Þjóðviljinn - 25.10.1953, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 25.10.1953, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 25. október 1953 þlÓOViilINN Ctgefandl: Sameinlngarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurina. ] Bitstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg. 10. — Síml 7500 (3 línur). Áskriftarverð kr. 20 á mánuði i Reykjavík og nágrenni; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Skemmdarverk ihaldsins íhaldið sem alltaf hefur barizt gegn framfaramálum fólksins er nú grein:lega orðið óttaslegið við sína eigin afstöðu til þess mikla hagsmunamáls Reykvíkinga og Sunnlendinga yfirleitt að komið verði í veg fyrir fyrirsjáanlegan rafmagnsskort eftir 2-3 ár eða jafnvel skemmri tíma, með því að ráðast tiú strax í fulln- aðarvirkjun Sogsins. Skrif Morgunblaðsins og Vísis í fyrradag •sýna að báðum þessum málgögnum íhaldsins er Ijóst að barátta sósíalista fyrir virkjun Efrifossa á almemian hljómgrunn meðal almennings. Þess vegeia reyna bæði íhaldsblöðin að klóra yfir raunverulega afstöðu flokksmanna sínna í bæjarstjórn og á Al- þingi með vífilengjum og blekkingum. En þebta er vonlaust verk. Það bjargar ekki Ihaldinu þótt Morgunblaðið fullyrði að Ihald;ð í bæjarstjóm Reykjavíkur hafi hafizt handa um undirbúning virkjunar Efrifossa meðan virkjun Irafoss var ekki að fullu lokið. Það sem unnið hefur verið að undirbúningi virikjunar Efrifossa hefur aðeins verið igert vegna þeirrar baráttu sem Sósíal:staflokkurinn hefur liáð á þingi og í bæjarstjóm fyrir framgangi málsins. íhaldið hefur sýnt málinu fullkomið tómíæti alveg á sama hátt og það tafði upphaflega virkjun Sogs’ns og síðar Irafossvibkjunina meðan það hafði hugrekki til. Þetta kom skýrt í Ijós á síðasta Alþingi þegar Einar Olgeirs- son flutti tillögu sína um lánsheimild til vii-kjunar Efrifossa og sýndi fram á það með óhrekjandi rökum að henni yrði að vera lokið 1956 ætti að kcma í veg fyrir yfir vofandi rafmagns- fjko'rt. Áhugi Ihaldsins á Alþingi reyndist ekki meiri en svo að það taldi enga nauðsyn á að samþykkja heimild til láeitöku og hindraði samþykkt tillögunnar með aðstoð hinna afturhalds- flokkanna. Lá þó alveg ljóst fyrir, enda fram á það sýnt af sósíalistum í umræðunum, að ekfki myndi af veita að nota vel tímann fram að því er írafossvirkjuninni lyki til þess að vinna að öflun nauðsynlegs lánsfjár til framkvæmdanna, ef tryggja ætti að ekkerf hlé yrði milli þessara tveggja þátta í virkjun Sogsins. En sem sagt: Ihaldið brá ékki vana sínum. Það taldi enga nauðsyti á fullnaðarvirkjun Sogsins, ]>ótt vitað væri að áburð- arverksmiðjan tæki meginhlutann af orku írafossvirkjunarinnar og rafmagnsskorturinn vofði á ný yfir heimiluniun og iðnað- inum á orkuveitusvæðinu. Sama sagan endurtók sig í bæjarstjórn Reykjavíkur 3. sept. s.l. þegar Guðmundur Vigfússon flutti tillögu um að bæjar- stjómin skoraði á ríkisstjórnina að gera ráðstafanr til að afla nauðsynlegs fjármagns til virkjunar Efrifossa og að nú þegar yrði ráðizt í framkvæmdirnar meðan þin stórvirku