Þjóðviljinn - 30.06.1953, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 30.06.1953, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 30. júní 1953 -4 elmilisþátÉur Plasfmálning er ekki allra meina bóf Doppóttur hattur Það eru ýmsir kyndugir hlut- ir sem konurnar hafa frá upp- hafi sett á höfuðið og kallað hatta og enn þann dag í dag, þegar tízkan er farin að hlíta reglum skynseminnar, er eins og öll asnastrikin fái enn að njóta sín í hattatízkunni. Og margar konur vita ekki sitt rjúkandi ráð þegar þær labba sig út í leit að hatti. Nú eru litlu tauhattarnir að verða alls- ráðandi og þeir eru búnir til úr alls konar mynstruðum efn- um. Rendur og doppur láta mest á sér bera, en rósóttir hattar hafa einnig sézt. Maud og Nanaud hafa gert þennan hvíta hatt ,sem einkum er at- hyglisverður fyrir stóru, svörtu doppurnar. Hrísgrjón má nota til margs Kartöflur eru leiðinlegar á þessum tíma árs, og það er ef til vill tímabært að minna á, að það er hægt að breyta dá- Iítið til með því að bera fram hrísgrjón með matnum endrum og eins. Þau bragðast vel með flestum réttum með kryddaðri sósu. Þau eru góð með karrý, tómatsósu og alls konar sterk- um sósum. Reynið hrísgrjón ef þið erúð orðnar leiðar á kartöflum. Ekki vatsa í undirskálinni Gætið þess hvernig þið vökv- ið stofubiómin þegar veðrið toreytist —- kólnar í veðri — dumbungur tekur við af sól- skini. Oft og iðulega eru blóm ofvökvuð undir þeim kringum- stæðum. Látio plönturnar aldrei standa í of miklu vatni, Blóm- in eiga að fá mikið vatn þegar þau þurfa á því að halda og þá má gjarnan hella vatninu í skálina sem potturinn stendur í, en ef nokkrar mkiútur líða án þess að blómið hafi drukkið upp vatnið í skálinni, hvort sem það kemur nú ofanað eða neðanað, er nauðsynlegt að tæma skálina, því að blómið hefur ekki þörf fyrir meira vatn. Þ^ð eru aðeins fáar plöntur sem þola að standa í vanti í langan tíma. • Rafmagnstakmörkun Kl. 10.45-12.30 Þriðjudagur 30. júní Náfrrenni Reykjavíkur, umhverfi Elliðaánna vestur að markalinu frá Flugskálavegi við Viðeyjar- eund. vestur að Hliðarfæti og það- an til sjávar við Nauthólsvík i Fossvogi. Laufrarnes, meðfram Kleppsvegi, Mosfellssveit og Kjal- wnes, Árnes- os Rangárvallasýslur. Þegar nýtt efn; kemur ó markaðinn kemur það iðulega fyrir -að hrifningin af því er svo mikil iað gömlu efnin hverfa ' alveg í skuggann — þangað til ,,timburmennirnir“ gera vart við SÍ'g. Þannig er því varið með plast- máln'inguna, ekki sízt vegna aug- lýsinganna. Fram að þessu hefur vantað greinargóða, nákvæma skýrslu yfir eiginleika plastmálningar- innar, en í Málarabókinni dönsku, sem Teknologisk insti- tut gefur út, hefur nýlega birzt slík skýrsla. Þar segir m. a. að þessi efni skarj að mörgu leyti fram úr eldri efnum, en þarna sé þó alls ekki um að ræða byltingiu í málningarframleiðslu, iþví að um ýmsa galla sé einnig að ræða. í bókinni er því haldið fram, að sem veggmáining hafi p'ast- máilningin marga kosti frarn yf- ir olí'Umálningu. Hún sé hægari í meðförum, þomi fyrr, en hún teikur' fremur í sig óhreimndi og lögð er áherzJa á það að plastmáining sé óheppileg í ■stiiga. og ganga, þar sem vegg- irnir eru oft snertir, bvi að flöturinn sé mun næmari fyrir óhreinindum. Leibföng Ii&nda bözmmmn Þverslaufan virðist vera að út- rýma hálsbindunum í Englandi, og tízkufrömuðir telja að skýr- ingin sé sú, að karlmenn haldi að þeir sýnist unglegri með þverslaufu. Úr lífi alþýðunnar Framhald af 7. síðu. Og nú var Úranía yfirgefin, en uppskipunarbáturinn með viðnum var sóttur af einhverj- um bát og dregin til Hafnar- fjarðar og