Þjóðviljinn - 02.06.1953, Síða 11

Þjóðviljinn - 02.06.1953, Síða 11
Þríðjudagur 2. júní 1953 — ÞJÓÐVILJINN — (11 Grein Finnboga Rúts Framhald af 7. síðu. ið um sig meðal þjóðarinnar, að framtak og áræði manna hafi bilað, — að kyrrstaða hef- ur komið í stað athafna, — latvinnuleysi í stað gróandi at- vinnulífs nýsköpunaráranna, — að 3000 menn hafa flúið út úr íslenzku atvinnulífi í hernáms- vinnu á Keflavíkurflugvelli. Fjöldi manna hefur enn hug á að koma upp nýjum atvinnu- fyrirtaekjum - við hverskonar framleiðslu. Þeir berjast árum saman við að fá leyfi. Fjárhags- ráðs, —og fá • neitun . i stað hvatningar. Um lán í bönkum er ekki að ræða. sÞað. þarf að ■byggja að minnsta kosti 150(j íbúðir á hverju éri. Fjárhags- ráð var látið banna íbúðar- byggingar þangað til stjórnar- liðið varð svo hrætt við óvin- sældir þess, að það þorði ekki að halda því uppi. Þá var far- ið að íeyfa 80 ferm. smáíbúð- ir. Þá kom þörfin í ljós. Á annað þúsund slíkar íbúð- ir eru nú í byggingu, E.n menn fá ekkert fé að láni til þe(ss áð koma þeim upp. í öðrum löfidi1 um sér hið opinbera um' að menn eigi greiðan aðgang að eltíkum' tánum, «!U að. 80—90% i af. byggingarkostnaði. Eg flutti á Alþingi frv. um að útvegaðar væru 15 milljón- ir til slikra lána. Stjórnin svæfði það frv. en veitti loks ins;.4 milljónir í fyrra. Nú hef- ur hún heimild til að útvega 1.6 ,, milljónir í þessu skyni. Fimmtán hundruð mánns að minnsta kosti bíða með hálf- gerð hús. En ékkert ber á því enn, að stjórri'in ætli neitt að gera í þessu, hvað sem verð- ur fyrir kosningarnar. (Síðan hefur loksins verið auglýst að menn geti sótt um þessi lán). Eg veit, að þið, eins og ann að heiðarlegt fólk, ei-gið bágt með að trúa því, að stjórn- endur landsins vinni vísvitandi gegn hagsmunum þjóðarinnar. En hvaða skýringu hafið þið á því, að fyrir bein.ar ráðstafan- ir stjórnarinnar, stendur hvers konar brask og okur, öll milli- liðastarfsemi sem hugsazt get- ur í fullum blóma, — en höfuð- atvinnuve-gir þjóðarinnar, sjáv- arútvegur og iðnaður, og kjölfar þeirra vitanlega land- búnaðurinn, berjast í bökkum — þeir fá hvorki fjármagnið né vinnuaflið. Það er engu lík- ara, en að það sé verið að sannfæra þjóðina um það markvisst að það borgi sig ekki ö-g sé ekki vel séð, — að ís- lenzkir menn leiti þar efíir lífsstarfi sínu. Það er ekki enn komið svo langt, að blöð og ráðamenn stjórnarflokkanna lýsi fyrir- litningu sinni á þei-m sem starfa að þessum -atvinnuvegum, Á sjómannadaginn er sagt rétti- lega, að sjómannsstarfið sé göfugt starf, og unga fólkinu er enn sagt, að ræktunarstörf- in í sveitunum kalli á það, og það vantar ekki krókódílstárin yfir stundarerfiðleikum ís. lenzks iðnaðar, — en um leið tala allar ráðstafanir sem gerð ar eru af hálfu stjórnarvald- anna öðru máli. Þær se-gja: Láttu þig ekki dreyma um það, ungi maður, að eignast bát og ger.a hann út, — og vertu eltki iað eyða árum þínum sem háseti á fiskiskipi. Fáðu þér vinnu á Keflavíkurflugvelli! — Og þú, sem hefur látið þér detta í hug að koma upp fram- leiðslufyrirtæki, t. d. í nýrri grein