Þjóðviljinn - 20.05.1953, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 20.05.1953, Blaðsíða 8
•8)' — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 20. maí 1953 N ÝK 0 MN AR /- EKLENDAR BÆSVR D. Caruso: Enrico Caruso his life and death. Steinbeck: Ö,st for Paradis. Consteau: The silent world. Bertrand: Napoleon at St. Helena. Haslip: Lucrezia Borgia. Lin Yutang: Famous Chinese short stories. Pirenne: A History of Europe. The atomic age. Europe lin pliotographs. I believe. o.fl. o. fl. X Hafnarstræti 4. — Simi 4281. Er fluttur með verzlun mína og verkstæöi frá Laugaveg 68 að Laugaveg 47 Hef nú eins og áður alls konar minjagripi og lampa úr íslenzku birki. Skezma, pergament, plasfik ©g silki. Ennfremur húsgögn frá Húsgögn Co. Smiðjustíg 11. Bjareii Bjarnason Hljómleikar í Austurbæjarbíói í kvöld og annað kvöld klukkan 11.15 e.h. Sex manna hljómsveit YIC ASH skipuð fremstu jazzleikurum Englands. Söngkona: IUBY J0HNSON. Aðgöngumiðar seldir í Hljóðfærahúsinu og Illjóð- færaverzlun Sigríðar Helgadóttur. Jazzblaðið RITSTJÓRI. FRÍMANN HELGASON Reykjavíkurmótið vann Lið Vals: Helgi Dan., Magn- ús Snæ., Jón Þórarins., Gunnar Sigurjóns., Sveian Helga, Haf- steinn, Gunnar Gunnars., Ein- ar Halldórs., Hörður Felixson, Sigurður Sigurðs. og Guðbrand- ur. Lið KR: Guðm. Georgsson, Hreiðar Ársælsson, Guðbjörn, Hörður Felixson, Helgi H. Helga, Steinar Þorsteins., Þor- björn Friðriks., Sverrir Kjærne sted, Hörður Óskars, Gunnar Guðmannss. og Atli Helgason. Mörk Vals gerðu: Sigurður 1, sjálfsmark 1 og Hafsteinn 1. Dómari var Hannes Sigurðs- son. Ahorfendur voru um 1200. Þessir gömlu 'keppinautar touðu ekki upp á létta og lei-k- andi knattspyrnu. Þetta var meira af kröftum gert án þess iþó að leikurinn væri á neinn hátt ljótur eða ódrengiiegur; spörkin há og mikill kraftur í þau lagður og hlaup sem þeirn fylgdu buðu oft upp á spenn- atidi úrslit, og mörg gáfust tækifærin á báða bóga, sem illa nýttust. Valur lék undan nokkrum vindi í fýrri hálfleik og lá þá nokkuð á KR, sem þó gerði nokkur allnærgöngul áhlaup. Fyrsta mark leiksins kom eftir 13 mín. og setti Sigurður það eftir hornspyrnu frá Guð- brandi. Litlu síðar eiga KR- ingar góða sóknaraðgerð fyrir framan mark Vals sem setti vörn Vals útaf laginu, en skot Atla fór framhjá. Næsta mark Vals kom á 41. mínútu, er Einar skaut, en knötturinn lenti í varnarmanni KR og hrökk í eigið mark. Hálf leiknum lauk með sóknarlotu frá KR þar sem Atli endar með föstu skoti, sem lendir í hliðar- netinu. 1 síðari hálfleik lá meira á Val og skall 'hurð oft nærri ihælum. Hörður Felixson (KR) á skot rétt yfir þverslá og Atli litlu síðar, sem Helgi verður að slá í horn. Á 24. mín. gerir Gunnar Gunnarsson hesidi (kæruleysi?). Guðbjörn spypnir langt fram Þorsgötu 1 — Sírni 7510 Skrifstofan gefur allar upplýsingar varðandi kosningarnar Kjörskrá liggur frammi Flokksfélagar og aðrir, sem þurfa upplýsingar varðandi kosningarn- ar, eru beðnir að hafa sem fyrst samband við skrifstofuna. Skifstoían er opin kl. 10-10 völlinn. Sveinn hafði sleppt Herði frá sér og misreiknar knöttinn svo Hörður hefui elik ert ánnað að gera en elta liann og skjóta óverjandi ímark2:l. Gunnar Gunnarsson átti nokkur tækifæri en þau mis- notuðust öll. Var leikurinn jafn og mikil tvísýna hvort Val tækist að halda forustunn5 •eða KR að jafna. En .