Þjóðviljinn - 18.10.1953, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 18.10.1953, Blaðsíða 8
§)’ — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagnr 18. október 1953 áLFUR UTANtíARÐS 15. DAGUR Bóndinn í Bráðaserði niTSTJÚRI. FRiMANN HELGASON það var ekki laust við að túngan þvældist fj7rir orðunum í munni lians. Það var aldfei meiníng mín að tefja svona leingi, en ég kunni ekki við að fara án þess að þakka fyrir mig. Ég hef okki tíma til þess að hlusta á fylliríisraus, sagði þjónninn. Peníngana í hvelli og hypjaðu þig svo. Hvaða penínga ertu að tala um, góðurinn? spurði Jón. Ég veit ekki til þess að ég eigi að borga neinum neitt. Þíí átt að borga tvöhundruð og tuttugu krónur fyrir borðið, sagði þjónninn og veifaði framaní hann pappír hvar á stóðu skrifaðir ólæsilegir tölustafir. Tvöhundruð og tuttugu krónur, át bóndmn eftir. Nú ertu að gera að gamni þínu, ljúfurinn! Þetta er jafnmikið og ég borg- áði fyrir lambhrútinn, sem ég keypti af Jónasi í Hlíð í fyrra haust og var af úrvalskyni. Hér er ekki verslað með hrúta, ansaði þjónnina óþolinmóður. Ætlarðu að toorga, eða ætlarðu ekki að borga? Ég ætla að láta þig vita, piltur minn! sagði Jón og það byrjaði að síga í hann, að ennþá hefur eikki verið tekinn upp sá siður í Vegleysusveit að bjóða gestum og gángandi uppá góð- gerðir í þeim tilgángi að krefja þá svo um borgun á eftir. Eingar vífilengjur, sagði þjónninn og lét sig eingu varða hverjir væru hættir í Vegleysusveit í þessum efnum. Peningana á borðið eða ég kalla á lögregluna. Það er sjálfsagt að ég fari, sagði Jón. Ég hefi aldrei ætlað mér að gista í þessu húsi heldur hjá þíngmanni Fjarðasýslu. En þú færð hvorki heilt eða hálft hrútsverð hjá mér. í Vegleysusveit g:lda þau viðskipti, að sá sem kaupir vöruna borgi hama. Og vertu svo blessaður og sæll! Þarmeð ætlaði bóndinn að halda til dyra, en áðuren hann komst svo lángt slógu fjórir eða fimm þjónar um hann hríng og vildu nú fyrir eingan mun, að hann yfirgæfi þetta hús. Tók nú að þykikna í bóndanum. Sagðist hann vera frjáls maður og í sín- um fulla vétti að fara hvert á land sem honum þóknaðist. Þegar þau rök dugðu ekki, púaði hann í skeggið og vildi sópa slæðíngi þessum frá sér. -Leiddu þessi ósamrýmanlegu sjónarmið af sér sviptíngar nokkrar og hlutu húsgögn hnjask og ákomur, er leikurinn barst um gólfið. Hafði Jcn í aðra röndina gaman af tuskinu, þótt við liðleskjur væri að etja. Hafði hann verið allvel glíminn á ýngri árum og gat ennþá brugðið fyrir sig hælkrók og mjaðmarhnykk. En er leikurinn stóð sem hæst, og ekki mátti á milli sjá hvorum veitti betur, ruddust menn nokkrir inní salinn, allir hálftröll að vexti og skuggalegir ásýndum. Geingu þeir í lið með heimamörmum og kom þar fljótt að einginn má við margn- um. Voru hendur bóndans hlekkjaðar á baki og hann dreginn ómjúklega útí ökutæki ,sem beið úti fyrir dyrum og síðan ekið af skyndíngu á lögreglustöðina. 