Þjóðviljinn - 22.09.1953, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 22.09.1953, Blaðsíða 6
£) — Í>JÓÐVILJINN — Þriðjudagur 22. september 1953 JUÓÐVRUINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), SigurSur Guðmundssoo. Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsing'astjóri: Jónsteinn Haraldsson. Kitstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg. 19. — Sími 7500 (3 línur). Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavik og nágrenni; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. _________________________________________________* Moða shrif Alþýðublaðsins um húsnæðis- Það sem IhaSdið óttasi málin aiÉurhvarf tii heiðarlegrar stefnu? Þótt enn séu meira en fjórir mánuöir þar til Reykvík- ingar eiga kost á því að losa sig viö þá óstjórn og spill- ingu sem einkennir íhaldsstjórnina í höfuöstaönum eru málgögn meirihlutans þegar tekin að -kyrja sinn uppá- haldssöng fyrir hverjar bæjarstjórnarkosningar. Og texti söngsins er, aö missi íhaldiö meirihluta sinn 1 bæjarstjórn- inni geti ekkert tekiö viö annaö en „óstjórn og uppgjöf“, eins og Vísir oröar það á laugardaginn. Vitanlega vill Morgunblaöið ekki: vera eftirbátur heildsalablaösins og tekur undir í forustugrein á sunnudaginn, þar sem dreg- in er upp átakanieg mynd af allri þeirri „upplausn“ og „glundroöa“ sem bíöi bæjarfélagsins veröi völdum íhalds- ins hnekkt í næstu bæjarstjórnarkosningum. Þessi söngur er svo sðm ekki nýr. Hann hefur veriö .sunginn af íhaldinu fyrir hverjar bæjarstjórnarkosningar um langt árabil. Og jþví ber ekki að neita aö hann hefur boriö ótrúlegan árangur. Pjöldi fólks hefur beinlínis trúaö því aö illfært yröi aö mynda starfhæfan meirihluta í bæj- arstjórninni kæmist íhaldiö í minnihluta. Og af ótta viö „stjórnleysið“ og „glundroöann“, sem íhaldsblööin og málsvarar meirihlutans hampa, hafa svo fjölmargir kjós- endur sem raunverulega eru andvígir íhaldinu látið vél- ast til aö veita því brautargengi. Af þeirri grýlumynd, sem íhaldið dregur jafnan upp af því sem framundan væri aö íhaldsmeirihlutanum föllnum, mætti ætla aö engin ábyrg stjórn væri í flestutm bæjar- félögum landsins. Utan Reykjavíkur búa einungis tvö bæj- arfélög viö eins flokks meirihlutastjórn. í Neskaupstaö fer Sósíalistaflokkurinn einn meö stjórn og í Hafnarfiröi er Alþýöuflokkurinn í meirihluta. Öllum öörum bæjum landsins er stjórnaö af samstjórn tveggja eða þriggja flokka. Þannig er Húsavík og ísafiröi stjórnaö af Sósíal- ístaflokknum og Alþýöuflokknum; Vestmannaeyjum af Sósíalistaflokknum, Framsókn og Alþýðuflokknum; Siglu- firöi af Sósíahístaflokknum, Framsókn og Sjálfstæöis- flokknum; Akureyri, Ólafsfiröi, Sauðárkróki og Seyðis- firði af Sjálfstæðisflokknuim og Framsókn; Keflavík af Alþýðuflokknum og Framsókn, og Akranesi af Sjálfstæöis- flokknum, Framsókn og Alþýöuflokknum. Enginn sem til þekkir á þessum stööum kannast viö aö sameiginleg stjórn tveggja eða þriggja flokka hafi leitt nokkra upplausn eða glundroða inn í stjórnarfar bæj- arfélaganna. Hinu neitar enginn aö fámenn og fátæk bæiarfélög eiga við ýmsa erfiöleika aö etja sem ekki eru alltaf auðleystir, ekki sízt þegar svo er á hlut þeirra gengiö af hálfu ríkisvaldsins varöandil tekjuöflunarmögu- leika sém raun ber vitni. Og þaö er ekki alveg laust við að málgögn íhaldsmeirihlutans i Reykjavík hafi átt þáð til aö afsaka aögeröir eöa aðgeröaleysi hans einnig meö þe:m röksemdum aö ekki væri of vel að bæjarfélögunum búiö af ríkisstjórn og Alþingi. Grýlan, sem Morgunblaöið og Vísir eni einu sinni enn tekin að hræöa Reykvíkinga meö er því sömu ættar og xiafna hennar sem löngum hefur