Þjóðviljinn - 18.10.1953, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 18.10.1953, Blaðsíða 3
Simnudagur 18. október 1953 — ÞJÓÐVILJINN — (3 Krafa Islendinga á Keflavikurflugvelli: Burt með Hamiltonfébgiðaf landinu Atvarieg aðvörun til allrar íslenzhu þjóðarinnar: LeYfum esldrei „erlendum félögum fram- kvæmdir hér, hvað þá stériöjurekstur" ic Allt frá þeirri stund að bandaríska hernum var laum- að á land liér aðfaranótt 7. maí 1951 hefur verið traðkað á rétti Íslendínga; litið á þá sem „undirþjóð“ og þeir umgengnir samkvæmt því. ic Einkum hefur þó hið bandaríska byggingafélag með mörgu nöfnunum, þekkt undir hinu alræmda nafni Ham- ilton, traðkað á rétti íslenzkra starfsmanna og marg- brotið alla samninga og reglur íslenzsra verkalýðsfélaga og haft íslenzk lög og reglur að engu. Á Keflavíkurflug- velli hefur alltaf verið uppi þráiátur orðrómur um að hluthafar og eigendur þessa félags séu að verulegu leyti vopnaframleiðendur og herforingjar og sé það því dul- búið gróðafyrirætki bandarískrar liernaðarklíku. ★ Hamiltonfélagið liafði ekki fyrr liafið starfsemi hér en það byrjaði að brjóta samninga á íslenzkum verka- mönnum, — og fulltrúar íslenzku liemáinsstjórnarku.ar, sem áttu að halda uppi rétti Islendinga og gæta þess að íslenzkum lögum og regluni væri fylgt virðast hafa liaft öðru að sinna en -rækja það verkefni. ★ Blöð hernámsflokkanna allra hafa haft þá reglu að steinþegja um hvers konar yfirgang sem íslenzkum starfsmönnum á Keflavíkurflugvelli hefur verið sýndur, en hafi þau neyðzt til aff geta um slíkt hafa þau afsak- að bandarísku yfirgangsseggina — og nú se'nast afsaka þau það sem „misskilning“ að Hamilton ætlaði að reka formann og varaformann Starfsmannafélagsíns!!! ic Þjóðviljinn liefur frá upphafi, einn íslenzkra biaða, tekið málstað Islendinga á Keflavíkurflugvelli. Heriiáms- flokkarnir og blöð þeirra hafa hinsvegar af öllum mætti reynt að telja fóllki ti-ú um að það væri „allt í lagi“ á KeflavíkurflugveMi. Allt annað væri „kommúnistalýgi“! ic ÖIl þessi fyrirliöfn hernámsfIokluuina hefur að engu haldi komið. Nú hafa Islendingar á Keflavíkurflugvelli sjálfir hafið útgáfu blaðs — og þetta blað þeirra fjallar um lítið annað en samningsbrot og yfirgang Bandaríkja- manna á flugvellinum. Og nú er svo komið, að í Stapa- felli, sem út kom í gær kref jast íslenzkir starfsmenn á Kef'lavíkurtl ugvelli þess að Hamiltonfélagið verði rekið úr landi! Jafnframt beina þeir þessari alvarlegu aðvör- un til þjóðarinnar: ,,Það sem við höíum læit aí dvöl Hamilton- íélagsins h.ér, og samskiptunum við bað, ætti að kenna okkur að leggja ekki út í slíkt ævin- týri í annað sinn, að leyfa erlendum félögum framkvæmdir hér, HVAÐ ÞÁ STÓRIÐJU". í Stapafelli, blaði Starfs- mannafélags Keflavíkurflug- vallar, sem út kom í gær, krefj ast íslendingar á Keflavíkur- flugvelli þess að bandaríska byggingafélagið Hamilton verði rekið úr landi. Þar sem grein þessi lýsir mjög vel hvernig bandarískir búa að íslenzkum starfsmönnum á Keflavíkurflug velli, og hvemig er viðhorf þeirra Islendinga sem hafa neyðzt til að vinna á Keflavík- urflugvelli, birtir Þjóðviljinn nú kafla úr einni grein Stapa- fells, sem ber yfirskriftina: „Vi'ð ættum að læra af reynsl- unni“. Fyrst ræðir Stapafell þá’ kröfu is'enzkra verkamanna að hinir bandarísku atvinnurek- endur standi við skuldbinding- ar sínar og segir svo: „Séu þeir ekkí .fáanlegir til, að standa við gerða samninga, eins og allt bendir til, éf dæma á af reynslunni þá hafa þeir fyr- irgert rétti sínum til Þess að liafa atvinnu'eyfi á ísler.zkri grund, •og verða að fara skilyrðislaust úr landi og það án tafar.