1 VII. KAFLI. Hér segír frá nótt í þeim gist’stað opinberum, sem einn er ókeypis í höfuðborg íslands. Eftir skamma ferð nam ökutækið staðar. Jón var dreginn út og upp tröppur og inní herbergi þarsem menn voru að koma og fara. Fyrir innan borð e:tt sat einkennisbúið hálftröll og var að rekja garnirnar úr veiklulegum únglingspilti, sem var hinumegin við borðið Hálftröllið spurði piltinn hvar hann ætti heima. Ég bý ekki á pæsta bæ við helv'fti einsog þú, ansaði pilturinn. Hálftröllið ýggldi sig og krafðist þess að réttvisinni væri svarað skýrt óg skilmerkilega. Hvern andskot’ann varðar þig um það ? ansaði pilturinn allsendis ófeiminn við réttvísina. Það er próf á morgun, examen, skilurðu það. ídíótinn þinn. Þegar hér var konrð fékk pilturinn aðsvif, Ivppaðist framá borðið og spjó útyfir skjölin, sem á því voru. Kálftröllið benti tve'mur óbreyttum lögregluþjónum, sem nær stóðu að hirða piltinn, og sagði með gelgvænlegum þúnga í roddinni: Niður! Bóndinn varð að bíða nokkra stund uns ráðin kom að honum, því þeir voru ekki ófáir sem afgreiða þurfti á undan honum. Einn var með glóðarauga, blóðnasir, sprúngnar varir og hélt á brotnum efrigóm í annarri hendi. Aðspurður sagðist hann koma be'nt frá því að jarða ömmu sína. Annar hafði fundist sofandi á húströppum fríkirkjuprestsins, og er hann var inntur eftir því hversvegna hann hefði valið sér þar svefnstað, kvaðst hann ný- geinginn úr þjóðklrkjunni. Sá þ'hiðji grét mikið og eftir því sem næst varð komist grét hann af því hann átti fegurstu komu í heimi. Kostnaðnr við EM í Bern næsta ár áætlaður 1,3-1,5 milljón króna Eins og kunnugt er fer Evrópumeistaramótið í frjálsum í- þróttum fram i Bern dagana 25.—29. ágúst n.k. Svisslentlingar búast við að þátttaltan í mótir.u ver&i álíka mikH og í Briissel, þ.e. að 26-30 þjóðir sendi milli 600 og 1000 þátttakendur. Þegar ákveðið var á ráðstefnu í Róm 1951 að næsta EM skyldi háð í Sviss, var almennt búizt við að keppt yrði á nýbyggðum leikvangi í Ziirich. Nú hefur smíði þessa leikvangs taíizt og þess vegna hefur Neufelds-leik- vangurinn í Bern orðið fyrir valinu sem keppnisvöllur. Leik- vangur þessi. var nýlega endur- bættur og hlaupabrautin stækk- uð. Svisslendingar telia ,að kostn- aður við Evrópumeistaramótið muni nema um 350 til 400 þús. svissneskra franka eðg milli 1.3 og 1.5 mil’i. íslenzkra króna. Hefur þó enn ekki verið ákveð- ið hvort byggt verður sérstakt íbúðarhverfi fyrir iþróttamenn- ina líkt og verið hefur á olym- píuleikjum eða hvort notazt verður við gistihúsin í borginni. Samkvæmt ósk IAAF verður Aðalfundur Þróttar Knattspyrnufél. Þróttur hélt nýlega aðalfund sinn. Urðu nokkrar breytingar á stjóm félagsins, en í hana vo.ru kosnir að þessu sinni Einar Jónsr son formaður, Halldór Sigurðs- son v&raform., Arnór Óskarsson ritari, Haraldur Snorrason gjald- keri, Kristinn Kristinsson fé- hirðir, Bjami Bjarnason og Eyj- ólfur Jónsson meðstjórnendur. Á fundinum ríkti mikill sam- hugur og vilji t'l að starfa að framgangi félagsins. Kom þar fram að framtíð þess væri bezt borgið ef lögð væri alúð og fórnfúst starf að vexti og við- gangi ungu flokkanna. Félagið hefur lagt nokkurt fé í að gera skála sinn vistlegan og hyggur gott til vetrarstarfsins þar. Fjárhagur er eftir ástæðum nokkuð góður. dagskrá