Þjóðviljinn - 02.08.1953, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 02.08.1953, Blaðsíða 5
Simnudagur 2. ágúst 1953 — ÞJÓÐVILJINN — (5 Lík sem rak á land á eynni Hveð.n um síðustu helgi hefur valdið stensku lcgreglunni miki- um heilabrotum. Líkið var af rosknum manni, og það var bæði krufið og smurt. Það kom í ljós við nýja krufningu, að máðurinn hafði verið skorinn upp vegna meins í hægra lunga,, hann liafði lát- izt, líkið verið krufið og síðan smurt. Það er huiin ráðgáta enn hver hann er og hvers vegna lík hans hefur ekki ver- ið grafiö á eðlilegan hátt. Rafstraumar í iðrmn jarð- ar orsök seguímagnsiiis? Kennine brezks vísindamanns um að jörðin sé rafall Vísindamenn eru nú yfirleitt sammála um, að líklegasta skýringin á segulmagni jarðar sé sú, að jörðin sjálf sé gríöarstór rafall. ^§flá5^LÖ Tuttugu og tveggja hæða skýja- kljúfur er nú í smíðum í Moskvu og á að verða lokið á þessu ári. Verður þar stærsta verzlunarhús borgarinnar og auk Blaðið byggir frásögn sína af húsnæðismálum í Bandaríkjun- um á fréttum í bandarískum blöðúm og segir m.a.: „Eftir að Chicago Daily News hafði birt frétt um níu mánaða gamalt stúlkubarn, sem rottur höfðu nagað í hel, þar það lá í vöggu sinni heima hjá sér í West Side, fann 'olaðið sér hvöt til að leggja út í , sem það hafði lengi fyrirhugað, á ástandinu í fá- tækrahverfum borgarinnar, og birti niðurstcður ramisóknar- innar í greinaflokki undir sam- heitinu ,,Skömm borgarinnar“. „Fréttamennirnir fundu hús, þar sem allt að 1000 manns bjuggu, þó þau væru aðeins gerð fyrir 200. Mánaðartekjur eins húseiganda af einni íbúð, sem hann hafði skipt niður í hí- býli handa þrem fjölskyldum, höfðu fimmfaldazt síðan 1942. „Þá sjaldan að það kemur fyrir, að brotlegir húseigendur eru leiddir fyrir rétt, eru 3 af hverjum 5 sýknaðir. Einn frétta maðurinn rakst inn til fjögra manna fjölskyldu, sem greiddi 52 dollara á mánuði (um 900 kr.) fyrir tvö herbergi, sem hann hélt fyrst að væru ónotað- ar kolageymslur. „Fréttamcnnirnir rákust á drenghnokka, sem leikbræðurn- ir höfðu uppnefnt „Pig Face“ (grísarandlit), eftir að rotta beit af honum nefið. Flestar fjölskyldur létu ljósin loga all- ar nætur í árangurslausri við- leitni til að fæla burt rotturn- ar. „Blaðið birti hlið við hlið myndir af byggingu, sem hvirf- ilvindur hafði lagt í rúst og í- búðarhúsi 1 Chicago. Undir myndunum var þessi spurning: „Hvort húsið varð fyrir hvirf- ilvindi 1 ... . hvort er í fátækra- hverfi í Chicago?““ Danska lögreglan hefur bann- að sölu þriggja franskra klám- blaða, sem fengið höfðu tölu- verða útbreiðslu í landinu, ekki sizt eftir að dagblöðin tóku að vekja athygþ á þessum ófögnuði rtrt heimt.nðn hnnn bannaðan. Minmsgóðir kristcalar ircsinleiddir í USII Brú yfir Bosporussuad fyrirhuguð hvífvððang í vöggu Hroðaleg lýsing á fátækrahverfum Chicagoborgar AJmenningl j. Vestur-Evrópu hefur veriö kennt að líta öfundaraugum til Bandarikjanna vegna þeirrar velmeg- unar sem þar er sögð ríkia. Eftirfarandi fréttamoli, sem biriist í blaði brezka fasteignafélagsins Estates Gasette, bendir til að slik öiundsemi sé ástæöulaus. Kruppverksmiðjurnar í Essen hafa að beiðni tyrknesku stjórn arinnar gert kostnaðaráætlun um smíði brúar yfir Bosporus- sund. Hin fyrirhugaða brú yrði 1400 metra löng og talið er, að það mundi taka fjögur ár að smíða hana. Kostnaður ei á ætlaður rúmur milljarður ís- lenzkra króna. Þess'ír myndir eru teknar í líöíuðborg líandaríkjaana. 