Þjóðviljinn - 23.10.1953, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 23.10.1953, Blaðsíða 8
8) — ÞJÓÐVILJINN — FöstUdagur 23. október 1953 &LFUR UTANGARÐS 19. •DAGUR Bóndinn í Bráðagerði ðiíkt höfumsf við að Maðurinn sagði að ef honum lægi einhver ósköp á að reyna viðtökurnar í húsi með koparþaki, þá væri hann frjáls að því sín vegna. Það yrði hver að taka afleiðíngum gerða sinna Sagði síðan bóndanum skýrt og skilmerkilega til vegar og hélt hvor sína leið. •Eftir nokkrar villur tókst Jóni að finna hús þingmannsins Varð ekki um það villst, að Bráðagerðisbærinn yrði harla lág- ur í loftinu við hliðina á slíku húsi sem þessu, sem var byggt i stil þeirra eyðibýla,. sem kóngar, furstar og prinsar hafa flosnað uppaf i öðrum löndum. Jón hafði stundum séð myndir af slikum húsum og í því sambandi ekki getað varist þeirri hugsun að dýrt mundi að hitá slík hús upp ef ekki væru því meiri mólög í jörðu í landareigninni. Hann varð að keyra höf- uðið afturá milli herða til þess að geta séð fulla hæð þess, og útidyrahurðin var sínu hærri- og breiðari helduren systir henn- ar í Vegleysusveitarkirkju, svo auðsætt- var að þama geingu ekki smámenni um dyr. Bóndinn rak þrjú högg á hurðina að gömlum og góðum sveita- sið, en húsráðendur létu sér e'kki brátt að gánga til dyra, svo hann knúði fastar á en fyrr. Leið þá ekki á löngu unz hann heyrði rjálað við lokur og hurðin var dregin frá stöfum. í gættinni birtist stúlka ein úng og óskjótlega klædd, ber að ófan niðurá brjóst og handleggi upp til axla, sokikalaus, en að því slepptu gat Jón ékki ákvarðað klæðnað hennar á neðri hluta líkamans, þegar frá var dreginn efnislítill pilsgopi, enda aðstæður allar til slíkra rannsókna óhagstæðar einsog á stóð. Þegar stúlíkan sá bcndann, rak hún upp óp mikið og gerði sig líklegá tif þess að skella hurðinni í lás, sá sig þó um hönd. Sæl vertu, stúlka mín, sagði bóndinn óg tók ofan hattinn. Er þíhgmaðúrinn heima? Ó, gvöð, hvað mér varð illtvið! sagði stúlkan en gerðist þó hugrakkari við ofantöku gestsins, því slíkur verknaður var þó alltaf órækur menníngarvo.ttui hvað sem útlitinu leið. Ég var að spyrja. stúlka mín, hvort þíngmaðurinn væri heima, endurtók Jón. Það er allt eftir því hver maðurinn er, ansaði stúlkan. Ég heiti Jón Jónssca og er frá Bráðagerði í Vegleysusveit, sagði Jón. Við erum kunníngjar, þíngmaðurinn og ég. Hann var búinn að biðja mig að líta inn. Je, minn! Eru það nöfo! sagði stúlíkan. Ég vissi ekki til þess, að þíngmaðurinn þekkti ne’nn, sem héti bara Jcn Jónsson. Jóni tók að leiðast að standa utan dyra í morgunkælunni, syo hann sagði með nokkrum þúnga: Ég er lángtað kominn, stúlka mín, og ég á áríðandi erindi við þíngmann'nn. Og ég get rétt látið þig vita að þegar hann íkom síðast að Bráðagerði, þurfti hann ekki að standa leingi úti á hlaði áðuren hooum var boðið í bæinn. Stúlkan stóðst ekki þúngann í orðum bóndans og lét opnar dvrnar. Lct að vísu þau orð falla í lægri tón, að