Þjóðviljinn - 02.08.1953, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 02.08.1953, Blaðsíða 11
Sunnudagur 2. ágúst 1953 — ÞJÓÐVILJINN — («; Átökin um olíuna Oraumur og reruieiki— íiid&trup teiknaði Framh. af 6. síðu. og hafa því ekki hafzt mik- ið að um sinn. Áhugi þeirra beinist ekki að því að leysa olíudeiluna, heldur hinu að hindra að Bretland nái aftur aðstöðu sinni í íran, því það stórbæiti aðstöðu Breta á heimsmarkaðnum. Bandarísku hringarnir hafa stórgrætt á olíudeilunni, ekki einungis með því að selja Bretum olíu, heldur hafa þeir líka gert að engu fyrirætlun Breta frá 1949 um að útrýana „dollara- olíu“ af sterlingsvæðinu og láta brezka oliu koma í stað- inn. Þegar íranska olían hætti að streyma tókst Bandaríkj- unum víða að vinna markaði frá Bretum. Nái Bretar aftur tökum á olíuframleiðslu írans, verða þeir skæðir keppinautar á þeim mörkuðum. í klóm olíuhringanna. Eins og nú er málum kom- ið, nægja hin gífurlegu nátt- úruauðæfi Arabalandanna ekki til að forða þjóðum þeirra frá fátækt og skorti. Erlendir auðhringar hafa rænf þær þeim möguleikum að nýta náttúruauðæfin í sjálfs sín þágu. í Arabablöðum hef- ur löndum þessum réttilega verið líkt við úlfalda á eyði- merkurferð, klyfjaðan vatns- belgjum, en þjáist sjálf- ur af þorsta. Meira að segja steinolía til heimilisnota er ó- fáanlegur lúxus fyrir yfir- gnæfandi hluta þjóða þessara olíuríkustu landa heims. Þjóðir þessar, undir Óki er- lendra auðhrínga, teljast til þéirra sem skemmst eru á veg kcmnar efnahagslega, og þær lifa í átakanlegri fátækt. Verkamenn olíuiðnaðarins eru reknir áfram eins og fangar, en fá í laun aðeins fimmtung eða sjöttung launa banda- risks verkamanns. Bagdad- blaðið Al-Shaab segir um arabísku verkamennina hjá ARAMCO í Saúdí-Arabíu: „Þessir menn hafa þolað og vanizt harðneskju og skorti hirðingjalífsins, en þeir li-fa ekki af bandarísku meðferð- ina.“ Olíuhringarnir eru uggandi um framtíð þeirrar miklu f jár- festingar og ofsagróðans, sem tengt er olíuvinnslunni í Arabalöndunum. Þeir óttast ■ hver annan. En þó óttast þeir enn meir þjóðfrelsishreyfing- arnar. Atburðirnir í íran hafa sýnt þeim í tvo heimana. Síðustu aðgerðir olíuhring- anna bera vott um þennan ótta. Árin 1950-’52 voru „endurskoðaðir" sérleyfis- samningarnir við írak og Saúdí-Arabíu. Biöð í Bretlandi og Bandaríkjunum gerðu mik ið veður af þessari „endur- skoðun", er merkja ætti lok nýlenduátefnunnar, því stjórn ir Arabalandanna ættu að fá helming olíugróðans. Þetta var þó einungis bragðaleikur og bætti í engu kjör fólksins í Arabaríkjunum Auðlindir olíunnar verða eftir sem áður á valdi erlendra hringa, er mega fara með þær eins og þeim sýnist. Hvað snertir skiptingu gróðans er það athugandi að ríkisstjórn- ir framleiðslulandanna hafa engan aðgang að bókhaldi olíufélaganna og geta því lítið 1 eftirlit haft með gróða þeirra. Út úr „endurskoðuninni" kem- ur því ekki annað en hækkun á greiðslu fyrir sérleyfin, sem alltaf hefur verið eins konar rnútufé. Breytingarnar hafa engin áhrif í þá átt að koma efnahgaslífi Arabalandanna á heilbrigöari