Þjóðviljinn - 23.10.1953, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 23.10.1953, Blaðsíða 7
— iFöstiidagxir -23. -öktóber 1953 — ÞJÓÐVILJINN — f7 Skúrinn, sem við áttum að búa i var byggður eins og bát- ur, súðbyrtur, en hér hafði gleymzt að kalfakta. Við skýrð- um hann því >rHöll sumarlands- ins“ vegna samkenna hans við höll kollega míns Kárasonar, en þar áttu vindar loftsins stefnu- mót. Vorið var með afbrigðum kalt og fúlt, þó vakti fegurðin yfir öllu, og ef sólin náði .fram úr skýjaþökum vafði hún gliti eyjar og sund. Þama á smá- hólma, skammt frá landi, stend- ur skínandi hvít höll, hún hefur sinar dyr, svalir og glugga, og tumar hennar gnæfa hátt og loga í sólskininu. En því miður, þegar skuggi fellur á, er þetta aðeins klettur mikill, sem fugl- ar loftgins hafa málað driti sínu, svona er rómantík vors- ins hætt. En staðreynd hrín ekki á þeim, sem huldur kjöni sina, í mínum augun stóð hún þarna höllin hvíta, hvernig sem leikir ljóss og skugga breyttu henni, og innan múra hennar ólgaði líf og list, söngur unaðs og ásta. Vð vorum stödd á fornum sögustöðvum. Hérna upp með ánni stendur stórbýlið Búðar- dalur, þar bjó heljairskinnið Geirmundui', sonur Hjörrs kon- ungs og Ljúfvinu dóttur Bjarma konungs. Skipum sínum lagði hann þarna í ósinn. Máske hef- ur hann látið þræla sína.hlaða garð þann hinn mikla, sem enn mótar fyrir laust ofan við fjöx'ubakkann í Tindalandi, og nær hálfhring um eignina. Þá hafa verið hér tlóðahættur fyrir búfé, eins og enn er, því útfiri er mikið og sækir fé í xskerin. Héðan blasir við fjallshyrnan þar sem hann fól skeiðarkníf sinn og belti og bauð til eign- .ar þeirn, -er sækja þyrði. Rétt utar er Andarkelda, þar fól hann fé sitt mikið ,er hann sökkti i kelduna kistu þeirri, sem síðari tíma búendur náðu hringnum úr, en sú saga er sögð að fyrir 2—3 árhundi'uðum hugðust nokkrir djarfir menn • ná upp fé þessu, komu þeir böndum í lokhring kistunnar og hófu að toga. Slitnaði þá • rir hringui'inn og þeir máltu þá frá ganga. enda Skarðskirkja þá.tekin að loga mjög í augum þeirra. Hringur þessi er enn til að Skarði, er hann i arm- bandsstærð rúmri, sver mjög, úr kopar. En liefði ég eigj það meðfætt að trúa öllu ef við- kemur sögu, myndi ég dirfast að segja að hringur sá hefði aldi'ei í vatn komið. Þarna er og bær herkonungs þessa, Geir- mundarstaðir, og skammt það- . an haugur hans, en þar lét . hann heygja sig i skipi sínu með áhöfxi og öllum herbúnaði til nýrr.a sigra á hafinu mik’a. Það sést gi'einiflega haugur- inn, og er skipslaga. Ekki eru forvitnir fornfræðingar okkar að pota ekki prikum sínum í slika hóla, sem sagnir lifa um frá feðrum til sona. . Vorið heldur áfram að sigra urn héruðin, fuglar gera hreið- ur sin allt um kring. Við höf- um komið íyrir háværum vinnutækj um okkar nokkurra mínútna gang frá „11011“ okkar en söngur fuglsins ræður þó einn,- og' ekki eru færri en 14 hreiður ýmissa tegunda við göt- una milU skúrsins og vinnustað- ar, vitrir fuglar eins og lóúr . Kristján frá Djúpalæk: Frá .