Þjóðviljinn - 30.06.1953, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 30.06.1953, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 30. júní 1953 — ÞJÓÐVILJINN — (51 Reis upp írá krefjast arfs Maður sem verið héfur talinn dáinn í fimrotán ár gaf sig um daginn fram og gerði tilkall til arfs eftir föður sinn. Joseph Foote, sonur fyr.rverandi svertingjaþræls, fór frá Alexandr ia í bandaríska fylkinu Virginia árið 1912 vegna þess að honum féLl ekki við konu sína. Síðan spurðist ekkert til hans fyrr en um daginn er hann kom á fornar slóðir og sagðist hafa séð það í blaði að boðnir hefðu verið 750.000 doilarar fyrir landspildu, sem faðir hans keypti fyrir 500 dollara er hann fékk frelsi sitt eftir þrælastríðið. Þá kom á daginn að konan sem Foote strauk frá hafði fengið um ■það dómsúrskurð árið 1938 að hann skyldi .teljast látinn. Löfræðingar mannsins reyna nú að fá þeim úrskurði hnekkt svo að Joseph Foote verði aftur lög- lega lifandi og geti tekið við arfshlut sínum. Ðanir sel ja Rúss- um smjör Hvaðanæva berast fréttir um ný og aukin viðskipti milli Sovétríkjanna og Vesturlanda. Nýlega sömdu Finnar um kaup á 400.000 lestum af korni frá Sovétríkjunum og nú hafa Danir samið um sölu á 6 millj. kg. smjörs þangað.^Viðskiptin fara fram á mánuðunum júlí- sept. n.k. og er þetta ein mesta sala, sem orðið hefur á dönsk- um landbúnaðarafurðum á ein- um ársfjórðungi, þegar við- skipti Dana og Englendinga eru undanskilin. Enn er verið að semja um heildarsamning milli Danmerkur og Sovétríkjanna og hafa Sovétríkin lagt til, að skipzt verði á vörum að verð- mæti 175 millj. d. kr. hvora leið. Smjörkaupin ein nema að upphæð milli 40-45 millj. kr. ríkjamenn é brolt Brezki þingmáðurinn S. O. Davies úr Verkamannaflokkn- um hefur krafizt þess að sendi- ráði og ræðismannsskrifstofum Bandaríkjanna í Bretlandi verði lokað og að bandaríski flug- heriiui, sem hefur stöðvar í Bretlandi, verði fluttur tafar- iaus á brott. Davies, sem er þingmaður námumannakjör- dæmis í Wales, segizt bera þessa tillögu fram „vegna þeirra breytingar, sem orðið hefur á afstöðu manna hér- lendis til Bandaríkjastjórnar". Kennslustund í Ijábrýningu V Ætlar að byrja nýtt líf eftir hólfa öld í fangelsi Grimmilegar hýðingar í æsku hrundu honum út á glæpabraut 72 ára gamall danskur maöur, sem eytt hetur fimmtíu arum æfi sinnar í fangelsi, hefur nú veriö látinn laus. Hann ráögerir að fara til Höföaborgar í SuÖur-Afríku og setia þar á stofn verzlunarfyrirtæki fyrir þaö fé sem hann hefir sparaö saman í fangelsinu. í Afghanistan í Mið-Asíu höíðu menn aldrei séð orf og Ijá fyrr en sérfræðingur frá Matvæla- og iandbúiiaðarstofnun SÞ færðu þeim þessi tæki. Áður höfðu aíganskir bændur noíast \ið sigðir við slátt. Svissneski IándbúnaðarsérfræðíngUrinn dr. Willi Sommerauer er hér að kenna tveim afgönskum bændum að brýna Ijá. Horitioitsp valda því að koitisr og geldii&gar verði sköllóít Víða um lönd er nú auglýst j við skalla sem einu sinni er og selt lyf vio hárlosi og skalla kominn ef hann stafar af því og halda framleiðendumir fram að hárkirtlamir eru dauðir. að þar sé loks fundið