Þjóðviljinn - 22.10.1953, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 22.10.1953, Blaðsíða 8
8)' — ÞJÓÐVILJINN — Fhnmtudagur 22. október 1953 4LFUR UTANGaRÐS 1S. DAGUR Bóndinn í Bráðagerði fylgdist upp með manninum, sem sagði, að hann gæti farið frjáls ferða sinna. Það þótti Jóni góðar fréttir en mæltist til þess að fá poka sinn, hatt og reiðtreyju, er hann hafði verið rændur kvöldið áður. Maðurinn vissi ekki hvort það stæði í hans valdi að bæta úr því, hafði þó við orð að einhverju þvílíku hefði verið fleygt þar inn. Rótaði nokkuð í dóti úti í horni og dró þar fljótlega upp léreftspoka hrjáðan útlits einnig hatt- kúf hvolaðan. Hýmaði heldur yfir Jóni er hann bar kennsl á eigur sínar. Heldur þótti honum þó pokinn gruusamlega létt- ur í hendi og varð þó meira um er hann gáði eftir innihaldinu. Voru þar aðeins sokkaplögg hans og annað tilheyrandi búnaði hans, e.n hnakktaskan með góðmetinu horfin með öllu, reið- treyjan fannst ekki heldur. Jóni þótti missir sinn mikill og tilfinnanlegur en fékk ekki að gert. Maðurinn hughreysti hann m cg sagði að eftilvill kæmi þetta í leitirnar seinna. Skyldi hann líta inn áðuren hann færi úr borginni. Óskaði honum síðan góðrar ferðar og sagðist vona, að hann ætti'ekki eftir að gista framar í þessu húsi, gaf honum þaráofan vatn að drekka eft- ir vild. Jón varð svo snortinn af þessum vingjarnlegheitum mannsins, að hann kvaddí hann með handarbandi og kvað hann ætíð velkominn að Bráðagerði. Hélt síðan með léttan poka útí daginn og frelsið. VHI. KAFLI. Hér segir frá hinum fyrsta morgni Jóns í höfuðstaðnum og heimsókn hans til þíngmanns Fjarðasýsln. Morguninn var andkaldur, leit þó út f>Tir flæsu er líði á aaginn, annars sviplaUs og laus við þá töfra náttúrunnar, sem koma mönnum í gott skap. Stræti borgarinnar voru nú ólikt mannfærri helduren kvöldið áður, og vegfarendur syfjulegir. I dagsbirtunni varð umhverfið grárra og örævalegra og um leið snauðara af öllu því, sem skírskotaði til ímyndunaraflsins held- uren í Jjósadýrð kvöldsins. Útsýni var takmarkað mjög og sama hvert litið var, augunum mætti aðeins grjót og meira grjót. Eftirað hafa kvatt hinn alúðlega tugtmeistara, axlaði Jón bóndi poka sinn, sem nú var sorglega léttur og lagði land undir fót. Hafði hann hug á því að leita uppi bústað þíng- mannsins, en afþvíað hann vissi ekki í hvaða átt skyldi halda, ályktaði hann réttilega að það skipti eingu máli hvert hann stefndi. Eftir nokkurt rjátl alltísenn beint fram, til hægri og ti)' vinstri, mætti hann manni, sem leit svo alþýðlega út, að bóndinn áræddi að spyrja har.n til vegar. Sæll vetru, sagði hann. Ekki vænti ég, að þú getir sagt mér hvar þíngmaður Fjarðasýslu býr? Sá aðspurði leit á bóndann þeim augum, sem menn setja stundum upp andspænis þeim fyrirbrigðum, sem eru skilníngi þeirra ofvaxin. Svaraði þó um síðir með nokkrum semíngi og kvaðst að vísu vita hvar nefndur þíngmaður væri til húsa. Það hefði ekki verið svo lítið tilstand, þegar hann lét negla koparþakið á kofann í sumar er leið. Hefði sú framtakssemi verið helzta lesmál allra blaða í höfuðstaðnum í heila viku. Jóni þótti útlitið vænkast og innti manninn nánar eftir átt- um og kennileitum. Kvaðst vera ókunnugur en byggðarlag þetta villugjarnara helduren nokkurt annað, er hann hefði heim- sótt. Maðurinn sagðist draga í efa, hvort hann breytti rétt í því að. vísa honum á nefndan mann í nefndu húsi. — En með leyfi að spyrja: Þér eruð máski flokksbróðir þíngmannsins og eftilvill kjósandi? Ætli nú ekki! ansaði Jón. Ég meira að segja reiddi hann um sýsluna fyrir síðustu kosníngar, og það voru hans óbreytt orð, að eingum manni ætti hann það meir að