Þjóðviljinn - 05.11.1953, Side 1
Fimmtuilagur 5. nóvember 1953 — 18. árgangur — 249. tölublað
HRAKLEG ARAS RÍKISSTJÓRNARINNAR A BÁGSTÖDDUSTIJ ÞEGNA ÞJÓÐFELAGSINS
Tryggingasfofnunin látin draga skatta
frá lífeyri gamalmenna og öryrkja
Rikisstjórnin hefur nú gert ótrúlega svívirðilega árás á
gamalmenni og öryrkja. Hún hefur mælt svo fyrir aö
vangoldin þinggjöld skuli dregin frá elli- og örorkulífeyri
þessa fólks. Er hér um að ræða mjög smávægilegar upp-
hæðir fyrir ríkissjóð, en þessi fruntalega innheimta þeirra
getur haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir afkomu
margra þeirra sem erfiðast eru settir í þjóðfélaginu og
veröa aö gæta sín vandlega áður en hver króna er hagnýtt.
Það var tollstjórinn í Reykja-
.vík sem bar fram þá 'kröfu við
Tryggingastofnun rikisins að
tekjur þeirra bótaþega sem ættu
vangoldin þinggjöld skyldu skert
sem skuldinni svarar. Trygging-
arstofnunin áfrýjaði kröfunni til
félagsmálaráðherrans, Steingríms
Steinþórsson-
ar, og það
stóð ekki á
svarinu hjá
honum: Sjálf-
sagt að iganga
á þennan hátt
að því fólki
sem býr margt
_ við eriiðastar
aðstaeður í þjóðfélaginu. Er vart
hægt að hugsa sér hraklegri
framkomu — og hefði flestum
þótt sjálfsögð afgreiðsla að þing-
gjöld yrðu felld niður hjá þessu
fólki.
Elli- og örorkulífeyrir er rúm-
ar 500 kr. á mánuði á einstakl-
ing, og mega menn hafa jafn-,
háar tekjur annars staðar frá
án þess að lífeyririnn skerðist.
Mætti öllum vera ljóst hvernig
ganga muni að lifa á slíkum
upphæðum í Reykjavík eins og
er komið dýrtíð og verðlagi.
Hefði sannarlega ekki verið úr
vegi að hátekjumaðurinn Stein-
grímur Steinþórsson hefði hugs-
að um hvernig honum myndi
ganga að lifa af slíkri upphæð
áður en hann ákvað að láta
ganga að þessu fólki.
Til frekari skýringar fer hér
á eftir bréf Tryggingastofnunar-
innar um þetta mál:
„Reykjavík, 9. október 1953.
Tollstjórinn í Reykjavík hefir
gert þá kröfu til Tryggingastoín-
uriar ríkisins, að haldið verði
eftir af elli- og örorkulífeyri
þeirra bótaþega í Reykjavík,
sem eiga vangoldin þinggjöld,
þannig að nægðj til lúkningar
hinum vangreiddu gjöldum.
Tryggingastofnunin hefir bor-
ið undir félagsmálaráðuneytið
hvort stoínuninni væri skylt að
verða við þessari kröfu toll-
stjóra, og telur ráðuneytið áð
svo sé.
Samkvæmt framanrituðu hefir
Tryggingastofnunin greitt þau
vangreidd þinggjöid fyrir yður,
er hér um ræðir, til tollstjórans
í Reykjavík.
Tryggingastofnuninni er ljóst,
að mánaðariegur lífeyrir gamal-
menna og öryrkja er ekki hærri
en svo, að það hlýtur að valda
bótaþegum erfiðleikum ef gjöld
þessi eru dregin frá einni mán-
Framhald á 8. síðu.
'ÆFIt
Andstæðingar Eisenhow-
ers sigursælir í kosningum
Stjórnarandstöðuflokkur Bandaríkjanna, demókratar,
sigraöi hvarvetna í kosningum í fyrradag.
í tveim fylkium fóru fr.am
reglulegar fylkiastjórakosningar,
víða voru kosnir borgarstjórar,
dómarar og aðrir embættismenn
og í einu kjördæmi fór fram
aukakosning til fulltrúadeildar
sambandsþingsins í Washington.