1 baksýn sést hvolfþakið á CapitoJ, J;i gliúsj Bandaríkjanna, frani- an til á myndunum, steinsnar frá miðstöð Isins voiduga stcrveld- is, eru hreysi þeldökkra íbúa höfuðborgarinnar. Myndirnar eru táknrænar f.vrir þjóðskiþulag auðvaldsins. Sjá frétt htr á síðunni Það er skemmtileg tilviljun, að undirbúningur undir slíka brúai-smíði skuli hafin í ár, 1953, þegar liðin eru 500 ár síðan Tyrkir tóku Konstantinó- iæl (Istanbúl) og greiddu aust- urrómverska ríkinu banahögg. En þeir jafnast þó ekki á við mannsheilann Visindamenn í þjónustu Bell símafélagsins bandaríska bafa framleitt örlitla kristaÚa, sem hver um sig getur geyrnt 250 mismunandi upplýsingar. Kristalarnir eru ræktaðir úr efnablöndunni bartíum títranat, og er hver um sig aðeins hálfur ferþumlungur að stærð og nokkrir þúsundustu hlutar úr þumlungi að þykkt. þá má nota í sjálfvirka síma, rafmagns- reiknivélar og þvíumlíkt og þeir hafa þann kost umfram rafeindalampa og önnur áhöld, sem notuð hafa verið í sama til- gangi, að „minni“ þeirra miðað við rúmtak er miklu meira. Það þýðir, að með notkun þeirra má minnka fyrirferð þeirra tækja sem þeir eru notaðir í. Til að koma upplýsingunum fyrir í kristalinum eru notaðar jákvæðar og neikvæðar raf- hleðslur, sem beitt er eftir sér- stökurn lykli. Með því móti má láta hann muna heil orð, jafn- vel heilar setningar, auk talna. Þegar nota þarf upplýsingarnar skilar kristallinn þeim á einum milljónasta úr sekúndu. Vísindamennirnir eru að sjálfsögðu hreyknir af árangri sínum, en þeir viðurkenna fús- lega, að kristall þeirra kemst hvergi nærri heila manns- ins. Það hefur áður ver- ið reiknað út, ao ef byggja ætti vélrænan heila úr rafeindalömpum, sem nálgaðist heila mannsins að liæfni, mundi stærsta járnbrautarstöo New York borgar, Grand Cen- tral Terminal, várla rúxna hann. Ef umræddir kristallar væru notaðir, mundi hann komast fyrir í miani byggingu. Ofsóknunnm gegn Dassin mótmælt Félag brezkra kvikmyndamanna lýsir yíir vanþóknun sinni Það var brezkur vísindamað- ur, dr. Edward C. Bullard, sem reið á vaðið með þessa kenn- ingu og hefur utinið að því að rökstyðja hana um árabil. Það er talið, að kjarni jarð- arinnar sé gerður úr bræddu járni. Það er ólíklegt, að kjarn- inn sé stöðugur segull eins og skeifuseglar þeir, sem börnum þykir gaman að leika sér að. Til þess yrði hann að vera úr föstu efni, eins og seguljám forfeðra vorra. Kjarninn getur því ekki verið segulmagnaður. En nálin á áttavitanum er órækur vitn- isburður um segulmagn jarðar. Ef rafstraumar eiga sér stað í kjarnanum, er fengin skýring- in á segulmagninu, því það er alkunna, að slíkir straumar geta orsakað segulmagn. Til þess að kjaminn geti verk að sem rafall verður hreyfing að eiga sér stað í honum Bullard og fleiri vísindamenn telja, að kjarninn sé geislavirk- ur, og að geisiavirkunin valdi svo miklum hita, að hreyfing (hitastraumar) geti átt sér stað í kjarnanum. Það þyrfti ekki að vera mikill munur á snúningshraðanum utar og inn- ar í kjarnanum til þess að raf- straumur ætti sér stað. Þessi skýring á segulmagni jarðar er ekki einhlít, en vís- indamenn telja hana komast nær því rétta en aðrar, og er einkum bent á, að með henni sé um leið fengin skýring á því, hvers vegna segulskautin eru ekki alltaf á sömu stöðum. þess kvikmyndasalur. ★ Gústav Adólf Svíakonungur hlaut einn af vinningum í happ- drætti sænska slysavarnafélags- ins. Vinningur: kvennærföt. ★ Stjóm Norður-Kóreu hefur til- kynnt verðlækkun á ýmsum nauð synjavþrum. Það er þriðja verð- lækkunin sem kemur til fram- kvæmda í iandinu á síðustu 8 mánuðum. ★ Dómari einn í Connecticut i Bandarikjunum kvað i síðustu viku upp þann úrskurð, að mað- ur sem situr í fangelsi fyrir að myrða konu sína, væri réttmæt- ur erfingi 400,000 dollara, sem hún lét eftir sig. Fyrir nokkru var skýrt frá því hér í blaðinu, hvernig hinn kunni kvikmyndagerðarmaður Jules Dassain var sakaður um að vera kommúnisti og sviptur stöðu sinni í Hollywood og síðan meira að segja ofsóttur langt út fyrir landsteina Bandaríkjanna. Með ofsóknum sínum gerðu bandarísk stjórnarvöld Dassin ó- kleift að setjast aftur að iðn sinnj i Frakklandi. Mál Dassins hefur vakið hina mestu athygli. Nær því allir kunnir kvikmyndaleikarar Frakk lands og kvikmyndagerðarmenn hafa undirritað mótmæli gegn ofsókn þeirri, sem Dassin hefur orðið fyrir. Nú hefur félag brezkra kvik- myndagerðarmanna tekið í sama strenginn. Forseti þess, kvik- myndatökustjórinn Anthony As- quith hefur sent þeim, sem stóðu að mótmælasöfnuninni í Frakk- landi, skeyti og lýst yfir fullum stuðningi félagsins við mótmælin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.