þakka en mér, að hann náði kosníngu. Þarna er ykkur sveitamönnunum rétt lýst, sagði máðurinn. íið látið burgeisana ríða ykkur við tvíteyming fyrir hverjar kosníngar, svo þeir geti byggt sér hallír og lifað í býlífi, ef eJski í þessu landi þá í einhverju öðru einsog nú er í tísku. Þíngmaður, sem býr undir koparþaki er óvinur þjóðarinnar, og ólíklegt þykir mér, að óbreyttir Islendíngar séu aufúsugestir í slíkum húsakynnum. Er þess ekki að vænta að árferði batmi á meðan hrekklaust fólk geingur undir slíkum mönnum. Bóndanum þótti túngutak mannsins í lausara lagi og minna óþarflega á málflutníng þeirra frambjóðenda sem voru fyrir- fram vissir um að ná ekki kosníngu, og þarsem hann var ekki þama kominn til þess að sitjá eða standa undir ræðuhöldum af því tagi, gaf hann í skyn,. að hann væri að flýta sér. % fÞRÓTTIR RITSTJÓRI. FRÍMANN HELGASON i '■ æfinaar ibréttafélaaanna í Rvik \ Um þessar mundir er ’setrarstarfsemi íþróttafélaganna að hefjast og um leið Hkur að niestu útiíþróttaiðkumun, sem hófust á s.l. vor'. Stjórn íþróttabamllags Reykjavíkur ræddi í því tdeíni \ið I'réttamenn í fyrradag og þar gaf form, bandalagsins, Gísli .Haildórsson, eftirfarandi yfirlif um vetrarstarfið. 10 /þróttasa ir. íþróttafélögln hafá. i vetur innanhússæfingar í 10 iþrótta- sölum hér í bæ, firnm og. sex daga vikunnar allt frá kl. 5 á daginn til kl. 11 að kvöldi. Láta mun nærri, að í hverjum tíma séu að jafnaði 12 manns. Stunda þá 120 manns á hverrí klukkustund ýmsar íþröttaæfing- ar, en það eru 600—650 manns á hverju kvöldi. Þær íþróttagreinar, sem ,mest eru iðkaðar innanhúss, eru þess- ar: Handknattleikur, badminton. fimleikar, frjálsar íþróttir, glima, knattspyrna, kört'uknattleikur. hnefaleikur, skylmingar, róður (i róðrarvélum), skotfimi og -þjöð- dansar. Þessum íþróttagreinurn er síðan skipt innbyrðis í mis- munandi flokka, bseði eftir getu og aldri hvers einstaklings. Rr þannig leitazt við að hafa eitt- hvað fyrir alla, jafnt þ.á sem lengra eru komnir sem og fyrir' byrjendur. Auk þess er svo að géta :spnd-. æfinganna, sem iðkaðar ejraíhjá fjórum félögum. Fara. þser. aef- ingar fram í Sundhöll Reýkja- víkur. ' i ' 1 •. •1 Kostnaðarsöm starfsemi. Kostnaður við að r'eka :\o fjölþætta íþróttastarfsemi er að sjálfsögðu nokkuð mikill.i Leiga á íþróttasal er kr. 45,00 til kr.. 50,00 fyrir hverja klukkustuud. í firn- leikasölum barnáskólanna,’ þar sem engin húsaleiga er greídd. er kostnaður vegna baðvörzbt og ræstingu kr. 30.00 fyrir everja klukkustund. , Þegar kennsluna annast svo lærður íþróttakennari, er kaup hans um 35.00 pr. tunann, þarmlg að hver einstakur tim getur kostað kr. 70.00 - 80 00. Þess utan er svo kostnað'.'r vegnn atiglýsinga, vegna kaup v'á áhöíd- um o. s. frv. Eftir þeim skýrslum sem tyrjr liggja um iþrótfakehnstúria,' Iæt- ,ur nærri, að kosíuröi.r v.ð að reka innanhússæfinga t' féláganna sé u. þ. b. kr. 70.000/00 v hveri- um mánuði. Nokkuð er mismunaridi hve íþróttaiðkendur þurfi sjálfir að Yfiriýsin Af gefnu tilefni vil eg lýsa yfir því, að framhaldssaga Þjóðviljans, ,.Bóndir.n í Bráða- gerði“, er mér með öllu óvið- komandi. Ég vil taka það fram í eitt skipti fyrir öll, að ég hef aldrei birt neitt á prenti und- ir öðrum nöfnum en mínu eig- in, og mun heldur ekki . gera það framvegis. Elías1 Mar. greiða fyrir að stunda íþróttaæf- ingar. Algengast er. að hver e:n- staklingur greiði kr. 100.00 i té- •lags -eða æfingagjaid ívrir vet- urinn. Er þá gert iað fyrir að æfingar séu stundaðar tvisvar til þrisvar í viku. 1 sumum tilfe'lam er þetia þó. á annan ’.’eg, ;vo setn.