Þjóðviljinn - 22.08.1953, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 22.08.1953, Blaðsíða 11
Laugardagur 22. ágúst 1953 — ÞJÓÐVILJINN — (lí Ræða Malénkoífs í Æðsta Framhald á 7. síSu. manna, meginaðferðin til að fullnægja vaxandi persónuleg- am þörfum hins vinnandi fólks. Ef h!n sovézka verzlun á áð geta leyst vel af hendi nlutverk sitt, sem er sósíal- ísku þjóðfélagi knýjandi nauð- svn, verðum vér að vinna að vexti hennar með stakri kost- gæfni. Ríkisstjórnin vinnur iátlaus't að því dag hvern að efla þessa verzlun. Kem- ur þetta fram í sívaxandi magni afurða, er flæðir út í verzlunarkerfið, í sk:pulegri verðlækkun á matvælum og iðnaðarvörum, í fjölgun verzl- ana og sölubúða og alhliða að- stoð handa samyrkjubændum til að losna við umframafurð- ir sínar. Til þess áð fullnægja vaxandi kaupmætti fólksins hefur ríkisstjórnin á síðustu mánuðum gert ýmsar nýjar ráðstafanir, sem miða að því að auka verzlunina með því að auka framle:ðslu á neyzlu- vörum almennings og mark- aðsbirgðum á kostnað annarr- ar framleiðslu. Fyrir þessar sakir mun verzlunarkerfið á þessu ári fá afurðamaga að verðmæti 32 milljarða rúblna, umfram þá 312 milljarða, sem fyrr hafði verið ákveðið að remia skyldu til almennings til sölu á tímabilinu apríl-des. 1953. 1 isama mufnd hafa birgðir verið auknar af þeim afurðum. sem mikil eftirspurn er að hjá almenningi, og má þa.r nefna baðmullarvefnað, ullar- og silkivefnað, fatnað, húsgögn, leirvörur og he:mil- isáhöld, smjör og matarolíur, sykur, fisk, kjöt og niðursuðu- vörur. Sala á timbri og bygg- i ingarvörum og iðnaðarvörum, svo sem bifreiðum, reiðhjól- um, mótorhjólum, ísskápum, klukkum og úrum, sjónvarps- tækjum, útvarpstækjum, og svo framvegis, fer vaxandi. Ráðstafanir þær, sem gerð- ar hafa ver'ð, eru þegar farn- ar að bera ávöxt. Svo sem kunnugt er óx útsölumagn verzlunarinnar um 10% á ár- inu 1952. Á fyrsta fjór'ðungi þessá árs var það 7% hærra, og á öðrum ársfjórðungi 23% hærra en á samsvarandi tíma- bili í fyrra. ° En þetta er enn ekki nóg. Vér getum ekki uíiað við nú- verandi útsölumagn verzlunar- 1 arinnar. Auk þess eru alvar- leg mistök í sjálfu skipulagi verzlunarinnar. í mörgum hér- uðum skilar verzlunarkerfið ekki öllum þeim afurðum, sem fólkið þarfnast. Þáð kemur oft fyrir, að kaupandinn verð- ur að ferðast í aðra borg eða annað hérað til þess að kaupa hína eða þessa vöru. Verzlunar- og áætlunar- stofnanir verða að rannsaka samv'zkusamlega afurðaþörf fólksins. í sjálfu eðli hinnar sovézku verzlunar felst nauð- synin á að sannreyna í heild þarfir fólksins, stórar og smá- ar. Aðeins á slíkum grundvelli er hægt að skipuleggja rétt- ari skiptingu á afurðabirgðum í öllum héruðum landsins. Á næstu tve'mur eða þrem- ur árum verður að leysa það verkefni, að hæfilegar birgðir matvæla og iönaðarvarnings séu í liverri borg og i hverri sveit, svo að fólkið geti keypt þar allar sínar nauðsynjar. Fimm-ára-áætlunin gerir ráð fyrir, að ríkisverzlun og samvinnuverzlun muni vaxa á að gizka um 70% miðað við árið 1950. Vér