Þjóðviljinn - 20.05.1953, Page 6

Þjóðviljinn - 20.05.1953, Page 6
8) — 1>JÓÐVILJINN — Miðvikudagur 20. maí 1953 IMÓÐVÍUHIN OtgefancU: Sameiningarflokkur alþýðu t— Sósíalistaflokkurirm. Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg. 10. — Sími 7500 (3 línur). Ágkriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17 smnars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljane h.f. Eigendaskipti á hækju Árið 1949 skrifaði Hannibal Valdimarsson greinaflokk í blaöiö Þjóövörn og lýsti þar AlþýÖuflokknum sem hug- sjónalausu værltæru hækjuliði. Rakti hann hvernig flokk- urinn gengi til skiptis á mála hjá andstæðingum sínum gegn staögreiöslu en heföi algerlega misst sjónar á forn- um hug'sjónum sinum og stefnumiðúm. Nýjustu dæmin um þessa sönnu lýsingu blasa nú viö. UndanfariÖ hafa staðið yfir samningar milli ráðamanna Framsóknarflokksins og Alþýðufloklcsins um samvinnu í kosningunum í sumar. Frá Alþýðuflokksins hálfu er þaö ’helzta keppikefliö aö fá afhent atkvæði Framsóknar- flokksins á ísafirði, þar sem frambjóðandi Alþýðuflokks- ins er í mikilli hæ'ttu, en í staöinn eiga svo Alþýöuflokks- menn aö afhenda atkvæöi sín í ýmsum þeim kjördæmum þar sem Framsóknarmenn eru tæpastir. Öfl eru þessi viðskipti í nánasta samræmi viö lýsingu Hannibals Valdimarssonar 1949. Undanfarin ár hefur Framsóknarflokkurinn veitt forustu einhverri verstu og óvinsælustu ríkisstjórn sem þjakaö hefur þióöina. Rík- isstjórn þessi hefur sérstaklega gert sig bera aö fjandskap við alþýöu bæjánna, og einmitt ráöherrar Framsóknar- flokksins hafa lagt mikla áherzlu á þaö stefnumiö. Mættu öllum vera í fersku minni skrif Tímans í desem- berverkföllunum miklu þegar segja má að blaðið froðu- felldi daglega af heift og hatri. Þaö mun vera í þakklætisskyni fyrir þessi verk og þessa afstöðu sem Alþýðuflokkurinn ætlar aö fyrirskipa kjós- endum sínum í ýmsum kjördæmum að kjósa forustuflokk ríkisstjórnarinnar. Og ekki er aö efa áö þaö er þaulhugs- að mat á hinni „ábyrgu stjórnarandstöðu“ sem veldur því að Framsóknarmönnum á ísafirði er skipáð að reyna að koma formanni hennar á þing. Tíminn fer í gær ekkert dult meö skilning sinn á þessum viðskiptum. Hann segir orörétt í ritstjórnargrein í gær: „Forkólfar Sjálfstæðisflokksins eru að verða að athlægi um land ailt vegna þess hve iila þeim tekst að leyna óttanum við það að einhver samdráttur kunni að eiga sér stað milli Framsóknarflokk’sins og Alþýðuflokks- ins. Hver stórfyrirsögnin hefur rekið aðra í Morgunblað- inu um þennan óttalega oröróm og bera þær ótvírætt með sér, að höfundar þeirra eru hinir óttaslegnustu. ... Forkólfar Sjálfstæðisflokksins eru hræddir um að þeir séu búnir að missa hækjuna. Hér skal ekki um það dæmt hve réttmætur sá ótti er. En hann er hins vegar ótvíræð sönnun um það, live mikilsvert það hefur verið forkólfum Sjálfstæðisflokksins að geta stuðzt við hækjulið Alþýðu- flokksins. Þess vegna geta þeir ekki leynt óttanum við það að þessi hækja kunni að vera töpuð“. Samkvæmt lýsingum Tímans hafa þannig órðið eig- endaskipti á hækju. íhaldsforsprakkamir