Þjóðviljinn - 22.10.1953, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 22.10.1953, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 22. október 1953 — ÞJÓÐVILJINN__ (5 Á dýrasjúkrahusí í Moskvu iBlákross' bllar flytja hverskyns dýr og fugla á dýrasplfalann - allt frá hœnum sem jburfa háfjallasól aS filum úr dýragarSinum Sjúkrabílarnir í Moskvu eru með rauða kross merkið. Þeir þjóta um göturnar með hávaðaliljóðum eins og tíðkast í öðrum stórborgum. En stundum koma sjúkrabílar af alit annarri gerð Lvínandi um stræti Moskvu. Þeir eru með bláan kross og koma frá dýrasjúkrahúsunum, sem gerð hafa verið fyrir hverfi borg- arinnar og nágrenni. Einn daginn kemur sjúkra- toill í verksmiðju i útjaðri borg- arinnar. í verksmiðjugarðinum koma áhyggjufullir menn hlaup a.ndi að vagninum. Tveir dýra- læknar í hvítum sloppum með lækningatöskur stíga út. Sjúkl- ingurinn er fjögurra ára gam- alt hross. Eftir nákvæma rann- sókn á þeim sjúka teggja lækn- arnir tveir til að uppskurður verði gerður án tafar. Dýra- læknarnir fara burt og í stað- inn kemur sérstakur sjúkrabíll sem ætlaður er fyrir flutning á sjúklingum af þessari stærð. A dýraspítalanum Skömmu síðar er sjúki hest- urinn kominn á dýraspítalann í Októberhverfinu í Moskvu. Þangað koma dag hver.n hross, kýr, svín, gæsir, hæsni, dúfur, hundar, kettir. Þau eru teymd þangað, borin í körfum eða þeim er ekið í sjúkrabílum spítalans. Þarna eru einstaklingar, sem koma með hund sinn eða kött. Þama eru verkamenn, sem koma með hænsni eða svín frá „einkabúrekstri“ sínum. Þarna eru bændur af samyrkjubúum, sem vilja láta lækna hesta sína og kýr. Frá klukkan 9 að morgni kemur fólk með dýr sín kemur sér fyrir í biðherberginu og heldur þar á hundum, kött- um, hænsnum eða dúfum. Úheppilegri „kjöltudýrum“ eins og hestum og kúm er komið fyrir tjóðruðum í garðinum, svínin eru sett í sjúkrastíur. Það kemur einnig fyrir að ennþá stærri dýr eru Bundið um gríslnn hyrningar, giraffar eða næsta erfiðir sjúklingar eins og ljón, tígrisdýr og bjamdýr, sem flutt eru frá dýragarðinum eða hringleikahúsum. < „slysastofan“ haft til me'ðferð- ar meira en 1509 dýr og fugla. Auk þess liafa verið gerðir 220 uppskurðir, og á sjúkra- húsið hafa verið lögð 3000 dýr og fug’ar sem þurftu á læknis- hjálp að halda. Allri tækni nútímalæknavís- inda er beitt við dýrin. Rönt- gendeildin er mjög mikilvæg. Röntgentækið er nokkru stærra en þau gerast venjulega — það á að vera hægt að gegnumlýsa jafnvel fíl og gíraffa. Hér er kýr, sem á ,við meltingarva.nd- ræði að stríða og hún er ramn- sökuð í röntgenstofunni. Mynd- irnar af mögum kýrinnar eru athugaðar, og orsakir sjúkleik- ans finnast skjótt: í mögunum eru ná'ar, stálkúlur frá bi-11- jardborði, fingurbjörg, málm- molar og meira að segja kross- lagður hnífur úr stórri kjöt- hakkavél. Kýrin var flutt á skurðar- borðið og versta aðskotadótið var fjarlægt. Háf jallasól handa hænum í einni deildinni er verið að gefa sjúklingi háfjallasól. Sjúklingurinn er dýrmæt hæna. Itýr fyrir franian stóra röntgentækið SjúklinBurinn ferfætti hefur verið bundinn við skurð- arborðið og fengið svæfingu. Síðan hefst upp- skurðurinn. Risaröntgentæki Það eru engir smámunir sem dýraspítali þessi afkastar. Á síðustu fjórum mánuðum liefur Aldrei mi „ Hæna r háfjallasól flutt til sjúkrahúsvistar: fílar, vatnahestar, úlfaldar, nas- aiit m pj Einn af öldungadeildar- þingmönnum demokrata í Nevv York, Herbert H. Leli- man, sagði nýlega í ræðu að Evrópuþjóðirnar hefðu aldrei haft eins lítið álit á Banda- ríkjamönnum og nú. Leh- man, sem er nýkominn úr ferðalagi um Evrópu, sagði að aðalástæða {tessa álits linekkis væri. að sinu áliti ræður ákveðinna banda- riskra þingmanna og þó sérstaldega „meearthyism- inn“. Hún verpir