Þjóðviljinn - 06.06.1953, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 06.06.1953, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 6. júní 1953 A.J.CRONIN: •fr Litir, pensiil og pappír eru afbragðs leikföng:. Fyrst i stað verða r.iyndir barnanha íuröulegur hrærigrautur, en l>að er óþarfi að liafa f.ið á því, því að það er aðeins til að varpa skug-ga á starfsgleðlna. Srnátt og smátt ná þau leiknl og þessi vinna er ekki aðeins bæði til skenuntunar og þroska fyj'ir börnin, heldur getur árangurinn verið m.tög lærdóiniikur fyrir fullorðna fólkið, sem getur lært margt um börnin af teikningum þsirra. XSn þetta starf útheimiir svuntu, svo að barnið þurfi ekki sííellt að óttast reiði niömmu, vegna þess að iitur kemur i fötin. Lélegur vsnnusfóll er hœffu- legur heílsunni Þegar konur þreytast óeðli- lega miki’ö við vinnu stafar það oft af því að illa fer um þær. Það er ekki sama á hverju konan situr og hvernig hún sit- ur. Víða sitja kpnur :á koilstólum við vinnu, vegua þess að þœr geta þá hreyft sig óhindraðar. En það er ekki hcppiiegt. Þeg- ar fólk situr or óþægilegt að þurfa að beygja sig og teygja í allar áttir . til þess áð þurfa að ná í hlutina og leggja þá frá sér. Þá er starfið i!’a skipu lagt. Og kollstóll getur orsak- að bakverk því að hryggvöðv- Fenð vasilsfia þega? þið « ¥@10 SEIS Nú hafa svonafndar ever- glaze-blússur þ jkað næ’on- og perlon b!ússunum. aftur fyrir sig. Að sögn verzlunarfó’ks þreytist fólk fljótlega li hvítum nælcci og perlonb'ússum, vegna þess að þær fengu á sig grá- leitan blæ, þegar farið var að þvo þær oft. En þá hefur ekki veri’ð notuð rétt aðferS við að þvo þær, og það sakar sjá’f- sagt ekki að taka. það fram énn einu sinni. að hmt.t næ,nn Framhald á 11. síðu. Baímagnstakmörkan HJ. 10.45-12.80 I-auxardagair 6. júní HHðarnar, Norðurmýri, Rauðarár- holtið, Túnin. Teigarnir, íbúðar- faverfi við Laugarnesv. og Klepps- jregi og svæðið har norðaustúr af. arnir. verða fyrir ofreynslu. þegar ekkert styður við bakið. Margs konar góðir vinnustól- ar hafa verið smíðaðir. Aðal- kröfurnar sem gera verður eru þessar: 1. Hæcin á stólnum veður að vera rétt. Þcgar konan sitr ur verður hún að geta stigið í gólfið með öllum fætinum. Ef háir stólar eru nauðsynlegir, verður að vera á þeim fótafjöl. 2. Stólbakið verður að vera færanlegt. Allt of oft er stól- bakið uppi undir herðablöðum, en það er mesti misskilningur. Það á að vera mun lægra en al- mennt er álitið, því að það er sjálft mjóbakið sem þarf stuðn- ing. Og það er þýðingarmikið að stójbakið sé hreyfanlegt og það má ekki vera of breitt. Og það er mikill kostur a'ð það sé bólstrað. 3. Sætií' verður að vera þægi- legt í laginu. Það má ekki vera of lítið og ekki alveg flatt. ■heldur þarf það að vera haakk- laga eins og skóarastóll, svo a.'ð líkamsþunginn dreifist á rétt- an hiátt. Gætið þess að brúnin að framan sé ekki of hvöss, þvi að það getur órsakað verki í lærunum og náladofa. Helzt þarf sætið að vera klætt ein- hverju mjúku. Það er aldrei nógsamlega í- treka'ð að vinnustóllinei sé góð- ur. Það eru engar ýkjur að margar icnaðarkonur hafa féng ið slæma starfssjúkdóma vegna þess að það hefur átt að spara í þessum efnum. Á stEtfiftarlegri strönd ekki verið kyrr um borð, hugsaði hann. Mér er það ómögulegt. Þessar hugsanir breyttust í ákvörðun í skjótri svipan. Hann greip hattinn sinn, fór út úr klefanum og í land. Loftið