Þjóðviljinn - 23.07.1953, Page 6

Þjóðviljinn - 23.07.1953, Page 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Pimmtudagur 23. júlí 1953 ----------— þlÓÐVIUINN Otgefaodl: Samelnlngarflokkur alþýðu — Sósíallstaflokkurlnn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Asmundur Sigurjónsson, Bjarnl Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg. 19. — Sími 7600 (3 línur). JLskriftarverð kr. 20 á mánuðl í Reykjavík og nágrenni; kr. 1T annars staðar á iandinu. — Lausasöluverð-1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljane h.f. *■ ' _____________________________________ " Verndum auðlindir Islands gegn ránsklém erlends auðvalds Barátta Sósíalistaflokksins á undanförnum árum gegn ágangi ameríska hervaldsins og árás þess á land vort liefur orðið til þess að vekja meirihluta þjóðarinnar til meðvitundar um þá hættu, serrí vofir yfir landi og þjóð. l->ótt slík vakning næði ekki það langt, að það fólk, er áður fylgdi hernámsflokkunum, greiddi atkvæði meö Sós- íalistaflokknum nú, þá hefur þetta fólk þó tvímælalaust breytt um skoðun á hernáminu, en ætlast til þess að hinir gömlu flokkar þess breyttu um pólitík. Og þetta hafa ýmsir af forystumönnum hernámsflokkanna séð og eru nú að hugsa sitt mál, hvaö gera skuli: hvort heldur skuli hlýöa vödd fólksins, eins og þeir heyröu hana á kosningafundunum úti um allt land, eöa rödd dollaravaldsins, sem heimtar hlýðni. En auðséð er nú þegar að sumir hernámsflokkarnir eru farnir að ókyrrast og óttast um vinsældir þeirrar stefnu, sem þeir hafa fylgt. Það sést hvaö bezt á af- stöðu Tímans nú til Þjórsárvirkjunar. Sósíalistaflokkurinn lagði það til 1947, er rætt var um stofnun fjárhagsráðs á Alþingi, að áðalverkefni þess yrði „uppkoma stóriðju í landinu á grundvelli ódýrrar vaforku og skal því leggja höfuöáherzlu a aö láta fram íara nauösynlegar undirbúningsrannsóknir og tilraunir til þess að hægt verði á tímabilinu 1950-55 aö reisa slík j aforkuver, er geti framleitt orkuna ódýrast og svo mikla, aö hún nægi: jafnt til sköpunar stóriðju hér sem til reksturs vélrekins landbúnaðar þg fiskiðju“. (Úr breyt- jngartillögum Einars Olgeirssonar við frumvarpið um íjárhagsráð). Sósíalistaflokkurinn behti alveg sérstaklega á Þjórsá tii þessarar stórvirkjunar, því þá var til þsss ætlazt að „smærri“ virkjununum við Sogið og Lax4 yrði lokið 1949-50“. e Hernámsflokkunum þóttu tillögur Sósíalistaflokksins um stóriðju skýjaborgir sem fyrrum, enda miðaðist þá öll hugsun þeirra við það aö skera niður framkvæmdir og „skapa“ atvinnuleysi, til þess aö geta ráðið við kaup- gjald verkamanna. Þegar ameríska auövaldið hafði: fyrst smeygt Mai’shall- fjötrinum upp á íslendinga og síðan komiö á hernáminu, fór það aö gefa alvarlega gætur að því að klófesta auö- lindir íslands og þá ekki sízt þær dýrmætustu: vatns- aflið. Og enginn flokkur hefur verið frekari í aö boöa þaö sem ,,lausn“ á vandamálum atvinnulífsins áð veita erlendu auövaldi fossana á leigu en einmitt Framsóknar- llokkurinn. Sósíalistaflokkurinn varaði þjóðina við hættunni, sem á því væri áð þessar auölindir yrðu ofurseldar, ef her- námsflokkarnir sigruöu, t.d. að Þjórsá yrði leigð til 25 ára ameríska aluminiumhringnum og sá hringur næöi fíöan fjárhagslegum tökum á þjóðinni og réöi voldugum stjórnrnálaflokkum hennar. Það er fagnaðaiefn; að það cr vaxand/ skilningur á þessar/ hættu, svo