Þjóðviljinn - 25.10.1953, Blaðsíða 8
S) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 25. október 1953
&LFUR UTANtiARÐS ' 21. DAGUR
Bóndinn í Bráðagerði
væri ekki ónýtt að e:ga dálítið á kútholu til þess að hressa sig
á í votabandi eða torfristu.
Þíngmaðurinn flýtti sér að bæta í glasið hjá gesti sínum og bað
hann blessaðan að forsmá ekíki hressínguna og Jón bóndi var ekki
að tvínóna v:ð að verða við þeim tilmælum, því bæði var mjöður-
inn Ijúffengur og hreinsaði þaraðauki himin sálarnnar af allri
andlegri grámyglu, svo þar varð heiðríkja ein.
Þér að segja, Jón m!nn, er þetta tollfritt, sagði þíngmaðurinn
ibygginn. Það væri líka bágt að lifa á þessu landi fríðindalaust
og geta ekki siglt tvisvar á ári eða svo.
Jón gat ckki slkilið að það breytti nokkuð um ágæti drykkj-
arins, hvort hann væri tollfrí eða ekki tollfrí, gat þó ekki verið
að rökræða svo þýðingarlitla hluti, heldur seild'st niðurí brjóst-
vasa sinn og dró upp skjalið góða frá oddvita Vegleysusveitar.
Einsog ég sagði þér áðan, þíngmaður góður, var ég sendur
suður, sagði hana og rétti þíngmanni sínum hina skjallegu sönn-
un þess. Á þessu skjali stendur það svart á livítu hvað það er,
sem okkur vanhagar um, það er að segja nema presturinn, hcn-
um stakk ég á bakvið eyrað. En nú liggur mikið við, að þú
reynist oktkur haukur í horni.
Þíngmaðurinn ve’tti skjalinu viðtöku, setti upp heljarmikil
gleraugu, sem gerðu sitt til að auka á þá tíginmannlegu dulúð,
sem honum var annars eiglnleg, jafnvel að morgni dags. Jón
vildi ógjama trufla hann í lestrinum og hugðist stytta sér
stund r við glas sitt, en hann var þá óvart búinn úr því, þar-
aðauki dautt í eldstertinum. Bóndinn kunni því ekiki alminnilega
að biðja um meira og flaskan var utanvið seilingarfær, svo
honum var fyrirmunað að hafast nokkuð að. Þíngmaðurinn var
leingi að iesa skjalið og þótti innihald þess að vonum merkilegt,
svo hann gáði þessi eikki að sjá fyrir líkamlegum þörfum gests-
ins. Glas hans stóð á borðinu á m:lli þeirra og. ennþá hálffullt,
því hann hafði aðeins brugðið í það grönum gesti sinum til sam-
iætis. Varð Jóni tíðlitið þángað og var það afsakanlegt eiasog á
stóð. Þíngmaðurinn átti ennþá heila blaðsíðu ólesna, og afþví
Jón hafði ætíð lifað eftir boðorðinu: það sem þú gerir það gerðu
fijótt, þá hafði hann lipurlega skipti á glösunum og stóðst það
á endum, að síðustu droparnir af leifum þingmannsins runnu
niður kverkar bóndans, er gestgjafi hans lauk lestri sinum, lagði
skjalið á borðið, tók ofan gleraugun.
Þið biðjið ekki guð um lítið, sagði þíngmaðurinn. og þótt
hann ætlaðist Ikannski ekki til þess að þetta væri skilið svo, að
hann teldi sig persónulegan jafníngja guðs, mátti þó álykta að
um nokkurn skyldleika væri að ræða. ■
Annaðhvort mikið eða ekki neitt, ansaði Jón. Mér leiðist alltaf
að vera að rellast útaf smámunum. Og afþví ég var sendur á
annað borð, vil ég ógjarna koma tómhentur lieim.
