Þjóðviljinn - 06.12.1953, Page 11

Þjóðviljinn - 06.12.1953, Page 11
Sunnudagur 6; desember 1953 —■ ÞJÓÐVILJINN (lt ISLENZKA ÞJOÐVELDIÐ Framhald af 7. síðu. manska ættsveitarskipulagi, merkilegustu staðreynd ger- manskrar forsögu, bann sess, er því ber í tilveru germanskra þjóða og sýnir fram á, hvernig þetta ættsveitarskipulag festir rætur í breyttri mynd á Islandi, hvernig molnar úr því við að flytjast yfir íslandsála. Þá lýs- ir hann gróðursetningu ætt- sveitarskipulagsins á íslandi, ó- hjákvæmilegri þróun þess og séreinkennum, en hefur jafnan til samanburðar þjóðfélagsfram- vindu nágrannalandanna, rekur bæði það, sem sameiginlegt er og sundurleitt í þróun hins ís- lenzka þjóðfélags og grannland- anna. Höfundurinn hefur svo fullkomin tök á efni sínu, er- lendu og innlendu, að margir kaflarnir eru hin lostætasta lesning, má þar t. d. benda á kaflann Sigur siðmenningarinn- ar. Það hefur löngum verið kyn- fylgja íslenzkrar sagnaritunar, að hún hefur verið bundin svo mannfræðinni, að heilir kaflar íslandssögunnar hafa fremur virzt vera sundurleitir ævisögu- þættir en þjóðarsaga. Birni Þor- steinssyni hefur tekizt undar- lega vel að skrifa sögu íslenzku þjóðarimiar, svo að hún birtist lesandanum sem lífræn heild, hver þáttur íslenzks mannfé- lagslífs fléttaður við annan í lifandi samhengi. Biörn Þor- steinsson bútar ekki í sundur hinn sögulega veruleika tíma- bilsins og hleður síðan kubb- unum hverjum á annan ofan, miklu fremur væri hægt að líkia bók hans við listofna voð, þar sem hver þráður er öðrum tengdui'. En því fer þó fjarri, að ís- Ienzka þjóðveldið sé ópersónu- leg saga þjóðfélagshátta og stofnana. Höfundurinn dregur síður en svo úr hlut éinstakl- inganna, athöfnum þeirra og gerðum. Bókin er full af skarp- legum persónuathugunum og mannlýsingum. Og þegar hann gerir upp reikningsskilin í lok bókarinnar og kannar orsakir þess harmleiks er lauk með upp- gjöf þjóðveldisins, þá metur hann ekki aðeins hlut hinnar ópersónulegu þróunar íslenzka þjóðveldisins, heldur sýnir hann fram á, að íslenzka yfirstéttin, hofðingjar Sturlungaaldar brugð ust sögulegu hlutverki sínu: að skapa innlent ríkisvald þegar það var prðip- ’óufnflýjanleg nauðsyn vegna breyttra þjóð- (élagshátta., Höfunduiýnn lýkur bókinni með þessum orðum og niðurstöðum: ,,Hér var þjóðfé- lagsþróunin komin á það stig, að yfirstétt hafði vaxið upp í landinu, en hún hafði hvorki manndóm né metnað til þess að skapa innlent ríkisvald og leit- aði erlendrar ■ aðstoðar til þess að koma stofnuninni á fót. Á þennan hátt lítillækkaði hún sjálfa sig og gróf völdum sín- um og virðingu gröf og ofurseldi þjóð sína, því að sjálfan sig getur enginn selt nema með tapi.“ Björn Þorsteinsson reyn- ir ekk; að afsaka verk höfð- ingjakynslóðar 13. aldar með því að kenna ópersónulegum öflum um glötun stjálfstæðis- ins. Hann leitar orsakanna í sögulegum athöfnum og at- hafnaleysí þeirra, er sköpuðu íslenzka sögu. Bók Björns Þorstéinssonar er með þeim hætti, að hún hlýtur að vekja miklar umræður í hópi kunnáttumanna. Hún er svo nýstárleg um margt, eggj- ar án efa marga til andmæla um ýmig atriði, svo sem vænta má um5 tímabil, þar'sem heim- ildir allar eru á strjálingi og vafaatriðin liggja við hvert fót- mál rannsóknarans. En þetta frumverk hins ung.a sagnfræð- ings er skrifað af svo mikilli leikni í aðferðum rannsóknar og framsetningar, að íslenzkum fræðimönnum á þessu sviði ætti að vera það bæði Ijúft og skylt að meta það að verð- leikum, eh sleppa honum ekki með gagnrýni þagnarinnar einn- ar. íslenzk sagnfræði kemst ald- rei á neinn rekspöl fyrr en frjó gagnrýni verði tekin upp í vinnubrögð sagnfræðinga. Um leið og ég þakka Bimi Þorsteinssyni fyrir bókina vil ég láta í Ijós von mína, að biðin verði ekki alltof löng eftir framhaldinu. Honum treysti ég manna bezt til að skrá þá heild- arsögu íslands, sem alþýða þessa lands hefur beðið eftir svo langa stund. Sverrir Kristjánsson.' '------------------------—, Iðja. Lækjargötu 10 B Vöuduð. ódýr þýzk rafmagnstæki Iðja, , LæSrjá-rgötu 10.B Stí V__;_____" ’______ ' * V Alþjóðasamstarf vísindamanna Framhald af 5. síðu. fessor Nesmejanoff. Er þetta blað úr skáldsögu um framtíð- ina? Já — um framtíðina ef við hugsum okkur heiminn sem heild. En þetta er sá veruleiki sem vísindamenn Sovétríkjanna beitá orku sinni til að skapa. Þetta eru meginlínur vinnuáætl- unar Vísindaakademíu Sovétríkj- anna og hinna tólf vísindaaka- demía hinna einstöku sovétríkja. Vísindamenn Sovétríkjanna teldu sig lánsama ef þeir gætu s'am- einað krafta sína kröftum allra þeirra' vísindamanna, hvar sem er í heiminum, sem vinna vilja að sama markmiði, sagði pró- fessor Nesmejanoff. -N Iðja. Lækjargötu 10 B Lampar og Ijósakrónur Iðja, Lækjargötu 10 B Hinar margeftirspurðu Helena Rubinslein hársnyrtivörur komnar: Champo, 4 gerðir; hárskol, 8 litir. Munið hársnyrtikremið. MARKAÐURINN Haínarstræti 11 Vörubílstjórafélagið Þróttur FUNDUR verður haldinn í húsi félagsins í dag kl. 1. 30. e.h. DAGSKRÁ: Ýms félagsmál. Félagsmenn sýni skírteini við innganginn. Stjórnin. MÍR MÍR í Stjörnubíó í dag klukkan 2 e.h. FUNDAREFNI: 1. Pétur Pétursson, útvarpsþulur, og Eberg Ell- efsen frá Siglufirði segja frá ferð -sinni til Sovétríkjanna. 2. Kvikmyndasýning: Fréttamynd frá sendi- nefndum í Sovétríkjunum s.l. vor, m.a. íslend- ingum, og konsert úkrainskra listarúanna (Ballet, tánleikar o.flj. — Gullfalleg mynd. 'jr- 'ii/: í ';í:£,v ‘ -'hi' r ' ».•"> gi. ,-i/morI rujqqö' Gestir velkomnir — Félagar íjölmenni stund'víslega. :*Iiöv- Stjórnin 1« , i/nmLi:: Frl \r\ r) Máls og mennmgar Skólavörðnstíg21 - Sími 5055

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.