta fyrirheit valdamannanna, það fyrirheit, sem kastar dökk- um skugga fram á veginn: Á- ætlunin um stofnun innlends herliðs; eitt hið hættulegasta áform sem bært hefur á sér í hugum þjóðsvikaranna er þessu landi stýra. Þannig er framtíðarsýnin sem tolasir við æskufólkinu í dag. Þá má draga kjama málsins í eina litla setningu sem er þó svo mikill og átakanlegur sannleikur: Það er verið að ræna ísendijiga lífsliam- ingju sinni. Á skipulagðan hátt virðist unnið að því að slíkt verði að óhugnanlegum veruleika. Allt ■ber að einum brunni í baráttu þríflokkanna sem hafa boðið ó- 'gæfunni að lirifsa til sín mann- dóm íslendinga. Hvergi er að finna nokkur varnaðarorð hjá forystum. þjóðarinnar; þeir telja allt með ágætum; hér sé yfir engu að kvarta. Þegar ein- hver talar um hættur hernáms- ins og nauðsyn að gæta fyllstu varkárni í samskiptum við hið erlenda setulið, þá er gert 'hróp að þqim sama með fyrirlitn- ingu og skömmum í blöðum hernámsflokkanna. Slík hróp ber oftas’t vitni ánægju hins sjálfumglaða auðvaldsþjóns, í þeim dúr að allt sé nú í lag'i hjá okkur sem erum svo gæfu- samir að vera í ,þandalagi hinna frjálsu, vestrænu þjóða til varnar einstaklingsfrelsi og lýðræði". Og þegar bent er rétti- lega á að vafasamt isé nú að þessi vestrænu ríki séu nokkur dýrðarríki lýðræðis, frelsis og mannréttinda, heldur þvert á móti ríki ósvíf. nýlendukúgara, stjórnað af fámennum auðstétt- arklíkum sem skirrast aldrei við, þegar það hentar þeim, að víkja til hliðar hinum marg- lofuðu en frumstæðu lýðrétt- indum, ihefja kynþáttakúgun, pólitískar ofsóknir, kosningafals o. s. frv. — ásamt þeirri sér- stöku ástríðu auðvaldsstjórna að reyna alltaf að troða lít- ilmagnann í þjóðfélaginu undir fótum, og kúga fjarskyldar þjóðir og ræna þær lífsham- ingj.u sinni, — þegar bent er ■góðlátlega á slíkt, umhverfast postular auðvaldsins; þeir igeta engu svarað en grípa í örvænt- ingu til upploginna gróusagna um hin austrænu alþýðuríki, ögra með kommúnistastimpli mönnum sem efast um hinar vestrænu dásemdir og hver sá sem þann stimpil ber, á ekki upp á pallborðið 'í þessu mikla „lýðræðisþjóðfélagi“. Ef æska þessa lands lætur hernámsflokkana leiða sig á- fram þesa braut er tortíming in framundan. Fram hjá þeirri staðreynd verður ekki gengið nema af glámskyggnum mönn- um og þeim sem kosið hafa sér hlut auðvaldsþjónsins. Fyr- ir því toer æskunni, sem mest á í húfi, að spyrna við fótum og reka hinar illu vættir í brott. Framhald á 11. síðu. X—8463 skrifar eftirfarandi: „Kæri Bæjarpóstur! Það hef- ur oftar en einu sinni verið skrifað opinberlega um fram- komu afgreiðslufólksins í verzl ununum og á öðrum opinber- um stö'ðum, og oftast til ein- hverrar gagnrýni. Eg hygg, að það hafi ekki verið að á- stæðulausu, enda þótt stund- um hafi gagnrýnin líka verið óréttmæt, eins og gengur. Nú langar mig til að bæta 'hér við og undirstrika þau tilmæli, að afgreiðslufólk setji metnað sinn í að koma sem þægileg- ast fram við eldri sem yngri, en á ’þvi vill oft verða nokk- ur misbrestur. Það er einmitt i þetta, að gamla fólkið kvartar undan opinberum starfsmönn- um, verzlunarfólki, afgreiðslu- mönnum ýmiskonar, og jafn- vel bílstjórum, sem þó mundu senailega standa sig bezt í þessum efnum, ef út í það Sýnum gamla fólkinu og börnunum kurteisi um að stilla útvarpstækin rétt Lær- væri farið. — Vel get ég við- urkennt, að gamalt og nöldur- samt fólk sé oft mjög þreyt- andi fyrir afgreiðslufólk í verzlununum, og þarf svo sem ekki gamalt fólk til. En við þessu er ekkert að gera annað en sýma kurteisi og þolinmæði. Börnum á líka að sýna rétt- læti. Það er með öllu ófært a'ð láta viðskiptavin bíða í röð inni lengur en réttlátt er bara fyrir það eitt, að hann er ekki fermdur — eða ekki kom inn á þatin aldur, að hann sé ibúinn að temja sér dð brúka munn. OG SVO ER það eitt, sem mig langar til að minnast á. Það er útvarpið á opin- berum stöðum, veitingahúsun um til dæmis. Nú er í sjálfu sér gott og blessáð, að eig- endur veitingahúsanna skuli hafa hugsun á því að skemmta gestum með útvarpsefni, þótt misjafnt sé. En hér kemur til kasta afgreiðslufólksins og annarra þeirra, sem um viðkomandi veitingahús eiga að sjá. — Oft er útvarpið ekki annað en gestunum til ama. _ Vitanlega er ekki hægt að gera öllum til hæfis. En á sumum stöðum hér í bænum keyrir svo um þverbak, það sem ég vil leyfa mér a'ð kalla beina ókurteisi í útvarpsmis- notkun gagnvart gestunum, að ekki getur gengið lengur. Þarna er kanaútvarpið látið garga daginn út og daginn inn. Kannske fæst skrúfað frá íslenzka útvmrpinu aðeins með an fréttir eru, en það er alveg undir hælinn lagt. Og enginn veit, hvenær afgreiðsludömun- um þóknast að stilla yfir á ameríska gargið aftur. Nú get ur enginn bannað því af- greiðslufólki sem er þannig andlega innréttað að hafa gaman af „útvarpsefni“ Kefla vikurstöðvarinnar. En ham- ingjan góða, er nokkur mein- ing í því, að tugir manna á veitingasal kveljist andlega, ef ekki beinlínis líkamlega, til þess að smekldaust þjónustu- fólk geti haft vissa tegund af amerískum hávaða fyrir eyrunum? — Nei, það er me'ð öllu ófært. Hér vería gestirnir sjál'fir að taka í taumana, og' iþað hefi ég reynt fyrir mitt leyti með þessum línum. Svo er það að lokum eitt. Það er mjög algetigur Ijóður á ráði fólks, því miður, að það virð- ist ekki kunna að stilla út- varpstæki rétt. Þetta er fyrst og fremst kæruleysi og tillits- leysi. Það er hörmung að heyra t. d. góða tónlist, hvort heldur hún er klassísk eða skemmtitónlist, í illa stilltum útvarpstækjum. Og illa er stillt á útvarpsstö'ðina ís- lenzku, ef ekki heyrast úr ihenni skemmtilegri hljóð en berast manni úr kanaútvarp- inu þegar það er skárst! — X—8463.“ .

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.