hún bæri einga ábyrgð á því, sem það kynni að leiða af sér að opna þetta hús uppá gátt fyrir umreoníngum. Hvarf síðan inní húsið, en Jón steig innfyrir þröskuldinn og kom inní bæjardyr rúmgóðar, voru þar veggir þ'ljaðir með gleri og öðrum fáséðum byggíng- arefnum og húsgögn við hæfi. Stúlkan kom fljótlega aftur og sagði, að þíngmaðurinn segðist vera heima. Jón lagði frá sér pokann og hattinn og fylgdi stúlkunni eft:r leingra inní þessa miklu byggíngu, hvar hún lauk upp fyrir honum einum dyrum af mörgum. Birtist þar þíngmaðurinn í eigin persónu, tók hann alúðlega í hönd bóndans og kvað það gleðja s:g að sjá hann þángað kominn. Leiddi hann síðan til sætis í djúpum stóli, sem lét þægilega undan þúnga hans. Allt í þessu húsi virtist gætt eftirgefanlegum e'ginleikum, meira að segja gólf öll voru einsog mýksti dýjamosi undir fæti. Jón ályíktaði þegar, að salur þessi mundi vera kontór þíng- mannsins, því firn mik:l af skjölum og pappírum lágu þar á borðum og skápar með veggjum voru fullir af bókum og papp- irsgögnum þeirrar tegundar, sem sjá mátti í kontórum kaup- íélags Fjarðasýslu, aðeins var hér allt stærra og mikilfenglegra. Sjaldséðir hvítir hrafnar, sagði þíngmaðurinn og Ikom með kassa hálffullan af eldstertum af stærstu og gimilegustu tegund, bauð bóndanum og fékk sér annan sjálfur, brá upp eldfærum og kveikti í, sagði: Þú ert varla kominn erindisleysu svo lánga leið, Jón minn, ef ég þekki þig rétt? Ónei, þíngmaður góður! Við gerum það ekki að gamni okkar að hlaupa frá búskapnum. Það gerir þessi bölvuð óáran hjá okkur í Vegleysusveit, að ég er híngað kominn. Fyrir stuttu síðan kom sam- an til fundar hér í Reyjavík sambandsráð Ungmennafélags íslands. Ráð þetta, sem er stjónn Ungmennafélags íslands og .formanna héraðssambanda tci'c að vanda fyrir til umræðú mörg mál varðandi íþróttir og þjóðleg mál. Hafa samþykktir frá fundi þessum birzt i blöð- um. Bera þær með sér að starf- ið er margt og að mörgu að hyg-gja. Ein er þó síi samþykkt- sem vekja mun mesta athygli og er fyrirsitt hvað merkileg og þess eðlis að hún sé atliuguð nokkru nánar, og sú forsaga sem þáð mál á í íslenzí'.cu félágslífi. Fef hér á eftir sá hluti samþykktar- innar eins og hún birtist í einú dagblaðanna, sem snértir -sam- slkipti við setuliðsmenn :þá er hér dvelja 'og afstaðan td hér- setunnar, og gerður örlítjll samanburður á ályktun þessari og afskiptum síðásta ácsþirígs f.S.Í. til sama máls. „— Sér- staklega ber þjóðinni að Vera vel á verði lun frelsi sitt og sjálfstæði í sainöaiidi við her- stöðvamálið. Verður að yinna að þyí að hinn erlendi ’her fart úr landi og beinir því eindrég- ið til hlutaðeigandi að fyrir- byggt sé allt samneyti lierliðs* ins við ís’enzkan æskulýð. ■ Jafn- framt er lífsnauðsyn að eflt sé heilbrigt félags- óg skemmtaná-. líf æskulýðs'ns á þjóðlegum grundvelli, og verða öll æsku- lýðssamtök landsins og hið op- inbera að styðja þá yiðléitni“. Góð samþykkt. Um þessa samþykkt