iðnaðar, — settu heldur upp verzlun og seldu innflutt- ar iðnaðarvörur. — Og segja ekki fordæmin við þann sem hefur tekið mark fögrum orð- um um göfgi ræktunarstarfa sveit: fíallaðu þér heldur að samvinnuverzlun — þar kom. ast menn áfram. Taktu þér Vil- hjálm Þór til fyrirmyndar! Það er fullkomið öfugstreymi í þróun íslenzkra atvinnumála síðustu 6—7 árin. Fjárniagni og vinnuafli er vísvitandi beint frá höfuíatvinisuvegdm þjóðar- innar, sem öil framtíð hennar og sjálfstæði byggist á, — fjár- magninu að hreinu fjármála- braski og fjárglæfrum, — vinnu affnu að skaðlegum og þjóð- hættulegum vígbúnaði. Skýringiii á þessu öfug- streymi er sú, að þupgamiðja veáanna í þjóðfélagjny er í nöndum verzluriar- og fjármála- braskai’a eins og Björn Ólafs- sonar og Vilhjálms Þór. En ein- mitt þau öfl eru opnust ö, ginkeyptuát fyrir arherískúm á- hrifum, sem stefna að því ao ger,a þjóð okkar ósjálfstæða nýlenduþjóð, sem algjörlega er komin upp á árrleríska náð. Og slíkir- ■„nið'tlrrifsmerini‘ eru ísl.- sósíalistar, að þéir krefjast þess, að íiés'éári Öfug- þróun sé snúið -við,: og þjóðin' snúi sér. aí.tur að uppbyggingtí atvinnuvega , sinna, að þráður- inn frá nýsköpunarárunum verði aftur tekinn upp að þvá leyti: Öllu fjármagni og vinnu- afli þjóðarinnar verði beint að höfuðatvinnuvegum hennar. Við höfum tækin að mestu leyti. Við þurfum að skapa atvinnu vegunum öruggan starfsgrund- völl, og það er hægt, ef það er gert að aðalmarkniiði stjórn- arstefnunnar. En það er sú krafa, sem á, að mínu viti, að ganga og mun ganga sem rauð- ur þráður gegnum alla bar- áttu Sósíalistaflokksins í þess- um kosningum, og um það er ég honum algerlega og' afdrátt. arlaust sammála. Haustið 1949, þegar kosning. ar fóru siðast fram, lágu fyrir hátíðlegar yfirlýsingar og eið- .ar 3 ráðherra íslenzkra um það," ,að sjálfur utanríkisráð- herra Bandaríkjarina hefði lýst því yfir í embættisnafni í sam- bandi við inntöku íslands í Atlanzhafsbandalagið, að aldrei skyldi til þess koma, að það yrði svo mikið sem farið fram á það við Islendinga, að hér yrðu herstöðvar á friðartím- um. En allir frambjóðendur þriggja flokka kepptust um að sverja þess dýran eið, að þeir mundu aldrei taka í mál að samþykkja slíkt, þótt fram á það yrði farið. Hvað gerðist? 43 þingmenn þessara 3 flokka, allir alþm., nema þingmenn Sósialistaflokksins, samþykktu hernám íslands í maí 1951, þvert ofan í alla sína eiða, og þvert ofan í stjórnarskrá lands- ins, sem þeir hafa lagt dreng- skap sinn við að halda. Afleiðingar þessa mesta glap- ræðis, sem íslenzkir stjórnmála menn hafa framið um langan aldur, hafa ekki látið á sér standa. Hverskonar menningar- spjöll, ómenning og f*pilling streymir frá þeirri meinsemd, sem nú er að teygja sig um og leggja undir sig mestallan Reykjanesskaga. Líf mörg hundruð ungra kvenna hefur verið eyðilagt. En mér er stundum spurn, hvort þessar vesalings stúlkur leggjast lægra en þau íslenzku stjórnarvöld sem hér eiga hlut að máli. Hafa íslenzkir menn nokkurn tíma legið hundflatari fyrir dönsku valdi en ráðherrar okkar og „vamarmálanefnd“ með