Þjóðviljinn - 11.10.1953, Síða 7
Suxmudagur 11. október 1953 — ÞJÓÐVILJINN — (7
Sextugur á morgun:
Pm ISOLFSSON
Síðan Páll ísólfsson hvarf
heim frá tónlistarnámi fyrir
rúmlega þremur áratugum,
hafa miklar og gagngei-ðar
breytingar gerzt í tónlistar-
málum þessa lands. Síðan
hefur þróazt liér tónlistar-
líf býsna auðugt eftir atvik-
um. A þessu túnabili höfum
vér eignazt álitlegan hóp
snjallra tónlistarmanna á
ýmsum sviðum og tiltölulega.
mjög f jölmennan söfnuð hlust
enda, sem óhætt er að bjóða
góða tónlist og sem kann að
meta hana að verðleikum,
Hér hafa risið upp öflug tón-
menningarsamtök, innlendir
tónlistarskólar og ríkisútvarp,
sem lætur sig þróun t.ónlist-
armálan.na miklu skipta og
unnið hefur verðmætt starf í
þágu tónmemiingar hér á
landi.
Það geta ekki orðið sldpt.ar
skoðanir um það, að enginn
einn maður hefur átt slíkan
þátt í þessari þróun íslenzkra
tónlistarmála sem Páll Isólfs-
son. Hann byrjaði þessa
menningarstarfsemi sína með
orgeltónleikum í kirkjum liöi'-
uðstaðarins. U.udirrituðum er
það minnisstætt frá mennta-
skólaárum sínum. að hann
notaði hvert tækifæri til að
hlýða á þessa orgeltónleika.
Þaðan er honum í fyrstu kom
in ást hans á gamla Baeh,
og þar læroist ho.num að mcta
snillingana Max Reger og
César Franck. Það er enginn
kominn til að segja um það,
hve mikinn þátt þessi starf-
semi Páls hefur átt í því að
glæða og þroska iistsmekk
margra þeirra, sem nú fylla
flokk tónlistarunnenda í þess-
um bæ, og er hér þó ekki um
að ræða nema einn af mörg-
um þáttum í tónlistarstarf-
semi hans. Stjórn hans á
söngkórum og hljómsveitum
og ekki sízt lilutdeild sú, sem
hann hefur átt í þv.í að kynna
höfuðstaðarbúum sum hin
merkustu verk á sviði kór-
söngs, er annar mikilsverð-
ur þáttur þessarar starfsemi.
Þá ber einnig að nefna
kennslustörf hans, bæði
kennslu á hljóðfæri og tón-
fræðikennslu. Skólastjóri Tón-
listarskólans hefur hann ver-
ið frá upphafi og tónlistar-
ráðunautur Ríkisútvarpsins
nær allan tímann, sem liði.nn
er frá því það. tók til starfa.
Hann hefur verið dómkirkju-
organisti, síðan Sigfús Ein-
arsson féll frá. Enn fremur
hefur hann stjórnað Lúðra-
sveit Reykjavíkur, verið for-
maður Bandalags íslenzkra
listama.nna og Fél. íslenzkra
organleikara. Hana var um
tíma ritstjóri söngmálarits;.ns
Heimis og hefur löngum rit-
aö tón1 istargagnrýni í blöð.
Það er kunnara en friá
þurfi a.ð segja. að enda þótt.
Páll ísólfsson hafi gesrnt org-
anleikarastarfi í litilli dóm-
kirkju eins hins minnsta höf-
uðstaðar. þá er síður en svo,
að þar sé aðeins að ræ?a um
venjulega stöðu skipaða venju
legum kunnáttumanni. Organ-
leikarinn í Reykjavíkurdóm-
kirkju er maður, sem haldið
hefur hljómleika viða i stór-
borgum erlendis og hlotið
þann dóm gagnrýnenda, að
honum beri að skipa í
fremstu röð orgelsnillinga, en
það er eins og kunnugt er
tiltölulega fámennur hópur,
sem það nafn ber með rentu.
Slíkum manni hefði eflaust
staðið opin glæsibraut erlend-
is, hefði hann hirt um að
hagnýta sér þau tækifæri, er
í boði voru. En Páll kaus að
hverfa heim, til allrar ham-
ingju hljótum vér að segja,
og hefur síðan helgað Islandi
starfskrafta s'na.
Enn er ónefndur sá þáttur-
inn í tónlistarstarfsemi Páls,
sem líklega á eftir að verða
íslenzkri tónlistarmenningu
notadrýgstur, en það em tön-
í-míöa.r hans. Hann hefur sam-
ið RÖnalög og píanólög, söngva
við leikrit bæði innlend og er-
lend, sem hér liafa verið flutt,
og verk fyrir orgel, kór og
hljómsveit. Tónverk Pá’s eru
hvorki ófrjó stæling fyrri
tíma tónlistar né eltingai’leik-
ur við tízkustefnur. Þau bera
það ævinlega með sér að þau
eni sprottin með eðli'egum
hætti upp úr gagnmúsíkölsku
eðþ höfundar síns. Og beztu
lög Páls hljóta alltaf að
snertu streng í briósti hverr-
ar söngvinnar sálar, en það
er fyrst:v og fremsta kenni-
mark allrar sannrar tónlist-
ar.
Eins og dagb'öðin hafa
skýrt frá. verður Páll ísólfs-
son heiðraður með ýmsu
móti í tilefni sextugsafmælis-
ins, -—- með hátiðatónleikum,
prentun tveggja nótnahefta
með lögum hans og útgáfu
safns af hljómplötum, sem á
eru orgelverk eftir Bach leik-
in af Páli sjáifum. Ekkert er
reyndar liklegra en h'ð upn-
gerðarlausa lítillæti Páls rísi
gegn ö'.Iu því umst.angi, en
þetta verðu*- nú svo að vera,
og öllum áðdáendum hans er
það gleðiefui, að honum skuli
á þennan hátt vera verðugur
sómi sýndur á þessum merka
afmælisdcgi.