er'hann úr sögunni. í næsta straum seig Úranía ofan af skerinu og í skarðið á milli skerjanna og þá mun hún einnig hafa brotnað, og fór botn- inn að mestu úr henni. Nokkrum dögum síðar var hún sótt af báti úr Reykjavík. Mun Hjörtur Fjeldsted hafa verið búinn að kaupa hana. Allan þann tíma sem Úranía var á Klofningi var sama blíðan nætur og daga. En daginn eftir að hún var tekin út gerði suð- vestan rosa og foráttubrim, svo lítið hefði orðið úr henni, ef hún hefði legið þar tveim flæðum lengur. Fimm árum síðar varð annað strand á Klofningi. En þá voru aðstæður aðrar, enda alvarlegri afleiðingar. Um það má lesa í Sunnudegi Þjóðviljans í nóvem- ber 1945. Þorvaldur '»teinason. 56 A, J.CRONIN: Á amaarlegri strösad L=—-■ —............==■ I meira en mínútu hélt hann þessu áfram án Seinna.“ þess að koma verulegu höggi a Harvey. Harvey var alltaf of fljótur að víkja undan. Hann var ótrúlega snar, augu hans voru festuleg og bitur. Ilann kunni ekkert í hnefaleik. En hann vissi, að hann varð að sigra í þessum leik. Á öðru kinnbeini hans var eldrauður blettur; hann andaði gegnum nefið og virtist vera að bíða, alltaf að bíða. Carr reyndi allt sem hann kunni. Merkis- svipurinn var horfinn af honum; hann fann vel hve slpætur hann var. Hann gerði sitt ýtr- asta til að koma höggi á Harvey. Svitinn rann niður með eyrunum á honum; það hrein í tcnnunum þegar hann andaði að sér gegnum munninn. Hann kom þungu höggi á hálsinn á Harvey, náði tökum á honum, lagðist á hann með öllum sínum þunga og kom á hann bragði. Harvey féll í gólfið en spratt samstundis á fætur aftur, hörfaði undan Carr, sem enn hafði tök á honum. Þegar hann heyrði þennan slitr- ótta andardrátt í eyra sér var eins og hann fengi merkið sem hann hafði beðið eftir. Hann sleit sig Iausan. Andartak stóð hann kyrr, lyfti sér á tær, svo beit hann á jaxlinn og æddi að Carr. Það var eins og hann hefði ge\Tnt alla orku sína til þess arna. Hann sýndi enga kunnáttu en hann barðist eins og Ijón. Carr reyndi að koma fyrir sig vörnum, en honum tókst það ekki. Þungt höfuðhögg sendi hann í gólfið. Um stund lá hann á hnjánum, síðan reis hann á fætur, másandi og blásandi. And- lit hans var atað blóði og hræðilegt ásýndum. Flibbinn hans hafði losnað, hárið hékk niður í augu. Og hann var frávita af illsku. Hann þaut tryllingslega að Harvey. Kjálki hans var óvarinn og með ótrúlegum hraða og af öllu afli rak Harvey fram vinstri handlegginn. Höggið sendi fagnaðarstraum upp vinstri hand- legg hans og hann rann út í blóð hans eins og eldur. Þetta var dásamleg stund. Carr féll í gólfið með þungum dynk. Þessu var lokið. Harvej' þurrkaði svitann af enni sér og stóð kyrr og horfði á hann. Með hægð velti Carr sér á hliðina, lá andartak og starði sljóum augum upp í loftið ,svo dróst hann á fætur. Annað auga hans var lokað; það var eins og munnur hans væ’ri fullur af blóði. Hann studdi sig við borðið, hóstaði nokkrum sinnum, þreifaði niður í vasa sinn, tók upp vasaklút og bar hann upp að bólgnum vörunum. „Þetta skal ég muna“, sagði hann með erfið- ismunum og leit út undan sér á Harvey. „Ég er ekki fljótur að gleyma“. „Það er víst engin hætta' á að þú gleymir því,“ greip Jimmy fram í; svo þagnaði hann og gaf frá sér langt fagnaðarandvarp. ,,Þú hefur fengið svo ærlega rassskellingu að hún loðir við þig það sem eftir er ævinnar“. „Við erum ekki skildir að skiptum", hélt Carr áfpam og enblíndi enn á Harvey. „Ég veit hvernig á að fást við þig“. Harvey sagði ekkert. „Þú ert kominn í sjálfheldu", hélt hinn á- fram. „Og cg fullvissa þig um það, að komi eitthvað fyrir frú Fielding, þá