sýslu- manni í Gullbringu- og Kjós- arsýslu' í broddi fylkingar fyr- ir hinu ameríska valdi nú? Stjórnarliðið hefur réynt að verja eiðrof sín um það að hér yrðu aldrei herstöðvar á friðar- tímum með því, að nú væri _ekki friðartímar, heldur sirið. Nú standa - heimsmálin þann- ig, að hver skýni borinn maður sér, að það verður alveg ómögu legt fyrir hernaðarsinna og stríðsspekúlanta að koma af stað hemsstyrjöld a. m. k. næstu misserin. Þó að einstaka stjórnmálaspekúlantar séu enn að reyna að berjast gegn þess- ari staðreynd, þá hafa stríðs spekúláritarnir sjálfir viður- kennt hana.' Öll hlútábTéf í víg- ' vélaiðnaðihum f1" Árnérilcu’ ’ éru íalliri í verði. Svo nc.mrir þús. milljóna. Amérfsku ■ 'stórkapí- tálistarniþ sjálfir 'sjóy ’ áðþað eri ekki hægt að koma af- stað styrjöld í bráð. ’En hvað gerist þá hér? Það er aðeins verið að bíða með það fram yfir kosn- ingarnar að hefja fyrir alvöru hemaðarundirbúninginn og víg- búnaðarframkvæmdir á íslandi Það á að byggja nýja og geysistóra flugvelli, landshöfn- inni í Njarðvikum á að breyta í herskipahöfn, til þess að flytja hættuna frá Reykjavík, segir Tíminn. Nú á hernárp íslands fyrst að fara að hefjast fyrir alvöru! Við vitum hvaða háski bíð- ur þjóðarinnar, ef ekki verður veitt viðnám. Við vitum nú af reynslunni, að með öllu öðru, léiðir hernámið af sér eyðilegg- ingu íslenzks atvinnulífs: Engum stendur Það nær en ykkur hér á Suðumesjum, að sjá og skilja þessa hættu, og ég veit að þið gerið það. Síðustu mínútunum af ræðu tíma mínum i þetta sinn. vil ég verja til þess að minnast .á það málið, sem í mínum aug- um er eitt stærsta sjálfstæðis- nrál þjóðarínnar í dag, og er þó mikið í húfi á öðrum sviðum Það er landhelgismálið. Eg veit að þið eruð þar vel á verði, og það er einmitt vegna þess, að þeir vita það, stjórnarherrarn. ir, að þið látið ekki bjóða ykkur nein svik'í því máli, að þeir hafa gætt sin nokkuð bet- ur þar en í öðrum málum, og ■munu gera það, a. m. k. fram yfir kosningar. Eg hef alltaf álitið, að það væri höfuðnauð- syn í því máli, að um það væri haldið fullri einingu þjóðarinn- ar, og það ekki gert að flokks- pólitásku deilumáli, um nein at- riði, sem talizt geta aukaatriði, þó því aðeins að þar yrði aldrei hvikað Um fet í aðalatriðum. En í þessu máli hefur verið stigið eitt háskalegt víxlspor. Það er að bjóða upp á það að réttur okkar til landhelg- innar, sem er réttur okkar til aí lifa, verði lagður undir úr- skurð erlendra manna. Eg veit, að sumir segja: „Verðum við ekki að beygja okkur undir al- þjóðalög í því efrnt^En því er til að svara, að það eru engin alþjóðalög til um fiskiveiða- landhelgi! Víkkun laridhelginn- ar er okkur lífsnauðsyn sem þjóðar. Án hennar getum við ekki lifað, sem fiskiveiðaþjóð. Þar gegnir allt öðru máli en um Norðmenn. Þeir eiga aðal-. Jiskimið sín innan ; skfjrjagarðs síns,. og þgirra-j mál, rftemfiíi^ var fyrir Haagdómstólinn, var ekkert spursmál um lif eða dauða þjóðarinnar. En það er okkar landhelgismál. Okkur ber engin skylda til að leggja okkar la’ndhelgismál fyrir alþjóða- dómstól og það eru engin al- þjóðalög til, sem heimila að dæma réttinn til að lifa af einili smáþjóð. Eg íýk nú máli mínu til ykk- ar yijjjq?