Þjóðviljinn - 22.12.1953, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 22.12.1953, Qupperneq 3
Þriðjudagur 22. desember 1953 •— ÞJÓÐVIUINN — (3 tofnuS yemtlngarsamfök FlféSsdelshés'cðs Héraði í desember. Fyrir skömmu var haldinn á Egilsstööum stofnfundur Menningarsamtaka F1 j ótsdalshéraös. Hugmyndin að félagsstofnun þessari kom fram snemma á þessu ári. Mun -Pétur Jónsson, bóndi á Egilsstöðum,' hai'a verið einn lielzti hvatamaðurinn. Á s.l. vetri komu saman nokkrir menn til þess að ræða undirbún:ng að stofnun samtakanna og var Þá kjörin undirbúningsnefnd. Á stofnfundinum um daginn var kosin bráðabirgðastjórn -samtak- anna og er formaður hennar Þórarinn Þórarinsson, skólastjóri á Eiðum. Etcki hefur enn verið gengið frá starfsreglum samtakanna. Hins vegar hefur verð rætt um það. að kjarna samtakanna mjmdaði fulltrúaráð, sem samanstæði af tveimur fulltrúum hinna 10 hreppa -Fljótsdalshéraðs og allir, sem vildu, gætu orðið félags- menn. Félagsgjöldin yrðu -ekki bundin, heldur greiddu mcnn til sam.takanna eftir eigin vild. Eitt mikilvægasta málið, sem menningarsamtökin munu beita sér fyrir, er að vinna að því að Sen]ór Pelikan þrlvidd koma upp á Egilsstöðum sameig- inleg-u, myndarlegu félagsheimili fyrir allt Héraðið. Húsnæði það, sem hingað til hefur verið fvrir hendi þar til fundahalda og sam- komuhalds, eru hermannaskáiar. Er slíkt vitaskuld méð öllu ó- viðunandi. Egilsstaðir eru að verða slík miðstöð Héraðsins, að því verður ekki lengur unað, að þar sé ekki fyrir hendi samkomu- hús, sem fulinægi kröfum tím- ans. Þá er það ennfremur eiít af verkefnum hinna nj’sto'fnuðu samtaka að ýta á eftir almennum framfaramálum Héraðsins, eins og t. d. rafmagnsmáiinu, sem í dag er cfst á baugi allra máta hér um slóðir. Þykir Héraðsbú- um þeir hafa orðið miög afskiptir í þeim málum hingað til. Er það því mjög mikiivæ-gt að hafa slík almenn samtök til þess að fyigja eftir kröfum til úrbóta. Vesturíslenzk verkamannsbjón, Hailur Hailsson og kona hans, sem bæði eru fædd vestan hafs, Jjafa sent , Styrktarfélagi lam- aðra og fat’aðra að gjöf arðinn af hlutabréfum sínum í Eim- skipafélagi íslands. Gjöfinni hafa bau komið á framfæri fvrir milligöngu séra Eiríks Brynjóifssonar frá Útskál- um og segir í bréfi frá þeím að auk beztu óská til félagsins vilji þau á þennan hátt senda íslandi og íslenzku þióðinni kveðju sína. Hallssonhjónin búa í húsi nr. 4548 við Prince Alber.t Street í Vancouver B. C. í Kanada. KyitdiiS í myrkri aorbeimskunar - NýS! helíi aí Tímasiti Káls og mesmmgar Tvöfalt hefti, 2.-3. af Tímariti Máls og menningar er komið út. Er þetta tvímælalaust bezta lesmál nokkurs íslenzlcs tíma- rits á þessu ári. etiist ári5 2098 NýS Iielllaéska- Það er tízka um þessar mundir að skoða myndir gegnum mislit gleraugu. Menn segja, að þær fái dýpt, fjarvídd, þriðju vídd eða hvað það nú heitir. En það ku vera eitthvert taekniundur á bak við s’.