skal sagt að hún er hressandi blær og samboðin svo þjóðlegri hreyf- ingu sem ungmennahreyfihgin hefur alltaf verið. Hún ber forustumönnum sínum faguf t vitni um það að be.ygja ckki af þegar talca á afstöðu t:l þess hvort æskilegt sé að æska lands- ins hafi samneyti við herlið sem hér dvelur í landi, eða hopa í hugsun er segja skal álit sitt um það hvort hér skúli her dvelja eða héðan burt hverfa. Hér er tek'a bláköld afstaða til samskipta við sétuliðið þai sem eindregið er beint til hlut- aðeigenda að fyrirbyggt sé allt samnejti æskulýðsins við her- liðið. Að sjálfsögðu eru þar í- þróttaafskipti meðtalin, ekki síður en önnur. Ungver jaland vann Ausíurríkí 3á I siðustu v:ku mættust lands- lið Austurríkis og Ungverja- lands í knattspyrnu óg fór leik- urinn fram í Vín. Fóru leikar þannig að Ungverjalahd vann 3:2. I hálfleik stóðu leikar 0:0. Fyrsta markið settu Ungverjar. á 57. mínútu. Dómariinn í leikrnun yar frá Sv:ss og voru áhorfendur ákaf- lega reiðir við hann og ung- versku leikménnina sem þeir töldu að hefðu leiikið harka- lega og meitt nokkra af leilc- mönnum Austurríkis. Kváð svo rammt að þessu að lcalla varð út 500 lögreglumenn t:l að . verjjj Ungverjana og dómarann. Þó. tókst vörnin ekki allSkostar, því að um leið og hægri útherji Ungverjanna, • Lasslo Budai, steig upp í bifreið þá, sem flytja átti liðið til hótelsins, lenti steíinn í andlit hans. Læknir í’ðsins segir meiðslin þó ekki’ alvarleg. Hin „þjóf!egu“ afskipti Ársþings Í.S.Í. í sambandi v'ð þessa ágætli og þjóðlegu samþykkt Sam- bandsráðs Ungmennafélags ís- lands er ekki ófróðlegt að rifja upp afskipti Arsþings íþrótta- sambands íslands á Akranesi í sumar. ’ Sambandsstjórnin varð sammála að bera fram eftir- farandi UllÖgu: „íþróttaþing í- þróttasambands Islands haldið 'á Akranesi 4.-5. júlí 1953 á- lyktar að fullrar varúðar beri að-gæta í sams'dptum íþrótta- félaga við varnarlið og því ekki æskilegt að íþróttafélögin sæk- ist eft:r slí^úm samskiptum". — Önnur tillaga kom fram frá Böðvari Péturssyni, þar sem lagt er til áðeirki séu veittleyfi fyrir leíkjum við h:ð erlenda' herlið. Þessar tvær tiliögur sem að anda til eru samhjóða sam- þykkti Sambandsráð U.M.F.Í. fengu aðeias 5 menn að ræða, þó 6 væru á mælendaskrá, því fjórir þjóðlegir meon lögðu fram rckstudda dagskrá er var samþyklkt með 35:13 sem í orð- um og anda ér og verour furðu- legt piagg, svohljóðandi: „Vegna framkom'nna tillagna varðandi keppni íslenzkra í- þróttamanna við íþróttamenn í varnarliðinu ályktar íþrótta- ■þingið að sömu reglur skuli gilda um ikeppni við þá og aðra erleada íþróttamenli, sbr. 2. kafla, 7. grein í móta- og keppn isreglum I.S.Í., og tekur því fyrir n'æ'sta mál á dagskrá“. Undir tillögu þessa rita: Gísli Hálldórsson, Erlingur Pálsson, Þórður Éoftsson og Giiðjón Ingimundarson. Alvarlegra vgr þetta ekki. Þessum hermönnum sem sambandsráð U.M.F.I. v:ll koma '■ sem fyrst úr landi er af Ársþingi Í.S.