Þjóðviljinn - 02.08.1953, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 02.08.1953, Blaðsíða 12
Sandgerðingar hröktu Bandaríkj amenn af höndum sér Bandaríkjameim koinu einn morguniim og byrj- uðu að flytja burt sandvarnargarð þorpsins Einn morguninn í mánuðinum sem leið heiðraði elsku Kaninn Sandgerðinga með heimsókn sinni. Kom hann með nokkra stóra bíla, vélskóílur og ýtur og byrjaði íormálalaust að moka upp sandvarn- argarð þorpsins oq aka honum burt. Sandgerðingum kom bessi heimsókn og sandránið mjög á óvart, en í ljós kom að Ólafur Vilhjálms- son oddviti hafði veitt leyfi til sandránsins, en Sandgerðingar sættu siq ekki við það, kvöddu sand- græðslustjóra á vettvang og söfnuðu undirskriftum undir afdráttarlaus mótmæli geqn þessu athæfi og hættu ekki fyrr en þeir höfðu rekið sandræningjana af höndum sér Sjávarmegin við nokkurn hluta Sandgerðisbyggðarinnar er sandvarnagarður, en áður •en hann var settur lá Sandgerði undir skemmdum af sandfoki úr fjörunni. Fyrir ófan garðlnn var hafin sandgræðsla, sem nú •er alveg gróin. Enginn hreppsnefnclarfundnr haldinn Það er því að vonum að Sand gerðingar urðu undrandi morg- uninn þann sem þeir sáu flota af bílum og vélum Við sánd- varnargarðinn* og horfðu á það í morgunsólskininu áð erlend þjóð var byrjuð að flytja varn- argarð þorpsins í burtu. Mun mörgum hafa orðið á að leita upplýsinga hjá þaim er kosnir 'höfðu verið í stjórn Sandgerð- ishrepps, en — enginn hrepps- nefndarfundur hafði verið hald- inn um málið. Kosningasmali Guðmuiuíar hernámsstjóra Við nánari athugun kom þó í Ijós að tii var einn maður í Sandgerði sem vel vissi hvað þarna var a& ske. Sá heitir Ól- afur Vilhjálmsson, oddviti hreppsins. Hafði han.n gert það fyrir elsku Kanann aö hleypa honum í sandvarnargarð 'byggð- arinnar. Enda þótt jafnvei hrepps- nef.ndarmenn yrðu undrandi á þessu t'ltæki mannsins munu Sandgerðingar telja sig vita ástæðuna fullkomiega. Auk oddvitastarfans hefur ágætis- maðurinn Ólafur annað va.nda- mikið starf með höndum, hann er einn liprasti kosningasmali Guðmundar hernámsstjóra, og elsku Kaninn hefur sagt við Guðmund hemámsstjóra áð nú vildi hann fá sand. Hernáms- stjórinn, hvekktur á Vatnsleysu strandarbænum liefur nú ætlað að sleppa betur í þetta sinn, og því sagt þægðarblóðinu hon- um Ólafi að láta Kanann fá sand í sandgræðslunni!! Sandgerðingar urðu æfir og kærðu Sandgerðingar reiddust þess- um aðförum. Minntust. þeir þess að sandgræðsla ríkisins hefur yfirumsjón með sandgræðslunni og kölluðu því sandgræðslu- stjóra rik;sins á vettvang og fór fulltrúi hans til Sandgerðis, og er eftir lionum haft að hon- um hafi þótt þietta Ijótar áð- farir og heimtað að þettia skemmdarverk yrði stöðvað. Hreppsnefndin setti skilyrði Sandgerðingar vildu fá al- mennan hreppsfund um málið. en látio var nægja að hrepps- nefndin héldi fund. Samþykkti hún méð 4 atkv. að heircrla sandtöku í fjörunni, 45 fet sjávarmegin frá sandvsrnar- garðinum, en fulltrúi sánd- græðslustjóra mun hafa talið ósaknæmt að taka svo íjarri varnargarðinum. Kaninn fór ekki eftir skilyrðunum Kaninn færði sig þá sjávar- megin við sandvarnargarðian og byrjaði að róta. Skammt þarna frá eru aðgerðarhús tveggja báta og hafði þar ver- ið sléttað smáplan niðrí undir sjávarmáli, og auðvitað þurfti Kaninn að koma þar við, og jafnframt tók hann samdinn nær varnargarðmurr- en tílskil- ið var og virtist ekki varða hót um takmörkun sett af „innfædd Þegar Sandgerðingar sáu þetta brugðu ,þeir við í skyndi og söfnuðu á annað