íka myndagerð, sem vér kunnum ekki skil á. Oss hefur nú borizt barnabók með slikum myndum, með tilheyrandi gleraug- um, og er oss fortalið (aftan á kápu bókarinnar) að þær séu teknar í Dýragarði Lundúnaborg- ar af enskum þrividdarspesíalista sem heitir Carl Sutton, og hafi hann tekið þær sérstaklega fyrir útgefendur bókarinnar, Bókaút- gáfuna s f. Vér settum upp gler- augun og sjá! -— þriðja viddir, upplaukst fyrir augum vorum og munaði minnstu að fjórða víddin og afstæðiskenning Einsteins fy’gdi með í kaupunum. En Senjór Pe’íkan ílytur líka nýstárlegan og skemmtilegan skáldskap. Hverri mynd fylgir þuia. Höfundur þeirra kallar sig Stóra-Brand og mun það skálda- nafn ekki hafa sézt á prenti fyrr, en eyrnamark dylst sjaldan glögg- um fjármanni, og svo er um höf- undareinkennin á þessum þuium, vér þykjumst þekkja þau, þó að vér af 'meðfæddri þagmælsku og háttvísi látum ekkert uppi um það. En kannski hefðu fleiri gaman af að spreyta sig. Plérna er þuian um mörgæsina: Er hér kominn einn á ról undrafugl með skrýtið gól, sem fyrirmaður í fínum kjól, er finnst það voða gaman að reigja sig í ræðustól með riddarakross að framan; heldur en ekki hreykinn af öllu saman. Hann á líka höfuðból hugprúður við Suðurpól, þar sem aldrei sést nein sól né sætabrauð um heilög jól og yfirleitt er ekkert skjól á ísnum hægt að finna. Og ýmsir hafa montað sig af minna! Senjór Pelíkan er prentaður i Prentsmiðjunni Hólar, en mynda- mótin gerði Prentmyndastofa Helga Guðmundssonar og er hvort tveggja til fyrirmyndar. Axel Schiöth bakarameist.ari a Akureyri hefur gefið Lystigarði Akureyrar 20 þús. frímerki og sku’u þau seld til ágóða fyrir garðinn, en ekki fyrr en árið 2000. Fyrir andvirði frímei'kjanna. en 17 þús. þeirra eru íslenzk, skal stofna sióð tii minningar um Onnu Schiöth, móður gef- andans. Sjóðinn skal nota í þágu Lystigarðsins á 100 ára afmæl: gefandans, árið 2010. Landssími lslands hefur gefiíi iit þrjár nýjar gerðlr af eýðublööum fyrir heillaóskaskej’ti. Er eitt þeirra sérstaklega gert fyrir jólaskeyti, en hin tvö fyrir aimenn heillaóskaskeyti Eyðublöð- in cru myndskreytt og litprcntuð. Útgerðarráð Framhald af 1. síðu. ■son, Skúii Magnússon og Hall- ve!g Fróðadóttlr á ísfiskveðum og koma því ekki inn fyrr en að afstöðnum jólum. Fleiri en áður Eins og á.ður hefur verið skýrt frá munu ýmis útgerðarfélög ekki senda skip sín á veiðar aftur fyrir iól. Er þetta tví- mælalaust árangur af samþykkt bæjarstjómarinnar þvf hingað til hefur það margoft komið fyrir að skipunum hefur beinlinis ve-rið ýtt úr höfn rétt fyrir jólin og jafnvel send út á aðfangadag. Ottinn við kosningarnar Það er nú komið á daginn að það eru ekki nein sinnaskipti hjá ínaldinu sem ollu því að tillaga sósíalista, um að sjómönnum yrði gert fært að dvelja nieð fjöl- skyldum sínum um jólin, var samþykkt mótatkvæða’.aust í bæjarstjórn. Óttinn við nálægð kosninganna svifti íhaldið hug- rekki til að drepa tillöguna. Hitt te'.u.r það sjáanlega hættuminna að láta fulltrúa sína i útgerðar- ráíi bregða fæti fyrir rhálið, þe’r eru hvort sem er ekki í' kjöri við kosningarnar!! En íhaldinuskjátl- ast