hafa misst hana í bili, en Framsóknarforkólfarnir hreppt hana gegn stað- greiöslu — bæði í atkvæöum á ísafiröi og stórlánum frá Sambandi íslenzkra samvinnufélaga og Olíufélaginu h.f. Eftir er að sjá hversu margir þeir óbreyttu flokksmenn eru sem vilja láta brodda sína nota sig þannig sem hækju sem föl er hæstbjóðanda á hverjum tíma.. Þau viöskipti hafa hefnt sím í hverjum kosningum undanfar- iö, og eins mun verða nú. Einn af boðberum band arískrar menningar. Ættförðin umfram alít ísland, Island, ó, ættarland þú aldna gyðjumynd . . . K. Jónsson . Eg er einn af þeim, sem lengst hef dvalið af æfinni í sveit. Eitt af þv.í sem mér verður einna minnisstæðast, frá iþeim árum, iþótt ég væri þá lítið farinn að hugsa um þjóðfélagsmál — var sá lifandi áhugi bænda og búa- liðs á því . sem . við kom sjálf- stæði landsins og einkanlega ut- anríkisroálunum. Þeir fylgdus't lika óvenju vel með öllum slíkum máliun, þrátt fyrir skilyrði til þess mjög af skornum skammti, ef miðað er við það sem nú er. Slíkt fyrir- brigði stendur mér ávallt fyrir hugskotsjónum síðan, sem menn- ingartákn islenzkrar bændastétt- ar á 'þeim árum. í ihvert sinn og gest bar að garði 1 þann tíð og talið barst að þvi, hver stæði bezt á verði í utanríkismálum þjóðarinnar, gagnvart Dönum, þá færðist nýtt líf í þessa vinnulúnu menn. Þeir réttu úr bognum bökum og aug- un skutu eldingum. — Þetta var þeirra mál, heilagt mál, hafið yf- ir alla eiginhag&muni, hugsjónin sjálf. — Sagan um sjálfstæðisbaráttu ís- lendinga, við Dani, fram til 1944 sýnir, þrátt fyrir skiþtar skoðan- ir, að yfir henni 'hvilir, öðrurr þræði, mikill glæsileiki. — Á þeim árurn litu bændur þannig á þessi mál, að ekki kæm: til máia að kiósa ' þann þing- mann aftur á þing, sém að þeirrr dómi hefði að eirihverju leyt' brugðizt í sjálfstæðisbaráttunn: við Dani. — Síðan iþetta var, hefir margt breytzt í þjóðmálum fslendinga. Stjórnarfarslegu sambandi við í Dani slitið 1944, og stórveldi vesturheims, Bandaríkjunum, gef- inn kostur á, fyrir atbeina ís- lenzkra stjórnarvalda, að ná fs- landi undir sig, bæði fjárhags- lega og landfræðilega. Að þessum óhappaverkum hafa þeir unnið í sameiningu, bæði ljú&t og leynt: Framsóknarflokk- urinn, Sjálfstæðisflokkurinn og ALþýðuflokkurirtn. Þessi verk þeirra eru: að leyfa hersetu í landinu á friðartihmm og að ' leyfa BandarikjunUm að hafa hér töglin og hagldimar í aðal- fjármálum landsins. sem leitt ’hefir til sívaxandi dýrtiðar og atvinnuleysis. Iðnaðurinn hefir •verið lagður í rústir með þvi að leyfa Ðandaríkjunum innflutning inn i laridið á vörum sem hægt var að framleiða hér inanlands. Afleiðing slíkrar fjámiálastefnu er þegar farin að kreppa að land- búnaðinum. Minnkandi kaupgeta verkamanna og kaupstaðabúa þýðir minnkandi markaði fvrir landbúnaðarvörur, framleiðslu 'bændanna. Nú er því svo kom- ið málum, að framtíð og tilvera íslenzku þjóðarinnar er í veði, ef ekki er stungið yið fótum. —■ Aldrei hafa verið háðar j'afn örlagaríkar kosningar á íslandi og þær sem í hönd fara. Fari svo að sömu flokkar fari með völd áfram þýðir það