Þjóðviljinn - 25.10.1953, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 25.10.1953, Blaðsíða 12
Frá háskólahátíðinni 1953 u rrw inumN Suimudagrur 25. olktóber 1953 — 18. árgangur — 240. tölublað Tveir helztu furustiimeim Framsota eiga uö rennm iii smíöi. vœntonlegs segja sig úr náítúrngripasafns Háskóli íslands var settur 1 gær með virðulegri athöfn í hátíðasal skólans. Viðstaddir hátíðina voru margir gest- jr, auk kennara og stúdenta, m.a, forseti íslands og full- trúar erlendra ríkja. 1 upphafi háskóiahátíðarinnar ílutti Dómkirkjukórinn þátt úr hátíðarkantötu eftir Pál ísólfs- son. Stjórnaði höfundur flutningi verksins. Þá hélt próf. Alexander Jó- hannesson, háskólarektor, ræðu. Minntist hann fyrst tveggja lát- inna manna: Árna Pálssonar, prófessors í sögu, sem .lézt hinn 7. nóv. í fyrra, og Sigurgeirs Sigurðssonar, hins nýlátna bisk- ups yfir íslandi. Bektor kvað litlar breytingar verða á kennaraliði skólans. Þó hefði Magnús Már Lárusson nú verið skipaður prófessor í guð- fræði og nýr sendikennari i sænsku, frk. Larsson, hefði kom- ið að skólanum. Námskeið — gjafir I sumar var haldið námskeið í uppeldisfræðum við háskólann. Sóttu það aðallega framhalds- skótakennarar og lauk 21 þeirra prófi. Rektor .upplýsti að fram- vegis yrði þessi. kennsla í upp- eldisfræðum felld inn í sjálft námið við BA deild skólans. Á þessu ári gekk Háskóli fs- lands í alþjóðasamband háskóla, en það hefur aðalaðsetur sitt og skrifstofur í París.» Háskólanum bárust tvær gjaf- Asmundnr Jóhannsson látinn Ásmuudur Jóhannsson Winni- peg, andaðist s.l. föstudag og verður jarðsettur á mánudag- inn kemur. Fcrsæt'sráðherra, Ólafur Thors, hefur sent syai Ás- mundar, Gretti aðalræðis- manni, svohljóðandi samúðar- kveðju: ,,í hugum íslendinga er Ás- mundur Jóhannsscn í fremstu röð þeirra ágætu sona Islaads, sem þrátt fyrir fjarlægð jafn- án sýndu ást sína til ættjarð- arinaar í verki. Rík:sstjórn Is- lands og ég persónulega vott- um yður og öðrum ástvinum hans dýpstu samúð“. Musiea suera Næstkomandi mánudag verða aðrir tónleikar í tónleikaflokkn- um „Musica sacra", sem Félag ís- lenzkra oi-ganleikara gengst fyrir. Að þessu sinni stendur kór Hallgrímskirkju að tónleikunum. Flutt verða eftirtalin verk: Sálm- ur eftir Pétur Guðjohnsen. Tveir Davíðssátmar eftir Gunnar Wenn- erberg. Kammersóata eftir Giov- erberg. Kammersónata fyrir 3 sólóraddir og hljóðfæri eftir Diet- i-ich Buxtehude. Kantata fyrir kór og hljóðfæri eftir sama höfund. — Organicikari Hallgrímskirkju, Páll Halldórsson, stjórnar tónleikum þessum, en þeir verða í Fríkirkj- unni og hefjast kl. 9 síðdegis. — Aðgangur er ókeypis. ir á árinu, hvor að upphæð 50 þús. kr. Önnur var frá jTinnboga R. Þorvaldss. próf. og Sigríði Ei- ríksd. konu hans til minningar um son þeirra Þorvald,. hin var dánargjöf Gunnlaugs. Krist- mundssonar sandgræðsiustjóra. Þessu næst vék háskólarektor að fjármálum skólans. Tekjur af Happdrætti háskólaiss Aðaltekjur háskólans eru af happdrættinu, en nú er búið að verj.a af ágóða þess um 3 millj. króna til háskólabyggingarinnar, 2 milIJ. króna til íþróttahúss skólans og 2% millj. til lögunar á skólalóðinni. Næsta verkefni, sem háskólinn hyggst ráðast í, er bygging nátt- úrugripasafns. Er kostnaður við byggingu safnsins áætlaður 5 tiL 6 millj. króna, þannig að hún myndi bind-a tekjur Happdrættis háskóians næstu fimm til sex árin. Ríkisframf.