ef það heldur að sjómenn og fjölskyldur þeirra skilji ekki skrípaleik þess og blekkingatil- burði. eftir að Kjartan ThOrs & Co. hefur svipt af því grímunni með afstöðunni i útgerðarráði. Gerðabúar sigruðu íbúar við Skógargerði og Litla- gerði hafa nú farið með sigur af hólmi. Á fundi byggingarnefndar 17. þ. m. var samþykkt að verða við óskum íbúanna um að göíur þessar. fai að halda íyrr- nefndum nöfnum, sem þ.eim voru í upphafi gefnar en átti síðar að breyta. 100 ára saga Bæ.jarst.iórn Akureyrar sam bvkkti í síðustu \iku að láta rita 100 ára söau Akureyrar. Skal hún koma- út á 100 ára afmæli bæ.iarins. 1962. Bæ.iarstjórnin kaus fiögurra manna nef.nd til að undirbúa framkvæmd bessa verks, m.a. að safna myndirm af mönnum, stöðum og sögulegum atbui-ð- um. í nefndina voru kosnir: Áskell Snorrason. Brynleifur Tobiasson. Steindór Steindórs- son oe; Biami M. Jónsson. Aldrei hefur eins mikill fjöldi forheimskandi dellutímarita kom- ið út á íslandi eins og nú, og einmitt þess vegna finnur maður það betur en nokkru slnni fyrr hvers virði *það er að eiga tíma- rit sem ekki slakar á menningar- kröfum sínum, tímarlt sem ekki aðeins býður leshæft efni heldur hverja greinina annarri betri. Það r.'t er Tímarit Máls og menningar. Efni síðasta heftis Timarits Máls og menningar er í st'uttu máli þetta: í. riístjórnargrein um verkefni félagsins skýrir Kristinn E. Andrésson frá því hvern'g vinir Máls. og menningar fylktu liði á s. 1. sumri þegar bókabúð félagsins var hent út á götuna þaðan sem hún hafð: frá upphafi verið og söfnuðu á skömmum tíma fé til þess að kaupa lóð fyrir húg þar sem félagið gæt' haft starfsemi sína og bókabúð. Næsta verkéfnið er nú að safna fé til að bygg.ia hús félagsins, og efti.r byrjuninrii að dæma verður það framkvæmt. Sverrir Kristjánsson sagnfræð- ingur skrifar um Efnishyggju og húmanisma Stephans G. Step- hanssonar. Þórbergur Þórðarson á þarna ræðu sem hann nef'n'r: Guð hjálpi íslendingum, Allir sem ekki heyrðu þessa ræðu þurfa að lesa bana, — og hinir hafa gott af að rifja hana upp! Peter Hallberg skrifar: Úr vinnu- stofu sagnaská’.ds, ræðir hann * þar um hvernig Atomstöðin varð til. Gunnar Bened ktsson skrif- ar frá Rúmeníuför sinni í sumar: Heyrði ég i hamrinum. Ferða- pistlar eru eftir Magnús Á. Árnason og Asíubændur í upp- reisn er grein þýdd aí Sverri Kristjánssyni. Loks er að geta Þess -að í heft- inu er að finna Sögur úr' sildinni eftir Jónas Ámason, ásamt nokkrum mvndum frá síldveið- um sumarsins. Einnig er þarna ritgerðin Þjóðir og tungumál eft- ir Áma Böðvarsson, — skemmti- lestur, jafnvel fyrir þá sem ann- ars flökrar við málfræði! Kvæði eru e'ftir Þors-tein Valdi- marsson, Hannes Pétursson, W. Mueller, og írskt kvæði. Söguv eru eftir Thor Vilhjálmsson og Ástu Sigurðardóttur. Loks eru ritíregnir o. fl. Islenámgavmaféiag stoinað í Gautabosg Sic-astliðið haust tók Fer'ða- skrifstofa rikisins, af íslands hálfu, þátt í „Svenska Mássan“, en það var alþjóðleg haustsýn- ing, sem fyrirtæki og stofnanir frá 20 