Þjóðviljinn - 22.09.1953, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 22.09.1953, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 22. september 1953 ^j^eioi1M eiiaitllsþáttiir Það er sama hvað sagt er, það er alls ekki auðvelt að vera vel og smekklega til fara þegar maður á von á barni. Undir þeim kringumstæðum einum er hugsanlegt að pokalínunni sé fagnað, því að þeir kjólar leyna mittislínunum. En það eru að- eins fáar konur sem hafa efni á að fá sér föt, sem aðeins eru notuð þetta tímabil. Til eru tilbúnir kjólar og bún- ingar sem aetllaðir eru verð- andi mæðrum, sem eru ekki svo heppnar að geta saumað á sig sjálfar. Heritugar kápúr er hægt að fá í hverri kápubúð. Og ný- tízku kápur eru oft víðar og vel nothæfar fyrir barnshafandi konur, og hafa þann kost að þær má einnig nota eftir á. Sænska 'kápan á myndiuni er ekki sérstaklega ætluð barns- hafandi ,konu? en hún hentar mjög vel undir þeim kringum- stæðum, meðal annars Vegna þess að hún er ekki hneppt niður að framan og athyglin •beinist frá maganum og að stóru hnöppunum undir kraganum. Sumar konur þurfa ekk; á kápu að halda en geta látið sér nægia hlýja stuttkápu og ■gott pils. Þá þarf að gæta þess að stuttkápan sé svo síð að hún hylji magann. Víð, útstæð kápa er hentug og ef á henni eru vasar, þurfa þeir að vera utar- lega. Vasamir á stuttkápunni á myndinni eru skemmtilegir, aft- ur á móti er jakkinn í stytzta lagi og ermarnar ekki sérlega hentugar. Þær sem eiga yfirhafnir og Rafmagnstakmörkun Kl. 10.45-12.30 Þriðjudagur 22. september hvorfí Hafnarfjörður og ná- i IIIVIII grenni, Reykjanes. upp kjólum, geta efaust gert sér mat úr jakkakjóinum á teikningunni. Hann má nota sem göngubúning eftir að barnið er fætt. Hann væri hentugastur úr dökkgráu efnj með svörtum bryddingum; blátt og svart er einniig fallegt en ekki eins hent- ugt. Kjóllinn sjálfur er í tvennu lagi, pilsið með djúpri hliðar- fellingu sem hægt er að 'grynna smám saman. Blússan er einnig með fellingum, sem hægt er að ;opna. Lausi jakkinn er klæðileg- 'ur og leynir öllum vaxtarágöll- um. TO liggur leíSin Viliigœsir eftir MARTHA OSTENSO 44. dagur Malcolm fór út í hlöðuna með Marteini og Caleb. Elín fór að undirbúa kvöldverðinn, en Amelía fór út í garðinn til að aðgæta hvbrt tómatjurtimar hennar hefðu orðið fyrir skemmdum. Meðan Elín var ein risu langbæld- ar kenndir upp í huga hennar. Hún átti aðeins eina minningu — áður en Malcolm fór hafði hann kysst hana í hálfrökikrinu meðan þau voru að mjólka og seinna hafði hann beðið hana að bíða eftir sér. Svo hafði öllu verið lokið og hún hafði haldið áfram við störf sín eins og ekkert hefði í skorizt. Því að enginn mátti vita neitt. Enginn mátti vita neitt. Augu hennar fylltust tárum, liún flýtti sér að þurrka þau burt um leið og marraði í útihurðinni. Það var aðeins Linda sem gelck hljóðlega innfyrir eins og ævinlega. Hún gekk til Elínar og lagði handleggina utanum mitti hennar. „Hver er þessi dökkhærði maður með honum pabba þínum, Elín?“ spurði hún. „Ó — það er gamall vinnumaður hans“, svaraði hún. Linda tók eftir því að hún sagði „hans“. Allt tilheyrði „honum“, jafnvel vinnu- fólkið. Henni datt í hug, hvort þetta væri mað- urinn sem Júdit hafði minnzt á. Hann virtist hafa sprottið upp úr engu eins og stormurinn. Liuda leit út um vesturgluggann og sá kvöld- bjarmann roða skýlaust vesturloftið. Nú lilaut að vera fallegt á skógarstígnum, trén nýþvegin og gljáandi. „Ég vildi að þú mættir vera að því að koma í smágöngu með mér“, sagði hún við Elínu. „Þao er svo friðsælt úti eftir óveðrið“. „Ég verð að taka til kvöldmatinn", sagði Elín. „Jæja, þá verð ég að fara ein“. Þegar Linda var farin, gekk Elín hljóðlega fram að dyrunum og horfði í áttina að hlöð- unni. Á stígnum sem lá út í hagann sá hún Malcolm standa hjá Caleb sem benti yíirlætis- lega í suðurátt. Hún reyndi að greina hvað þeim fór á milli. Það bjó eitthvað á bakvið þessa óvenjulegu kurteisi Calebs. Það kæmi fljótlega í ljós hvað fyrir honum vakti. Það var einhver kynleg stórmennska sem kom í veg fyrir að Elín gerði uppreisn gegn föður sínum. Ef hún gerði uppreisn myndi hún um leið viðurkenna að hann hefði beitt hana ranglæti. Caleb var faðir hennar og henni fannst hún verða að taka á sig misgerðir hans. Og í huga sínum reyndi hún að réttlæta allar aðgenáir Calebs. Og nú kom Malcolm aftur inn í líf hennar og kom róti á allar hugsanir hennar. Ekkert gat stað- izt í hugarheimi hennar. Hún stóð í gættinni, rengluleg stúlka með rauðar hendur og veikgeðja höku. Stór augu hennar með þöndum sjálöldrum er gerðu andlit hennar sérkennilega fagurt, horfðu á eftir mönn. unum tveimur, þangað til þeir beygðu til suð- austurs í áttina til línakursins. Henni datt í hug, hvort Malcolm liti ekki til baka og sæi hana standa í dyrunum — en svo áttaði hún sig á því að hún gat ekki greint það úr þessari fjarlægð. Brátt hurfu mennimir tveir sjónum í fjarlægaa fölva línakursins. Elín bar hendum- ar upp að augunum og gekk aftur inn í húsið. 