grundvöll eða lief ja fóikið upp úr fátæktinni. Ótti olíuhringanna við þjóð- frelsishreyfingar Arabaland- anna er ekki ástæðulaus. Enda má nú sjá þess merki að þeir treysta ékki eins vel og áður hinum mútuðu lepp- um sínum, stjórnmálamönn- unum, heldur telja nauðsyn á hernámi. Það er því engu síð- ur gert fyrir gróðahagsmuni olíuhringanna en hernaðar- þarfir USA cg Bretlands að nýjum og nýjum herstöðvum er komið upp í hinum nálægu Austurlöndum, að Bretar halda írak hemumdu og Ara- bíulöndunum, neita að fara með her sinn úr Egyptalandi og hafa gert víðtæka áætlun uim hernaðarlega undirokun Arabaríkjanna í formi „hernaðarbandalags". nys sméþjjéðlr Framhald af 7. síðu. varðveitir ' þann samheyrileik sem heitir þjóðerni, varðveitir hann sem lifandi ver'ðmæti í hug og hjarta, þá er eingin þjóð stærri en hún. Margmenn ríki hafa ekki aðeins .l’ðast i sundur, heldur hefur gersam- lega liðið uppaf þ$im á þess- um tæpum ellefu hundruð ár- um síðan vér íslendíngar hóf- umst í landi voru. Vér höfum sjálfir lifað af sjö hundrað ára erlenda áþján, af því sam- heyrileikur vor sem þjóðar var ekki aðeins lifandi afl i oss, heldur einnig óhagganlegt bjarg sem svarf að lokum sundur alla hlekki. Höfðatala og kroppþúngi eru líti'lfjör- legar og hiæg’legar gáfur út- af fyrir sig, enda sprínga þær þjóðir fyrstar sem rembast mest af stærð sinni. Ég vil áður en ég hætti nefna aftur nafn þjóðar sem ég mintist á áðan, og lík er íslendíngum um mart, en það eru gyðíng- ar. Þessi þjóð var í tvö þús- imd ár viðskilá við það land sem liún taldi þjóðarvöggu sína, og þo’.di landlaus svip- aðar búsifjar og vér íslendíng- ar urðum að þola í landi vor sjálfra, svo að þeim lá hvað eftir a.nnað við útsloknan eins- og oss. Þjóðernislegur sam- heyrileiki þeirra var slíkur um aldaraðir, livar sem þeir fóru og flæktust, að þó þeir væru landlausir, nema hvað þeir áttu Israelsland í bókum sínum helgum, þá efaðist einginn um að þeir væru sér- stök þjóð; og þó landteingsl þeirra væru að vísu óáþre'fan- legri en vor íslendínga, þá vó þar upp á móti, að þeir áttu sérstaka.n guð, sem a’taf hélt áfram að vera hjá þeim, hvort heldur þeir köfuðu í undir- djúpin eða settust á ystu brún morgunroðans, einn og sannur ofar öllum guðum eins fyr’r því þó bæði kristnir menn og múhameðsmenn rejindu að hremma hann frá þeim. Og þar kom að lokum, þegar ótal stórþjóðir sem kölluðu sig, og Skrsfstofur worar eru fluftar úr Hafnarstræti 9 »F« !€©]L & SH-EaT1 Sími 1120 (4 línur) einkum þær sem höfðu þrúg- ■að þá mest í tvö þúsund ár, vofu orðnar daufar og afllaus- ar til illverka, þá var sam- heyrileiki gýðinga enn svo lif- andi afl, og stafur Móisesar svo máttugur, sem áður hafði slegið vatn úr klettum, að skýrari um að það er ekki það land sem þeir altaf höfðu höfðatala né samanlagður átt í helgum bókum og kroppþúngi sem skapar stór- draumum upplaukst þeim, og þjóð. þángað eru þeir nú komnir að . . ... ... . sækja flautabollann eftir tvö Áilfaskeiði í Hrunamannahrcppi 2G, þúsund ár. Fá dæmi eru öllu júií.I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.