•fföll sumarlan d&ins” og mýrisnípur sem kúra sig í simtþúfum og fela sig i lengstu lög, heimskir ruglu- köllar eins og stelkurinn og spóinn, sem þv’ælast fyrir íót- um okkar blaðrandi, ísmeygi- legir eins og hreiðrið værl nú einmitt hér og svo hér. En -við fundum þau öll og fylgdumst með þeim þar til einn daginn að lítil nef brutu skilrúmið milli upphafs síns — og því miður, stundum endis. Skæðir óvinir liðu hér yfir móunum, á breiðum vængjum og skyggndu hverja þúfu, en svo gómsæt sem egg eru þykir þó unginn meiri fengur, enda gerast nú vandsaddir munnar svaxtb.aksunga I eyju, hrafns í fjalli. En hærra yfir svim- hárri fjallsriminni, sem skýlir þessar strönd, svifur konungur konunga. einmana örn. Stoltur s-em guð smalar hann bjarg- íuglabyggðir j tó og skriðu, þeir f'.aksa stuttum vær.gjum í heimsku sinni og henda sér í sjóinn, þá lækkar sig hinn dökki skuggi og hremmir einn úr hópi flóttáskarans. En jafn- vel klóguiá konunga sígrar elli kerling. flug hans er þyngra nú en fyrr upp í hásætið og grá- ar hærur lýta. Hvar er nú maki hans, ungar og hirð? Glæptúst þeir hinir goðkynjuðu máske á vesölu hræi, sem eitruð mannshöndin bar á gadd fyrir hrain Og ref? Eða cr hlutverki hetjunnar lokið í landi sögu og brags, sem hvorttveggja varð þó til hennar vegna. En þá mun daufara yfirbragð þessara s’óoá, er aðkomnir mó- búar byggja einir undirhlíðar en- fýlungi fjall. Náttúran er fjölskrúðug hér, truflanir -eru eigi meiri en verið hefur um aldir, sam- búð fólksns og líf-sins i kring er góð og byggð á gagnkvænxu trausti um aldir. Lítil forvitin lömb gægjast yf- ir þúfu ú þessa hávaðasömu véltækni, sem komin var hér í hagann. Háfætt folöld reisa höfuð sín, ung og frjáls. Stóð margt .gekk þar á mýrunum og höfðingi þess var Skjóni, jarpskjóttur 4 vetra foli, er enn hélt eðli sínu og fáksprýð«i. Háði hann marga stórorustu, ef ókunnan hest bar þar að, vóru hryssur hans stoltar mjög. Hvell eggjunaróp þessa Sikils -rufu kyrrð kvöldsins og stor-m- -ur ástríðna fór yfir holtin. En allsstaðar er maðurinn sami vargur í véum, einn dag var Skjóni leiddur burt og dæmdur undir örlög sin, örlög hins kynlausa þræls. Lifið er enn i sókii, júni líð- ur, lömbin stækka, grasið grær, og á grynningunni framan við fossinn liggja tveir stórla.xar, hann og hún, lygnumegin við stakan stein una þau lífi sínu og njóta svalans í tæru ár- viatninu. Það, er svo mikill íriður og ró hér, að hængur- inn getur ekki orða bundizt. Eitt kvöldið ýtir hann við konu sinnj og segir: Hepþin við að þessir bormenn skuli ekki hafa veiðidellu, fyrst þeir eru að flækjast héi'. Satt segir þú minn frómi, svaraði hrygnan, og stafar það a£ tvennu, trúar- jgk^oðtunum þess þéirra,, s|em verr er þó innrættur, svo hinu að áin er leigð. Tja, segir innfluttu fánýti úr DÚri okkar, kaffi, sykri og dauðu hveiti- korni. Hann var oft gestxr okkar og veitti okkur í staðinn . af ofgnótt sinna andlegu og á- þreifanlegu auðæfa. Mál hans er hástúðluð hending, lxfs- reynslan löng og