Þíngmaðurinn íhugaði vandlega orð sín. Sagði að Vegleysu-
sveit hefði laungum haft það orð á sér, að vera besta sveitin í
sýslunni, og jáfnvel þótt víðar væri leitað, og þar hefðu frá
óndverðu verið búhöldar miklir, kvaðst því eiga bágt með að
trúa, að þeir þyrftu að vera uppá aðra komnir.
Það gerlr þessi ákratti, sem er hlaupinn í únga fólkið, sagði
bóndinn, þegar svo tíðarfarið leggur ræktarleysinu lið er ekki
við góðu að búast.
Ég skil, Jón minn, sagði þíngmaðurlnn. Það er orðið okkur,
sem eigum að heita ábyrgðarmenn þessa lands, mikið áhyggju-
efni, hvað fólkið úr sveitum landsins leitar á mölina. Sveita-
mennskan hefir þó ætíð verið og á eftir að verða, líftaug þess-
arar þjóðar. Við höfum rætt þetta vandamál á mörgum fundum
cg þíngum, og ég hefi borið fram tillögu þarað lútandi, að
fulltrúum okkar í alheimsráðinu verði falið að leggja þetta vanda-
mál fyrir þá stofnun.
Og þíngmaður'nn greip glas sitt og ætlaði að mýkja raddfær-
In, en kom það auðsæilega ókunnuglega fyrir sjónir að það var
alltíeinu tómt. Lét þó eingin orð falla um þenna dularfulla at-
burð heldur seildist eftir flöskunni og deildi því, sem eftir var
af innihaldi hennar jafnt og bróðurlega í glös!n, þótt Jón væri
þeirrar skoðunar með sjálfum sér, að það væri ekki til skiptanna.
Einhvern skrattann verðum við að gera til þess að hemja
únglíngana he!ma, sagði Jcn. Ólýgnir hafa sagt mér að í sum-
um sveitum, séu þeir farnir að búa stærst, sem mest fá frá því
cpinbera, og ég sé eklki að okkur í Vegleysusveit sé vandara
um en öðrum. Þeim kynni að fækka eitthvaðk kjósendum þínum
í Fjarðasýslu ef Vegleysusveit fer í eyði, svo þér er málið skylt
uppá vissan máta. Mig minnir líka, að þú lofaðir því fyrir síð-
ustu kosníngar að hygla dkkur, en það hefur víst farist fyrir
alltað - þessu.
A ÍÞRÖTTiR
RITSTJÓRI. FRtMANN HELGASON
Norðmenn og Svíar kepptu á
þrem stöðum sl sunnudag
Ura s. 1. helgi kepptu Norð-
menn og Sviar í knattspyrnu á
þrem stöðum. Fóru l'eikar sv.o
að jaíntcfli varð í A-keppninni
0:0 og fór sá leikur fram á
Rásunda-leikvanginum í Stokk-
hólmi í viðurvist taeplega 30 þús.
áhorfenda. Leikurinn var jafn
og tvisýnn fr.am á, síðustU
stundu og gat verið tilviljun
hver setti sigurmarkið. Fram-
herjar Noregs komu á óvart
hvað leikni og samleik snerti.
Lið Svíanna var ekki eins gott
og það hefur oft verið áður, eins
og sjá má af árangri þeirra í
leikjunum í H.M.-keppninni.
Hins vegar segjast Þeir leggja
mest kapp á leikina við Spán
og Ungverjaland, sem þeir eiga
eftir í haust.
'B-leikurinn fór fram á Bislet
í Osló og unnu Sviar hann 4:0.
Byrjuðu Norðmenn vel en það
stóð aðeins í hálftíma. Eftir það
yfirtóku Svíar leikinn og sýndu
hve mikil breidd er í sænskri
knattspyrnu.
Þriðji leikurinn íór. fram á
Odd-leikvangnum á Skáen í
Noregi og lauk með sigri Svía
5:2. Sigur Svíanna var heldur
mikiil en þeir voru mun betri en
Norðmenn.