getum aúð- veldlega náð þessu marki þeg- ar árið 1954. Verzlunarstofnanir gegna einnig mikillí ábyrgð að því er afurðagæði varðar. Verzl- unarkerfið verður áð beita í ríkum ;mæli ofnahagslegum könnunaraðferðum til þess að örva framleiðslu á þeim af- urðum, sem eftirspurn er að meðal fólksins, en draga úr magni þeirra afurða, sem lítil eftirspurn er áð. Félagar! Það er ákaflega mikilvægt atriði þegar rætt er um vaxandi velmegun þjóðarinnar, að draga úr hús- næðisvandræðum, auka heil- birgðisþjónustu og fjö'ga skólum og uppeldisstofnunum barna. Þrátt fyrir það, að fyrir stríö og einkum á árunum eft- ir styrjöld:na, hafi miklar framkvæmdir verið gerðar í byggingamálum, þá fer því þó fjarri, að húsnæðisþörfinni hafi verið fullnægt, alls stað- ■ar er enn mikill húsnæðis- skortur. Einkum á þetta sér stað um borgir og bæi vegna þess a® íbúum borga og kaup- staða hefur fjölgað mjög. Samkvæmt manntalinu 1926 töldust íbúar í borgum óg bæjum 26 milljónir, árið 1940 voru þeir 61 milljón, en í dag nema þeir um 80 milljónum manría. Á þessu ári hafa fjárveit- ingar til húsabygginga auktt allmikið og eru nálega fjór- um sinnum meiri en árið 1940. En húsabyggingum miðar illa áfram, byggingaráætlanir eru ekki framkvæmdar og rik's- fjárveitingar eru í þessu efni ekki að fullu nýttar. Marg:r ráðandi menn í stjórnardei’d- unum ráðunum og flokkssam- lökunum sýna ekki bygging- arstarfsemi þá umhyggju sem skyldi. Oft vill þáð við brenna, að ekki er byggt nægilegt húsnæði handa verkamönnum og starfsmönnum þegar reist eru ný fyrirtæki, og yeldur þetta oft mikilli mannfæð hjá hinum nýju fyrirtækjum. Marg ir byggingamenn hafa þann vonda vana að afhenda íbúð- arhús til afnota áður en geng- ið hefur verið að fullu frá þeim og hafa á þann hátt ráðinu dregið mjög úr gæðum íbúð- anna og vakið réttmætar kvartanir af hálfu hins vinn- andi fólks. Það er hlutverk vort að sjá svo um, að bygg'ngamál verði betur framkvæmd og að fyrirmæli ríkisins um bygg- ingu húsa og viðgerðir A þeim verði skilyrðislaust fram- kvæmd. Vér þurfum einnig fleiri skóla, spítala og uppeldis- stofnanir barna. Efnahagsá- ætlun ársins 1952 gerir ráð fyr ir 30% aukningu skólabygg- inga, miðað v.'ð fyrra ár, 40% aukningu barnagarða og vöggu stofa og 54% aukningu spít- ala. Á þessu ári miðar bygg- ingu skóla, spítala og uppeld- isstofnana barna hraðar á- fram en öllum byggingum öðr- um, þrátt fyrir ýmsar mis- fellur. En í mörgum efnum eru hinar ákveðnu fjárveit- ingar ekki hagnýttar að f-ullu og oft dragast byggingar þessar á langinn. I fyrirtækj- um léttiðjunnar, þar sem margt kvenna stundar vinnu, og barnagarðar og vöggustof- ur eru sérstaklega nauðsyn- legar, er áætlunin um bygg- ingu barnastofnana slælega framkvæmd. 