Þjóðviljinn - 30.06.1953, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 30.06.1953, Blaðsíða 6
G) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 30. júní 1953 þlÓOVIUINN Ctgefandi: Bamelnlngarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaóamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarnl Benediktsson, Gu5- mundur Vigfússon, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg. 19. — Sími 7500 (3 iinur). Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. IX annRr« staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljane h.f. _______________________________________;----' * Kosningarnar Fyrir þessar kosningar lagó'i Sósíalistaflokkurinn meg- jnáherzlu á þá nauðsyn þjóðarinnar ao koma á sem víð- tækastri einingu gegn hernáminu og hei námsstefnunni í efnahagsmálum. Slík þjóðfylking ætti að beina allri orku sinni að þessum megihverkefnum, en láta öll þrengri flokkasjónarmið víkja á meðan; sjálf tilvera og heill þjóðarinnar ylti á því að henni tækist að koma á slíkri samvinnu. Þessi stefna Sósíaiistaflokksins átti sér hinn víðtækasta hljómgrunn, og flokknum bættust mikilhæfir banda- menn, sem unnu hin ágætustu störf, en því miður auðn- aðist andstæðingum hernámsins þó ekki að samein- fist á þennan hátt í kosningunum. Þaö var stofnaður sérstakur flokkur, Þjóövarnarflokkurinn — ekki til áð sameina, heldur til að sundra. Aö flokki þessum stóðu annarleg öfl, þótt fylgismcnnirnir og ýmsir forustumanna geröu sér það ekki ljóst. Þessi flokkur beitti öllum rök- semdum sósíalista og endurtók málflutning þeirra allan, en hann bætti einu við: rússagrýlu afturhaldsins. Hann lýsti yfir því aö flokkur verkalýössamtakanna væri ekki samstarfshæfur vegna grýlu þessarar, jafnhliða því sem hann átti engar röksemdir til aðrar en þær sem fengnar voru aö láni hjá sósíalistum. Við almenning hélt hann svo hinu fram að þessi baráttuaöferð sundrungarinnar væri hin vænlegasta til árangurs; þennan nýja flokk myndi kjósa fjöldi fólks sem kæmi frá hernámsflokkun- um en fengist aldrei; til að kjósa sósíalista; með þessu móti rnyndu þúsundir koma til skila sem týndust meö öðru móti. Reynslan talar nú sínu mál/ um þessa röksemda- færslu og sannar að Þjóövarnarflokknum auðnað/st þaö oitt að sundra; svo til hvert atkvæð/ sem honum var greitt var frá sósíalistum komið; það er klofn/ngurinn e/nn sem blasir við sem árangur þeirra manna sem að þessu óþurftarverk/ stóðu. Og sagan er ekki nema hálfsögð með atkvæöatölum. Allir vita hver áhrif klofningur hefur á baráttuliug al- mennings, og hvílíkur fengur hann er andstæðingunum. Þetta hefur nú enn einu sinni sannazt á áþreifanlegasta hátt. Klofningiir vinstriaflanna hefur fært íhaldinu sig- urinn í þessum kosningum, sigur sem er líkastur því að endurvakinn draugur fortíðarinnar grúfi: sig yfir al- þýðu landsins. Þessi sigur er jafnframt afleiðing annarrar klofningsiðju. þeirrar sem íeiötogar Alþýðuflokksins hafa illu heilli ástundaö innan verkalýöshreyfingarinnar á undanförnum árum. Einnig olli það verulegu um kosningaúrslitin, að margir láta andstöðu sína viö ríkisstjórn eingöngu bitna á þeim iiokki sem fer með