Þjóðviljinn - 19.07.1953, Side 6

Þjóðviljinn - 19.07.1953, Side 6
5) -ÞJÖÐVILJINN Sunnudagur 19. júlí 1953 þJÓÐVlLJINN tJtgefandl: Sameinlngarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurlnn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. F'réttastjórl: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustig. 19. — Simt 7500 (.3 línur). Ánkriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavik og nágrenni; kr. 1T Knnars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljane h.f. Á hlnum fjölmenna fundi reykvískra sósíalista síðastliðinn Jtriðjudag kom greinilega í ljós hinn eindregni vilji flokksmanna fyrir því, að snúast við kosningaúrslitunum með nýrri sókn, með meira starfi og endurbættu starfi flokksins,- Um leið og j>eir mörgu félagar, er til máls tóku, ræddu þá erfiðleika, sem Sósíalistaflokkurinn hefur átt við að etja, lögðu jþeir áherzlu á bau verkefni, er biðu hans, þær veilur er hafa verið í s.arfi hans og livernig úr þeim mætti bæta. Afstaða þeirra, s-m sóttu um upptöku í flokkinn eftir kosningarnar, settu sér'itakan blæ á umræðurnar, einmitt vegna þess, að þeir höfðu ákveðið að ganga í Sósíalistaflokkinn til þess að auð- velda honum þá nýju sókn, sem hagsmunir alþýðu og þjóðar- innar krt-fjast, hjálpa honum til þess að efla starfsemina og endurbæto hana. Þessar umræður voru mjög lærdómsríkar. Einmitt í þessu jákvæða liugarfi.ri, þessari heiðarlegu afstöðu ti! eigin starfs, í viljanu.n til að kannast við og lagfæra tafarlaust það, sem ábótavan: er í starfsemi flokksins, felst tryggingin fyrir því ?.ð það áfall, sem Sósialistaflokkurinn hlaut í Alþingiskosning- umirn, verði til þess að hann verði sterkari eftir þær en áður og geti rækt forUstuhlutverk sitt með enn meiri árangri. Það er nauðsynlegt, að þær umræður, sem áttu sér stað i Sósíalistafélagi Reykjavikur, fari fram í öllum flokknum. Þessar umræður þurfa að leiða til jákvæðrar lausnar á þeim verkefnum, sem flokksins og meðlima hans bíða. Það er ekki póg að samþykkja góðar ályktanir og tillögur. Það þarf að ganga strax að framkvæmd þeirra í starfi. Frajnundan eru stór og mikil verkefni. Sósíalistaflokkurinn verður að halda áfram að efla á alla íund baráttuna fyrir sameiningu allra andstæðingá liernámsins og styðja hvert það frumkvæðii sem tekið er í þessari bar- áttu. Alveg sérstaklega er honum ljúft og skylt að vinna ötul- lega að framgangi þess stóra máls, sem andspyrnuhreyfingln hefir nú tekið frumkvæðið að: þjóðaratkvæðagreiðslu um upp- sögn her jerndarsamningsins. Sósialistaflokkurjnn og allir meðlimir hans verða að beina at- hygii sinr.i í enn ríkari mæli að hinum einstöku hagsmunamálum alþýðunnar til lands og sjávar og taka enn öflugri og þraut- seigari forystu en nokkru sinni fyrr fyrir einingu verkalýðs- stéttannnar, faglegri og pólitískri. Sósíalistaflokkurinn verður að leggja enn meiri áherzlu á verndun 'slenzks atvinnulífs fyrir ágangi hernámsstefnunnar og sameina pjóðina til varðveizlu efnahagslegs sem andlegs sjálf- stæðis. En í baráttunni