tæki og þjálfaður maninskapur er fyrir hendi á staðnum. Er það álit sérfróðra manna að áframhald virkjunarframkvæmda við Sog mundi spara 15-20% af áætluðum kostnaði, eða 15-20 millj. króna, miðað við að hlé verði á framkvæmdupum um skemmri eða lengri tímá. Þrátt fyrir þessar staðreyndir og áug- ijósa hættu á nýjum rafmagnsskorti innan tíðar sat Ihaldið við sama keip og vísaði tillögunui frá! Þannig hefur afstaða Ihaldsins verið í reynd til vii'kjunar Efrifossanna, og þessum staðreyndum verður ekki breytt eða þær faldar fyrir almenningi með endurteknu slúðri ’ íhalds- blaðanna um að Sósíalistaflokkurinn hafi barizt gegn Irafoss- virkjuninni. Öll þjóðin veit að þær fullyrðingar hafa ekki við minnstu rök að styðjast. Þvert á móti liefur það konrð í hlut Sósíalistaflokksins að benda á hina miklu möguleika þjóðarinnar í hagnýtingu vatnsaflsins og vinna þeirri stefnu fylgi að beizla orku þess til að létta þjóðinni störfin og auðvelda henni iífs- baráttuna. Þeirri baráttu mun Sósialistaflokkurinn halda' ó- trauður áfram þrátt fyrir tregðu og skilningsleysi afturhalds- ins. Viiújun Efrifossa er eitt biýnasta verkefnið í þessum. efn- um, og það fer ekki fram hjá Moi’gunblað'mi og Visi að fjandsamleg afstaða Ilialdsins til fullnaðarvirkjunar í Sogi mæl- ist illa fyrir hjá ölíum Reykvíkingum og Sunnend:ngum, enda i beinni og hatrammri andstöðu við liagsmuni alls almenn'ngs í Reykjavík og á orkuveitusvæð'nu í heild. Þess vegna er nú reynt að (klóra yfir skemmdarverk íhalds'ns í virkjunármálun- im. En þetta er vonlaust með öllu. íhaldið stendur afhjúpað framrni fyrir almenningi og mun liljóta þann dóm »em; það hefur til unnið. » : • Bjanii Einarss m, skipasmiður: Islenzk Mtasmíði Baráttan fyrir innlendri báta- smíði er orðin lengri en margur myndi ætla, þegar þess er gætt að sjávarútvegur er okkar að- al útflutnings-atvinnuvegur. í>au sannindi hafa verið kunn með þjóðinni um nokkra tugi ára, að stétt íslenzkra skipa- smiða er undirstöðuatriði báta- útvegsins, þjóðhagslega séð, sérstaklega vegna viðhalds á fiskiflotanum. í kratti þessara staðreynda lagði 14. iðnþing ís- lendinga ákveðnar tillögur um smíði fiskiskipa innanlands •fyrir Alþingi í október 1952. ásamt ítarlegri greinargerð, þar sem meðal annars var bent á, að án nýsmíði báta er enginn rekstrargrundvöllur til fyrir innlendar skipasmíðastöðvar, vegna Þess að viðgerðir fiski- flotans eru bundnar við tíma- bilin milli vertíða, þess í milli skortir verkefni. Fiskifélag Islands hefur um tugi óra haldið skrá yfir skipa- stól Islendinga, og þar sér- staklega tilgreint um fyrningu flotans á hverju ári. 1946 tók Fiskifélagið einnig upp skýrslugerð um innlendar skipasmíðastöðvar, framleiðslu þeirra, starfsmannafjölda og vélakost. Þessar skýrslur gefa til kynna að starfsmönnum skipasmlðastöðva hefur fækk- að ört hin síðari ár, 1946 voru 18 bátar í smíðum, samtais 845 lestir og starfsmenn 448, en árið 1951 er ekkert skip i smíðum og starfsmönnum hafði fækkað niður í 278 menn. Fyrning bátatlotans samkv. skýrslum Fiskifélagsins á ár- lunum 1949—’52 nemur samtais 3413 rúm'.estum. Það virðist varla þurfa mikla stjórnspekinga til að sjá hvert stefnir í þessum málum. Al- þingi og ríkisstjórn bar skvlda til að greiða fyrir innlendri bátasmiði, vegna síendurték- inna stjórnaraðgerða í sam- band; v.'