Björn Franzson.
★
Páll lieitir konungur uokk-
ur. Er sá ísólfsson. Ungur
hlustaði hann á hljóma hafs-
ins á þunga og stigand'' þess
og þekkti raddir þess í dúr og
moll. Þá hann stækkaoi cg
■kynntist Bach skildi hann
strax m;killeik Jiess meistara.
og skyldleika hans við hafið
og yfirburði yfir aðra snilí-
inga og hefur haun aidrei
leýft m'imi Ijósum að lýsa sér
en því mesta. Enga hjáguoi
he,fur haan dýrkað.
Þótt hann sé alheimsborg-
ari hefúr hann skilið mikií-
leik lítilla plássa og lít'lla
la.nda frá því hami var að
alast upp fyrir austan fjall.
Á ferðum sinum hefur hann
lcomið víða í stórar borgir og
litlar borgir og alltaf þótt
mest ti'l þeirra litlu koma. Ef
hann rekst til Færeyja og
gengur á land upp, þráir hann
þá heim austur yfir fjall þar
sem amma sat með stóran
kandísmola inná barmi og gaf
börnum sem voi-u að kcma úr
þangfjöru með áfa.
Hánn kann jafnt að
skemmta sér með litlu fólki
sem stóru, smámennum sem
stórmenui, andlegrar stéttar
sem óandlegrar, geistlegrar
sem öðrum og það er þess
vert að hafa lifað heila
mannsævi • til þess að heyra
Pál þegar honum tekst upp í
sam'kvæmum og salarkynnin
dr>mja af hlátrasköllum um
le:ð og hann tekur að segja
frá eða. herma eftir, jafnvel
hljóðfærið leikur og hlær og
hermir eftir, slagharpa sem
stcndur viö innvegg og má
þola kortérsslög viðvaninga
daglega, getur orð'ð heil
lúðrasveitaræfing áður fyrr
eða fyrstu hersa.mkomurnar á
íslandi fyrir utan gluggaun
manns,
Ef eitthvað ætti að telja
hcaum til lasts, þvi ekki dug-
ar að rita e'ngöngu hrcs um
nokkum mann, það væri að
draga dár að honum því
lestirnir móta oft svo sterk-
lega persónuleika mannanna
og eru svo íádæma fjölskrúð-
ugir, líflegir og margbrejdi-
legir með manuanna börnum,
þá mætti telja þessum meist-
ara vors meistara Bachs það
til lasts livað haun er
skemmtilegur. Ef ekki væri
pessi skemmtilega hlið sem
þarf að keppa við sjálft út-
hafið og Bach lægju eftir
hann tónsmíðarnar sem heill
köstur allar með hans rnerki
ýmist léttar og fjörugar við
\rísu eftir ástmög þjóðarinnar
og önnur góðskáld eða þungt
og fallandi sem úthaf og virð-
ingu lær'sveins Bachs samboð-
ið í því óendanlega formi sem
hljómlistin á. Hvcrs hefðum
við viljað fara varhluta af?
Þeim ótrúlegu glettum eða
nótnasafninu ?
En við erum svo heppin að
hafa ekki farið varhluta af
neinu því eftir liann liggur
veglegt tónsmiðasafn sem
aldrei er of mikið.
Þegar þessi l'stámaður leik-
ur á dómkirkjuorgelið í
Reykjavik er borin á borð sú
mesta list sem hér verður og
drottnar orgelið þá ofar öðr-
um hljóðfærum það hljóðfæri
sem einhverjar mestu tón-
smíðar heims'ns hafa verið
samdar fyrir. Þá er fullkomin
stund. Þá skiljum við hvað er
að vera kóngur í ríki sínu.
Drífa Viðar
Nýr írsiEiskiar
sendikcimari
J fyrradag kom hingað til
lands með Gullfossi nýr fransk-
ur sendikennari, MHe Marguc-
r'te Delahaye. Mun liún hafa á
liendi frönskukecnslu vi5 BA-
dcild liáskólans í vetur og flytja
þar fyrirlestra, en auk þess
kenna á frönskunámskeiðum
Alliance Franicaise.
Mlle Marguerite Delahaye er
ættuð frá Rúðuborg í Normandí
og hefur lokið prófi við háskól-
ann í Caen. Hún lagði um skeið
stund á framhaldsnám í Ediu-
borg og Helsingjaeyri, en ken.idi
jafnframt frönsku á Váðum t>ess-
um stöðum. S'ðar varð hún
frönskukennará í Stokkhólmi og
víðar í Svíþjóð m. a. í Kiruna í
Lapplandi veturinn 1950—51. f
fyrravetur var hún sendikennari
við báða (þann finnska og
sænska) háskólana í Abo i Fin.i-
landi en lcenndi auk þess á nám-
skeiðum Alliance Francaise þar
í bæ.
( MIR I
TONLEIKAR
listainanna frá Sovétlýðveldimum
í Gamla Bíó, þriðjudaginn,
13. okt., kl. 9 e.h.
1.
Einleikur á fiðlu:
R. Sobolevski.
2.
Einsöngur: Fírsova.
Undirleik annast:
A. Jerokín.
Áðtir en tónleikarnir hefjast verður 3. ráðstefna MÍR sett og hinir erlendu
gestir boðnir veJkomnir.
Ótölusettir aðgöngunúðAr fást í Bóltabúðum KRON og Lárusar Blöndal.
Stjórn MIR
1*011 Isólfsson við dóómikrkjuorgelið.
... Drifa Viðar teiknaði.