Þjóðviljinn - 15.12.1953, Side 6

Þjóðviljinn - 15.12.1953, Side 6
6) — ÞJÓÐVILJINN —• Þriðjudagur 15. desexnber 1953 þlÓOlíllllNN tftgefandl: Samelntngarflokkur alþýöu — Sóstaltstafloklcurlnn. Rltstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), SigurSur GuSmundsson. Fréttastjóri: Jón Bjarnason. BlaSamenn: Ásmundur Slgurjónsson, Bjarnl Benediktsson, Guð- xnundur Vigfússon, Magnús Torft Ólaísson. ^Luglýslngastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustig. 19. — Siml 7600 (3 iínjur). JLskriftarverð kr. 20 á mánuðl i Reykjavík og nágrennl; kr. II annara staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. f vonlausum minnihluta í Alþingiskosningunum í sumar fékk íhaldið 12.245 at- kvæði, en andstöðuflokkar þess hvorki meira né minna en 19.964 atkvæöi. Munurinn var 7.729 atkvæöi í þessum bæ sem löngum hefur verið aðalvígi Sjáífstæðisflokksins. Eftir þeim úrslitum eiga andstöðuflokkar íhaldsins rétt á 9 mönnum í bæjarstjórn en íhaldið 6, og ekki bér að efa að í kosningunum í sumar hafi menn skipzt næsta rrákvæmlega eftir skoðunum. íhaldið er þannig í vonlaus- um minnihluta meðal bæjarbúa, svo algerum minnihluta að lítil tök ættu að vera á að halda því fram af nokkurri skynsemi aö hann verði unninn upp. En íhaldið klifar á einni röksemd sér til hjálpar í þess- ari vonlausu aðstöðu. Það segir að þegar það glati meiri hluta sínum taki við alger glundroði, andstæðingar þess geti með engu móti unnið saman. Nú er þaö að vísu svo aö glundroðinn í stjórn Reykjavíkur getur aldrei orðið meiri eða verri en hann er nú þegar öllu er skipað eftir hagsmunum fámennrar gróðaklíku og ekkert tillit er tekið til hagsmuna almennings í bænum, en þó er þetta vandamál sem andstöðuflokkar íhaldsins verða að horf- ast í augu við vitandi vits. Óg því er síðasta frumkvæði Sósíalistafélags Reykjavíkur, þar sem þáð lýsir yfir því að sósíalistar séu reiðubúnir til samstarfs við alla and- stöðuflokka íhaldsins bæði í kosningunum og eftir þær, mjög mikilvægt. Það er margt sem skilur þá flokka sem nú hafa næst- um því tvo þriðju bæjarbúa að baki sér, þeir munu halda áfram aö deila, og þaö er ástæðulaust að draga fjöður yfir þaö. En í stefnu þeirra í bæjarmálum er svo margt sem sameinar að auðvelt ætti að vera að koma á heiðar- legu samstarfi um ýms mikilvæg hagsmunamál bæjarbúa. Slíkt samstarf hefur tekizt víða um land á undanförn- um árum, og hví skyldi það ekki geta tekizt hér? Til þess þarf aðeins vilja forráöamannanna til þess að steypa hinni spilltu íhaldsklíku af stóli; vilji almennings í því efni kom greinilega fram í kosningunum í sumar. Alþýðublaðið segir í forustugrein í fyrradag að því fari víðs fjarri að klíka Stefáns Jóhanns ráði enn öllu í Al- þýöuflokknum þegar hún telur hagkvæmt aö beita því. Jafnframt segir blaðið í næsta orði að hin lærdómsríka framkoma Alþýðuflokksins í nefndakosningunum á dög- unum stafi af því „að Gylfi og Hanníbal vildu ekki gera listabandalag við íhaldið.“ En nú er þaö augljós stað- reynd að fjórir þingmenn flokksins af sex voru gráðugir 1 að gera listabandalag við íhaldiö og geröu þaö hiklaust — í því skyni að koma Stefáni Péturssyni og Stefáni Jó hanni Stefánssyni inn í mikilvægar nefndir. Er hægt að fá betra dæmi um það hverjir eru ráðamenn Alþýðu- flokksins? Hins vegar getur það ekki verið rétt skýring hjá Al- þýðublaðinu að afstöðu Hanníbals og Gylfa hafi valdið andstaða við íhaldið. Á síðasta þingi hafði Alþýðuflokk- urinn m.a. listabandalag við íhaldið um að kjósa Gylfa 1 bankaráð Framkvæmdabankans og stóð þá vissulega hvorki á honum né Hanníbal að greiða atkvæöi. Og í upphafi þessa þings var haft alveg samskonar listabanda- lag um þíngnefndirnar og á hinum sameiginlegu listum voru bæði nöfn Hanníbals og Gylfa, og einnig þá greiddu þeir atkvæði fúsastir allra. Ástæðan til þessarar afstöðu tvímenninganna var þann- ig ekki nein andúð á íhaldinu, heldur sár gremja út af því að Stefánarnir voru teknir fram yfir þá í flokknum. Og jafnframt auglýstu formaður flokksins og ritari algert valdaleysi sitt og getuleysi, þegar í odda skerst ráða þeir engu. Það er gott að fá þetta staöfest á svo eftir- minnilegan hátt, og almenningur mun vissulega kunna að draga af því sínar ályktanir. Jólaskyrtan í ár er ESTRELLA NattfÖt Fallegi úrval Sporískyiiur, 6 tegundir Næriöt 100% nyion o. fl. teg. Sokkar Bindi Jeyrsey-peysur á börn, með löng- um ermum. Plastic-regnkápur á herra Kuldaúlpur á börn og fullorðna ★ Allt tilvaldar jólagjafir á lO'fi An. Andersen & Lauth hJ. Vesturgötu 17. Sími 1091 — Laugaveg 28 Sími 82130 Nú er hver síðnstur að koma fötum í hreinsun og pressun fyrir jól Öll vinna fijótt og vel af hendi leyst FATAPRESSA Hverfisgötu 78, sími 1098

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.