stjórnarforustuna, enda hagnýtti í- haldið þá afstöðu óspart. Hugur fólksins til stjórnarinnar birtist í því að Framsókn beið herfilegan kosningaósigur, cins og Alþýðuflokkurinn 1949. En þótt þetta sé maklegur dómur, er refsingin skainmsýn; hernámsflokkarnir ailir bera sömu þungu ábyrgöina, og einum veröur ekki refsaö )neð því að kjósa aöra. En fyrst og fremst eru þessar kosningar ósigur fyrir ís- lenzku þjóðina sjálfa. Sósíalistaflokkurinn varaði alvar- lega viö afleiðingum þess ef hernámsflokkarnir sameigin- lega héidu aöstööu sinni eða bættu hana, og Þjóðviljinn vi.ll enn minna á þessi varnaöarorð. Þeir sem nú hafa vsitt hernámsflokkunum brautargengi skyldu minnast ábyrgð- ar sinnar á næstu árum og læra af henni í þetta sinn. í hverri baráttu má búast við stundarósigrum. Þá er verkefniö að læra af iþví sem gerzt hefur og undirbúa nýja,trausta og örugga sókn til sigurs. Þannig mun ís- lenzk alþýða einnig bregöast við þessum kosningaúrslit- um. Meginverkefnin framundan eru að vinna óþrotlega að því aö treysta og efla eininguna sem bezt, einingu verkalýðssamtakanna og einingu allra þeirra landsmanna sem andvígir eru hernáminu. Þótt hernámsflokkarnir muni hlakka næstu daga yfir klofningi þeim sem tekizt hefur að framkvæma, efast ráðamenn þeirra ekki um þrek og baráttuhug Sósíaiistaflokksins; þeir vita aö þáö verður sótt fram á nýjan leik, til sigurs. íslenzk alþýða iætur það verða heitstrengingu sína að vinna upp með -tvíefldu starfi, þreki og fórnfýsi það sem glataöist. Landnemans þrá Ávarp effir Sigfús Sigurhjarfarson, prenfaS i fyrsta sinn i bókinni ,,Sigurbraut fólksins" Þessa dagana eru menn að íá í hendur bók Sig- fúsar Sigurhjartarsonar, Sigurbraui fólksins, úrval úr greinum og ræðum hans. Væntanlega verður skrifað ýtarlega um þessa gagnmerku bók hér í blaðinu innan skamms, en hér er birt sem sýnis- horn stutt ræða úr bókinni, sem er prentuð þar í íyrsta sinn. Þetta er ávarp sem Sigfús hélt, er Æskulýðsfylkingin vígði skíðaskála sinn. Sigfús nefndi ávarpið Landnemans þrá. og því táknræna nafni er fyrsti kafli bókarinnar nefndur, ræður Sig- íúsar og greinar af aðalvettvangi landsmálanna. 1938-1951. Æsliumenn, félasar. Hvérs vegna lögðuð þið land undir fót, hvers vegna Sigfús Sigurhjartarson reglu. Á sviði viðskiptamála þróast ömurleg og svívirði- leg spilling og á vettvangi stjórrmáianna þeysa nié'ur- rifsöil og afturhalds gand- reið á lygum og þvættingi. Allt kallar þelta á land- nemans þrá, allt kallar þetta á menn sem vilja brjóta brautjr, rækta lönd, byggja háreist hús, alit ltallar þetta á menn sem vilja liefja gildi hvers mánns í liærra teldi, menn sem vilja hefja sér- hvern einsta.-íling, sérhverja stétt og þjóðina í heild tU meira manngildis. En það er sagt: Það cr gagnlaust að berjast, menn- irnir eru eins og þeir eru, þjóðfélagið er eins og það er, vilji þinn, vilji minn, bar- átta mín, barátta þín, fá þar engu um þokað. Þessi svör eru álíka vitur- leg eins og sagt væri við manninn, sem gengur út til að rækta Iand: Landið er nu svona eins og ]>ú sérð, því verður ekki breyít. Maðurinn sem gengur út til að rækta landið veit betur. Ef landið er grýtt, tekur hann