Þetta voru síðustu leikirnir í
Norrænu keppninni í ár og eru
Sviar norrænir méistarar. Tafl-
an yfi-r leikin-a lítur þannig' út:
Danmörk
Noregur
Finniand
B-]andsleikir:
Svíþjóð 3 3 0 0 9:1
Finnland 3 1 0 2 5:6
Danmörk 3 1 0 2 4:7
Noregur 3 1 0-2 4:8
2
2
A-
Eftir 2 ár standa leikar
keppninni Þannig:
Svíþjóð 6 5 1 0 21:6 11
Noregur ,6212 15:7 7
Danmörk 6 2 0 4 13:13 4
Fyrsta bindi heildarútgáfu -
kvæða Stephans, sem verður
alls fjögur bindi, er komið út.
Það er 592 bls. í stóru broti,
auk sérprentaðrar myndar, og
flytur 347 kvæði og vísur.
Þorkell Jóhannesson prófessor
hefur búið kvæðin til prentun-
ar. — Þetta er auka-félagsbók. ,
Félagsmenn útgáfunnar, og
þeir, sem gerast félagsmenn.
fá bókina a. m. k. til næstu
áramóta, við lægra verði held-
ur en í lausasÖlu. — Félags-
verð I. bindis er kr. 70.00 heft,
kr. 98.00 rexínb., og kr. 120.00
skinnb. Vegna þess að tak-
markað upplag verður fáan-
legt fyrir áramót, eru félags-
menn sérstaklega beðnir að
panta bókina sem fyrst hjá
næsta umboðsmanni og í
Reykjavík í Bókabúð Menn-
ingarsjóðs, Hverfisg. 21, sími:
80282.
Andvökur fást einnig í mörgum bókaverzlunum.
Bréí og ritgerðir Stephans G., 1.—IV. bindi: Nokkur eintök eru nú fáan-
leg í skinnbandi og kosta kr. 245.00 öll bindin.
ATHUGIÐ! Gerizt félagar og tryggiö yður jþar með öll bindin ai And-
vökum við sérstaklega haqstæðu verði.
Bókaútgáfa Menningarsjóðs
og Þjóðvinafélagsins.
A-landsleikir:
L U J T M St.
Svíþjóð 3 2 1 0 7:1 5
Bátasmíðl
Framh. af 6. síðu.
Landssamband iðn.aðarmanna
fylgdist með gangi, þessaj-a
má’.a, skrifaði fjárhagsi'áði bréf
og mótmælti Þessurh innflutn-
ingi og óskaði eftir að Alþingi
fengi að lýsa afstöðu sinni í
þessu mál áður en endanleg á-
kvörðun yxði tekin. Fjárhagsráð
-sendi ríkisstjóminni .umsóknina
aftur ásamt tilmælunum frá
Landssambandi iðnaðarmjtnna.
Það er öllum kunnugt nú,
hver urðu endalpk í þessu stór-
máli. Hafí ég hallað á . annan-
hvorn stjórnarflokkinn í frá-
sögn á hrossakaupunum skal ég
fúslega taka við skýringum og
hafa Þá heldur Það er sannara
reynist.
Samtök iðnaðarmanna hafa
ekki sagt sitt síðasta orð ] þessu.
máli eins og samþykktij- 15.
iðnþingsins bera með ;sér, ný-
smíðamálið verðúr að leýsa á
þjóðhagslegum grundvelli.
Bjarni Einarsson
'•>
ieyKjðvmur
hsldur aimemtan félagsfund
í dag klukkan 2 eftir hádegi í Alþýöuhúsinu |
við Hverfisgötu.
Fundarefni:
1. Félagsmál.
2. Kjarasamnlngarnir.
3. Önnur mál.
Fundurinn er aðeins fyrir félagsmenn, er sýni.
dyraveröi félagsskírteini.
Stjóiuin.
Gúmmísfakkar,
húðvænir
Sjósfakkar
úr plasti, reyndir að gæðum.
Regnföt
(buxur og jakki), margar stærðir.
Rcgnfrakkar,
hnésíðir.
Svnntur o.íl.
Biðjið veszlun yðar um regnfötin frá V0PNA
r t
Aðalstræti 16 — Reykjavík