á, þessu varð engin breyting þar til á 43. mín. að dæmd er vítis- spyrna á KR og gerir Haf- steinn mark fir henni. Eftir gangi Ieiksins er 3:1 of stór sigur fyrir Val. Leikurinn hefði eins átt að enda 2:1 og jafntefli var ekki langt frá lagi, og með örlítiö. lakari markmanni hefði getað farið ver. Helgi varði skot sem aðrir markmenn hcr hefóu eklti gert. Vöm Vals á góða ein- staklinga en skiptingar öftustu varnarinnar mættu vera betri og öruggari. Leikur Sveins sem miðframvörður er of opinn og sleppir miðherjanum alltof oft úr umsjá. Annars er Sveinn foft skemmtilega með í leikn- um. Framlínan er nokkuð sein nerna Gunnar Gunnarsson sem gerði Guðbirni oft lífið erfitt með leikni og liraða. Leikur KR var mun betri en móti Fraih. Helgi 'H. var miðframvörður og gerði því allgóð skil, enda var Hörður Felixson honum ekki erfiður. Hreiðar staðsetur sig vel og er að verða sterk- ur bakvörður. Vinstri útherj- inn, Atli, nýliðinn er leikinn og gerði margt laglega, og þætti mér ekki ólíklegt að þeir Gunn- ar Guðmaneisson með sína kunnáttu gætu með samstöðu sýnt góða leiki. IJrslitaleikur þessa móts fer fram á morgun og keppa þá Fram og Valur en þau félög 'hafa engum leik tapað. Getur það orðið skemmtilegur leikur, ef Fram tekur upp svipaðan leik og móti KR og ef Valur nær sínum bezta leik. C0:0) Lið Fram: Magnús Sigurðs- son, Karl Guðm., Bj. Guðm., Hilmar Ólafsson, Haukur Bj., Guðm. Jónsson, Gskar Sigur- bergsson, Karl Bergmann, Dag bjartur Egilsson, Kristján ÓI- afsson, Sigurður Svavarsscn. — Lið KR: Guðm. Georgsson, Helgi Helgason, Guðbj. Jóns- son, Hörður Felixson, Steinn Steinsson, Steinar Þorsteinsson. Hreiðar Ársælsson, Sigurgeir Guðmannss., Hörður Óskars- son, Gunnar Guðmannsson og Atli Helgason. Mörkin settu: Sigurður 2, Kristján 1 og Hauk ur 1 fyrir Fram, en Steinar og Hörður fyrir KR. Dómari var Halldór Ó. Sigurðsson. Eins og sést á niðurröðun liðanna hér áð ofan hafa orðið nokkrar breytingar á þeim og þó sér- staklega hjá Fram til mikils batnaðar. Framliðið tók uppá því að leika saman, menn tóku að leita að næsta manni og hann að gera sig tiltækilegan. Þetta var rauður þráður gegtu- um leikinn þótt útaf bæri við og víð. Þetta gaf Frömurum tækifæri til að skjóta á mark. Það gaf þeim líka trú á leik sinn og þeir urðu frískari og kraftmeiri en venjulega; höfðu meira gaman af að leika knatt- spyrnu. KR lét ekki af löngu spyrnunum og datt sýnilega ekki í hug að reyna að mæta þessari óvæntu árás með stutt- um samleik og hröðum skipt- ingum, og virtist allt KR-liði'ð miður sín í þessari viðureign, og stafaði þáð fyrst og fremst af því að þeir eiginlega fundu aldrei hvem annae. Það einkennilega skeður þó að það eru KR-ingar sem gera fyrsta markið og gerði Steinar það með mjög föstu og góðu skoti um 4 min. af síðari háifleik. Ekki mínútu síðar er dæmd vitisspyma á KR, sem Haukur Bjartiason gerir óverjandi mark úr. 5 mín. síðar gerir KR aft' ur mark. Var það Hörður Ósk arsson sem skoraði úr föstu skoti. Fram jafnar örstuttu síð- ar með föstu skoti frá Krist- jáni Ólafssyni og þar við sat í 20 mín. Þá skorar Sigurður eftir að Kristján hafði skotið í þverslá en knötturinn hrokkið út á völl aftur, en Sigurður fylgdi fast eftir. Rétt fyrir leikslok spyrnir Sigurður stór- spyrnu í áttina að marki KR en Guðmundur reiknar knöttinn skakkt út og hann hoppar yfir hann og í markið. Kristján Ól- afsson var óvenju góður í þess um leik og átti góðan þátt í mörgum samleiksaðgerðum. Dagbjartur með sinn frískleik notast betur sem miðherji en sem útherji. Hilmar Ólafsson var styrkur fyrir liðið. Guð- mundur Jónsson á ábyggilega betur heima sem framvörður en framherji og gerði þeirri stö'ðu nokkuð góð: skil. Virtust þeir báðir góðir tengiliðir milli sók- ar og varnar. Karl Guðmunds- son hefur ekki enn fundið fyrra árs getu; í síðari hálfleik mátti þó sjá af og til tilþrif scm mincitu á okkar gamla góða Karl. Svipa'ð er að segja um Magnús í markinu, hann hefut’ ekki enn fengið það öryggi sem hann hafði í fyrra. í KR-liðinu var það helst Gunnar Guðmannsson sefn eitt- hvað sýndi. Steinn Steinssón Frtímhald á 11. síðu. AIK — Göteborg 1 Degerfors — Elfsborg 1 GAIS — Djurgárden x Jönköping — Örebro 1 Fredrikstad — Brann 1 Viking — Skeid (x) 2 Varegg — Strömmen 2 Árstad — Sarpsborg 2 Sparta — Larvik (1) 2 Lílleström — Asker (1) 2 Lyn — Raniheim 1 Sandefjord — Odd 1 (2) Kerfi 16 raðir. Framhald á 9. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.