ð innflutnin'g báta á •undanfömum áruhi án þess, að hafa um það nokkurt sátnrað við Landssamtök iðnaðrmanna. 11. marz 1952 skrifaði ég^ grein um íslenzka skipasijjíði og þróun hennar og rakti sög- í sambandi við nýsmíðina. Nú er tilkynnt að hinir nýju vald- hafar leyfi innflutning 21 fiski- báts frá Danmörku. 13. þ. m. birtir Morgunblaðið viðtal við hinn nýja iðnaðar- má'.aráðherra. undir fyrirsögn- inni ,,Ir.nflutningur fiskibáta ó- hjákvæmilegur til sköpunar aukinni atvinnu”. Síðan'kemur undirfyrirsögn ,.Sjá!fsagt að innlendar skipasm'ðastöðvar annist bátabyggingar í íramtíð- inni“! Þessir dönskit fiskibátar nranu hafa það mest til síns á- gætis .að vera gamlir og ég sé, í ljósi þess liðna, að svipaðir kostir muni prýða stefnu hinn- ar nýju ríkisstjórnar. Rökin fyrir þessum innflutn- ingi eru talin upp í umræddu viðtaii. 1. Bygging báta innanlands tekur 6—9 mánuði. 2. Fyrningu bátaflotans þarf að bæta upp fyrir næstu vertið. 3. Hernaðaratvinna á Kefla- víkorflugvelli hefur óeðlilegt ■aðdráttarafl frá hinum dreifðu bvggðum landsins. Þessi rökstuðningur er svo gegnsætt yfirk’.ór að það verð- ur að virða iðnaðarmálaráð- herra Það tii vorkunnar, vegna þess að hann er nýtekinn við embættinu, að hann skuli bera þetta á borð fyrir iðnaðarmenn. Ég þykist vita að þessi máí hafi borið á góma við myndun hinnar hýju ríkisstjórnar, og þar vil . ég leiía skýringanna. Eins og lesendum Þjóðviljans er áður kunnugt var á síðast liðnu alþingi samþykkt að rík- isstjórnin léti fram íara rann- sókn á byggingarkostnaði fiski- báta. Fiskifélagið bauð út 35 tonna bát bæði hér heima og í Danm.örku. Fjárhagsráð varð við tilmælum skipasmíðastöðv- anna um að veita ekki inn- flutningsleyfi á meðan rann- sóknin stæði vfir. Engin inn- uflutningsleyfi á bátum yoru af Ixwsum ástæðum veitkfrá þvi í ápríl og þar, ,t.U núna^að • leyfi voru veitt af hinni nýju .ríkis- stjórn fyrir 21 báti 9. sept. Kosningar til Alþingis fóru fram í júní. Við slík tækifæri verða fram bjóðendur venju fremur áhuga- • samir -um atvinnumál kjör- dæma sinna, þó að þeir hinir sömu við önnur tækifæri sam- þykki með miklum alvöruþunga og umhyggju fyrir umbjóðend- um sinum hernaðarf jötra, er sviptir þá sjólfstæði, og flæmir þessi kæru atkvæði í vinnu- mennsku burt úr -átthögunum. Vestfirðirnir hafa orðið illa úti í þessum hráskínnsleik. - Það er ótrúlegt að segja frá því, ó hinum síðustu og verstu tímum, að í kosninga- baráttu getur það orðið vinsælt að beita sér fyrir bygginguny á fiskibátum jafnvel þó því skii- yrði atvinnubótasjóðs verði að fullnægja, að byggja þá innan- lands, Vestur ísafjarðarsýsla á núna von í 3 bátum 35 rúmlesta og verða þeir .allir byggðir innan- lands. Frambjóðandi Sjálf- stæðisflokksins átti nokkurn þátt: í að hrinda þessu máli