Demókr.atar unnu þær fernar
kosningar, sem helzt voru taldar
myndu gefa bendingu um hvert
straumur kjósenda liggur. Fram-
bjóðendur þeirra voru kjömir
fylkisstjórarNew Jersey og
Virginia. í yNew Jersey hafa
republikanar haft fylkisstjóm-
ina siðan 1940.
Robert Wagner yngri, sonur
eins kunnasta samstarfsmanns
Roosevelts heitins forseta, vann
borgarstjórakosninguna í New
York. Hann bauð sig fram fyrir
demokrata.
I sjötta fulltrúadeildarkjör-
dæmi New Jersey vann demo-
krati aukakosningu. Republikan-
ar höfðu haldið kjördæminu í
21 ár.
Lennart Hall, forseti mið-
stjórnar republikana, sagði í
Washington í gær að ekki þyrfti
neinum blöðum um það að fletta
að flokkurinn væri illa á veg'i
staddur. Þingmenn republikana
kenna ósigurinn því að Eisen-
hower heíur ekki staðið við
kosningaloforð sín um að læklca
skatta. Loks kennir MacCarthy
öldungadeildarmaður því um að
flokkurinn hafi ekkj gert nóg úr
afrekum sínum í baráttunni
gegn kommúnismanum.
Mossade»h
Mossadegh
fyrir rétt
Talsmaður Iransstjórnar
skýrði frá því í Teheran í gær
að réttarhöld
yfir Múhameð
Mossadegh,
t’yrrverandi
forsætisráð-
herra, myndu
hefjast á
þriðjudag eða
miðvikudag i
næstu viku.
Saksóknari
núverandi
stjórnar hefur
krafizt þess áð
Mossadegh, sem er hátt á átt-
ræíisaldri, verði dæmdur til
dauða fyrir svik við keisarann.
fUÓÐVIUINK
Flokksfélagar og vinir Pjóðviljans.
I dag er aðeins niánuður þangað
til dregið verður í happdrættinu.
Áhugamenn, notið vel þennan
tíma tU að selja happdrættis-
mlða, notið þessa elnu viku, sem
hin glæsilega happdrættisútstiU-
ing stendur yfir í glugga Mál-
arans við Bankastræti og bjóðið
vegfarendum liappdrættismiða.
Deildarstjórnir, skipuleggið starf
deildarfélaganna fyrlr Þjóðvilja-
happdrættið sem bezt þið getið,
og sjáið mn að enginn félagi sé
óvirkur. Sjáið enn fremur um að
við útstUIingargluggann séu eln-
hverjir deildarfélagar daglega ein-
hverja stund til að selja happ-
drættismiða. Setjið ykkur í sam-
band við skrifstofuna á Þórsgötu
1 og Skólavörðustíg 19, símar
7500, 7510, 81077.
Stjóm Æ F K
YJ r W skorar á alla
t’á félaga, sem
hafa undir
höndum innheimtublokkir fyrir
L,andnem,ann að leggja gig
alla fram rfð að heimta inn í
kvöld kl. 7—8.30 og gera síðan
skil á skrifstofunni strax á
eftir. Félagar, sem ekki Iiafa
blokkir, sækl þær á skrifstof-
una fyrir kl. 7.
Versnandi söln-
horíur í Þýzkal
Þýzkir toqarar alia vel
við Nosður-Noreg
Enda þótt ísfiskmarkaður hafi
verið góður í Þýzkalandi að und-
anfömu er llíclegt að hann verði
mun lélegrj á næstunni þar sem
þýzkir togarar afla nú mjög vel
við Norður-Noreg og mikið aE
fiski berst því á markaðinn.
Þýzku togararnir sem eru á
veiðum v:ð Norður-Noreg fiska
aðallega karfa og svo nokkuð
af ufsa. Er afli á þessum slóð-
um með allra bezta móti.
Sölutímabil íslenzku togar-
anna í Þýzkalandi er útrunnið
um m'ðjan nóvember en nokkr-
ar horfur munu á að það íaist
fram'.engt til 15. des. n. k.