1 Úkraínu, Béló' rússlandi og mörgum lands- hlutum Rússneska ráðstjórn- arsambandsins eru byggingar barnastof.nana á eftir áætlun. Félagar! Þáð mundi ekki vera rétt að loka augunum fyrir m:stökum í starfi stjórn- ardeilda og efnaliagsstofn- ana, er valda þjóðbúskapnum miklu tjóni. í samþykktum 19. flokksþingsins var drepið á þessi mistök. Það verður að játa, að enn sem komið er hafa ráðuneytin, staðbundnar flokksdeildir og ráð ekki fram- kvæmt ákvarðanir flokks- þ:ngsins, svo vel sé, og ekki gert nauðsynlegar ráðstafan- ir i þá átt að stjórna og leið- beina fyrirtækjunum. Það vérður að binda endi á þessi mistök með lifandi starfi. Ta.ka. má sem tíæmi um ó- nóga leiðsögn og stjóm fyrir- tækja, að efnahagsnefndir vor- ar, fjármáladc'ldir og áætlun- arráð hafa látið undir höfuð leggjast . að draga úr frarn- leiðslukostnaðinum. Það er kunnugt, að fram- leiðslukostnaðurinn er það megi.nfangamark, sem ber fyr- irtækjum vitni um öll verk- gæði. En margir framkvæmda- stjórar gleyma þessari stað- reynd og hafa lítinn áhuga á arðsemi fyrirtækjanna. Margar iðngreinir fráfn- kvæmdu ekki á fyrra helmingi þessa árs áætlanir ríkisins um lækkun framleiðslukostnaðar- ins. í iðnaðinum eru enn mörg iðnfyrirtæki óarðbær, og fram- leiðslukostnaður er þar hærri en nemur hinu áætlaða verði þessarar framleiðslu. Töp þessara fyrirtækja eru bætt á kostnað þeirra arðbæru fyrir- tækja, sem vel vinna. Tilvera óarðbærra verksmiðja og náma, sem lifa á kostnað arð- samra fyrirtækja, grefur und- an grundvelli hins bókfærða reksturs í iðnaði vorum, dreg- ur úr áhuganum fyrir arð- söfnun og verður dragbítur á tekjuaukningu fjárhagsáætl- unar ríkisins. Það eru mörg óarðbær fyr- irtæki í námuiðju og timbur- iðju, og töp þeirra eru m:kil. Mörg fyrirtæki þessara iðn- greina hafa ekki árum saman uppfyllt áætlánir um lækkun framleiðslukostnaðar og auk- inn frjómátt vinnunnar. Af því leiðfr, að framleiðslukostn- áður í námuiðju og timburiðju er enn hár, en hár framleiðslu- kostnaður kola og timburs dregur úr lækkun vöruverðs, ekki aöeins í þessum iðngrein- um, heldur einnig á mörgum öðrum unnum varniiig'. Töp af óarobærum fyrir- tækjum námu 15 milljörðum rúblna árið 1952. Á fyrra helmingi þessa árs voru töp á slíkum fyrirtækjum enn all- mikil. Það er ekki aðéins í iðn- aði, að fyrirmælin um lækk- un framle'ðslukostnaðar eru ekki haldin. Byggingarkostii- aour er enn hár og töp flestra byggingarfélaga - eru mikil. Margar dráttanúlastöðvar hafa brugðdzt áætlunum um lækkun kostnaðar, sama máli gegnir um fljótaflutninga og verzlun. Höfuðskilyrði fyrir lækkun framleiðslukostnaðar er vax-j andi frjómáttur vinnunnar 5 öllum fyrirtækjum. Vér eig- um allan kost á að leysa þetta verkefni meö betri árangri. Ef hin fullkomna tækni í fyr- irtækjum vorum er réttilega hagnýtt, þá getum vér létt erfiði verkamanna og tryggt linnulausa aukningu í frjó- mætti vinnunnar. Þegar auka skal afköst hinnar félagslegu vinnu og larkka framleiðslukostnaðinn, várðar það langmestu að f jölga verkamönnum í grundvallar- störfum framleiðslunnar, í sama mund og fækkáð er í að- stoðar- og þjónustustörfum hennar. Þjóðbúskapur vor gengur öruggur sín framfaraspor.'At- hafnasemi og framtak verka- manna vorra, samyrkjubænda og nienntamanna eru upp- sprettulindir máttar vors. Oss eru gefin geysileg tækifæri T0 til að leysa