verður þú lát- inn sæta ábyrgð. Ég ætla að senda manninum hennar skeyti. Strax og ég hef umboð frá honum, þá tek ég til minna ráða“. Hann sendi Harvey lokaaugnagotu; svo setti hann undir sig hausinn og æddi til dyra. Lyfja- fræðingurinn leit vandræðalega í kringum sig, hneigði sig síðan stirðlega fyrir engum sér- stökum og elti hann eins og hundur. Um leið og hann gekk framhjá, rétt.i Harvey út hönd- ina og sagði lágt: „Skiljið töskuna eftir“. „En senjór“, stamaði maðurinn náfölur. „Lækningatækin mín eru í hemii —“ „Verið óhræddur. Þér fáið hana aftur „Vitaskuld, senjór. Vitaskuld. En ég þarf á þeim að halda. Þegar í stað. Og það er ekki hægt að taka þáu af mér fyrirvaralaust. Við læknamir — verðum að sýna drenglund, senjór, siðsemi og háttvísi“. Harvey tók töskuna einbeittur á svip. Lyfja- fræðingurinn stóð ráðþrota; svo fórnaði hann upp höndum, leit til himins, sagði ekki eitt ein- asta orð og flýði út úr herberginu. Það var and- artaks þögn; svo heyrðist þegar útihurðinni var skellt. Jimmy mjakaði sér til og útsaum- að andlit hans ljómaði af hrifningu. „Sem ég er lifandi", hrópaði liann. „Þetta voru nú slagsmál í lagi. Þessu hefði ég ekki viljað missa af fyrir allt gullið í Klondyke. Það var aldrei að þú dustaðir hann til. Sá fékk fyrir ferðina. Þetta er herlegustu slagsmál sem ég hef séð, síðan Brota-Jói sló Smiler niður. Al- veg var það ljómandi“. Hann snijattaði af fögnuði; hann tók tvisar í nefið; svo þreifaði hanta varfærnislega á blæðandi hnúum Har- veys. „Ekkert brotið, guði sé lof. Þessir svíra- digru delar þurfa mikið áður en þeir fara í gólfið. Herra minn trúr, fyrr mátti nú vera meðferðin. Og gat hann ekki sjálfum sér um kennt ? Átti hann það ekki skilið ? Er allt í lagi með þig sjálfan? Ertu viss um það?“ „Það er allt í lagi með mig“, sagði Harvey. Hann gekk að borðinu, setti töskuna á það og opnaði hana. Eins og hann bjóst við hafði hús. að geyma sæmileg lækningatæki og lyf. iHann lokaði henni aftur, tók hana upp og gekk yfir herbergið. Við dymar leit hann á Cor- coran. „Ég er að fara upp“, sagði hann. „Gerðu það sem þú getur hérna niðri“. Svo gekk hanti út úr stofunni og fór upp í sjúkraher- bergið. XXI. Síðdegis sama dag. Og Corcoran var í eld- húsinu, sem hann hafði ósjálfrátt gert að sínu. Bláleita leirgólfið, stóra opna eldst.óin og stóra hvelfingin í loftinu — smíðuð fyrir fimm öldun, til að taka við reyk af steiktu kjöti — var honum að skapi. En á öllu var svo ömurleg óreiða að jafr.vel honum var nóg boðið. Hann fleygði frá sér jakka og vesti og tók til óspilltra málanna eins og herramanni sæmdi -— tæplega til að gera hreint — heldur til að „setja svolítið snikk á hlutina“, ná í vatnsleka •og skola af örfáum ílátum upp á seinni tímann. Hann blístraði lágt. Honum fannst gaman að þessu — já, svo sannarlega *— það vakti minn- ingar um gamla daga. Og það var einhver notalegur blær yfir þessum stað, sem var hon- um að skapi. Honum leið vel. Állt í einu heyrði hann eitthvert hljóð og leit upp frá vinnu OUJ&r oc CAMWq Lappneska stúlkan hafðl kvatt æskustöðvarnar og var komin tll Óslóar í atvinnuleit. Hún gaf sig fram við mðningarstofu. Frú úr borginni kom þar í vinnulconuleit. Hún áttl eftirfarandi samtal við stúikuna: Kunnið þér að búa til hátíðamat? Nei. En venjulegan hversdagsmat? Nei. Kunnið þér að sauma? Nei. Búa um rúm, þvo og taka tll? Net Hvað kunnið þér eiginlega? lirópaði þá frúin öskureið. Ég mjólka hreindýr. Hefurðu sett gullfiskinn í nýtt vatn? Nel, hann er ekki búinn með það sem hann fékk í gær.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.