veriö haldið aö böldnum börnum. Þáö skapast enginn „glundroöi“ eöa „upplausn“ í bæjarmálum Reykjavíkur þegar meirihluta hinnar hug- sjónasnauöu og síngjörnu yfirstéttar bæjarins veröur velt úr valdastólum. Þaö hefur hvergi gerzt í bæjarfélagi á ís- landi þótt skipt hafi verið um meirihluta og stjórnendur. Og þetta vita Morgunblaðið og Vísir fullvel. Þaö er allt annað sem þessi málgögn íhaldsins hafa í huga þegar þau flytja kenningar sínar um „upplausn“ og „glundroðá*. Ekkert hefur reynzt auöstéttarflokknum slíkt haldreipi í stjórrxmálabaráttunni almennt og það að ráða Reykjavík. Liggja til þess sterk rök, auðskilin hverjum manni. Missir -meirihlutaaöstööu í bæjarstjórn höfuöstaöarins myndi tvímælalaust boöa imikla upplausn 1 Sj álfstæöLflokknum og skapa víðtækan glundroöa í röðum hans. Þeirri þróun þarf reykvísk alþýða ekki aö kvíöa, hún væri henni þvert á móti mikiö og langþráð fagnaöarefni. En þaö er þessi glundroöi og þessi upplausn í eigin fylkingu sem íhaidiö óttast þegar þáö hugsar til næstu bæjarstjórnarkosninga, og þess vegna er gömlu grýlukennihgunni hampaö einu sinni enn í þeirri von aö hún beri sama árangur og áöur. Það er ánægjuefni að Alþýðu- flokkurinn virðist nú hafa hug á að taka þátt í þeirri baráttu gegn húsnæðisvandræðunum, gem Sósíalistaflokkurinn hefur háð um langt skeið. Var þetta að sjá á Alþýðu- blaðinu í fyrradag, en það birtir tölur og rök á sömu lund og bæjarfulltrúar og þingmenn Sósíalistaflokksins hafa hamrað á í bæj arstjórn og á Alþingi ár- um saman, oft við litlar undir- tektir frá fulltrúum Alþýðu- flokksins. Sé hér um raunverulega stefnubreytingu hjá flokknum að ræða í þessum málum, er það óblandið ánægjuefni, því fortíð hans er vægast sagt gruggug, hvað þau snertir. ★ Alþýðuflokkurinn átti félags- málaráðherra úr sínum flokki árin 1944—1949, og hefði því mátt vænta þess, að hann neytti þess tækifæris til mikillar for- göngu í byggingarmálum lands- manna. Einn af hinum miklu laga- bálkum, sem samþykktir voru í tíð nýsköpunarktjórnarinnar, var byggingarlöggjöfin frá 1946. Merkasta nýmæli þeirrar löggjafar voru ákvæðin um skipulagsbundna utrýmingu heilsuspillandi húsnæðis í kaupstöðum og kauptúnum á fjórum árum. Hefðu lög þessi verið framkvæmd, bæði sá kafli sem fjallar um útrýmingu heilsuspillandi húsnæðis og aðr- ir um víðtæka hjálp hins op- inbera til byggingarstarfsemi, hefði orðið bylting i húsnæðis- málum landsmanna á árunurn sem liðin eru frá setningu þeirra. Þegar lögin voru sett, bentu þingmenn Sósíaiistaflokksins á að illa væri frá lögunum geng- ið að því leyti, að fjárhags- grundvöllur væri ekki tryggður að framkvæmd þeirra, og fluttu breytingartillögur um úr- bætur á því. Formaður Alþýðu- flokksins, Stefán Jóh. Stefáns- son taldi þeirra ekki þörf, og voru breytingartillögur sósíal- ista felldar, en iögin sjálf sam- þykkt. ★ Svo gerist það, ekki sízt vegna erlendra áhrifa á Sjálf- stæðisflokkinn og Alþýðuflokk- inn, að nýsköpunarstjórnin fer frá, sama ár og byggingarlög- gjöfin var samþykkt. Fyrir íor- göngu bandaríska sendiráðsins voru þingræðisvenjur um stjórnarmyndun rofnar og ekki hætt fyrr en tókst að berja sam- an stjórn undir forystu for- manns Alþýðuflokksins, Stef- áns Jóhanns Stefánssonar. Var hann félagsmálaráðherra, eins og annar flokksbróðir hans í nýsköpunarstjórninni. Nýja stjórnin, samstjórn Al- þýðuflokksins, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins, birti stefnuskrá í mörgum liðum. Áttundi liður þeirrar stefnu- skrár, þar sem talin voru mál þau er stjórnin ætlaði að leggja sérstaka áherzlu á, var þannig: ,,Að húsnæðisskorti og heilsu- spillandi íbúðum, hvar