“ (Letur- breytingar og millifyrirsagnir eru Þjóðviljans). Átti að fam í öllu efiii íslenzkum lÖgum. „Hamiltonfélagið fékk hér- at- virinuleyfi' með þvf skilyrði, að það færi í einu og öllu eftir íslenzkum lögum og venjum, og greiddi kaup eftir íslenzkum lögum og venjum, og greiddi kaup eftir íslenzkum kaup og kjarasamningum. Enginn erlend- ur atvinnurekandi gat fengið at- vinnuleyfi hér, nema að undir- gangast þessar skuldbindingar, þar sem Varnarsamningurinn tek- Ur það greinilega fram að ekki verður um deilt.“ Varðas ekkert um ísleuzk t| iög. „Nú hefur hinsvegar orðið sú i raunin á, að Hamiltonféiagið hef- ur brotið þessa samninga að meira eða minna leyti og hefi.r I reynzt mjög erfitt að ná rétti sínuVn, þó þess hafi verið leitað, með fullri festu og einurð. Þuð sem hefur þó valdið mestri óá- nægjunni er, að mjög oft hafa hinir erlendu starfsmenn félags- ins látið í Ijósi, að þeir færu eft- ir því er þeim bezt 1 kaði, en om islenzk Iög og venjur varðaði þá ekkert“. önimí lög fvrÍE hcrra- þjéðina. „Stundum hefur þetta verið i sagt, með sterkum orðum, sem óþarft er að hafa eftir h*r. Eins og að líkum lætur hefur slík framkoma, sem þessi valdið pft á tíðum réttlátri reiðf okkar íslendinga. Við höfum þveifað marg oft á því, að allt önnur iög gilda fyrir hina erlendu menn en okkur og svo r.iætti lengi telja.“ BroffreksSur fyrir að sfauda á rétfi síimm. „Hins vegar virtlst iíti1! viiii, oftastnær hjá hinum-eriéhdu yf- irmönnum, að fara eftir nokkrú öðru en sínum eigin duttlungum, og ef einhver dirfðist að matdh í móinn þá mátti að jafnaði ganga út frá því sem gefnum hlut, að þeim hinum sama, væn sagt að taka pokann sinn og hypja sigj'stundum var hann. lek- inn aftur, stundum ekki. ‘ Öryggisleysi og cstjérn. „Þannig hefur lífið hér á Keflavíkúrflugvelli verið og cr enn. Öryggisleysi og óstjórn, og að mestu leyti handahófíkenn. fálm, ef eitthvað hefur átt að gera til úrbóta. Freistandi, er að lýsa vinnutilhöguninni og ýmsu í sambandi við hana, á hlutlaus- an hátt, en það verður að bíða betri tíma.“ ÞáiSur íslenzkra leppa. „Ekki skal ég leyna' því að ó- ljóst hugboð hef ég um það, að fleirum en hinum erlendu mönn- um sé stundum um að kenna mistökin og árekstrarnir, því er til að svara að þá Islendinga. sem félagið hefur ráðið í ábyrgð- arstöður, hei'ur það ráðið og valið siálft, og ber því jafnf á- byrgð á þeim yfirmönnum sem hinum erlendu.“ Ef forustumerm þjóðar- innar .... Stapafell heldur áfram að ræða um hina bandarís’Áu at- vinnurekendur og segir svo: „Þeir þurfa að finna það og skilja, að við stöndum þeim ekki að bakj hvað menntun snertir og háttvísi. Að í okkar þjóðfé- lagi ríkir meira lýðræði og félags- legt öryggi en hjá þeim, sé miðað við þá reynslu, sem fengizt hefur í sambýlinu við þá. Hitt verðum við svo að játa, að mikið hefur skort á Það, að forystumeim þjóðarinnar hafi tekið á þessum ináluni, með viðunan'egrj rögg- semi. Má fullyrða aú ef ráða- menn okkar hefðu i uppliafi hald- ið s'g fast við gerða samninga og þar livergí Jivikað, þá liefði sambúðin verið með allt öðrum hætti cn raun ber v'tni . . .“ „1000 kvarfanir óaf- qrsidéar enn". „Þó skal á það bent, að þrátt fyr;r þá miklu vinnu sem farið hefur í það að laga kaupskekkj- urnar, í allt sumar bæði hjá Hamiltonfélaginu sjá'fu og öðr- um, erú allt að þvi 1000 kvart- anir óafgreiddar enn. Og þó hef- ur Starfsmannaíélagið hvatt starfsfólkið til að fara ekki með kvartanir til Hami'.tonfélagsins í undanfarinn mánuð, þar til séð verður hvernig tekið verður á öllum þessum málum, af hinum nj'ja ráðherra. . . .