var svalt; hann hægði gönguna; hann gekk framhjá tollskýlinu og inn á torgið. Þar nam hann staðar. Allar búðir voru lokaðar; skrautlýst veitinga- húsið vakti hjá honum óhug; liann var innan um framandi fólk. Hvað átti hann að gera? Umhverfís hann gekk fólk fram og aftur undir pálmunum. Karlmennirnir og konurnar gengu hvort í sínu lagi; tveir aðskildir straumar. Það var enginn ys og þys; fólkið virtist aðeins njóta kvöldloftsins. Návist pestarinnar virtist engin f \ áhrif hafa á borgarlífið. Rósemi og áhyggju- leysi mótaði allt; enginn liafði áhyggjur af morg undeginum. Um stund stóð Harvey og horfði kringum sig; svo gekk hann rösklega af stað aftur. En eirðarleysið gagntók hann. Hann gekk út af aðalgötunni, úr ljóshafinu, inn í þröngar, krókóttar götur, og við eina bugðuna blasti við hct.ium gömul og fornfáleg bygging. Það var kirkjan, og þangað fór hann. Guðsþjónustu var nýlokið; inni var vaxlykt og reykelsisilmur, nokkrar konur krupu við altarið, álútar og hreyfingarlausar. Hann stóð grafkyrr og óljós þrá gerði vart við sig í huga hans. Hann sá fyrir sér kirkjuna eins og hún var fyrir mörgum ár- um; í eyrum hans hljómaði fótatak kjnslóð- anna. Hann gekk hægt af stað eins og maður Sém leitar að einhverju — ef til vill friði. Hann stanzar öðru hverju, horfði á útsaumaðar skikkj ur, helga dóma, mjaðmarbein Klemens páfa. Og svo kom hann að fánunum. Fyrir framan hann héngu tveir fánar sem teknir höfðu verið. af Nelson í umsátinni um borgina. Hann horfði á fánana og hugsaði um hendurnar sem haldið höfðu á þeim fyrir löngu. Og hann fylltist skyndilegri löngun til að snerta hrjúfan dúkinn. Hann ikitlaði í fingurna; einhver óljós þjáning gagntók hann, — og þó var það ekki þjáning. Einhverjar ólýsanlegar tilfinningar gripu hann þegar hann sá þessa fána; einhver blanda af þunglyndi og harmi yfir hinu horfna. Svo var þetta liðið hjá. Hann gat ekki skilgreint þessar kynlegu tilfinningar, en þær skildu við hann óróan og dapran. Hann sneri sér við, gekk út úr kirkjunni og stóð tvíráður á slitnum þrepunum. Nú var orð- ið dimmt. Utan af hafi var kastljósi beint inn yfir borgiria og andartak stóð hann í skærri 'birtu. Það minnti hann á hugsanir hans rétt áð- an; óvæntur bjarmi, sem hvarf jafnskjótt aftur. Að baki var skuggaleg kirkja. Og hvað var framundan? Hann gekk niður þrepin og valdi af handahófi götu sem lá meðfram sjónum. Hann fann sárt til einstæðingsskapar síns. Og hann langaði til að komast undan. Hann fór að hugsa: Hvað gengur eiginlega að mér ? Ég verð brjálaður ef ég kemst ekki undah sjálfum mér. Og um leið gekk hami yfir steinlagða götuna og fór inn í uppljómað kaffihús við hliðina á gam- alli skipaverzlun. Þetta var óvistlegur staður, skuggaleg krá, lág til loftsins. í henni var steingólf, borðin úr óhefluðum viði. I loftinu hékk olíulampi. Við drykkjuborðið stóð ungur snöggklæddur Spán- verji og borðaði hart brauðið og olífur. Við og við sneri hann sér við og spýtti steinunum aft- ur fyrir sig; það var hans kurteisi að snúa sér undan meðan hann spýtti. Á trébekkjunum sátu nokkrir viðskiptavinir, eintómir karlmenn af því tagi, sem sést venjulega í hafnarkrám. Þeir horfði forv'.tnislega á Harvey um leið og hann settist. Og hann horfði á þá á móti. Hann fann til undrunar yfir því að hann skyldi vera kom- inn þama inn; þetta var skrýtinn ferill; úr skipinu og í kirkjuna; úr kirkjunni og í