fyrir framkvæmd þessara stóru verkefna, verður Sósíalistaflokkurinn sjálfur að styrkjast meir en nokkru feinni fyrr og þessi efling verður að.vera jöfnum höndum sam- eiginlegt verk forystu hans, meðlimanna og alþýðunnar sjálfrar. Innganga hinna nýju meðlima í Sósíalistaflokkinn þarf að vera fordæmi til fyrirrr.yndar fjölda annarra alþýðumanna um land ailt. Það þarf að gerbrejda störfum sósíalistafélaganna til batn- aðar, efla sambönd þeirra við alþýðuna, auka fræðsluna um sós- ialismanu og þjóðfrelsisbaráttuna og ekki sízt um samhengið milii dægurbaráttu alþýðunnar og baráttunn.ar gegn heraáms- stefnunni. Andstæðingar Sósialistaflokksins halda, að með hinum læ- víslegu sundrungaraðferðum sínum í Alþingiskosningunum hafi þeir gieiU Sósíaiistaflokknum varanlegt högg. En þeir taka ekki allt með í reikninginn og halda sig sterk- ari en þeir eru. Þeir vanmeta ekki aðeins baráttu- og einingar- vilja verkalýðsins og vaxandi andúð þjóðarinnar á hernáminu. Þeir vanmeta öllu fremur þann ákveðna vilja til tiýrrar sóknar, sem er til staðar hjá meðlimum Sósíalistaflokksins og sem einkemidi hinn nýafstaðna fund í Sósíalistaféiagi Reykjavíkur. ' Það er verkefni allra flokksmanna, allra félagsstjóma og annarra ábyrgra stjóma í fiokknum, að tryggja að þessi sókn- arvilji sýni sig í jákvæðu, árangursríku starfi á hinum ýmsu sviðtun, að Sósíalistaflokkurinn verði stórlega efldur á næstunni. Það er þó ekki aðeins verkefni flokksmannanna. Vöxtur og viðgangur Sósíalistaflokksins er brýnasta hags- munamál íslenzka verkalýðsins, íslenzku þjóðarimiar, í bráð og lengd. Kristinn E. Andrésson: Krcafem um fImmvelduiuud Björt sól skein yfir Búda- pest þá daga sem þingið stóð og sendi frá sér heita geisla. Flesta daga var hitinn upp undir 30 stig i skugga og kvöldin h’ý og lygn en rökkv- aði snemma. Hvergi hef ég séð eins margt af veitinga- ■ stöðum þar sem fólk situr undir beru lofti fram eftir á kvöidin og nýtur veðurblíð- unnar. Búdapest er viðbrugðið fyr- ir fegúrð. Hún liggnr báðum megin á bökkum Dunár, og úti i ánni er eyja skógi klædd með baðstöðum, iþróttasvæði, hóteli og fögrum trjágöngum. Fljótið er vatnsmilcið og straumþungt, skógi vaxnar hæðir eða ökrum prýddar á aðra hönd og há fjöll lengra fjær til austurs en suður af borginni víðáttumiklar sléttur. í borginni eru glæsilegar byggingar, m.a. þinghúsið er stendur á fögrum stað við fljótið, og hallir og sumarhót- el gnæfa á hæðum umhverfis og fjöldi myndastytta prýðir borgina. Um 80 hús af hverj- um hundrað báru í stríðslok skemmdir eftir loftárásir, og ailar brýr yfir Duná höfðu verið sprengdar í loft upp. Svo hröð hefur viðreisnin verið að varla sést lengur hús í rústum og fimm stórhrýr eru komnar á fljótið. Hér voru komnir ávextir á mark- aðinn og hverskyns grænmeti og var gaman að koma á sölu- torgin snemma að morgtii. Fólk er vel búið og glaðvært hvar sem komið er, léttur bragur yfir öllu þessa sumar- daga. Fjöldi af ungum stúd- entum og kandidötum voru túlkar okkar eða starfsmenn á skrifstofum til