“ Uppsögn vofir vfir þeim.. „Það fer stundum lítið íyrir hinum ameríska hraða. Það hef- ur verið bent á þaÁ að viður- gernirlgur og aðbúð hjá HanLI- tonfélaginu, sé Iangt um lakar' en við liöfum vanizt. Það er engu líkara en að það hafi verið haf- inn skipulagður áróður á móti Starfsm.félaginu, og bendir margt til þess, t. d. er nú komið svo að starfsfólk'* þorir ekki að tala við trúnaðamienn féiagsins, nema hlaupa með það í felur, af hræðslu við uppsögn. Er þetta mest áberandi hjá starfsfólkinu í matskálunum og meðal öryggis- varðanna." Levfum aldrei criendum félögum stórfram- kvæmdir hér. „Við íslendingar erum ekki slíku vanir, og múnumi heldur ekki una þéss háttar þvingunar- aðferðum. Ef ekki reynist unnt að fá Hamiltonfélagið tfl þess að breyta um verkstjórnina og allan aðbúnað, og ef þeir koma ekki kaupgreiðslunni í sæmilegt lag, þá verður Starfsmannafé'.agið að beita öllum þeim 'ráðum cr tU- tækileg kunna að verða, til að koma Hamiltonfélaglnu úr landi, og alþýðusamtökin í landinu munu finna ráð tll þess, ef á þarf að halda. Það sem v.'ð liöfuin lært af dvöl Hamiltonfélags'ns hér, og samskiptunum við það, ætt' að kenna okkui- að leggja ekki út í slíkt ævintýri í ann- Listviuasalurinn Framh. af 12. síðu ur dagskráin áfram og verður þá sýnd ikvikmycid, Pacific 231, byggð á samnefndu sinfónisku verki eft'r Arthur Honegger. Er þetta myndræn túlkun á liljómverkinu, óg þótti svó vel takast, að liún var ein þeirra mynda, sem hlutu fyrstu verð- laun á alþjóðlegu kvikmynda- samkeppninni í Cannes, 1949. Hljómverkið er e'.iki langt og er t'lætlunin að leika það meðan á kaffihléi stendur, svo fólki gefist betri samanburður við kvikmyndina, en að sjálfsögðu er það einnig le'kið með lienni. Síðasta atriðið á efnisskránni er það, að Björn Th. Björnsson listfræðingur mun sýna skugga- myndir úr myíidreflinum m'kla frá Bayeux, en Björn flutti tvö útvarpserindi um refilinn á síð- astliðnum vetri og þótti mörg- um á vanta að sjá mynd'mar sjálfar. Að venju er aðgangur að kynningarkvöldinu ókeypis fyr- ir meðlimi Listvinasalarins, sem og öllum sýningum, er hann gengst fyr'r, en ársgjaldið er kr. 100,00 fyrir einstakling, kr. 150,00 fyrir hjón. Sýningin á l'.tprentunum í Listvinasalnum mun nú aðeina standa í tvo daga ern og hafa þegar selzt rúmlega 30 mjTid'r. Atviniiodeildin Framh. af 12. síðu. uppskera af þessari tegund verið eindæma góð þetta suniar og mun verða reynt að selja a- hugamönnum nokkuð af fræi á komandj vori. í síðastliðin þrjú ár hafa ver- ið reyndir nokkrir stofnar af línl með góðum árangri. Að þessu sinni hefur Hereules línið sænska gefið mestan og beztan þráð, auk þess sem það hefur borið þrosk- að fræ. Sú nýbreytni var tekin upp að sá blöndu af höfrum, vetrar- rúgi og smára til grænfóðurs 1 byrjun júlímánaðar. Var til- raunareiturinn sleginn síðast í september og reyndist uppskeran um 30 kg. á hektara eða svipað því sem fæst af höfrum og ert- um, sáðum síðast í maí. Ætt- unin er að fá aðra uppskeru a£ þessari grænfóðursblöndu ámiðju. næsta sumri og þar með tvær uppskerur af grænfóðri "á einu ári. Haldið' hefur verið áfram at- hugunum á hátt á annað hundr- að stofnum af erlendum gras- og' belgjurtategundum og hafa norðurlandastofnar að öllu jöfnu reynzt betri en enskir og ame- rískir. Af vallarfoxgrasi eru t. di einn finnskur stofn og norsku stofnarnir Enmo, Bodin og Vágö- nes' tvimaelalaust beztir. Að lokum skal tekið fram að h.afin var söfnun á einstökum úrvalsjurtum ti.l stofnræktunat á íslenzkum „grastegundum og var að þessu sinni lögð á’nerzla á túnvingulsrækt. Safnað var um 400 einstaklingum víðsvegar af landinu, bæði liátt til fjalla og með sjó frarn, og var þe'm kom- ið fyrir i samanburðarreiti á tit- -aunastöðinni að Varmá. að s'iin, að leyfa erlendum £é- lögum framkvæmdir liér, hvaó þá stóriðjurekstur.“ Undir grein.'na i Stapafelli rit-»« ar „Gestur að norðan.“

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.