Þjóðviljinn - 22.08.1953, Síða 10

Þjóðviljinn - 22.08.1953, Síða 10
'tO) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 22. ágúst 1953 Sfutt, sitt, slétt eða /iðað hár Nýju sundbolirnir eru látnir fylgja útlinum líkamans af mikilli nákvæmni og með suma þeirra hefur veri'ð gengið feti framar, þvi festir hafa verið vattpúðar á vissum stöðum innan á þá en þá er ekki heidur hægt að kalla þá sundboii leng- ur, því þeir þola ekki bleytu. Engir slík’r púðar eru samt í sundbolnum á myndinni. Rafmagnstakmörkun r huprfí Vestui-bærinn frá Að- Jm IIVCIII alstræti, Tjarnargötu og Bjarkargötu. Meiarnir, Gríms- etaðaholtið iiieð flugtvallarsvæðinu, Vesturhöfnin með Örfirisey, Kapla- skjól og Seltjamarnes fram eftir. Hvernig eru nýju hárgreiðsl- umar. Þær eru svo mismunandi og ólíkar, að erfitt er að á- kveða nokkuð um það. Þó virðist stutta hárið vera að íiverfa og síða hárið að taka við, og þess vegna er hálf- er hálfsíða hárið í öllum út- gáfum. Lítið bara á þessar fimm hárgreiðslur, þær eiga að vera þær algengustu núiaa i bili. Fyrst er slétta hárið með nokkrum bylgjum að aftan, það klæðir vel þær, sem eru farnar að eldast en hárið þarf að vera nokkuð sítt til að hægt sé að nota þessa hárgreiðslu. Á annarri myndinni er gert eins mikið úr hárinu og hægt er en þeirri þriðju eins lítið, sú hárgreiðsla fer- fáum vel og aðeins dökkhærðum. Fjórða hárgreiðslan klæðir einnig ein- ungis dökkhærðar og er hún sama hárgreiðslan og kom fram í vor, þó mikið styttra hár, og þá var því haldið fram, að hún væri stæling á hárprýði ítalskra fiskidrengja en nú er hún kölluð sígaunahárgreiðsla. Og að lokum slétta hárið, sem áreiðanlega mun gleðja margar, því auðvelt er að halda þvi við og svo er sama, hvort mað- ur er dökkhærður eða ljós- hærður. Frumlegt hálsmá! síða hárið mest i tizku í augna- blikinu, því eins og allir vita Nýtfxkii suudlðoliir Hér er frumlegt hálsmál. Maður tekur betur eftir litlu hökunum á því, vegna svörtu legginganna, sem líka eru neð- an á blússunni og á ermumun, Kjóllinn er ljósgrár með viðu pilsi. er auðvelt og fljó'tlegt að skipta frá síðu hári í stutt en öllu lengri tíma tekur það, þeg- ar það er öfugt. Einmitt núna stendur þessi breyting yfir, og þess vegna ¥II8igœslr eftir MARTHA OSTENSO Caleb hló. ,,Nei, ekki held ég það, Fúsi. Klovacz fékk beinharða peninga f>TÍr kýrn- ar sínar“. Fúsi hrökk við. ,,Hvað áttu við, Gare?“ Caleb gekk nær íslendingnum og lyfti brún- um íbyggnislega. „Auðvitað leggur hann peningana aftur í kirkjusjóðinm Fúsi. Kirkjan þarf á þeim að halda“, sagði hann blíðlega og'snart mjúk- lega hlífðarföt stóra mannsins. Hann sneri sér undan. „Auðvitað", bætti hann við, „þarftu ekki að óttast að ég fari að hlaupa neitt með þetta“. Fúsi stóð á báðum áttum og skildi ekki fullkomlega hvað hann var að fara. Svo steig dimmur roði upp í kimnar hans. Hann kreppti stóra hnefama og æddi í áttina til Calebs. ,,Stilltu þig, stilltu þig", sagði Caleb hæðnis- lega. „Gáðu fyrst í peningaskápinn. Og þegar þér lientar að semja við mig um sölu á skóg- lendinu milli akranna minna, þá læturðu mig vita. Því fyrr því betra". Hann steig upp í vagmin*i og ók burt. FIMMTI KAFLI t . 1 Svarteygðu Klovacz börnin þrjú voru hætt að færa Lindu krókusa og fjólur á morgnana. Faðir þeirra, Anton Klovacz, var alvarlega veikúr. Og vegna þess að þau voru móður- laus fóru öll börnin með .honum til borgar- innar fyrir sumnan, þar sem lærður læknir átti að annast hann. Síðasta daginn í skólanum sögðu bömin Lindu, að pabbi þeirra hefði ráðið mann til að annast búgarð í fjarvist hans. Þeir sögðu að það væri góður og sterkur maður, sem hefði fært þeim sælgæti úr borginni og leyft þeim að leita í vösum sínum og eiga alla smápeninga sem þau fundu þar. Fyrsta dag- inn höfðu þau kynnzt honum svo vel að þau höfðu farið í áflog við hann og tekizt að koma homum undir og hamn hafði legið hlæj- andi í grasinu. Nokkrum dögum seinna hefði hann farið til Yellow Post og komið aftur með kassa sem söng og spilaði. Og hann hafði líka fengið sendar bækur í skínandi skinnbandi, em börn- in gátu ekki lesið neitt í þeim að gagni. Hver sem þessi maður var, þá leyndi sér ekki að hann hafði unnið hjörtu barnanna. Kvöldin voru orðin svo yndisleg, að Linda gat ekki þolað fangelsisblæinn