ráð sem dugi við þeim algenga kvilla karlmanna. Vísmdamenn þykjast liafa komizt að raun um að skaili stafi af skorti á hormón- um, sem mikið myndast af í lokuðum kyrtlum kvénna. Skalli er eins og kunnugt er mjög fátíður hjá komun og sömuleiðis geldingum.1 Nýja lyfið á að innihalda einn af þessum hormónum. Vis- itidamenn staðfesta að þeir hafi getað einangrað einn af þeim homiónum, sem stjórn hárvextinum, en þeir vara menn við að setja mikið traust á þetta nýja Iyf hvað sem aug- lýsendurnir segja. Jafnvel þótt það kur.ni að vera rétt að hár- vaxtarhomióninn sé í lyfi þeirra sé engin trygging fyr- ir að hann einn megni neitt við hárlosi og skalla. Hinsvegar segjast vísindamenn vonast til að frekari rannsóknir á hár- vextinum beri með tímanum þann árangur að hægt verði að koma í veg fyrir hárlos. Ilkis- vegar teija þeir engin ráð duga Japasiir fiunda afbrot bernámstiSs Lögreglan í Tokyo hefur birt skýrslu um afbrot bandarískra fcermanna gegn Japönum hernáinsárin. AIIs er um að ræða 14.264 afbrot frá 1945 þangað til í mars 1953. Flestar eru nauffganir en síðan koma þjófnaðir, rán, líkamsárásir og morð. Af þessum afbrotum hafa 3000 verið framin síðan í íyrra, þegar friðarsamningur var gerður og hernámsliðið breyttist í ,,varnarlið“. Öldungurinn, Mozart Lindberg að nafni, skýrði dómaranum, zem átti að skera úr um hvort hann yrði látinn laus eða ekki, frá fyrírætlunum sínum, ef hann yrði frjáls maður, og mæltj á fjórum tuagumálum, jnsku, frönsku, þýzku og T'” tku. Þessi utlendu mál hafði hann lært að tala reiprennandi ’iia löngu fangavistarár sín. Hann var upphaflega dæmd- ur í 3 árr. betrunarhúsvinnu Gongur 200 Loftfimleikamaður í Frakk- landi, Etienne Marcheso að nafni, meiddist um daginn á fæti. Hann er þó ekki af baki dottinn heldur fann hann upp nýja íþróttagrein, sem aðeins reynir á handleggina. Er hann byrjaður göngu á höndunum alla leið frá Dijon til Besancon en milli þeirra borga eru 200 kílómetrar. Marchesi fer 10 km í áfanga. Fyrsta kílómetranti gekk hann á 40 mínútum en þegar sólin fór að hita malbikið á veginum dró úr ferðinni og ekki bætti reykurinn úr bOun- um ,sem fram hjá fóru, úr skák. Eftir níu kílómetra hand- göngu, sem tekið hafði þrettán klukkutíma, lét kappinn það gott lieita fyrsta dagitin. árið 1903, en þegar eftir að hann hafði afplánað þá refs- ingu, hjó hann mann i höfuðið með öxi og var þá dæmdur í 16 ára tugthús. 1920 var hann frjáls maður í nokkra mánuði, en var aftur dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir rán. 1938 var honum hleypt úr fangelsinu og skömmu síðar réðst hann á prest einn, setti hann í tré- kassa, negldi fyrir og ók hon- um burt aftan á vörubíl. Síð- an hefur hann setið í fangelsi. Verjandi hans telur, að þessi ömurlegi æviferill eigi rót sína að reltja til þess, að Lindberg var fyrir síðustu aldamót, þá unglingur að aldri tvivegis dæmdur til að þola tuttugu vandarhögg fyrir minniháttar afbrot. Lié SJangs ler Irá Hiirma Eftir mánaðar viðræður hiafa fulltrúar Burma, Bandarikjanna, Thailands og stjórnar Sjang Kaiséks á Taivan orðið sammála um hvcrnig haga skal brott- flutningi