dýr. Þar sem við erum nú orðin nákunnug á næstu bæjum dirf- ist ég að bjóða þér, lesandi góður, heim á nokkra beirra, ■ ■ ■; ; ' Undir Klofning'sfjalli. — tLjósm. Þorst. Jósepsson). hængur, þá held ég maður fari nú að halda með trúnni- ef hún stuðlar að því að þyrma lifi, hitt skil ég nú ekki að nokkur dirf'.st að leigja ána að okkur fornspurðum, við eigum hana kelli mín, eins og forfeður okkar haf.a átt hana og það löngu áður en þeir íóru að fljúgast á hér á flötunum Geir- mundur heljarskinn og kallinn á Kjallalcsstöðum. Já, þú segir það nú, annars ýttust þeir nú á utan Klofnings — óg svo er nú ekki lengur spurt um erfð- ir Og óðul ef þá vantar val, og farðu nú að sofa. — Síðar um sumarið komu svo stórlaxar Þeir, sem ána höfðu - á J.e'gu og tóku að berja vatnið með dýrum spýtum og garni — þá brostu þau skötu- hjúin hvort til annars og skut- xist undir móhellubakkann hinu megin, . staðráðin í að ljúka hlutverki s'nu í haust og skila ánni vísi til nýrra -ættliða. Ef litið er á fjörðinn blasa við gróðursælar eyjar í'æktaðar af fugli og fé um aldir, áður Var þar blóm’eg byggð ha 'ð- skeyttra mann'a, nú ríkir fugl- inn bar einvaldui'. Stærstar og næst landi eru Akureyjar og þaðan leggur stundum mjóan reyk til lofts, einn vordag bár- ust mótorskellir utan af sundi, einbúinn Tómas í Akurevjum v-ar sð koma til lands með fé sitt. Hafir þú séð Tómas veiztu hvern’g þeir litu út sem fyrst- ir kl-ufu stx'íða strauma mi’.l’. eyja. Hann er fomhetjan end- urborin, náttúran er honum svo giöful í ríki hans, að haniT hefur hvergi undan að torga vistum þeim er hún .ber á bor.ð og því faum við nú girnileg æðai'egg og veitum eybónda af okkur verður ábyggileg.i vel tekið — það er stytzt að T:nd- um, Bergur bónd: mun skemmta okkur með hnyttinni frásögn og hans góða kona ber franx kaffi. Þá munum við ratn að Ileína- bergi, þangað sóttum vð mjólk alla d.aga o.g þar verður okkur haldin ve«fla. Steiunn hús- fre>ja lofar okkur -kannske að heyra vísupart eft'.r vminr. sína, Stefán frá Hvitadal og Jóhannes úr Kötliim, jafnvel stef eftir sjalfa sig, þnð g.eti hún. Hugurinn mun einnig hvarf’a til Steinars. Steingrím- ur bóndi gefur sér vistulega tíma til að spjalla v;ð okkur þó túnið sé stórt og tiðin bö'vuð og ann r ka’li að. Hvað um heimasæturnar, nóg fyrir þær að gera, allt fyrir~star£ið. Heinaberg er stóroý!:, glæsi- lega hýst — það eru aiiar jarð- :r hér. Og allir eru hér mill- jónamenn, ef ekki i veraldiég- um, þá andlegum auði. Með söknuði kveðjum við á þeisurn bse, tökum mjólkur- brúsann, kannske smjörsköku pf • strokknum, og maður minn, •bústið. rauðreykt hangikjöt*.