vaxandi dýrtáð, áframhaldandi landssölu og stofnun innlends hers, út- þurrkun islenzks þjóðernis. — Bænda-ráðherrann, Hermann Jónasson, hefir áreiðanlega meiri áhuga á því að stofna innlendan her, en á málum bænda yfirleitt. — Það þarf enginn að spyrja, sem þekkir stjórnmálascguna, frá þeim tímum, þegar barábtan var sem hörðust við Dani, hvað gömlu bændurnir gerðu. Eins og nú er komið málum, mættu þeir líta upp úr gi'öfum sinum og greiða atkvæði við næstu kosningar. Þeir mundu þuri’ka þá fourt af Alþingi, sem stóðu að landssöiu- samningnum fræga frá^ 30. marz 1949, hvort þeir tilheyrðu Fram- sóknarflokknum eða ekki. — — 'ffittjörðin umfram allt — var belrra ofcjörorð. En nú spyrja margir: Hvað 'hugsa 'bændurnir nú á því herrans ári 1953, i sjálfstæðismáium þjéðarinnar, á tímum bcka, blaða, útvarps og tækni? Þeir láta lítið til sín heyi-a. en ef eitthvað ihefir verið þá vix-ðist það fremur neikvætt málstað íslands. — Og hitli mað- ur þá og taki tali, snýst tal þeirra eingöngu um þeirra eigin hagsmunamál. Framsóknarþing- menn og forráðamenn þeirra hafa nú síðan þeir komust i stjórn 'þyrlað upp áróðri og rússa grýlu fyrir bændur, svo þeir misstu siónar á málum málanna, sjálfstæðismalunum , og tækju þess vegna síður eftir. því að Framsóknarmenn væru að svíkja íslenzku þjóðina. Framsóknar- flokkurinn hefir stutt Sjálfstæð- isflokkinn í öllum verstu óhappa- verkum, sem framin hafa verið í íslenzkum þjóðfélagsmálum á síðustú árum, og ber því ábyrgð þeirra, frammi fyrir þjóðinni, án hans var íhaldið máttlaúst. Þetta eru stór orð, en þau erú sönn og sagan mun staðfesta- þau. En þrátt fyrir allan áróður útvarps og folaðá, vona ég og allir þeir sem aettjörð sinni unna, að ís- lenzkri bændamenningu sé ekki svo illa hrakað, að hún hafi misst sjónir ó því sögulega og menn- ingarlega 'hlutverki sem afar og feður þeirra héldu svo glæsilega á lofti og báru fram til sigurs á sínum tíma — — . Nú styttist óðum til kosninga og kosningar snúast fyrst og fremst um ísland, landið mitt og landið þit't, hvort íslenzka þjóð- in fær að búa ein' í sínu landi sér til þroska og menningar, eða hún . verður undirokuð nýlendu- Iþjóð Bandaríkjanna um aldir.— Þess .vegna. eru þessar kosning- ar þess. eðlis,. að enginn má. láta þrörjg' sjónarmið, flokkssjónarmið i’áða, heldúr íslandi allt: Sósíalistaflokkurinn h'efur einn staðið á verði um'íslenzkan mal- stað ög "sjá-lfstæði á' s'íðustu ,.ár- um og þess vegna honum einum treystandi í þessum málum. Að Isíðustu ætla ég að' enda þessar líijui- með trú og trausti á foændur og búaiið þéssa lands, að flestií hugsi eins' og bóridinn og skáldið i Borgarfirði. 'Hann talar við son ,sinn: Hér bjó afi og. amma eins og pabbi og mamrna. Eina . ævi og skamma eignast, hver um sig, — stundum þröngan stig. En þú ótt að muna, alla. tilveruna. að þetta land á þig. Ef að 'illarl vagítir ' inn 'urn 'myrkragættir 'r ibjóða svikásættir, syó sem löngum ber við í heimi tór, þá er éi jjörf að velja: þú m!á£t aldrei Selja það úr hendi þér. Svlpall.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.