fyrirgrei'öslu fulltrúimum á ráðstefnunni og virtist málakunnátta Ungverja hvergi bresta, og sjö tungur var um að velja á ráðstefn- unni sjálfri. Því miður gafst of skammur tími til að kynn- ast borginni en nægur til þess að hún verður ógleymanleg: fólkið, andrúmsloft og um- hverfi, fljótið. hæðimar, skær- ir dagar, hin kyrra kvöld. Björt von ríkti á ráðstefn- unni þessa júnídaga. Horfur i alþjóðamálum vora fijðvænl. en um langan tima. Vopna- hlé í Kóreu virtist skammt undan. Stórveldin sýndust að því kom.'n að hefja með sér viðræður. Kalda stríði'ð var eins og hljóðnað. Austurþýzka stjórnin hafði stigið djarft skref i samkomulagsátt. Áður en friðarráðstefnan hófst hafði verið ráðgert að tekin yriu þar á dagskrá m.a. Þýzkalandsmálin, styrj- öld;n i Kóreu og krafan um fimmveldafund ,en vegna þess hve viðhorfið hafði hreytzt var að því horfið að ræða hin alþjóðlegu deilnmál undir ein- um lið: samkomulagsumleit- anir og sættir í alþjóðamálum. Jafnframt því að fulltrúar víðsvegar að lýstu málum frá sjónarmiði sinna landa beind- ist þegar höfuðathyglin að kröfunni um stórveldafund þar sem æðstu fulltrúar ríkj- anna hæfu viðræður um deilu- málin með það fyrir augum að gera friðarsáttmála sín á milli. Kom mönnum saman um að svo framarlega sem þeir fengjust til að ræða ágrein- ingsmálin rnyndu upp úr því takast sættir með þeim og jafnframt skapast nýtt vi'ð- liorf i heiminum, afvopnun hefjast og renna upp nýjr timar. Nauðsynlegt er til skýring- ar á hinu breytta ástandi í heimsmálunum að gera í stór- um dráttum grein fyrir bar- áttu heimsfriðarhreyfingarinn ar undanfama mánuði fyrir sáttum miili stórveldanna, fyrir því að Kóreustríðinu sé hætt, Þýzkalandsmálin leyst, og ekki sizt einbeitingu að kröfunni um fimmveldafund. I fyrri grein gat ég um að á fu.ndi friðariá'ðsins í Berlín í ársbyrjun 1951 var tekin sú Önnur grein um friðarráðstefnuna í Búdapest ákvörðun að hefja undir- skriftasöfnun meðai almenn- ings um öll lönd fyrir kröfu um fimmveldafund, þ.e. fund með forystumönnum Banda- rikjantia, Sovétríkja, Stóra- Bretlands, Kína og Frakk- lands, og hafa undirritað þessa kröfu yfir 800 millj- jónir fullorðinna. manna ,eða nærri tvéir þri'ðju lilutar alls mannkyns. Til að herða á þecsari kröfu og afla henni enn meira fyigis meðal þjóð- anna voru háð á síðastliðnu ári fyrir atbeina heimsfriðar- ráðsins tvö alþjóðieg friðar- þing ,anna'ð í Peking i sept- ember, hitt í Vínarborg í des- ember. Þessi þing vora hvort um sig mjög f jölsótt og höfðu gsysileg áhrif ,t.d. var meira ritað i heimsblöðin um Vín- arþingið en þing Sameinuðu þjóðanna þó að Islendingum kunni að koma slikt á óvart. Á Vínarþinginu vora settar fram og skilgreindar þær til- lögur sem úrslitum réðu um að teknar vora npp aftur viðræðurum vopnahlé í Kóreu. Á sama hát't var að nýju fylgt eftir kröfunni um stór- veldafund, lögö á hana megin- áherzla og skipuð seytján manna nefnd frá jafnmörgum þjóðum til að bera fram á- skorun þingsins við rikis- stjórn'r fimmveldanna og ouk þess við ríkisstjórnir