ög og kvik- myndahússrekstur Aðrar tekjur Háskóla íslands eru framlög ríkissjóðs, tekjur af rekstri kvikmyndahúss skólans og ýms.ir sjóðir. Samkvæmt fjárlögum nema framlög ríkisins til háskól-ans nú læplega 3 milli. króna og eru þá ekki meðtalin framlög til ýmissa stofnana háskólans, svo sem atvinnudeild-arinnar og til- raunastofnunarinnar á Keldum. Tekjur -af rekstri kvikmynda- húss háskólans, Tjarnarbíós, eru áætlaðar 250 þús. króna áriega, en eins og kunnugt er eru engir skatíar greiddir -af rekstrinum. Sáttmálasjóður Sjóðir háskólans eru margir, en flestir smáir og bundnir ýms- um reglugerðarákvæðum stofn- enda. Stærsti sjóðurinn er Sátt- má’asjóður, sem nú nemur sam- tals .3 millj. 050 þús. króna. Rektor gerðj nokkurn s-aman- Mfimzt II ára afmælis 1 gær v-ar þess minnzt víða um heim, að þá voru liðin 8 ár, síðan stofnskrá SÞ var undir- rituð í San Francisco. Forseti ailsherjarþings SÞ, frú Lakhsmi Pandit,. sagði í tilefni dagsins, að „framsóknin til friðar hefði á undanfömum ár-um hvorki ■ verið stöðug né örugg“, en von væri að úr rættist ef -s-amkomu- lag yrði. um frið í Kóren. 1 gr-ein í Pravda var þannig komizt að orði, að SÞ ættu að beita sér fyrir -að alþjóðadeiiur ieystust og að Sovéríkin mundu hér eftir sem hingað til vinna að þvi, að samtökin leystu þetta hl-utverk af hendi. burð á greiðslugetu sjóðsins nú og áður fyrr. 1939 nam sjóðurinn alls 1 milij. 340 þús. kr. Það ár hlutu 9 kandídatar stvrki til framhaidsnáms og komu um 2 þús. krónur í hl-ut hvers þeirra Á síðustu árum hafa styrkþeg- -ar hins vegar aðe'ns hlotið að jafnaði um 5 þús. krónur hver og á-rið 1952 hlutu aðeins 10 kandídatar styrki úr sjóðnum til framhaldsnáms. Auk styrkjanna til framhalds- náms kandídata hefur Sáttmála- sjóður einnig tekið -að sér að greiða kostnað við samningu ís- lenzkrar orðabókar. Rektor taldi, að úthluta þyrfti árlega yfir 700 þús. kr. úr Sáttmálasjóði í sta3 nm í 300 þús. kr., síðustu árin, ef sjóðurinn ætti að gegna til- tölulega jafnmiklu hlutverki og 1939. Vegna hins minnk- andi verðgi'dis peninga hér á larali sfðustu árin, hefðu sjóðs- eignir háskólans rýrnað um liátt á aðra millj. króna. 759 stúdentar innritaðir ! Er rektor hafði rætt um fjár-j mál hásltólans vék h-ann að| riámi stúdenta við skólann. I -skólanum eru nú skráðir 759 stúdentar, en voru, til sam-an- burðar 53 á fyrst-a starfsári hans. Nemendur við nám er- lendis eru samt. um 400. Að vísu er verulegur hluti þeirra ekki stúdentar, en rektor taldi að stúdent-ar við nám hér á landi og erlendis væru samt-als eitt- hvað á milli 900 og 1000. Framhald á 3. síðu. ÁstæSa?! taiin gamvinsian við Ihaldið og Bandazíkjadckm ilokksiorasttinnas; Akureyri í gær. Frá frétta- rit-ara Þjóðviljans. Tveir af fxæmstu