í bad- minton/þar sem iðkeridur standa alveg sjálfir undir þeim kostn- áði, sem æfingunum er samfara. Skíðaskálarnir. Auk innanhússæfinga leggia 'félögin stund a skíða; og skauta- íþróttir- íþróttafélögin eiga nu Aða’fundur knattspyrnufé- lagsins Fram var haldinn í fé- lagsheimilinu hinn 6. þessa mánaðar. Fundarstjóri var Jón Magnússon og fundarritari Kristján Friðsteinsson. Frá- farandi formaður Gunnar Niel- sen flutti skýrslu stjóniarinn- ar fyrir liðið starfsár og gaf hún glöggt yfirlít um hina um- fangsmik:u starfsemi félagsins á árinu, Alls unnu fiokkar fé- lagsins 6 knattspyrnumót á ár- i.nu og nieistaraflokkur kvcnna í handknattleik 4 handknatt- leiksmót. Sigursælustu flokkar félags- ins á árinu voru þriðji flokkur karla sem sigraði í öllum A- mótum sumarsins og svo meist- áraflokkur kvenna. sem sigraði í öllum mótum ársins, nema landsmótinu í útihandknatt- leik. A árinu. varð félagið 45 ára og var í því tilefni efnt til af- mælishófs í Sjálfstæðishúsinu hinn 13. febrúar sll. Bárust fé- laginu margar góðar gjafir í tilefni afmælisjns. m. a. for- kunnarfagurt horn, sem veita skal einu sinni á ári þeim flokki innan félagsins, sem bezta knattspj-rnu sýnir á ár- inu. Að þessu sinni er það þriðji flokkur félagsins, sem hlýtur grip þennan. Ðnnfremur bárust félaginu mörg heilla- óskaskeyt; utanlands frá sem innan. Þá var og gefið út Fram- blaðið, he’gað 45 ára afmælinu. J/ar það mjög vel úr garði gert og prýtt fjölda mynda, enda séldist blaðið upp. I ágústmánuði s. 1. fór flokk- ur knattspymumtmna -á vegum félagsins til Þýzkalands og keppti þar fjóra leiki. íþróttá- alls 10 skíðaskála hér í nágreani bæjarins. Eru þeir að stærð sanv tals rúml. 6000 rúmmetrar. Að sjálfsögðu er það mest und- ir tíðarfari komið, hve mikið skíðaskálarnir eru notaðir, hvort nægur snjór er fyrir hendi til skíðaiðkana eða ekki. Mest er notkunin um páskana og eru í skíðaskálunum í þáskavikunni u. þ. b. 2500 næturgestir. Má ljóst vera, að mikinn undirbánmg og vinnu þarf að legg]a at mörkum til að hýsa svo mikinn fjölda fólks, en öll sú þjónusfi er. láiin í té af félagsmönnum án endur- gjálds. Féagsheimilin. Eins og kunnugt er, er það stefna íþróttafélaganna að koma upp íþróttavöllum og féjagsheim- Framh. á 11. síðu. lega séð mun þetta vera ein sú bezta utanför, sem flokkur ísl. knattspymumanna hefur. farið. AIls lék flokkurinn fjóra. leiki, tapaði tveim og vann tvo. Á. aðalfundinum var enn- fremur rætt um hið nýja í- þróttasvæði, sem félagið hefur þegar fengið loforð fyrir og samþykkt tillaga þess efnis að þar yrði hafizt handa um fram- kvæmdir, helzt þegar á .næsta ári. Eins og áður hefur félagið á stefnuskrá sinni knattspyrnu og handknattleik karla og kvenna, I ráði er að hafa knatt spyrnuæfingar innanhúss í vet- ur og munu þær hef jast innan skamms. Þjálfari félagsins í knattspyrnu s.l. ár var hinn góðkunni knattspyrnumaður fé- lagsins, Karl Guðmundsson í- þróttakennari, og mun hann einpig- sjá um innanhússþjálf- untna í vetur. í handknattleik eru innanhússæfingar þegar hafnar af fullum krafti og sér Hannes Sigurðsson um hand- knattleiksþjálfunina. I stjórn félagsins voru kjörn- ir eftirtaldir menn, sem skipta þannig með sér verkum. Formaður Sigurður Halldórs- son. Varaformaður Jón Þórð- arson. Gjaldkeri Hannes Sig- urðsson. Formaður knattspyrnu nefndar Jón Guðjónsson. For- maður handknattleiksnef.ndar Karl Benediktsson. Formaður skíðanefndar Jón Jónsson. Rit- ari Sveinn Rag.narsson. Spjald- skrárritari Gísli Kjartansson. I varast jórn voru k jörnir: Guðni Magnússon. Ólina Jóns- dóttir. Guðbjörg Pálsdóttir. Frá aðálíundi Knatispyrnuíélagsins Fram Fickkur féi. annu 10 knattspy rnu- og handkuattleiksmót á árinu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.