nú taka harö- svíraðir hernámsflokkar eins og Framsókn að tvístíga og iáta jafnvel sem þeir séu andstæðir því að útlent auðvald nái tökum á þsssum fossum. Sósíalistaflokkurinn sýndi fram á það í kosninga- ítefnuskrá sinni hvað þjóðin gæti sjálf gert mikiö af eigin rammleik í því aö virkja stærstu fossana og koma upp stóriö'ju í þjónustu þjóðarinnar sjálfrar. Þetta er þaö verkefni, sem nú bíður þjóðarinnar. Um það þarf hún að skapa samstarf. Samtök hennar þurfa að ræöa þetta mál. Félög verkamanna, bænda, allra vinnandi stétta þurfa að láta það til sin taka. — En þjóðin veröur að gjalda varhuga við þeim flokkum, sem hafa undanfarið rekið erindi erlends auövalds á ís- landi, þótt tþeir láti blíðlega sem stendur. Þeir eru vanir s.ö gera slikt rétt áður en þeir svíkja. Hver erflr ríkl Churchills? Þegar brezki llialdsflokkur- inn komst til valda haustið 1951, hafði hann fjórðungi milljónar færri atkvæði en Verkamannaflokkurinn og nauman meirihluta á þingi. Virtist stjóm hans þess vegna vera völt í sessi og vart eiga langa setu fyrir höndum. Á annan veg hefur þó far- ið. Til þess -ljggja fyrst og fremst tvær ástæður, eins og oft hefur >verið vikið að. í fyrsta lagi hefur Verka- mannafl. vegna flokkadrátta inabyrðis * ekki reynzt snarp- ur í stjórnarandstöðu. Naum- ur þingmeirihluti stjórnarinn- arinnar hefur því sjaldan komið að sök. 1 öðru lagi benda úrslit aukakosninga til, að fylgi hennar með þjóð- inui hafi farið vaxandi. Flestum ber saman um, að auknar vinsældir stjórnarinn- ar megi rekja til stefnu henn- ar í utanríkismálum. I kosn- ingabaráttunni 1951 stóð 1- haldsflokknum helzt fyrir þrifum ófriðarorð það, sem fór af Churchill. En þegar sú varð hins vegar raun á, að friðarhorfur urðu vænlegri eftir að stjórn hans tók við, hefur almenningur þakkað það forystu hans, og ef til vill ekki að ófyrirsynju. Hvað sem því líður eru horfur á, að Ihaldsflokkurinn fari etm. um skeið með vöid í Bretlandi. Á alþjóðlegum vettvangi gætir þess vegna fljótlega áhrifa þess, hver verða úrslit átaka þeirra, sem nú eiga sér stað um stefnu flokksins og forystustöður. Átökin innan Verkamanna- flokksins hafa ekki farið leynt. Deilur vinstri armsins undir forystu Aneurins Bev- ans og hægri armsins undir forystu þeirra Attlees og Morrisons hafa verið ræddar fram og aftur af blöðum um heim allan. Hitt hefur farið lægra, að svipaðar deilur hafi ' i Anthony Eden s átt sér stað innan Ihalds- flokksins. Engu að síður er vettvangur þeirra eins víður og rætur þeirra eins djúpar og deilnanna innan Verka- mannaflokksins. Á þeim nær tveim árum, sem liðin eru síðan Churchill tók við stjórnartaumunum, hefur Ihaldsflokkurinn klofn- að í tvær fylkingar um stefnu sína utan lands og innan. Ýmsum eindregnum íhalds- mönnum hefur gi’amizt, hve sein í vöfum stjórnin hefur verið við afnám þjóðnýting- ar járn- og stáliðnaðarins. Hefur stjórnin oft orðið að sæta harðri gagnrýni í þeim málum, einkum frá hendi þeirra óánægðu iðjuhölda, Sir Winston nhurcniii sem Ralph Assheton, fyrrum framkvæmdastjóri flokksins, hefur einkum orð fyrir. Þá vilja þeir Assheton og all- margir fleiri áhrifamenu inn- an flokksins ganga lengra en stjói’n Churchills taldi ráðlegt eða æskilegt í þeim efnum að nema úr giidi tryggingar- Eriend tíðindi I löggjöf Verkamannaflokksins og aðrar umbætur. Innan I- haldsflokksins kann þannig að vera