Í. Skipað á bekk með lcærkomaum gestum sem boð'.ð er hingað í vináttu- og kynriingarheimsókn nokkra daga! Sambandsráð U.M.F.Í. vill ekkert. samneyti hérliðsiris við æskulýð landsins. Ársþiag l.S.I. má é'kki heyra neitt slíkt nefnt. Það vísar öllu slíku frá með rökstuddri dagskrá. Beygir af, hópar án þess að gera sér grein fyrir hvar og hvernig þessu undanhaldi skuli hagað. Ekki vantar að íþróttahreyf- ingin sé talin að vera þjóðleg hréyfing, o§’ það ep h,ún, hefur vérið óg verðúr að* vefa.'Éklci er að efa að samþyíckt Sam- bandsráðs U.M.F.I. er bor'n fram af þjóðlegum hvötum og einlægni. Hvað getum við þá kallað hina rökstuddu dagskrá Ársþings Í.S.I.'? Hér stangast eitthvað á. Raunar hefur það komið fram að íþróttahreyfing- in var annan daginn aðeins íþróttahreyfing og elckert ann- að, en hinn daginn þjóðleg hreyfing að vísu allt eftir því hvernig „baromet" samskipt- anna við setuliðsmenn stóð! Þáttur Þorsteins Einarssonar. íþróttafulltrúa. Satt að segja verða afskipti Þorsteins Einarssonar íþrótta- fulltrúa af máli þessu noklcuð torskilin. Engina var ákveðn- ari en hann að vinna gegn sam- skiptum íslenzks æskulýðs við' setuliðið meðan á stríði stóð, og var það embætti hans sam-> þoðið. Með einhverjum undarlegunv hætti hafði orðið sú breyting, á skoðun íþróttafulltrúans að hann geagur nú í lið með þeira á Ársþingi Í.S.Í., er líta vildu' á setuliðsmenn sem boðna og þá eðlilega velkomna gesti og vitnar í því sambandi 5 lög I.S.l. Hapn virðist allt í einu engan greinarmun gera á her- manni sem á ef til vill að gista land. okl'.car tugi ára eða í- þróttamanni sem kemur hingað nokkra daga. Hann virðist ekki lengur skilja að æs'cunni sé. nauðsyn-. legt að forðast umgengni við setuliðið. Þetta virtist a.m.k. megá lesa útúr skoðunum full- trúans í sumar á Akfaaesi. Nú er vitað að Þorsteinn sat sambandsráðsfund U.M.F.Í.- og þá vaknar spúrningin: ■ Hvers vegna beitir hann sér ekki af alefli gegn því að sam- Framhalíi á 11. síðu Hestainnflotn- ingsbaimiS og 0L Hestainnflutningsbann Ástr- alíumanna í sambandi við ol- ympíúleikina virðist ætla að. verða erfitt viðureignar. Víða að hafa heyrzt allháværar ó-; ánægjuraddir yfir því að hest- ar skuli ekki komast á OL. Nú rjýlega héfur varaforseti .CIO, Armand Massard, látið þau orð falla að hann muni greiða atkvæði með því að taka leik- in^, af Ástralíumönnum, ef þeir lfeyfi ekki ináflutning hesta til lceppni á OL. Hann sagcist ennfremur hafa náð sairbundi við nokkra fulltrúa úr al})jóða- olympíunefnd og þeir hat’i ali- ir búndizt samtökum um að vinna gegn þeirri ákvörðun Ástralíumanna að láta hestana vera í langvarandi ,,sóttkví“ áður en þeir fá að fara inn í landið. Bann þetta mun byggt á áströlskum lögum um varnir gegn dýrasjúkdómum. Á fundi CIO í Mexíkó höfðu fulltrúar Ástralíu fullyrt að þessu yrði kippt í lag. Hinsvegar er vitað að stjórn Ástralíu er mjög treg til að veíta drtdanþkgu frá lögunum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.