mótslns með sama sniði og í Brússel. Þó bætist 800 m hlaup kvenna við sem ný keppn- a isgrein. EM mun standa yfir í fimm daga, frá miðvikudegi til sunnudags, en ráðgert er að hefja keppni svo tíman’.ega dag hvern að unnt verði að Ijúka henni áður en dimmir. ©rðum Tvö Evrópumet í sundi Tass fréttastofan hefur skýrt svo frá, að Sundsamband Ev- rópu hafi viðurkennt tvö rúss- nesk met sem Evrcpumet. Annað er í 100 m bringusundi 1.11.2, sett af Minasjkins erí hitt er í 4x100 m boðsundi á 4.24.8. England vann Wales 4:1 Um fyrri helgi kepptu Eng- Iand og Wales og var leV.tur- inn liður í H.M. keppninni. Eling- land vann 4:1 (1:1). Sigur sinn geta Englendingar þakk- að því að ekki er leyf.’legt að setja inn varamenn 1 H.M.- keppninni. Wales átti langtum fleiri tækifæri í fyrri hálfleik sem nýttust ek’.d en í lok hálf- leiksins meiddist bakvörður þeirra, og meðan Wales var að- eins með 10 menn settu Eng- lendingar 3 mörk á þrem mín- útum. Þegar bakvörðurinn A. Sher- wood, kom inn aftur og fór sem útherji gat Wales ekki rétt hlut sinn. Nikk r.en 78.26 Um síðustu helgi náði Soini. Nikkinen bezta árangri í spjót- kasti sem náðst hefur í Finn- landi í ár, kastaði 78.26 m. Þýzkalaisd vann Saar 3:0 Leik Þýzkalands og Saar í H.M.-keppninni, er fram fór í Stuttgart, unnu Þjóðverjar 3:0 eftir góðan leik. Aðeins 6 léku með af þeim sem léku við Noreg (1:1) í ágúst. Kovacs 29.21.2 Ungverski hlauparinn Josef Kovacs setti nýlega ungverskt met á 10.000 m hlaupi á a’-bjóð - legu móti í Búkarest. Tíminn var 29.21.2. Dynamo-Moskva vann í bikarkeppninni rússnesku vann Moskvaliðið Dynamo. Svíar búnir að vera í niniii Töpuðu íyrir Beigíumönnum í íyrxi viku með tveim mörkum gegn engu Allar vonir Svía um að komast í aðalkeppnl heimsmeistara»- mótsins í knattspyrnu brustu í s.l. viku, er laudslið þeirra tapaðii fyrir Belgíumönnum með tveim mörkum gegn engu. £IS!I Seikvangur í Koprivenice í Máhren, þar sem tékkneski hlauparinn Zato- pek er fæddur, hefur . verið byggður nýr leikvangur, sem á að bera nafnið: Emil Zatopek- leikvangurinn, eftir því sem tékk- neska blaðið ' Mlade Fronta skýrir frá. Jafnframt er npplýst að heil deild í minjasafni borgarinnar verði ætluð verðlaunagripum, heiðursskjölum, minjagripum og myndum af Zatopek. Mlade Fronta finnur að því í sömu grein að íþróttaæska bæj- arins hafi ekki hjálpað til við bygginguna en látið al!a vinnu koma á herðar eldri félaga sinna. Belgíumenn höfðu talsverða yf- irburði, sérstaklega i byrjun fyrri hálfleiks og lok þess síðari. Sá sem átti mestan þátt í sigri þeirra var miðframherjinn, hinn 24 ára gamli Rik Coppens, sem skoraði fyrsta markið, er 33 min. voru liðnar af fvrri hálfieik. Seinna mark Belgíumanna gerði hægri ' innherji skömmu eftir leikhlé. Leikurinn fór fram á Heysel- leikvanginum í Brússel að við- stöddum 40 þúsund áhorfend- um. Þetta var 9. landsleikur Svía og Belgíumanna í knattspymu. Af þessum 9 leikjum hafa Svíar unnið 3, tapað 5 og gert eitt' jafntefli, sett 25 mörk en feng- ið 17. Ungverska sundkonan Eva Szekely

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.