hundrað undirskrifta undir mótmæli gegn sandráni Kanans. Stóðu iþorpsbúar allir sem ei.nn maður i þessu máli og tókst þannig, að dæmi Vatnsleysustrandar- bændanna. að hrekja Kanann af höndum sér. Morguninn eftir undirskr'ftasöfnunina kom hann ekki í fjöruna — og hefur ekki látið sjá sig í Sandgerði síðan. - En niðri við sjóinn nvnnir svart skarð í sandvamargarð- inum Sandgerði.nga á heimsókn verndaranna og ,,vernd“ þeirra á þessum stað. Ifict^ersk fliis Dulles enn einu siniii gagn- rýndur af brezkuni blnduni Kieíjast að biezk sjónarmið veiði ekki viit að vetiugi Brezku blÖSm ætla ekki að gera endasleppt viö árás- r sínar á .Oulies, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hafa bau nú gagnrýnt hann harðlega þrjá daga samfellt. Stórblaðið Manchester Guar- dian, sem fylgir Frjálslynda flokknum að málum, sagði í for ustugrein i gær, að viðsjárverð- •ur ágreiningur væri kominn upp milli Bandarikjanna og Bret- lands. Nauðsyn bærj til, að við- ræður ættu sér st-að milli ríkj- anna til þess að reyna að sam- ræma sjónarmið þeirra. Þess bæri líka að gæta, að finna mætti heppilegri tíma til að hvetja til upptöku Kina í Sam- einuðu • þjóðirnar. Bandaríska. stjórnin ætti við örðugt almenn- ingsálit .að stríða heima fvrir, og yrði að taka tillit til þess. bandamönnum sinum. Bandaríkj- unum hætti til að gleyma því, að með því að taka þátt i styrjöld- inni j Kóreu hafi Vestur-Evrópu ríkin tekizt þá áhættu á herðar að styrjöldin breiddist út til Ev- rópu. Hvað sem öllum ágrein- ingi liði, vrði þó samstarf Bret- lands og Bandaríkjanna að vera meginþátturinn i utanrikisstefnu Bretlands. Yorksh're Post, sem er íhalds- blað, segir, að Bretland verði að gera kröfu til að tekið sé tillit til skoðana þess. Dulles hafi tal- að eins og hann teldi að Syng- man Rhee yrði eini bandamaður Öll flugfélög í Indlandi hafa verið þjóðnýtt. I stað þeirra hafa verið mynduð tvö ríkisflugfélög. Við hátíðlega athöfn í Delhi í "gær tóku þessi tvö nýju rikis- flugfélög formlega við farþega- flugvélakosti landsins. — íLýsti Nehru forsætisráðherra stofnun flugfélaganna. Áður voru í Ind- landi 8 flugfélög, sem voru að miklu leyti í eigu erlendra flug- félaga. Ekki væri þó ástæða til að draga Bandaríkjanna á væntanlegri fjöður yfir hitt, að Dulles væri stjórnmálaráðstefnu. um Kórcu. skeytingarlaus í tilsvörum ogjEina stjórnajstefnan, sem Bret- stefnuyfirlýsingum. Hann gefi.land geti rekið, sé sú, að stuðla það alltaf greinilega í skyn, að ekkj að ófriði, heldur að friði, Bandaríkin hefðu forystu fyrir friðj á grundvelli styrkleika. — Rödd Brétlands verði að heyr- Undirbúmngur fangaskipta Und'iibúningi undir fanga,- skiptin miðar vel áfram. Fyrsti hópur bandarískra, brezkra, franskra og tyrknéskra, fanga hélt suður á bóginsi frá Norð- ur-Kóreu í gær. Hefur þegar verið hafinn undirbúningur undir komu þeirra. •ast í Kóreu. Einar Friðriksson jarðsungirm n. k. þriðjudag. Jarðarför Einars Friðrikss.onár frá Hafranesi fer fram frá Foss- vogskirkju n. k. þriðjudag, 4. ágúst. Einars verður nánar minnzt hér í blaðinu síðar. VI Ll Sunnudagur 2. ágúst 1953 — 18. árgangur — 171. tölublað Kínverskar njósnir og gagnnjósnir á íslandi BkSumaSur Tímarts siundai brúarmæl- ingar á ósvífnasta hátt Það valiti mikla atliygii Jieg- ar einn af t'réttamönnum Tím- ans, Guðni Þórðarson ,skýrði t'rá þvi s.l. vetur að upp hefði komizt um njósnir Kínverja hér á landi. Ifefði þessi aust- ræna þjóð ýmsa liérienda menn í þjónustu sinní og hefði falið þeiin Jiað hlutverk að