allra landa annarra, er beðnar voru að stvðja þessa kröfu. Vínarþingið vakti mikla lirær'ngu út frá sér er bæði Sameinuðu þjóðimar og ríkis- stjórnir ýmsra ianda urðu að sveigja til fvrir. Á þingi Sam- einuíu þjóðanna gerðist sá viðburður í fvrsta sinn um ’árabil að samhykkt var ein- um rómi og me'ð mikhim fögn- uði tillaga er fulitrúi Brasiiíu har fram um að koma sem fvrst á vopnahléi í Kóreu Ekki var heldur tilviljun að um sama lej'ti og nefnd Vín- arþingsins bar upp áskorun þess um friðarsáttmála milli stórveldanna við rikisstjórn- ir landanna, gerðust mikilvæg- ir atburðir í lieimsmálunum. Hið fyrsta: Samningaum- leitanir er legið höfðu niðri mánuðum saman voru teknir upp aftur í Kóreu, er leiddi til þess að samkomulag náð- ist um fangaskiptamálin sem strandað hafði á áður. 1 öðru lagi tóku stórveidin ; að skiptast á skoðunum. I austri gaf stjórn Sovétríkja út opinbera yfiriýsingu þar sem stóð: „Öll deiiumál má leysa friðsamlega, sérílagi við Bandaríkin". Stjórn Kina tók í sama streng, einnig sem svar við áskoru.n friðarþingsins. I. vestri svaraöi Eisenhov’cr yfirlýsingu Sovétstjórnarinnar með þeim orcm að ,,hann vildi grípa tækifærið sem gefizt hefði heiminum", og rauf þar með langa þögn Bandarikj- anna um þessi mál'. Fyrri hluti ræðu lians var eins og bergmál af samþykktum lieimsfriðarþingsins, hann for- dæmdi styrjaldir, eyðilegg- ingu af þeirra völdum og mannfórnir. En í síðari hluta ræðunnar setti hann fyrir- fram skilyrði fjTir viðræðu- fundi sem ekki voru likleg til samkomuiags, svo sem kröfu um endurvopnun Þýzka- lands undir vesturþýzkri stjórn, brevtingu á stjórnar- fari í alþýðulýðveldum Aust- ur-Evrópu og fleira slíkt. Þá hóf Churchill einnig máls fyr- ir hönd Stóra-Bretlands og lýsti sig hlynntan fundi þar sem forystumenn stórveldanna ræddust við um deilumál sín, og undir þá yfirlýsingu tóku utanríkisráðherrar Norður- landa. Þannig stóðu málin er ráð- stef.nan í Búdapest kom sam- an. Heimsfriðarúáðið gat lit- ið yfir stóraægilegan árang- ur af starfi hreyfingarinnar frá þvi Varsjá-þingið var háð 1949. Þá lcom Attlee í veg fyrir að þingið kæmi saman í Sheffield á Englandi. Nú var hann sjálfur orðinn heitur talsmaður þeirrar samþykkt- ar er Varsjárþingið geréi, og- jafnvel Churchill lika; um að- skora á stórveldin að gera frið með sér. Um leið og flestir er til máls tóku á ráðstefnunni í Búdapest létu í ijós fögnuð sinn yfir friðvænlegri horfum í heimsmálum iögðu þeir á það megináherzla að ekki dygði að slaka á kröfunum um tafarlaust vopnahlé i Kór- eu og um friðarsáttmála milli stói*veldanna heldur tvíefla baráttu a’mennings fvrir þess- um kröfum og liefja nýja sókn um öll lönd til að tryggia til fu.l's sigur þéirra. I ályktun frá ráðstefmumi sem birt var hér í blaðinu í fyrradag er beint „þeirri á- skorun tij allra þjóða að þær tvíef'i átök sín til að flýta fyrir viöræðum i:m alþjóð- legt samkomulag“. Síðan ráðstefnán i Búda- pest var háð hafa stríðsöfl- Framhald á 9. s:ðu.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.