3. „Glæsilegur gróður", sagði Caleb við Malcolm sem beygði sig rriður til að þreifa á línplöntun- um'. „Ef þær halda áfram að vaxa á þnnan hátt, getum við byggt í vor. Við verðum að byggja, Maleolm. Stúlkurnar eiga skilið fallegt heim- ili. Elín er orðin svo gömul að hún fer að fá biðla og þeir fara að koma í heimsóknir — ungir bændur og álíka fuglar. Ég vil láta þá sjá að stúlkurnar eiga gott heimili. Ég verð að byggja — verð að byggja. Stúlkumar verða að búa við góð kjör til þess að hljóta góð kjör, skilurðu. Þær hafa ekki hugsað sér neinn kota- búskap — þú ættir að heyra til þeirra'1. Malcolm þagði. Hann horfði aðdáunaraugur yfir línakurinn og grasslétturnar og komakr ana. Caleb Gare var ríkur maður. Hann vissi a hann var nízkur maður, en börnin hans tækji við af hcnum og gætu lifað góðu lífi alla sín; ævi á þessu landi — og hann, Malcolm, va ferðalangur, sem lriaut ævinlega að hlýða kali vindsins sem boðaði hann til f jarlægra vatna o; einmanalegra skóga. Þeir gengu heimleiðis meðfram uppþornað stöðuvatninu, framhjá mýrunum og fóru yfi syðstu grassléttuna. Malcolm strauk fingrunur yfir ræktarlegt grasið og andaði að sér sætun höfugum ilmi þess. Það var gott að halla sé út af í slikimjúkt gras undir alstirndum himni. „Já — það verður ékki hjá því komízt — ég verð að byggja — Elín og Marteinn vilj; bæði almennilegt hús — maður verður að spar: á öðrum sviðum í staðinn". Það var eins og Caleb væri að tala við sjálfa: sig. Ea Malcolm gekk við hlið hans og Iieyrð hvert einasta orð, og Malcolm var hreinlyndu og trúgjam. Við kvöldverðinn hélt Caleb uppi samræður við Malcolm; talaði við hann um uppskeru horfur í Oeland og spurði hann um útlitið fyri sunnan; talaði um gin- og klaufaveikifaraldur inn, sem komið hafði upp í vesturhéruðunur og gizkaði á að hann myndi orsaka verðhækku) á nautakjöti; sagði honum frá fyrirætlunum sín um um að kaupa kalkúna og gæsir næsta ár talaði lengi um hrossakaup, þar sem einhverj um hafði tekizt að féfletta hann. „Já — ójá“, sagði Caleb og hló við. „Alli látum við einhverti tíma snúa á okkur, er þai ekki Malcolm? Allir látum við snúa á okkui Ha, ha, ha“. Það var eins og eitthvað sérstakt byggi undi hlátri hans. „Meðal annarra orða“, hélt hann áfram efti andartak. „Eru þeir ekki alltaf að byggja Yellow Post ? Hitturðu nokkurn á leiðinni hing að? Eitihver var að spyrja mig um þig ur daginn — það var dóttir Jóns Tóbaks ef ég ma: rétt. Það var myndarstúlka, af indíánastúlk að vera. Hún hefur gengið í skóla á trúboðs stöðinni. Jón gamli sagði mér að hún ætti a verða kennslukona í Yellow Post, strax og nj skólinn yrði tilbúinn". „Ég staldraði aðeins við í nokkrar mínútur' sagði Malcolm og skotraði augunum til Elínai „Ég kom beint frá Shell Lake“. „Jæja. Já — það er eins og gömlu vinirni vilji gleymast eftir stutta fjarveru. Ég vei hveraig það er — veit hvernig það er“, sagc Caleb. Elín einblíndi niður á diskinn sinn. Hún va heit í kinnum. Hún skammaðist sín sáran fyri ósanngimi Calebs — og hún reyndi að telj sjálfri sér trú um að hann væri aðeins að minn Malcolm á að hann væri kynblendingur o mætti því ekki færa sig um of upp á skaftií Hún reyndi að gleyma því að hann var eir maðurinn, sem nokkru sinni hafði hleypt ólg í blóð hennar. Cittitf OC CAMW4 Framkoma þín er neðan við allar hellur, sagi maðurlnn við konu sína er var að gæia vi kjöií uralikann í sófanum: I>ú kyssir tíkina o kiappar henni, en umgengst mig eins og liun Lítill drengur mætir roskinni konu, og er lófana fulla af hnetum. Segðu mér kona góð, spurði drengurinn fulh kurteisi, getur þú brotið hnetur með tönnu: um? Nei, væni minn, það get ég ekki. Tennur mim eru flestar fyrir bí fyrir löngu. Jæja, viltu þá halda á þessum hnetum snögg- ast fyrir mig. Ég ætla að ná i fleiri.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.