steina burtu, ef það er of blautt, ræsir hann það fram, ef mold- ina skortir frjóefni þá veit- ir hann henni áburð, og hann VEIT, að þegar hann hefur gert allt þetta, ber jörðin lionum ávöxt, já hundniðí'aUl- an ávöxt. Það Iíf sem viff lifum, það líf sem við sjáum í kringum okkur, er vaxið úr þeim jarð- vegi sem við köllum þjóðfé- lag. Vissulega þarf sá jarð- vegur ræktunar, grýttur er hann og votur og snauður að* frjóefnum. Landnemans þrá krefst þéss af okliur öllum að við ræktu- um þennan jarðveg, krefst |íess . að vlð nemum burtu steina sérhyggju og eigin- girni, hún krefst, þess að við fcllúm úr gildi hiff siðlausa lögmál að eins dauði sé ann- ars líf, hún krefst þess að við í stað samkeppni setjum sam- vinnu, í stað sérhyggju sam- úð, hún krefst þess að við í stað séreignarstefnu auð- valdsins . setjuni sameignar- stefnu sósialismans. genguð þið yfir mó og mel, berandi spýtur og járn, hvers vegna reistuð þið þennan glæsilega skála í fjalladal, fjari-i alfaraleið? Ugglaust má svara þeirri spurningu á marga vegu, en mitt svar er þannig: Landnemans þrá brann ykk- ur í brjósti, og þið voruð henni trú, þit hlýdduð kalli hennar. Sérhverjum heilbrigðum manni er þrá landnemans í blóð borin, það er hún sem knýr mennina til að brjóta brautir um tcrleiði, það er hún, sem knýr þá til að ryffja og rækta lönd, það er hún sem knýr þá til að byggja háreist hús, það er liún ,sem er aflgjafi framfaranna jai'nt í heimi anda geni efnis. Það er mikið lán sérhverj- úm einstaklingi, sérhverri stétt og sérhverrj þjóð að vera trúr landnemans þrá. Það er ykkur mikíð lán aff liafa hlýtt kalli hennar, vegna þess hafið þið reist þennan veglega skála, vegna þess get- ið þið komið hingað frjáls og glöð og skemmt ykkur sem æskunni ber og sæmir. En lííið í kringum ykkur. Horfið á lífiff eins og það er, gaiigið út á stræti og gatna- mót okkar kæru höfuðborgar Reykjavíkur, og sjáið hvað er að gerast. Þúsundum saman búa Reyk- vikingar í iágreistum hreys- um, hernxannaskálum, skúr- um, kjöllurum. Fjöldi manns fyrirgerir manndómi sínum sökum áfengisnautnar og hvers konar vansæmandi ó- JÓN ÞÓRÐARSOX frá Borgiu holti: ársiiss 1944 Við munum hve ljúft var að lifa þann dag-. — — Þær lokkuðu vonirnar ungu, og liigöu sinn (lraum í hvert iag og livern brag, og lotgjörð á sírhverja tungu. Þær ófu sinn draum inn í æslumnar þt’ár, í ótrikviSu starfandi handa, í vorglaða smáblómsins tindrandi tár, í tíbrá um öræfa sanda. ViS munum þann dag og sú minning er góð. NÚ inyrkvast þær vonirnar ungu, er frelsinu er glatað og fallin er þjóð í fjötrana örlagaþungu. Þeir sóru við allt, sem er heilagt og hátt, og hétu því dýrasta, eina, en rufu sinn trúnað og lyppuðust lágt, svo lágt, þegar á þurfti að reyna. En hræddir og sekir þcir lialda sitt strik — í hrapinu að síðustu ienda — með blekliiug (.g lygi, með loforð og svik. Og leiðin er vörðuð til enda. En frjáls skal hún aftur hin íslenzka strönd. Þar eigum við lögum að ráða. Og okkar er viljinn, sem lirýtur þau bönd og brj'nir tll sóknar og dáða, (Ljóðið cr endurprentað hcr vegna prentvillu er varð um daginn).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.