fram og fékk að launum dá- lit’a .atkvæðaaukningu. ;En þingmaður kjördæmisins bar skarðan hlut frá borði og sá að ekki mótti svo lengi standa án þess að gera mótleik. Hann brá sér því út fvrir pollinn og festi kaup á þremur gömlum bátum í Danmörku. Riki^útvarp- ið birti fréttina L sept. og til- greindi stærð og nöfn bátanna. Lowestost .65 leítir, Mary Holm 46 lestir og Hylle 46 lestir. Þessi frétt þóttl með miklum ólíkindum, vegna þess að Fjár- hagsráð hafði ekki veitt nein innflutningsleyfi eins og áður er sagt. Samningar um nýia ríkis- stjórn stóðu nú . sem hæst. Formaður fjárhagsráðs segir af sér snögglega.og hefur að yfir- varpi að væntanleg rikisstjórn hafi komið sér saman um að leggja fjárhagsráð niður. Skömmu s'ðar fær fjárhags- ráð til meðferðar. beiðnir um innflutning á 21 bót., Framhald á 11. síðu. y • una frá árinu 1916 og sýridi fram á með línuriti hvernig hinar ýmsu stjórnarstefnur og stjórnaraðgerðir höfðu bein á- hrií á nýsmiðina. Þess er skammt að minnást þegar utanþingsstjórnin 1943 gerði ’samninga við Svíþjóð um smíði á 50 bátum, þessutan var leyfður frjóls innflutning- ur á svonefndum blöðrubátum, og nam sá innfiutningur milli ~ 40 og 50 bátum. Þegar nýsköpunarstjórnin tók við völdum um haustið 1944 var ákveðið að byggja 50 báta innanlands, hinsvegar voru al- drei byggðir nema 26 bátar af þessum 50 vegna þess að inn- flutningurinn hafði mettað eft- irspurnina, Síðan hefur ný- smiði legið niðri. • í .þessum mónuði er liðið eitt s> ár síðan skipasmiðir báðu ai- þing-i og ríkisstjórn um Iiðsinni Siðastliðíð þriðjudagskvöld :nc«i Rík’sútvarpið itil fyrstu nfóníutónleikanna á þessu iusti. A efnisskránni voru tvö jómsveitarverk hinnar veiga- eiri tegundar. Egmontsforleik- ■inn eftir Beethoven og D-dúr ifóhia Brahms, Auk þess voru i + f hrít 1 oi nrmi n'í"1nr öll með und'rleik í hljómsveit- arbúningi, tvö við kvæði eftir A. O. Vine, ,,Den særde“ og „Ved Rundame“ • (svo. í eín's- skránni), og h'ð þriðja við gam- a't þjóðkvæði á Þe’amarkar- mállýzku. Guðmundur Jónsson söng þessi lög og hlaut að verð- leikum mikið Iof í lófa klappað. Inn á mil’i/ þessara !aga var skotið enn einti lagi Griegs, „Kveld pá fjöllviddi" fyr.'r strengjahljómsveit, hápípu (óbó) og hom, einkar fallegu verki, þaf sem hápípuleikarinn Paul Pude’skí fór sérstaklega vel með einleikshlutverk sitt. Þá.er að minnast hljómsveitar- innar og stjórnanda hennar, ólafs Kiellands. Maður hlaut að undr- ast háttbundna og hnitmiðaða meðferð þessarar,. ungu hljóm- sveitar á BeethovensforiKknum, og sízt varð sú undrun minni, meðan Biiahmssinfónían dunaði á strengjum og hlumdi í hornum og pípum. Þetta verk er ekkert barnameðfæri, og h!jómsveit, sem flytur það á þvílíkan . hátt sem þarna var gert, er vissulega ekki framar neinn viðvanhagur, Uhdirritaður gat ekki .betur heyrt en frammistaða hljómsveit- arinnar og stjórnanda hennar væri s!ík, að vel hefði sómt sér í borgum, sem meiri eru vorri höfuðborg og eldri að tónlistar- menningu. - Björn Franzson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.