forustu- mönnum Framsóknarflokksins hér á Akurey-ri hafa nýl-eg'a sagt sig formlega. úr flokknum. Eru það beir Marte:'nn Sigurðsson, formaður Framsóknarfélags Ak- ureyrar og Kristófer Vilhjálms- son, skrifstofumaður. Mikil uppl-ausn er nú í liði Fi'amsóknai’manna í bænum í sambandi við þessa atburði og má jafnvel búast við frekari t’ðindum á næsíunni af átökum og úrsögnum úr Framsóknar- flokknum. Marteinn Sigurðsson hefur urn langa hríð verið einn af helztu forustumönnum ílokks-ins. Auk formennsku flokksins í rnörg ár hefur hann gegnt bæjarfulltrúa- eða varabæjai'fulltrúastörfum í 12 ár samfleytt. K-i'istófer Vil- hjálmsson hefur oft átt sæti í stjórn Framsóknarfélagsins. Ásæðan til þessara úrs-agna og Míislgs í V-ÞgzkalaniU A þjóðveginum milli Kölnar . og Frankfurt varð í gær bílslys þegar hemlar biluðu í stói’um vörubíl, sem v-ar á leið niður brekku. Bílstjórinn missti alla stjórn á bilnurn og í'ann hann á miki.lli ferð niður i brekkuna slengdist utan í. 7 fólksbíla, áð- ur en hann stanzaði við árekst- ur á annan vörubíl. 7 manns létu lífið. uþplausnarinnar x Framsókn-ax'- flokknum hér á Akureyri er al- menn óánægja flokksmanna með samvinnuna við íhaldið í lands- málum og rikisstjórn svo 6g B andarík j adek ur forustumann- anna. Hefur það síður en svo lægt öldumar að di'. Kristinn Guðmundsson lét hafa -sig til að taka við hervarnai’málunum hinni nýju 1’íkisstjórn. Bronstein, Keres og Reshevsky jafnir Endatileg úrslit í skákkeppn- inni í Ziirich urðu þau, að Smis- loff bar sigur úr býtum mrið 18 vinningum af 28 möguleg- um. Þeir Keres, Bronstein og Reshevslfy skiptu með sér öðra sætinu með 16, Petrosian fékk 151/2 og Geller og Najdorf 141/2. Á vori komanda mun Smisloff heyja einvígi um heimsmeistaratignina við nú- verandi handhafa hennar, Botv- innik. Einvígið fer fram í Moskva og verða tefldar 24 skákir. _____________ Myndun finnskrar „þjóðstjórnar" mistóksf Samningum sem að undan- förnu hafa staðið yfir milli borg- araflokka og sósíaldemokrata Finnlands um myndun sam- steyp'jstjómar, sem allir flokk- ar nema Lýðræðisbandalag al- þýðu tækju þátt í, var hætt í gær, eftir að sýnt var, að ekk- ert samkomuiatr gat orðið. Klnkkunni var seinkað í nétt Klukkunni var seinkað um. elna klst. s.l. nótt, eins og venja er til að gera aðfai’anótt fyrsta sunnudags í vetri. E-f þið skyld- uð hafa gleymt að seinka klukk unni yk-kar er ráð að gera það strax. Gefur Ijósprentuð blöð úr Hauksbók Bæjarráð samþykkti í fyrra- dag að færa Landsbókasafninu. að gjöf ljósprentun nokkurra blaða úr Hau'ksbók, en frum- eintak ljósprentunarianar var gef ð Osloborg á 900 ára afmæli borgarlnnar. Herstjórn Suður-Kói’eu stað- festi í gær, rétt sem í síðusíu viku bai’st fra P.vongyan.g um nð flug.m-aður í flugher S-Kói’þu hefði flúið í fl-u.gvél sinný Norður-Kóreu o.g ■ lxeðið úþl griðland sem pólitískur Koftþ- maður. Flugmaðurinn var fiug- kennari í suðurkóreska f-lughern- um. Rlyndin er af einu hiruia nýju stórhýsa sem reist hafa verið við Smolensktorg í Mcskvu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.