þeirra hersveita Sjangs, sem herjað hafa í norðurhéruð- um Burrna undanfarin ár, siðan þær flýðu þangað frá Kína eftir ósigur herja Sjangs í borgara- styrjöldinni. Liðið verður flult með flugvélum frá Burma til Thailands og þaðan til Taivan. Vélar sem læra af reynsltmni smíðaðar, aðrar sem auka kyn sitt fyrirhugaðar Vísindamenn við háskólann í Cambridge í Bretlandi hafa smíðað flókna reikningsvél eöa. vélheila, sem þeir segja aö hafi sýnt hæfileika til aö læra af reynslu sinni. Véiin er í notkun í stæröfæröideild háskólans. Vísindamennirnir segjast hafa getað kennt vélinni skilyrðis- bundin viðbrögð, hliðstæð þeim sem rússneski lífeðlisfræðing- urinn Pavloff syndi fram á hjá hundum, svo sem þegar munn- vatn fór að renna hjá þeim við bjölluhljóm eftir að bjöllu hafði um nokkurt skeið verið hringt í hvert skipti sem þeim var gefið að éta. Vél brezku stærðfræðinganna er þannig gerð að hún getur prentað allar tölur frá 0 til 7 þegar rafstraum er hleypt á haaa. Stjórnandinn valdi töl- una þrjá og hleypti straumi á vélina svo að hún prentaði hin- ar og þessar tölur. Við aðrar tölur en þrjá opnaðist rafauga og straumurinn til vélarinnar minnkaði. Eftir nokkurn tíma var svo komið að vélin prcntaði enga aðra tölu en þrjá hve veikur sem straumurinn cil hennar var liafður. Vélmús í leit að osti. Vísindamenn í Bandarikjun- um segjast hafa smíðað ekki mjög frábrugðna vél. Þar er það vélræn ,,mús“, sem látin er leita, að „ostbita“ um völ- undarhús. Þegar hún er éinu sinni búin að finna leiðina fer hún hana rakleitt í annað skipti og er því langtum fljótari að læra en venjuleg mús. Vélarnar geta þetta vegna þess að þær eru gæddar nokk- urs konar minni. I þeim cru hlutar, sem geta tekið við vitn- eskju og síðan notað hana þeg- ar þörf krefur. Telja vísinda- menn að eftir því sem þessir minnishlutar eru fullkomnaðir muni verða hægt að framleiða vélheila, sem ekki taka mjög mikið rúm. Vélheilarnir hafa þegar verið notaðir við að leysa reikningsdæmi, sem mena hefðu verið mánuði eða ár að reikna með venjulegum aðferðum. Vélar sem tefla skák. Dr. Claude E. Shannon, sem vinnur á rannsóknarstofu Be!l símafél. í Bandaríkjunum og hefur vélheilana að sérgrein, segist hafa smíðað vélar, sem mátuðu hann í skák. Þegar spurt er að því, hvort þessar vélar hugsi, svarar hann að það fari eftir því hvað átt sé við með hugsun. Af eigin reynslu segist hann geta sagt að smíðaðar hafi verið vélar, sem beita almennum reglum (svo sem í skák) af svo mikilli leikni að höfumdar þeirra sjá ekki við þeim. Elífffarvél. Annar visindamaður, dr. John von Neumann, hefur sýnt fram á það stærðfræðilega að hægt er að smíða vél sem býr til nákvæma eftirmynd af sjálfri sér, það er að segja eykur kyn sitt. Starfsbræður von Neumanas viðurkenna að frá fræðilegu sjónarmiði sé ekkert sem mæli í móti þeirri kenningu hans að hægt sé að gera vél sem vinni úr umhverfi sínu efni og smíði úr þeim hluti er hún siðan setji saman í eftirmynd af sjálfri sér, sem fyrir sitt leyti taki strax að vinna að annarri eftirmynd og svö ko’.l af kolli.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.