- lær'. V'ð biðium að heilsa á Fagradalsbæina, því tíminn er naumur, og fyrst Búðardals- á er farin að grynnast, höldum við útfýrir . aftur, -jeppinn er orðinn henh; vanur, vissara þó að taka, viftureimina af. Við rötum t:ð Hva’gröfum, bgr býr hfinn '<51511, foreldrar bans, og konan hans falletn. dóttir tveggja eylanda og dá- lítill patti sem einhverntima verður karl í krapinu. Svo er það Barmur, þar býr hann nafni minn og hann skal út með ærlegan nefdrátt. Þetta er dásamlegt fólk, og ætti skilið langa sögu. Hvernig hcfðúm við farið að fyrst í vor, ef ekki hefði við notið nafna mins og Gísla? Nafni minn á Barmi á 60 ára merkissögu að baki, hún gerist vítt um þetta land og fleiri. Það kom ú daginn að hann hafði lengj framan af æfi búið í Hörgárdal og hampað þar konu minni ungri. Þó lang- ur vinnudagur hafi skilið eftir sín þung.u spor í lífi og ásýnd nafna er hann enn kvik-ur á fæti og fær í flestan sjó. Not- ■ar hann þó meira tóbak en allir aðrir, sem ég þekki og kona hans lagar sterkara kaffi en nokkur önnur, drukknum hefur nafni heldur ekki neitað. En til dæmis um lífsþrótt hans tilfæri ég eftirfarandi scgu: Fjölskyldur á Barmj og Hval- gröfum eru nátengdar og eitt kvöld í júlí buðu þær okkur hjónunum í afmælisveizlu, er haldin var á sameiginlegum. afmælisdegj nokkurra aðila. Nafni, var það hrókur alls fagn- ■aðar enda hvergi til sparað hollra veitinga, þeirra er í sveit finnast. Veður var fagurt er við héldum heim í veizlu- lok og gekk heimafólk með okk- ur úr hlaði. Ólympíuleikar geysuðu þetta sumar um^ ölt Norðurlönd og bárust sýk-lar þeirra einnig hingað. Er að tún- hliði kom steyptist íþi'óttaand- inn yfir nafna, hóf hann sig á loft, án tilhlaups, og vippaði sér yfir hliðið, reyndist það við mælingu algiört heimsmet í hástökki, en fékkst Þó ekki viðui'kennt sem slikt, vegna o£ fárra vitna, en hrifning við- staddra var óbflandin. En þar sem iþróttaáhugi var nú vaknaður í hópnum, var ákveðið að flokkurinn fylgdi okkur að Búðardalsá og yrði á- horfandi að því er ég bæri lconu mína yfir. Um þetta leyti nætur var jeppinn i svefni og varð því að treysta á fæturna. Er að ánni kom færði ég mig í búss-ur, tók minn betri helm- ing á bakið og lagði af stað, áhorfendur röðuðu sér á þak samkomuhúss sveitarinnar, sem stendur þanxa á bakkanum. Þegar ég rak kýr í æsku minni yfir Djúpalækinn, lærði ég a£ þeim að vaða í djúpu straum- vatni. Maður teygir fram álk- una, festir áugutx á sói eða ein- hverju öðru kennileiti á himni, stijldrar svo iaf sfað, hægt og gleitt. En skapanorn okkar *er stundum nokkuð gráglettin í daglegu lífi, sumum reynist hún dálitið meinfýsin, einkum er henni gjarnt að bregða fvrir þann fæti, sem sýnast vill meiri en hann er, í annarra augum. Og þannig fór nú, er ég var að ná landj réttu megin steyptist é,g á hausinn og sentist frúin á 1-and upp en bússurnar dróg.it mig á kaf, enda fylltar vatni. Hófst nú annað íþróttaafrek mótsins, hástígvélasund i straumi, setti ég þar glæsilegt heimsmét og náði laridi, En þar sem þessi grein íþrótta bafðj. þá ekki verið viðurkennd keppnisgrein, fékkst metið he’d- ur eigj viðurkennt á heimsvísu, en var því betur fagnað af áhorfendum. Hafi nú skáld- fákurinn dregið mér taum úr hendi og frýsað nokkuð fast á örkina, bið ég viðkomandi. af- láts. Við eigum eftir að heimiækja Framhald á 11. síðtii

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.