ikrána. En átti þetta ekki fyrir honum að liggja ? Þetta var ekki eingöngu vilji hans sjálfs og ekki til- viljun heidur. Það var vilji örlaganna að hann væri staddur í þessari krá á þessum tíma. Það var hann sannfærður um. Þjónninn færði honum glas af víni og dró fæturna í stórum strigaskóm eftir gólfinu. Hann þurrkaði af borðinu með óhreinum klút, setti glasið á borðið, tók við peningunum með móðg- unarsvip og sneri sér aftur að olífunum. Harvey sat álútur og horfði á dimmbrúnt vínið. Svo tók hann upp glasið og tæmdi það. Það var ekkert að óttast — þetta var honum engin nauðsyn lengur. Það var hann einnig sannfærður um. Hvemig hafði lionum nokkru sinni dottið í hug að áfengi væri einhver lausn? Nú hvarflaði það ekki að honum! Allt hafði breytzt; sjálfur var hann allur annar maður. Hann andvarpaði og leit upp og tók viðbragð. Maður stóð í dyrunum. Hann stóð um stund og horfði aftur fyrir sig. Svo steig hanin inn fyrir. Það var Corcoran. Hann kom strax auga á Harvey. Þeir störðu hvor á annan, svo kom Coreoran, hlammaði sér niður í stól og þurrkaði svitann af enni.iu. Góða skapið hans virtist hafa orðið að víkja; hann var sorglega dapur á svip; andlit hans var rykugt og með rákum eftir svitatíma ,eins og hann hefði verið á eilífum þönum. Án þes-> að segja orð við Harvey bað hann þjóninn um drykk, stakk vasaklútnum í vasann og færði stólinn til, svo að hann sæi dymar. Hann saup gúlsopa úr glasinu um leið og það kom og þurrkaði sér um munninn með handarbakinu; svo fékk hann sér annan sopa, dró djúpt ard- ann og stundi. Loks brosti hann en það var hikandi bros og í því voru leifar af nýafstaðinni gremju. „Það er gott að hitta þig“, sagði hann og hristi höfuðið. ,,Og sem ég er lifandi, við hefð- um sjálfsagt ekki sést framar hérna megin grafar, ef lappimar á méir væru ekki í lagi.“ „Hvað er á seyði?“ spurði Harvey. „Á seyði?“ stundi Corcoran. „Þetta er vand- ræðastand, allt saman. Og allt er það Bob Sinnott að kenna, þótt ég ætti sjálfsagt ekki að segja það um hann dáinn og grafinn." Harvey horfði iþegjandi á hann. Fyrir andar- taki höfðu hugsanir hans snúizt um forlögin og mátt iþeirra. Hann hafði þótzt sjá vitrun sem hann taldi víst að væri með skilaboð til hans frá fortíðinni. En þá var það ekki annað en þessi Iri, sem kvartaði um að einhver Sinnott væri „dáinn og grafinn“. Hann hreyfði sig ó- rólega í sætinu; bældi niður andvarp og sagði loks: ,,Er það hann sem þú kallaðir prófessorinn ?“ „Sá er maðurinn,” hrópaði Jimmy í uppnámi. „Það var hann sem narraði mig hingað, skrif- aði og bauð mér félagsskap og lofaði mér gulli og grænum skógum —■ guð veri sálu hans náð- ugur. Hann sagðist eiga skemmtistað skammt i uuu oc awm Austfirzkur maður var að tala í síma milli Keyðarfjarðar og- Fáskrúðsfjarðar. Þegar því var loklð, sagði símamærin honum, hvað sím- talið kostaði og svo væri kvaðning að auki. — Ja, mikill fjandi, sagði maðurinn. — Eg lield að ég hefði ekki kvatt hann svona vand- lega, ef ég liefði vitað, að það kostaði eittlvvað sérstakt. I>að hafðl komið fyrir, að mjólkurpósturinn iiafði gleymt að fara með mjólkina upp á þriðju hæð til frú Maríu. Morgun elnn, þegar frú María kom fram á stlgapaliinn, sá hún mjólkurpóstinn í faðmlög- um við vinnukonuna á annarri hæð. Hrópaði hún þá niður: — Nú gieymið þér mér líklega ekki, mjólkur- póstur! ,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.