§ld. Eg geri það. ekki með ósk til ykkar um að kjósa mig, Eg vona að þið hugsið málin fram að kjördegi. En það vil ég benda ykkur á, að atkvæðin hér í Gullbringu- og Kjósarsýálu verða þung á met- unum. Það verður tekið eftir því, jafrivel meira en í öðrum kjördæmum landsins, hvort stjórnar- og hernámsflokkarnir auka fylgi sitt hér, eða ekki. Ef sjómenn og útvegsmenn, verkamenn og bændur hér á Suðrirnesjum veita hernáms- flokkunum aultið brautargengi, þá vita þeir, að það má bjóða þeim meii;a hernám, meiri yf- irgang liersins hér og annars staðar. ■ Þá. vita •stjórnarflpkkarnir, að þeim er óhætt að halda áfram sömu stefnu gagnvart atvinnuveguniiin, óhætt að hafa sjávarútveginn að hornrcku beina fjármagninu áfram í brask og gróðabrall, balda við milliliðaokri og skattpíningu. En það skuluð þið vita, að þgð er hægt, ef andstæðingar stjórnarstefnunriar og hernáms- ins fá nóg aukið fylgi, að “snúa s’.efnunni við. SK1PA11TGCRC> RIKISiNS Hekla austur um land til Seyðisfjarð- ar hinn 6. þ.m. ’ Tekið á mótí flutningi til bryggjuhafna milli Fáskrúðsfjarðár og Seyðis- fjarðar í dag og á morgun. Frá Seyðisfirði fer skipið beint tiL Bergen. I»orsteliiii fer til Króksfjarðarness í kvöld. Vörumóttaka órdegis. .sgslriiUaiéa mpr fer til Vestmannaeyja í kvöld. Vcrumóttaka daglega. Flóabáturinn byrjar ferðir í dag og fer fyrst um sinn eima ferð vikulega á 'þriðjudögum um Strandaihafnir milli Ingólfsfjarðar og Hólma- víkur með sama fyrirkomulagi íog áður. S t fer til Flateyjar á Breiðafirði i kvöld. Vörumóttaka árdegis. Getraimaúrslit Framhald af 8. síðu. urii Norðmanna og Svía lýkur á sunnudag, 7. júní. Fer því hver að vcra síðastur að ,tippa‘ að sinni. I ágúst verður þráður- inn tekinn upp að nýju með byrjun enska leiktímabilsins um miðjan ágúst. ÍJífereiMð að Jaðri. Getum bætt við nokkrum bprnum í blóma- og trjárækt. Bjarai Kjacfansson Bergjþórugötu 11. — Sími 81830. Yfirlýsing Framh. af 6. síðu. flokksins“ og ekki gengið í hann. Hann er ákveðinn fylg’ismaður andspy rnuhreyf ingai’insnar, sat' a'Ia fandi Þjóðarráðstefnunnar og flutti þar erindi. Hann var einn af þeim mönnum, sem vildi samvinnu Þjóðvarnarmanna og andspyrnuhreyfin'garin'nar, en þegar Þjóðvarnarmenn einangr- uðu sig taldi Hallgrímur vinnu- brögð þeirra óhyggileg og ólík- leg til sigra, en sneri sér héilli og óskiptur sem fylgismaður and- spyrnuhreyfingarinnar. Hinsveg- ar hafa Þjóðvarnarmenn reynt að blekkja fólk með því að aug- lýsa Hallgrím formann Þjóðvarn- arfélagsins, en þar er átt við gamla Þjóðvarnarfélagið sem Hallgrimur var kosinn formaður- í fyrir nokkrum árum og er núi úr sögunni og ekki í neinunr- tengslum við hina nýju Þjóð- varnármenn: Slík blekkingar- tilraun verður Þjóðvarnarmönn,- um s'ízt til framdráttar. Þegar Hallgi’ímur Jónassors! kemur lieim 18. júní n.k. ef lianw rá?inn til fyi’irlestraferða fyrir andspyrnuhreyfinguna. G.M.M. i■; :V5 y. V .V iViÍ i '

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.