sem er á landinu verði útrýmt með byggingu hagkvæmra íbúðar- húsa“. Það er ekki lítil ætlun, auk lagaákvæðanna frá 1946 um útrýmingu heilsuspillandi húsnæðis í kaupstöðum og kaup- túnum kom það loforð að nýja stjórnin ætlaði sér að útrýma heilsuspillandi húsnæði hvar sem var á landinu. ★ Þetta var loforðið. Efndirnar létu ekki lengi bíða eftir sér. Snemrna árs 1948, 23. marz, var afgreitt á Alþingi stjórnarfrv. með sak- leysislegu nafni, lög um bráða- birgðabreytingar nokkurra laga. En fyrsti liður þeirra var hvorki meira né minna en að „fresta“ skyldi framkvæmd lagaákvæð- anna, sem Alþingi samþykkti um útrýmingu heilsuspillandi húsnæðis. Það er hollt fyrir þá sem lesa um brennandi áhuga Sjálfstæð- isflokksins, Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins á lausn húsnæðisvandamálanna, að festa sér í minni, að það voru þessir þrír flokkar, sem að þessum skemmdarverkum stóðu og bera á þeim alla ábyrgð, að það er vegna þessa verks Alþýðuflokks ins, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarfloklssins, að ekki hefur síðusut árin verið gert stórkostlegt átak til að útrýma heilsuspillandi húsnæði. ★ Og það er bæði nauðsynlegt og hollt Alþýðuflokksmönnum að muna, einnig ef flokkurinn byggur á heiðarlega stefnu í þessum málum framvegis, að ekki einungis var þetta skemmd arverl^ gegn nýsköpunarlöggjöf- inni um húsnæðismálin ákveðið af „fyrstu stjórn Alþýðuflokks- ins á íslandi,“ ríkisstjórn með formann Alþýðuflokksins að for sætisráðherra og félagsmálaráð- herra, heldur réðu tveir þing- menn Alþýðuflokksins úrslitum um afgreiðslu málsins á Alþingi. Svo virðist sem ýmsir þing- menn þríflokkanna blygðuðust sín svolítið við framkvæmd. skemmdardverksins, fram- kæmd verks sem þýddi að von- ir fólksins í versta húsnæðinu dofnuðu eða urðu að engu. ★ í neðri deild Alþingis var atkvæðaskiptingin 15 móti 13 í úrslitaatkvæðagreiðslu. Fimm- tán fengust til að vinna níðings- verkið, þrettán greiddu atkvæði á móti. Og úrslitum réðu tveir þingmenn Alþýðuflokksins, ann ar þeirra flokksformaðurinn, forsætisráðherrann og félags- málaráðherrann Stefán Jóhann Stefánsson. Þá atkvæðagreiðslu er Al- þýðuflokksmönnum hollt að muna. Fleira í framkomu AI- þýðuflokksins í þessum málum er á sömu bók lært, þar er því eins og í fleiri málum ömurleg fortíð sem þyngir róðurinn á því skipi, enda þótt það ráð hafi veriö tekið að breiða yfir suma þá, sem mest hafa orðið Alþýðuflokknum til skammar og verst brugðizt trúnaði ís- lenzkrar alþýðu. ★ Fortíð Alþýðuflokksins er þess valdandi að holhljómur er í stórum orðum hans um baráttu íyrir hagsmunum fólksins. Hitt er fagnaðarefni, ef hér er um afturhvarf að ræða til heiðar- legrar stefnu og baráttu. Það er orðin glaðvakandi meðal fylgjenda Alþýðuflokksins kraf an um slíkt afturhvarf, sú krafa að flokksforystan hætti að vinna með verstu óvinum alþýðusam- takanna og ganga erinda þeirra, krafan um heiðarlegt samstarf við Sósíalistaflokkinn, samfylkta baráttu allrar alþýðu í landinu gegn samfylkingu afturhaldsafl- anna. Sé aukinn áhugi Alþýðu- flokksins í baráttu gegn böli húsnæðisleysisins sannur, ber að fagna því. Þau hispurslausu skrif, sem blaðið birtir þessa dagana og hljóta að orka eins og svíðandi löðrungar á Stefán Jóhann og aðra þá forystumenn flokksins sem lengst hafa geng- ið í afturhaldsþjónustu, t. d. í því máli sem hél var rifjað upp, gæti bent í þá átt að krafa íólks ins um heiðarlega pólitík sé far- in að ná alla leið að eyrurn nú- verandi forystumanna Alþýðu- flokksins, og verður fróðlegt að sjá framhaldið: þegar á hólminn kemur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.