Þjóðviljinn - 22.09.1953, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 22.09.1953, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 22. september 1953 — ÞJÓÐVILJINN — (3 Verkainöiiisfiiii á lei$ frá víbiiím og veikii baraii neitað am nð konaast heissi til sín Mr lofouM reífiirins otg framhoma tollþjóns- ins Uður í þeirri mtlun stfórnarvaidanMm að flœma Mafnamenn hurt úr byggð sinni? Svo virðist sem hernámsflokkarnir hafi útvalið Hafnamenn til að gera á þeim tilraun með hve mik- inn yfirgang og móðganir sé hægt að bjóða íslend- ingum í dag. Er nú upprisin á Keflavíkurflugvelli ný fígúra sem farin er að láta dólgslega við Hafnamenn. Sennilegast er talið, að stjórnarvöldin ætli sér, þar sem þau fengu ekki Hafnamenn til að afhenda hernum lönd sín með góðu, að gera þeim ólíft í sinni gömlu byggð og neyða þá þannig til brottflutnings, — af því þau þora ekki að kannast við það fyrir ís- lendingum að þau hafa fyrir löngu heitið banda- ríska hernum því að leggja lönd Hafnamanna og Hafnaveginn undir alger yfirráð hernámsliðsins. Flugsýningin á sunnudaginn Framhald af 12. síðu. manna þar saman komið, en meðal gesta voru forsetahjónin. Agnar Kofoed Hansen, flug- vallastjóri ríkisins, opnaði sýn- inguna með ræðu. Bauð hann í upphafi gesti velkomna og gat þess að sýningin væri haldin í tilefni þess að í des. í vetur eru liðin 50 ár frá því Orville Wright tókst fyrstum manna að fljúga flugvél knúðri hreyfli. Þá í-akti hann í stuttu máli og með nokkrum tölum hina öru þróun flugmálanna síðustu árin, t. d. hafi árið 1937 verið fluttir alls 2.5 millj. farþegar með flugvél- um í reglubundnum áætlunar- ferðum, tíu árum síðar var þessi taia komin upp í 21 miilj., 1952 45 millj. og á þessu ári væri talið að flugfarþegar yrðu aldrei færri en 60 milljónir. Flugviallastjóri drap á að ís- lendingar hefðu snemma haft hug á að verða ekki eftirbátar annarra þjóða í flugmálum og árið 1919 var fyrsta flugfélagið, stqfnað hér á landi. Hefði fé- lagið haldið starfsemi sinni áfram óslitið væri það nú ann- að elzta flugfélag álfunnar. Loks minnti hann á að nú væri hér á landi allfjölmenn stétt vel menntaðra flugliða, sem verð- skulduðu athygli almennings. Fjölbreytt flugsýning Er Agnar h.afði lokið máli sínu hófst flugsýningin með því að sýningarvélarnar hófu flug og flugu lágt vfir flugvöllinn, en nær, samtímis sveif hrafn einn hægt og tignarlega í sömu flugstefnu og var hans þó hvergi getið i dagskránni. Nú hófst svifflug bæði á renniflugu fýrir byrjendur og listflugu. Sýndi Magnús Guð- brandsson listflugið af mikilli leikni og var þetta. eitt bezta atriði sýningarinnar. Þá kepptu tveir flugmenn í marklendingum á litlum flug- um, Sigurður Jónsson, elzti flug- maður íslendinga, sýndi listflug í lítilli vél, og Baldur Georgs hafði grínþátt með Konna fé- laga sínum. Einnig sýndi Bjöm Pálsson flugmaður hversu hann getur lent á litlu svæði í vél sinni (30—40 metrum), og tveggja hrevfla Douglasvél frá Flugfél. íslands flaug örugglega á einum hreyfli yfir völlinn, en flugvélinni stjórnaði Gunnar Friðriksson flugmaður. Björn Jónsson yfirflugum- ferðarstjóri lýsti sýningaratrið- um jafnharðan og þau fóru fram. „Verndaraþáttur“ Eins og áður hafði verið til- kynnt var hemámsliðinu troðið inn á dagskrána. Sýndar voru þrjár björgunarvélar þess og ein þeirra hóf flug með „rakettu- útbúnaði“ og varpað var niður pökkum í falihlífum. Lolcs komu fjórar þrýstiloftsflugvélar og renndu nokkrum sinnum yfir völlinn. Slegizt urn „lukkupakka“ Eins og á flugsýningunni á flugvellinum var mikill mann- fjöldi saman kominn á kvqld- skemmtuninni í Tívolí og mun auglýúngin um „lukkupakka" úr lofti einkum hafa dregið menn að. Flugvél flaug nokkr- um sinnum yfir skemmtigarðinn og var .