þjóðum tóku þátt í. Ferðaskrifstofa ríkisins lagðí áherzlu á að kynna Island sem feröamaivnaland svo og heimilis iðnað. Aðsókn að sýningarsal Islands var mjög góð og vöktu myndir og munir mikla athygli sýningargesta; sérstaklega dáð- ist fólk að prjónavarningi og víravirkinu. I sambandi við sýninguna var sýnd kynningarmy.nd Ferða- skrifstofunnar, „Jewel of the Noríh“, og ennfremur ákveðið að stofna sænskt íslendingafé- lag. Nú fyrir stuttu var form- lega gengið frá stofnun þessa félags eða 1. desember s. 1. I stjórn voru kjcrnir: Ordförande Docent Peter Hallbsrg, v. ordförande Arki- tckt Bjarni Sigurðsson, sekre- terare Direktör Eric Borg- ström, öv. styrelseled Redaktör Björn Lagerström, Konsul A. M. Gabrielsson, Proffessor Ture Johannisso.n, Frú Sigrún Emils- son, Kamrer HaiTy Larsson, Suppleantcr Ingeniör Nils Bill- gren. Teknolog Ragnar Emils- son. Flaggstyrman Torgny Luadquist. SalIeStism Fjárskaði á Kéraði: 28'kindur frá Hafursá í Skóg> um fórust í tjérn Héraði í desember. Nýlega vildi það til á bænum Hafursá í Skógum, að’ 28 kindur fórust í tjörn skammt frá bænum. Atyik voru þau, að is var á tjörn þessari og lá íöl yfir ísnum. Hafði svo kindahópurinn ætt út á ísinn, sem rejmdist of þunnur og brast undan. Þegar bóndinn á Ilafursá, Sigurbjöm Pétursson, fór að huga að fé sínu um kvöldið, fann hann hvergi um- ræddar 28 kindur. Honum varð á leit sinni seinna um kvöldið gegnið framhjá. tjörn þessari og og sá hann þá hvers kyns var. Líkur eru til, að kindurnar hafi dreplst mjög fljót og enga björg getað veitt sér. því að allmikið frost vaý úti( og raunar ekki sennilegt, að neit hefði fengizt að gert, þótt menn hefðu komið að strax, þv; að ómögulegt reyndist að komast útá ísinn fyr- ir menn vegna þess, hve þunnur hann var. Þetta mun vera mesti fjár- skaði af þessu tagi, sem orðið hefur lengi hér um slóðir. Er það ekki neitt smáræð’stjón fyr- ir eitt heimiþ að rrrssa í einu vetfangi svona stóran. hluta bú- stofnsins. tekmn upp á ný í’fy-rra hóf Þjóðleikhúsið sýn- ingar á ballettinum Eg bið að hellsa er danski ballettmeistar- inn Erik Bidsted hafði gert við músik Tíarls O. Runólfssonar er aftur byggði á lagi Inga T. .Lá.r-; ussonar. Á þriðju sýrrngu ball- ettsins vildi það slys til að Bid- ,sted er dansaði aðalhlutverkið háslnarslitnaði, og varð Þá að hætta sýningum. Eins og kunn- ugt er hefur hann og kona hans verið hér á landi siðan snemma í haust, og hafa Þau hjónin kennt í ballettskóla Þjóðleikhússins. Hefui- nú verið ákveðið að taka ballettinn til sýnir.gar á ný, enda mun Bidsted vera orðinn jafn- góður. Verður fyrsta sýningin sunnudag'nn 27. þ. m. kl. 3 síðdegis. Dansarar eru hmir sömu og í fyrra, nema Edda Scheving kem- ur i stað Irmv Toft. Þá munu nemcndur ballett- skó’ans sýna, og auk boss dansa Bidstedhjönin hluta úr ballett- inum Þyrnirósu eftir hljómlist Tjækofskís. IÐJÁ, Lœkjargötu 10 — Margar gerðir aí rafmagnsvöfflujárnum og strau}árnum - IÐJA, Lœkjargötu 10

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.