á Gareheimil- inu. Hún lagði það í vana sinn að fara í lang- ar gömguferðir eftir skólatíma og kom ekki heim fyrr en á kvöldverðartíma. Hún rakst sjaldan á nokkurn mann á þessum gönguferð- um. Hún hugsaði stundum um borgarbúann sem kominn var til Klovacz og oftar en einU sinni hafði hún freistazt til að ganga í þá átt. Þetta var auðvitað verkamaður sem myndi ekki hirða um að tala við hana, en útlit hans eitt gæti fært henni heim samiinn um það, að hið gamla umhverfi hennar væri enn við líði. Einn dagiíin skildu Sandbosystkinin eftir hest handa henni. Það var rigningarúði og Linda fór í hlífðarföt, steig á bak hestinum og reið til suðausturs í áttina til Klovacz búgarðs- ins. Hún reið eftir þrönga, krókótta stignum, sem Caleb hafði riðið nokkrum dögum áður. Hún reið framlijá elrirunnunum og þagnað sem kirsuberjatrén lutu saman höfðum svo að varla sást til himins. Á veginum mætti Linda manni sem gekk berhöfðaður og hélt á hattinum í hendinni í gráleitu húminu. Hún sá að það var maðurinn, sem hún hafði séð álengdar þegar hún var á heimleið frá Þorvaldsson fjölskyldunni. Hann var hávaxinn og klæddur „litileguföt- um“ borgarbúans: stígvélum, brúnni skyrtu, opinni í hálsinn, úlpu og barðastórum hatti. Þegar Linda sá hann nálgast brosti hún með sjálfri sér að hinum lýtalausa klæðaburði hans. Hún vissi samstundis að þetta var kaupamaður Klovacz. Þegar þau mættust litu þau hvort á annað eins og ókunnugt fólk gerir þegar það hittist á afskekktum stöðum. Linda sá að hann var útitekinn og veðurbarinn, en óvenjulega fín- legur um leið; að augu lians voru falleg og alvarleg. Mark Jordan sá aðeins að þarna var stúlka á reið úti í rigningu eins og henni þætti það gaman. En þau héldu áfram hvort sína leið. En Linda gat ekki haldið áfram. Hún fyllt- ist ákafri löngun til að snúa við og fara heim á Klovacz bæinn undir einhverju yfirskini. Þetta var enginn venjulegur kaupamaður. Hún braut heilann um þetta drykklanga stund. Og þá fór að rigna fyrir alvöru. Litla íbúðarhúsið og lágreist útihúsin stóðu þarna í rigningunni eins og utanveltu. Þangað til fyrir hálfum mánuði hafði þetta verið heim- ili — griðastaður eftir vinnu á ökrunum, dvöl- ina í skólanum. Augu Lindu urðu þunglyndis- leg þegar henni varð hugsað til usigversku Klovacz fjölskyldunnar. Hesturinn skokkaði upp að útidyrunum og Linda flýtti sér af baki og barði að dyrum. Mark Jordam lauk upp. „Má ég koma inn úr rigningunni ?“ sagði Linda brosandi og hristi mestu bleytuna af augnahárunum. „Ég er Linda Archer, kennslu- konan í Oeland". Mark steig isin fyrir, opnaði upp á gátt og stillti sig um að reka upp undrunaróp. At- hugul augu hans grannskoðuðu þennan ó- vænta gest og liann varð dálítið vandræða- legur. „Gott kvöld", sagði hann. „Þetta er meiri demban. Gerðu svo vel að koma inn“. Linda leit hikandi á hestinn og Mark flýtti sér út. „Eg skal sjá um hestinn, ungfrú Areher. Farðu inn fyrir og láttu fara vel um þig“. Þau stóðu bæði andartak vandræðaleg á litla þrepinu og allt í einu fóru þau bæði að hlæja. Mark fór að sinna hestinum og Lánda gekk inn fyrir. Hún leit í kringum sig í eldhúsinu sem hún var komin inn í. Það hafði þegar tekið á sig svip karlmannsins — ekkert rusl sást, nema þegar litið var undir eldavélina eða skápana. Eitthvað mallaði á eldavélinni. Það var lagt á borð fyrir einn. Regnið lamdi rúðuna ótal fíngurgómum. Linda dró fyrir gluggann. Mark Jordan kom aftur inn í liúsið. Regn- droparnir ljómuðu eins og perlur í dökku hári hans og andlit hans var rennblautt. „Þetta er ljóta ferðaveðrið", sagði hann til að segja eitthvað, en mundi um leið að hann hafði áðiu’ sagt eitthvað þessu líkt. Satt að segja hafði koma Lindu lcomið honum úr jafn- vægi, þvi að hann var búinn að sætta sig við einveruna. r ttUlf OC CAMWH Dómari spyr konu hve gömul hún sé. Þrját'iu ára. Þér hafið gefið upp þennan sama aldur hér fyrir réttinum nú um þrigg'ja ára skeið. Já, ég er ekki ein af þeim, sem segi eitt i dag og annað á morgun. Jón (hittir vin sinn): Af hverju ertu svo ánasgð- ur á svipinn? Björn: Ég var einmitt í þesau að koma frá tannlækninum. Jón: Var eitthvað skemmtilegt við það? - Björn: Já, — hann var ekki við og verður ebki "næstu d.aga, ■- ,

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.