meginhlutverk vort af hendi: að fullnægja sí- vaxandi efnalegum og menn- ingarlegum þörfum fólksins. Vér erum þess fullvissir, að vér munum í þessu efni vinnæ mikla sigra áður en langur tími líður. fifkomaKdi spámannsins Eéí dæfnr sínar hasfa blæjunni Framh. af 6. síðu. upp á hverju sjálfstæðar Þjóðir kunna að taka. OEIRÐIR m.iklar brutust úfc í Casafolanca og öðrum:, foorgum Marokkó í dcscmber í.. fyrra. Beittu Frakkar her og lögreglu af mikilli harðýðgi og ér talið að hundruð óbreyttra. foorgara hafi látið lífið. Heima., í Frakklandi reis hreyfing ka- þólskra manna undir forystu. Nófoelsverðlauiiaskáldsins Maur- iass og annarra slíkra gegn hermdarverkunum auk þess sem kommúnistar studdu sjálf— stjórnarkröfur Marokkómanna. 'Þótti nú nýlenduyfirvöldunum og frönskum auðmönnum Mar okkó ekki seinna vænna að láta skríða til skarar gegn sol- dáni. el Glaoui og félagar bans æstu frumstæða hirðingjaþjóð- flokka At'lasf jalla gegn hon- um með lýsingum á því hví- líkur trúníð.ngur soldán vaeri! að leyfa dætrum sín.um að- 'ganga blæjulausum og virða að vettugi sumar aðrar fáránleg- ustu kreddur ströngustu múiha- meðstrúarmanna. Síðustu daga. stefndu þeir svo vopnuðum hirðingjum til Rabat, aðseturs- borgar soldáns. Þá settu Frakk- ar soldán frá völdum og sendu hann í útlegð og kváðust ekki, eiga annars úrkostar ef -afstýra ætti borgarastyrjöld. jlffENN sem þekkja til í -l 'l Marokkó segja, áð þótt. el 'Glao'Ui og kumpánar hans styðji Frak'ka með ráðum og dáð, sé öðru nær en 'að þ'eir séu búnir að bita úr nálinni í Marokkó með því að losa sig við soldáninn. Marokkómenn streyma utan af landsbyggðinni til 'borganna til að vinna í. verksmiðjum Frafcka íyrir sult- arlaun og fá bústaði í einhverj- um ömurlegustu fátækrahverf- um heims í skugga reisulegra skýjakljúfa frönsku auðfélag- anna. Sjálfstæðishreyfingin starfar á laun enda þótt 'þeir skipti orðið þúsundum, sem Frakkar hafa sent án dóms og laga í fanga'búðir á afskekktum stöðum fyrir fylgi við hana. Sjálfstæðishreyfingi.n á einhuga fylgi verkalýðs og millistéttar Marokkómanna í borgunum og boðskapur henn.ar berst jafnt: og þétt út um sveitirnar. Fanga ráð Frakka, eins og annarra ný- lenduherra, er *að blása að glóðum haturs og tortryggni milli berbanna, sem byggja suð- urhluta Marokkó, ug arabanna á strandlengjunni. I^FTIRKÖST atburðanna í Marokkó geta orðið tölu- verð á alþjóðavettvangi. Hundr- uð milljóna munameðstrúar- manna fyllast.reiði við að frétta af því, að vi'llutrúarmenn hafi lagt hendur á afkomanda spá- mannsins og halda honum, föngnum. Tilraun sýrlenzka Jull trúans til að taka málið upp á þingi SÞ er aðeins forsmekk urinn af því, sem á eftir nua koma. Aðfarir Frakka í Mar- ok'kó eins og i Túnis áður 'verða til þess að þjappa Arafoa- og As'íurikjunum fastar saman í baráttu 'þeirra gegn vestrænu nj’lénduveldunum. M.T.Ó. SOVÉTBlKIN hafa nú hafið útflutning á bílum. Hér eru bílar af gerðinni Fobeda frá Gorkí ijerksmiöjuiium og bíða útskípunar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.