gulleggjum, segja samyrkjubændurnir, sem hafa sent hana á sjúkrahúsið af ótta vi'ð að missa þennan dýrmæta fugl. Góðar hænur eignast góða kjúklinga. í uppskurðarstofunni er bú- ið að binda sjúka hestinn frá verksmiðjunni á skurðarborð- ið, og hægt er að hefja upp- skui'ðinn strax og sjúklingur- inn hefur verið svæfður og bú- ið er að koma borðinu fyrir í háréttum skorðum. Lyfjadeild spítalans hefur að geyma öll læknislyf, að ó- gleymdum nýjustu tegu.ndum svo sem pensillíni og öðrum skjótvirkum meðölum. Frá lyfjadeildinni er gangur í aðrar deiidir stofnunarinnar. Þarna er verið að setja gips um fót- inn á ketti eftir að hann hef- ur tábrotnað. Og skammt frá er grís með bundið um höfuð- ið; hann er með eymabólgu. tígris- dýr um horð Tígrisdýr brauzt út úr búri sinu þegar hvirfilbylur pkall á japanska skipinu Hiamalaja Maru á Japanshafi. Þegar skipið kom til Ósaka beið vopnað lögreglulið á hafnarbakkanum að beiðni skipstjórans. Skipverjár skýrðu frá bvi að villdýrið heíði ráðizt á einn þeirra og rifið í sig skipshundinn áður en tókst að lokka það með hráu kjöt. flykkj inn í aftara stýrishúsið. Lögregluvörður er nú við læstar stýrishúsdyrnar meðan verið er að smíða nýtt búr og leita.uppi æfðan tamningamann. Fangelsi fyrir að gagnrýna fasisía RITHÖFUNDURINN Renzo Renzi og útgefandinn Guido' Aristarco hafa verið dæmdir til fangelsisvistar vegna tíma- ritsgreinar, þar sem gagnrýnd var árás Itala á Grikkiand í síðustu heimsstyrjöld. Renzi var dæmdur i 7 mán- aða fangelsi fyrir að skrifa greinina og Aristarco í 6 mán- úði fyrir að hafa birt hana fyrir árí s'ðan í kvikmynda- tímaritinu Cinema Nuovo. Dómarnir voru þó Gkilorðs- bundnir og hinir dæmdu voru látnir lausir strax eftir dóms- uppkvaðningu, þar eð þeir höfðu setið tvo mánuði í gæsluvarðhaldi. 1 greininni var ráðizt á her- inn fyrir að hafa leyft fas- istastjórninni á ítalíu árásina á Grikkland og jafnframt var framkoma yfirhershöfðingjans gagnrýnd. Renzi og Aristarco eru báðir varaliðsforingjar í ítalska hernum. „Bændauppreisnin“ í Frakk- landi gegn verðlagsstefnu ríkis- stjórnarinnar barst til norður hluta landsins s.l. laugardag, er bændur í Normandí byrjuðu að úthluta vegfarendum ókeyp- is mjólk, aldinsafa og eplum. Gjöfunum fylgdu miðar, sem. skýrðu sjónannið bændanna og þann mikla mun, sem er á verði því, er þeir fá fyrir af- urðir sínar og verðinu, er hús- mæður þurfa að greiða fyrír þær. BænJurnir í Suður- og Mið- Frakkia.ndi höfðu áður sýnt mótmæli sín í verki með því að reisa virki á vegum úti og hætta að setida afurðir sínar á markað. Umhverfis jörðina á tveim sólar- hringum í aðalstöðvum Alþjóðaf.ugráðs- ins í Toronto í Kanada hetir ver- ið skýrt frá þv; að brezka fiu-g- féiagið BOAC muni brátt verða fyrst flugfélaga til að taka upp áætiunarferðir umhverfis jörð- ina. Ferðin mun taka tvo sóiar- hringa. Ferðirnar verða farnar i þrýstilofísflugvélum af Ha’a- stjörnu gerð. Gleypíi föisky. tencaraar í sveíni Brian Weterich, 25 ára gam- ali Englendingur í Taunton, Somerset, vaknaði eina nótt ina með þrautir fyrir brjósti. Við röntgenskoðun kom í ljós, að hann hafði gleypt fölsku tennurnar í svefni. Framkvæma j varð skurðaðgerð til að ná I tönnunum. Einvígi ungra glæpaformgja Fyrir skömmu börðust tvei: bófaforingjar fyrir :nnan tvítug í bandarísku stórborginni Bosto: þangað til annar datt dauðu niður með hnif í hiartanu. Frétt, ritari Reuters segir að þe: hafi verið foringjar fyrir bófa f’okkum ungiingd. Kappárnir háðu envígi um kringdir af hóp piita og stúlknr sem hrópuðu til þeirra eggim: arorð. Hinn látni var T7 ár: nemandi við verkfræðiháskóian í Boston. Banamaður hans, 1 ára gamall nemand: við anna skóia, verður ákærður fyri morð.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.