mæla brekld og burðarjiol íslenzkra brúa. Voru ralcin um Jietla ýms dæmi og }>ó sérstaklega eitt, sem gerðist uppi í Borg- arfirði, en jafnframt var skýrt frá hliðstæðum athöfnum kínverksra kommúnista í heimaiaudi sínu, samkvæmt frásögnum Jóhanns Hannesson- ar, sem nú stimdar heiðingja- trúboð á Þingvölium. Ýmsir áttu erfitt með að festa trúnað á þessa frásögn, m.a. rannsókaarlögreglan sem taldi að þarna hefði verið að verki einn af lögregluþjónum landsins sem þurft hefði að flytja sumarbústað. sinn yfir mjóa brú. En blað forsætisráð- herrrans svaraði slíkum mót- bárum fullum hálsi, og taldi hinar kínversku kommúni.sta- njósnir algerlega sannaðar og staðfestar af hinum glögg- skyggna blaðamanni. Gaf það jafnframt1 í skyn að afstaða rannsóknarlögreglunnar sýndi með því að birta hann í blaði forsætisráðherrans, sama blað- inu sem taldi brúamælingar eitt hið þjóðhættulegasta verlc sem uunið yrði á Islandi. Slyngasti njósnari og gagnnjósnari Islaiuls það eitt að hinir austrænu menn hefðu ólíklegustu persón- ur í þjónustu sinni. Þessi síðasta staðhæfiag hef- ur nu sannazt á eftirminnileg- asta hátt. Fyrir nokkru var vígð ný brú yfir Jökulsá í Lóni, næstlengsta1 brú á íslandi, mik- ið og glæsilegt mannvirki. Má nærri geta að kínverskir komm únistar hafa haft á þvi hinn mesta hug að kynnast lengd, breidd og burðarþoli brúar þessarar, og það stóð ekki á því að þeir fengju vitneskjuna. Ei' birt af henni mynd hér með þessari frásögn. Það kemur ekki á óvart svo vel sem njósn- ir þessar liafa verið skipulagð- ar, en annað er furðulegt: Frá- sögnin birtist í blaði forsæt- isráðherrans, Tímanum. En há- markið er þó éftir: Frásögáin er skrifuð af Guðna Þórðar- syni og undirrituð af honum. Tii eru skráðar margar sög- ur um njósnir og gagnnjósnir, og margar æfintýralegar. En þessi er þó glæsilegust af 511- um. Er augljóst að kinverskir kommúnistai' hafa komið auga á glöggskyggni og hæfni þessa ágæta blaðamanns og að þeim hefur tekizt að ráða lianti í þjónustu sína. Og árar.gri brúamælinga sinna kemur hann á framfæri við yfirboðara sína Brúin yíir Jökulsá í Lóni er 247 metrar að lengd og stendur á 16 steyptuni stólp um, sem standa á 175 staur um, sera reknir eru 6—7 metra niður i sandinn i ár botmnum. Staurarnir eru allir úr rekaviöi af Strönd- um, Langanesi óg Skafta- feUssýlu. Hafizt var handa um brú arbyggingu snemma vors 195® og brúln opnuð til um ferðar á síðastlíðnu hausti. Kostar hún ásamt varnar- garði 2 miij. og 25 þús. kr. Brúirí er traust og ramm- lega byggö. Hún hefir burðar þol fyrir 20 smálesta farar-* tæki, breidd hennar er 3,6 m. Tveir . varnargarðar eru bvskðir I að: En þess er að vænta að þarna hafi þó einu sinni ver- ið of langt gengið. Þótt íslenzk stjórnarvöld hafi mikið lang- iutjdargeð, er þetta þó ögrun sem ’ ivart verður þoluð. Hjá því getur varla farið að Guðni Þórðarson verði látinn sæta fyllstu refsingu fyrir iðju sína og að ríkisstjórnin komi síðan mótmælum á framfæri eystra við kínverslc stjórnarvöld. Það má að minnsta kosti ekki minna vera en að hefnd komi nú fram fyrir sparkið sem heiðingjatrúboðinn fékk forð- um daga og enn svíður undan í gróðurlundum Þingvalla. Wilhelm Pieck Forseti Austur-Þýzkalartds, Wil- helm Pieck, kom i gær aftur til Berlínar, eftir iað hafa dvalizt þrjá mánuði í Ráðstjórnarríkj- unum sér til lækninga. Pieck er nú sagður vera við góða heilsu. Hefur hann tekið við störfum að nýju. Wilhelm: Pieck er 77 ára að aldri.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.