„lukkupökkunum" varp- að úr henni., Féllu sumir þeirra utan við skemmtisvæðið, aðrir í Tívolítjöm, en suma tókst mönnum að klófesta, a. m. k. þóttust ekki færri en tveir hafa haft samtímis hendur á pakk- anum, sem -hafði að geyma flug- ferð til Khafnar- og heim aftur. F.leiri skemmtiatriði voru um kvöldið, en hátíðinni lauk með flugeldasýningu. Skipting nemenda gagnfræðaskóla Ilafnameim urðu fyrstir íslendinga fyrir ágangi Guð- mundar Guðmundssonar her- námsstjóra. Krafðist hann þess að þeir afhentu lönd sín undir skothríð banda- rískra og þegar þeir neituðu lét hann dólgslega og hafði í hótunum um að landið skyldj verða tekið samt. Herinn hefur hvað eftir annað lokað veginum tll Hafna, svo Hafnamenn hafa raunv'erulega verið lokaðir inni í lierkví. Herinn hefur rofið símann til Hafna svo símasambands- laust hefur verið. Ný digur fígúra kemur fram á sjónarsviðið Föstudaginn 11. þ. m. þegar Hafnamenn voru að koma frá vinnu sinni á Keflavíkurflug- velli, rétt fyrir kl. 7 e. h. lentu þeir í sennu við tollvörð, sem var á vakt í því hliði flugvall- arins sem stytzt er um th Hafna. Hafði tollvörðurinn — Égill nokkur Þorsteinsson að nafni — leitað í bifreiðinni að smygli, en ekkert fundið. Va/ hann á engan hátt truflaður í starfi sinu. Framkvæmdi hann leitina með miklu yfirlæti og höfðu 'Hafnamenn áður orðið fyrir óþægindum af manni þess- um. Barnar Hafnamönnum að fara heim! Af þessu spratt orðasenna á milli Eglls þessa og manns er sat í húsi bifreiðarstjóraní. Öx ákafi þeirra hpggja þar til ‘.oll- þjónninn missti vald á skap: sínu. Skalf hann ákaíiega cg mátti vart mæla. Lagði iiann b'átt bann við að bifre'ðin færi út af „nugvelliíium“ nema and- stæðingur hans yfirgæfi bifreið- ina. í bifreiðinni voru um 15 manns. Gramdist þeim rifrildi Þetta og kröfðust þess að fá að halda ferð sinni áfram óáreitt- ir, þar sem þeir hefðu á engan hátt gerzt brotlegir við toll- YÖrðinn. Varð að segja honnn; þr'svar áður en hann gæti skilið Gekk í þófi um hríð, var toll- þjónninn æfur og hugðist ekki leyfa manninum að fara út um hliðið. Bifreiðarstjórinn skipaði þá tollþjóninum að fjarlægja manninn, þar sem hann hefð: ekki vald til þess. Ekki treystist vörður laganna til þess, enda hafði maðurinn aðeins látið í ljósi réttláta gremju yfir frekju hins og átt i vök að verjast er toillþjónninn jós yfir hann skömmum og fúkyrðum. Reyndu nú H-afnamenn að koma vitinu fyrir tollþjóninn, og lét hann loks tilleiðast að sleppa þeim, ef hann fengi nafn mannsins, kvaðst hann mundu kæra hann síðan. Maðurinn neitaði í fyrstu að igefa tollþjóninum upp nafn sitt, en er bifreiðarstjórinn bað hann að gera það, svo töfin yrði á enda, varð maðurinn við þeirri ósk. Svo var af verð; laganna dregið að þrisvar varð að segja honum nafnið áður en hann skildi og hét þó maðurinn Jón. Héldu Hafnamenn síðan áfram ferð sinni. Hafnavegur'nn lokaður vegna hernaðarfram- kvæmda Á þriðjudaginn 15. þ. m. kom sami bifreiðarstjóri frá Kef’a- vík. Með honum í bifreiðinni var bróðir hans 8 ára og móðir þeirra. Hafði hún farið með drenginn til læknis í Keflavík, ag leið drengnum illa. Er bif- reiðin var komin fram hjá „Meeks“-hliðinu var vörður á veginum með rauðan fána. Bannaði hann alla umferð um þjóðveginn >til Hafna. Þetía var um sexleytið að kveldi og sprengja þá Hamiltonmenn í grjótnámi vallarins, og þar eð vegurinn liggur alveg við grjót- námið verður öil umferð um veginn teppt a. m. k. tvo tima á dag þegar spr'engt er, Þarf stundum að hreinsa veginn með ýtu á eftir. Refsar áður en hann. rannsakar! Bifreiðarstjórinn heið nokkra stund, en er umferðabannið hélzt sneri hann frá, ók inn á „völl“ og ætlaði út um sama hlið og Hafnamenn fara í gegn að og frá vinnu. Þar var toll- vörður. Leitaði hann í toifreið- inni og fann ekkert. Sagði hann þá að bifreið- arstjóranum væri bannað að fara út uni hliðið. Sýndi hann plagg þar að lútandi, stimpl- að af Iögreglustjóra „f uigvall- arins“, — Jóni Finnssyni. Sagði tollvörðurinn að kæra hefðí komið á bifreiðarstjór- ann (frá því á föstudaginn) fyrir slæma Iiegðun. Bifreiðarstjórinn vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið, sagð- ist ekkert hafa af sér brotið og ekki fengið tilkynningu um neina kæi'u og þyrfti að hraða ferð sinni. Benti liann tollverðinum á líðan drcngsins og að þjóð- vegurinn væri lokaður. Við- urkenndi tollþjóniúnn að drengnrinn væri ve'kur, en lagði bann við að bíistjórinn færi út um liliðið. Bifreiðarstjóranum rann þá i skap og kvaðst mundu fara út í banni. Kallaði þá -tollvörður- inn á „norparann" sem var með honum og sagði honum að loka hliðinu. Sneri bifreiðarstjórinn bifreið sirini við og hugðist bakka bifreiðinni á hliðið. Verð- irnir röðuðu sér þá á hliðið og sneri bifreiðarstjórinn þá frá. Báðir kærðu Þetta kærðu svo bæði bif- reiðarstjórinn og tollþjónninn fyrir lögreglustjóra. Niðurstöður þessa máls eru ófengnar enn. Ákærandi bifreiðarstjórans — Egill Þorsteinsson — er hinn æfasti.og heldur fast við ákæru sina. Bifreiðarstjórinn saklaus hefur enn ekki fengið leiðrétt- ingu mála sinna. Bauð hann þó í upphafi að þetta mætti niður falla. Lögi-eglustjórinn vill ekki yf'rheyra vitnin að orðasennu toTþjónsins og farþegans, og segist ekki geta sætzt á málið því þá „stræki“ toTþjónarnir. Hafnamenn una hlutskipti sínu illa Hafnamenn eru sárir hlut- skipti sínu; sitja þéir í einskon- ar herkví, þar sem þjóðvegurinn er oft tepptur og illur yfirferð- ar. Verða þeir að þola allskyns yfirgang og út yfir tekur þegar íslenzkir aðilar (að nafninu til) gera þeim einnig yfirtroðslur, og það sjálfir verðir laganna! LögTeglusljórinn fær kæru og áður en liann liefur rann- sakað hana fer liann að rcfsa þeim sem ákærður er, án þess þó að láta liann vita, og afsakar sig með þvi að ann- ars ,rstræki“ tollverðirnir. I. og II. bekkur gagnfræða- skóla (nemendur f. 1939 og 1940). Skólahverfi gagnfræðaskólanna verða óbreytt að öðru leyti en því, iað sá hluti Njálsgötu, sem áður heyrði til Gagnfiæðaskóla Austurbæjar, fellur nú undir Gagnfræðaskólann v'ð Lindar- götu. Á það þó aðeins við um r.emendur 1. bekkjar. Þeir nemendur, sem voru í fyrstu bekkjum gagnfræðaskól- anna s.l. vetur, sæki sömu skóla á vetri komanda, nema þeir hafi fiutzt milli hyerfa. Gagnfræðadeild Lauggvnes- skóla sækja allir nemendur bú- settir á svæðinu norðan Suður- landsbrautar frá Fúlalæk í Tungutúni, millj Lækjarhvamms og Kirkjusands), að Elliðaám. Ennfremur þeir, sem heima eiga austan EUiðaáa. Gagnfræðaskóiinn Lindar- götu. Hann sækja þeir nemend- ur úr hverfi Austurbæjarbarna- skó'ans, sem búsettir eru við Njálsgötu, Háteigsveg og norðan þessara gatna. Ennfremur nem- endúr úr Höfðaborg, Samtúni Miðtúni og Hátúni. Gagnfræðaskof ia Austurbæjar sækj.a nemendui' úr hverfi Aust- urbæjarbarriaákólans, sem bú- 'settir eru við Bergþórugötu, Flókagötu og sunnan þeirra. . Ennfremur nemendur úr barna- skólahverfi Laugarnesskóla, sem heima eiga sunnan Suðurlands- brautar að Elliðaám. Gagnfræðadeild Miðbæjar- barnaskólans sækja nemendur búsettir í hlutaðeigandi foarna- skólahverfi austan Fríkirkjuveg- ar og Lækiargötu, og sunnan Bankastrætiis, Laugavegar (að Vegamótastíg) og Grettisgötu. Gagnfræðaskóli Vesturbæjar. Hann sækia allir aðrir nemendur búsettir í barnaskólahverfi Mið- bæjarskólans en þeir, sem taldir eru að framan, og ennfremur nemendur úr Melaskólahverfi, sem heima eiga á svæðinu norð- an Hringbrautar og austan Bræðraborgarstígs. Gagnfræðaskólinn við Hring- braut. Hann sækja allir aðrir nemendur úr Melaskólahverfi en heir sem að framan eru taldir, Athugasemd. Þeir nemendur, sem flutzt hafa ? bæinn eða milli hverfa í bæn- um án þess að hafa tilkynnt það hingað í skrifstofuna, mega búast við að þurfa að sækja skóla annars hveríis en þess, sem þeir eru búsettir í. Á þetta einkum við um I. bekkjar nem- endur í skólahverfum Laugar- uess og Gagnfræðaskóla Aust- irbæjar vegna þrengsla í hlutað- eig.andi skólum. Frá skrifstofu fræðslufulltrúa.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.