Nf
fraivthalds-
saga
1 dag hefst í Þjóðviljan-
um ný framhaldssaga „Er
hrossum ekki lógað", eftir
bandaríska rithöfundiim
Horace McCoy. Sagan ger-
ist í Hdllywood, háborg
baadarískrar kvikmynda-
menningar, og lýsir á kald-
hæðinn og áhi'ifamikinn
liátt ástandinu þar og því
sérstæða, bandaríska fyrir
brigði sem nefnist mara-
þondans. Þjóðviljinn hefur
áður birt sögu eftir Horace
McCoy, sem naut mikUla
vinsalda. Þessl nýja saga
er stutt, en húu er ekki
síður spennandl en hin fyrri
var. Fylgist með þessari
„harðsoðini" sögu frá byrj-
un.
Víðurkenning á hinu nýja Kinafrum-
ilyrði þess að dragi ur vi
Faðlr plastefnanna
fékk N óbels ver ðlaun
Vísindamaöur sá, sem nefndur hefur veriö faðir plast-
efnaiðnaðarins, hefur fengiö Nóbelsverðlaunin fyrir efna-
fræðiafrek.
7/7 einskis aS rœSa Þýzkctlahd ef Vesfur
veldin halda fast viS V-Evrópuherinn
í orðsendingu sinni til Vesturveldanna segir Sovét-
stjórnin aö frumskilyröi þess að unnt reynist að draga úr
viðsjám á alþjóðavettvangi sé aö hinu nýja Kína sé ekki
lengur meinað að taka það sæt-i meöal þjóðanna sem því
ber.
Sænska vís'ndaakademían
veitti í gær þýzka prófessornum
Herman Staudinger verðlaunin.
Hann er nú hættur störfum en
var við háskólann í Freiburg.
Verðlaunia fær Staud nger.
sem er 72 ára gamall, fyrir
rannsókuir sínar á samsetningu
efna með stórvim same'ndum.
hessar rannsóknir liggja til
grundvallar hinum mikla og ört
vaxandi plastefnaiðnaði síðustu
ára.
Krabbameinssmásjá.
Vísindaakademípa veitt; hol-
lenzka prófessorniun Fritz Zern-
ike í Groenligen . Nóbslsverð-
launin í eðlisfræði fyrlr að
finna upp smásjá, þar sem Ijós-
öldur en ekici l'tarefni eru not-
aðar til að gera frumur sýuí-
legar. Smásjá þessi er einkum
notuð við krabbameinsranti-
sóknir.
. Plver Nóbelsverðlaun nema í
ár 172.000 sænskum krónum eða
meira en hálfri millj. ísl. kr.
Orðsendingin hefur ekki enn
ver'ð birt í heild en skýrt var í
gær frá efni hennar í höfuðborg.
um Vesturveldanna.
•Fimniveldafundur og fjór-
voldafundur.
Sovétstjórnln ítrekar tillögu
siaa um að haidnir verði tveir
stórveldafundir. Annar verði
fimmveldafundur með þátttöku
Bandaríkjanna, Bretlands,
Frakklands og Kína. Umræðu-
eí'ui á þeim fundi verði helms-
málin i lieild og ráðstafanir til
að draga úr viðsjám milli stór-
yeldanna.
Lagt er t'.l að hinn fundurlun,
sem sömu ríki að Kina undan-
sk'ldu sitji, fjalll um friðar-
samninga við Þýzkaland og
sameiningu landsins.
Saniirngur Frakklands <>g
Sovétríkjanna.
í orðsendÁigu sinni biður
Sovétstjórnin Vesturveld'n að
skýra afdráttarlaust frá því,
hvað þau ætlist fyrir með samn-
ing sinn við stjórn Vestur-
Þýzkalands um stofnun Vestur-
Evtópuhers með þýzkri þátt-
töku. Segir hún að ef ætlun
þeirra sé að reyna að fá þann
samning staðfestan sé þýðingar-
laust að halda ráðstefnu um
Þýzkaland. Stofnun Vestur-
Evrópuhers myndi endanlega
koma í veg fyrir sameiningu
þess. 1 þessu sambandi er vikið
að samn'ngi Sovétríkjanna og
Frakklands frá 1844 um sam-
stöðu gegn hættu af endurvák-
inni þýzkri hernaðarstefnu.