um að ræða ágreining um grundvallarsjónarmið í innanlandsmálmn. Miklu athyglisverðari eru þó átökin um stefnu íhalds- flokksins í utanríkismálum. Úrslit þeirra kunna að valda straumhvörfum í þróun heimsmálanna næstu árin. Á- tökin snúast um það, hvort Bretland eigi að taka upp sjálfstæða stefnu í utanrík- ismálum eða hvort það • eigi að halda áfram sem nánastri samvinnu við Bandaríkin, hvert sem stefna þeirra kann að liggja. Cliurchill og þeir, sem honum fylgja að málum, vilja taka fyrri kostinn, ea álitlegur hópur innan Ihalds- flokksins vill taka þann síð- ari. I utanríkismálum hefur brezka stjómin lialdið mjög aftur af bandarísku stjórn- inni. Hefur hún neitað, — ejns og stjóra Attlees gerði fyrr, en þó ekki jafn skelegg- lega, — að fylgja Bandaríkj- unum frekar eftir í Austur- Asiu og knúð hana þannig til vopnahléssamninga í reynd. Jafnframt hefur stjórn Churchills lýst sig fylgjandi því, að boðað yi’ði til ráð- stefnu Vesturveldanna og Ráðstjórnarríkjanna til að "reyna að ná samkomulagi um helztu deilumál líðandi stund- ar. Þeirri afstöðu brezku stjórnarinnar hefur verið vægt sagt fálega tekið vest- anhafs. Innan thaldsflokksins hef- ur verið deilt harðlega á Churchill vegna þessarar stefnu í utanrikismálum, einkum í fyrravor, þegar stjórnin virtist vera að tapa fylgi. Heyrðust þá háværar raddir um, að Churchill færi frá. Komu þær fram bæði í Kemsley-blöðunum og fjár- málatímaritinu Economist. Meira að segja Salisbury lá- varður skrifaði blaðagrein, þar sem hann lét í ljós þá Skoðun, að Churchill hefði unnið svo lengi og vel í þágu Bretlands og brezka heims- veldisins, að hann verðskuld- aði hvíld. Því fer fjarri, að andstaða gegn Churchill innan Ihalds- flokksins sé ný af nálinni. Á valdatíð þeirra Baldwins og Chamerlains á fjórða tug ald- arinnar var Churchill í and- stöðu við flokksstjórnina og afskiptur um flesta hluti. Þegar Chamberlain fór frá 1940 hugðist Ihaldsflokkurinn gera Halifax lávarð að for- sætisráðlierra. Verkamanna- flokkurinn gerði það þá, að •skilyrði fyrir stjórnarþátt- töku sinni, að Churchill, en ekki Halifax, færi með stjórn- arforystu. Forystu sína inn- an Ihaldsflokksins á hann þess vegiia aixdstæðingum sin- um en ekki samherjum að launa. Þá hefur löngum borið á. ættarríg innan Ihaldsflokks- ins. Hafa Cecilættin (Salis- bury) og Marlborough-ættin -—ætt Churchills—löixgum eld að grátt silfur. Föður Churc- hills, Randolph Churchill lá- varði, einhverjum glæsileg- asta leiðtoga Ihaldsflokksins á sínum tíma, var vikið úr brezku stjórninni og út í póli- tíska útlegð af Salisbury lá- varði, afa þess, sem nú ber þann titil. I andstöðu við Churchilli na an íhald'sflokksins eru oftast taldir vera fremstir í flokki • R. A. Butler, fjármálaráð- herra, og Salisbury lávarður. I stjói’n Chamberlains var Butler vara-utanríkisráðherra og eindreginn andstæðingur Churchills. Ágreiningui’inn innan I- haldsflokksins nú er 'að Ricliard A. Butler margra áliti hliðstæður á- greiningnum um utanríkis- stefnu Chamberlains fyrir II. heimstyrjöldina. Með Churc- hill standa þeir nú, sem voru mótfallnir utanríkisstefnu Chamberlains og allflestir yngri mean flokksins að auki, en í andstöðu við Churchill eru þeir, sem voni henni fylgjatidi. Munurinn er aðeins sá, að þeir, er þá xxrðu undir, Framhald á 11. síðu. I

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.